Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 6
6 | Fréttir 21. september 2011 Miðvikudagur 17 ára drengur ákærður fyrir þátt sinn í meintri frelsissviptingu: Þriðji aðilinn neitar sök Önnur fyrirtaka í Black Pistons- málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, en þriðji maðurinn hefur verið ákærður fyr- ir aðild sína í því. Hann er fæddur 1994 og er því aðeins 17 ára. Þurftu allir sakborningar að taka afstöðu til ákærunnar. Ríkharð Davíð Ríkharðs- son og Davíð Freyr Rúnarsson neit- uðu sök sem og maðurinn ungi. Ungi maðurinn er ákærður fyr- ir sinn þátt í meintri frelsissviptingu fórnarlambsins og fyrir hótanir í hans garð. Eins og áður hefur komið fram eru Davíð Freyr og Ríkharð Júl- íus ákærðir fyrir frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás sem á að hafa staðið yfir í tæpan sólarhring. Ungi maðurinn kom seinna inn í réttarsalinn en Davíð Freyr og Rík- harð og kallaði Ríkharð til hans og benti honum með handahreyfing- um á að koma og tala við sig. Hvort Ríkharð hafi náð að hvísla ein- hverju að honum áður en dómari og saksóknari stöðvuðu hann skal ósagt látið. Erfitt hefur verið að hafa uppi á manninum unga og hafði því lögmaður hans, Björgvin Jónsson héraðsdómslögmaður, ekki haft tækifæri til að ræða við skjólstæð- ing sinn. Þeir viku úr dómsal áður en hann tók afstöðu til ákærunnar. Þeg- ar ungi maðurinn kom inn aftur fóru Ríkharð og Davíð Freyr úr dómsal, en áður hafði saksóknari farið fram á það vegna ungs aldurs mannsins. Eftir að ungi maðurinn hafði neit- að sök var hann einnig beðinn um að taka afstöðu til fíkniefnaákæru. Hann neitaði einnig sök í því máli. Hann talaði lágt og óskýrt og þegar dómari spurði hvort hann hafi neit- aði sök sagði hann: „Klárlega. Þetta voru engin fíkniefni, þetta var syk- ur. Og þetta voru 4 grömm ekki 8,9 grömm.“ Aðalmeðferð málsins fer fram 12. október næstkomandi. hanna@dv.is Tveir sakborninga Davíð Freyr Rúnarsson og Ríkharð Júlíus Ríkharðsson á leið fyrir dóm. R ússneskur auðmaður pant- aði aflraunasýningu frá þekktum íslenskum krafta- jötnum þegar hann var staddur hér á landi árið 2008. Auðmaðurinn dvaldi á bæn- um Hofsstaðaseli, nýuppgerðum torfbæ, í Skagafirði ásamt konu sinni og fylgdarliði og vildi ólmur sjá ís- lenska aflraunamenn leika listir sín- ar. Meðal þekktra gesta sem gist hafa Hofsstaðasel í gegnum tíðina eru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og dóttir Elísabetar Bretlands- drottningar, Anna. Kraftajötnarnir Hjalti Úrsus Árna- son, Auðunn Jónsson og Kristinn Óskar Haraldsson, betur þekktur sem Boris, fóru norður í Skagafjörð til fundar við manninn. „Við vorum bara kallaðir til, pantaðir skilurðu. Hann borgaði vel fyrir þetta og það var einhver ferðaskrifstofa sem græj- aði þetta. Við keyrðum bara upp eftir með tæki og tól,“ segir Hjalti Úrsus. Sagan segir að kveikjan að heim- sókn jötnanna hafi verið sagan af Gretti Ásmundarsyni hinum sterka. Grettir dvaldi útlægur í Drangey á Skagafirði síðustu þrjú ár ævi sinnar, samkvæmt Grettissögu, þar til hann var loks veginn í eynni árið 1031. Drangey er sýnileg úr túninu á Hof- staðaseli og blasti því við rússnesku gestunum. Rússinn og Grettir Grettir þótti manna sterkastur og eru við hann kenndir á íslenskri tungu Grettistök og Grettishöf – feiknamikl- ir steinar sem geta vegið allt að tíu tonnum – sem hann á að hafa getað lyft. Sagan segir að Rússinn auðugi hafi heyrt söguna af Gretti og hrifist svo mjög af henni að hann hafi spurt hvort slíkir menn sem hann væru enn til á Íslandi. „Sagan af Gretti er ekkert ólíkleg því Drangey blasir hérna við okkur á miðjum firði, beint fyrir fram- an okkur,“ segir íbúi í sveitinni þegar sagan um kveikjuna að aflraunasýn- ingunni er borin undir hann. Gestgjafar þeirra munu þá hafa sagt að Íslendingar væru meðal fremstu þjóða heims á sviði aflrauna og hefðu unnið keppnina Sterkasti maður heims í nokkur skipti. Þá mun Rússinn hafa spurt hvort möguleiki væri á því að sjá slíka Grettismaka sýna krafta sína. Hjalti Úrsus og félagar hans voru því kallaðir til frá Reykjavík enda munu gestgjafar Rússans hafa viljað flest fyrir hann gera til að gera dvöl hans í Skagafirði sem ánægjulegasta. Sýndu bændagöngu Hjalti og félagar hans sýndu auð- manninum hefðbundnar aflraunir sem þekktar eru af mótum eins og Vestfjarðavíkingnum og öðrum slík- um. Sýningin fór fram á hlaðinu við torfbæinn í Hofstaðaseli. „Við vorum með svona klukkutíma atriði. Þetta tókst mjög vel og var skemmtilegt. Við sýndum bændagöngu, lyftum kúlusteinum, tókum helluburð og annað slíkt,“ segir Hjalti Úrsus. Upphaflega sagan hljómaði þannig að um hefði verið að ræða rússneska auðmanninn Roman Abramovich, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Chelsea, og að íslensku kraftakarlarnir hefðu farið norður í Skagafjörð með þyrlu sem send hafi verið eftir þeim. Svo var þó ekki og sýnir þetta mishermi hvern- ig slíkar flökkusögur taka gjarnan á sig ýktar myndir: Auðmaðurinn var rússneskur en ekki hinn heims- frægi Abramovich og Hjalti og félagar hans keyrðu norður en fóru ekki með þyrlu. Engin 370 kíló í réttstöðulyftu Nafnið á rússneska auðmanninum liggur ekki fyrir eftir athugun DV á málinu þótt ljóst sé að ekki hafi verið um Abramovich að ræða. „Ég kannast ekki við að þetta hafi verið Abramovich. Ég man ekki nafnið á honum; hefði hann getað eitthvað í kraftlyftingum þá hefði ég örugglega munað það. En hann var bara venju- legur maður fyrir mér, einhver Jón Jónsson. Ef hann hefði átt 370 kíló í réttstöðulyftu þá hefði ég örugglega munað nafnið hans,“ segir Hjalti Úrs- us. Rússinn dvaldi í góðu yfirlæti í Skagafirði í nokkra daga og fór með- al annars í laxveiði, reiðtúr og fleira í þeim dúr auk þess sem hann sá nokkra sterkustu menn landsins taka á því með Drangey í baksýn og væntanlega Grettissögu í huganum. n Rússneskur auðmaður fékk aflraunasýningu í Skagafirði n Helluburður sýnd- ur á bæjarhlaðinu n Grettissaga sögð kveikjan að áhuga Rússans á aflraunum„Við sýndum bændagöngu, lyft- um kúlusteinum, tókum helluburð og annað slíkt. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sýndu auðmanni aflraunir í Skagafirði Drangey og Grettir Sagan af Gretti sterka og Drangey mun hafa kveikt áhuga rússneska auðmannsins á íslenskum aflraunamönnum. Þrír þekktir kraftajötnar sýndu rússneska auðmanninum aflraunir í Skagafirði. Hjalti Úrsus Árnason var einn þeirra. MynDin ER SaMSETT Sjötugur stunginn Karlmaður um sjötugt var stunginn með hnífi í húsi í miðborginni síð- degis á mánudag. Árásarmaðurinn, sem er nokkru yngri, var handtek- inn á staðnum og vísaði á hnífinn, sem var haldlagður af lögreglu. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu var sá sem var stunginn fluttur á slysadeild til aðhlynningar en meiðsli hans voru ekki talin vera alvarleg.  Segir málshöfðun óskiljanlega Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sagði, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á þriðjudag, skaðabótamál slitastjórn- ar bankans á hendur sér algjörlega óskiljanlegt. Sagði Sigurjón að ein- hver í Landsbankanum hlyti að hafa framlengt 19 milljarða króna lán til Straums eftir að hann fór úr bank- anum eða tekið ákvörðun um að innheimta ekki lánið. Hinn 30. sept- ember 2008, viku fyrir hrun, gerðu Landsbankinn og Straumur, sem þá voru í eigu sömu aðila, samning um lánalínu. Tveimur dögum síðar, eða 2. október, dró Straumur 19 millj- arða króna á þessa lánalínu án þess að veita tryggingar fyrir lánveiting- unni. Það er meðal annars á þessari forsendu sem slitastjórn bankans hefur höfðað skaðabótamál á hend- ur Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi banka- stjórum bankans.  Hitti goðið Andri Heiðar Ásgrímsson hitti átrúnaðargoð sitt, Josh Groban, í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Það var röð tilviljana sem réð því að Andri fékk þetta einstaka tækifæri til þess að spjalla við Groban. Andri sagði söngvaranum meðal annars frá því hvernig tónlist þess síðar- nefnda hefði haft áhrif á fjölskyldulíf hans alla tíð. Tónlist Josh Groban var í miklum metum á heimili Andra, en uppáhaldslag föður hans var „You‘re Still You“. Þegar faðir hans féll síðan frá fyrir níu árum var lagið meira að segja spilað af geisladiski í jarðar- förinni. Saga Andra hreyfði svo við söngvaranum, að hann sagði af sam- tali þeirra á tónleikum sem hann hélt í Kaupmannahöfn á sunnu- daginn og bað hann Andra að segja 2.000 áheyrendum söguna sjálfur, sem hann og gerði. „Þetta var mjög óraunverulegt og ég fæ enn gæsa- húð,“ sagði Andri alsæll í samtali við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.