Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 12
12 | Erlent 21. september 2011 Miðvikudagur Þ egar halla fór undan fæti í bandarísku efnahags- lífi jókst verulega sá fjöldi barna sem lenti á spítala með alvarlega áverka sem einhver veitti þeim. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem byggð var á gögnum frá sjúkrahúsum í fjórum ríkjum Bandaríkjanna; Kentucky, Ohio, Pennsylvaníu og Washington. Það hefur lengi fylgt umræðu um kreppuna að ofbeldi gegn börn- um hafi aukist. Þar til nú hafa slíkar fullyrðingar þó aldrei fengist stað- festar með gögnum og rannsókn- um. Þó ekki liggi fyrir sannanir á því að efnahagserfiðleikarnir séu að valda þessari aukningu þá hafa aðrar og eldri rannsóknir leitt í ljós að aukin streita hjá foreldrum eyk- ur líkurnar á að börnum sé mis- þyrmt. Greint var frá rannsókninni í fagtímaritinu Pediatrics á mánudag en í rannsókninni voru allar inn- lagnir barna undir fimm ára aldri skoðaðar nokkur ár aftur í tímann. Umtalsverð aukning Á árunum 2004 til 2009 voru 422 börn greind með höfuðáverka sem ein- hver olli þeim með óeðlilegum hætti. Meirihluti þessara barna hafnaði á gjörgæsludeild og sextán prósent þeirra létust af áverkum sínum. Með- alaldur barnanna var níu mánuðir. Í aðdraganda þess sem kallað er litla kreppan í Bandaríkjunum í lok árs 2007 mældist fjöldi þessara höf- uðáverka 8,9 á hver 100 þúsund börn. Eftir ákveðinn tímapunkt á árinu 2009 stökk þetta hlutfall upp í 14,7 börn á hver 100 þúsund. Tók eftir aukningu „Ef hægt er að alhæfa út frá þessum tölum má auðveldlega sjá að þetta er mikill umframfjöldi barna sem verður fyrir ofbeldi,“ segir læknirinn Rachel P. Berger, einn af höfundum rannsókn- arinnar, í samtali við Reuters-frétta- stofuna. Berger starfar við barnaspít- alann í Pittsburgh og sérhæfir sig í ofbeldismálum gegn börnum. Í vinnu sinni á spítalanum varð hún vör við mikla aukningu hvað varðar höfuð- áverka á börnum árið 2008. Þar fjölg- aði málum úr 17 að meðaltali á árun- um fyrir 2008 upp í 37 árið 2008. Þar af létust 11 börn, sem eru fleiri en þau sem létust af höfuðáverkum sem rekja mátti til slysfara. Samkvæmt opinberum tölum eru um átján hundruð ungbörn lögð inn á spítala með óeðlilega höfuðáverka á ári. Berger segir að hún og fjölmargir sérfræðingar séu þeirrar skoðunar að sá fjöldi sé gróflega vanmetinn. Viðmið ríkisins skekkja tölur Opinberar tölur eru í raun á önd- verðum meiði við niðurstöður Berger og félaga. Séu þær skoðaðar sést að í kreppunni hafi ofbeldi gegn börnum dregist saman árið 2008. En Berger segir að hinar opinberu tölur séu alvarlegum takmörkunum háð- ar, eins og mjög þröngum viðmiðum um hvað teljist til misnotkunar gegn börnum. Nokkuð sem reynt hafi ver- ið að útiloka í nýju rannsókninni. Óhugnanlegar niðurstöður Reuters ræddi við sálfræðinginn Elizabeth Gershoff við Texas-há- skóla, sem sérhæfir sig í málefnum foreldra, vegna málsins og hún seg- ir að niðurstöður rannsóknarinn- ar séu óhugnanlegar. Hún telur að barnsgrátur kunni að skýra ungan aldur barnanna sem sæti ofbeldi. Barnsgrátur sé oft orsök þess að fólk missi stjórn á sér og hristi börnin sem hljóti þá áverka sem kallaðir eru „shaken baby syndrome“. Það er þegar heili barnsins skellur í höfuð- kúpunni og veldur heilskemmdum og blæðingum í einhverjum tilfell- um. Berger bendir á að samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar eru gerendur í langflestum tilvikum karlmenn – feður, karlkyns forráða- menn eða umönnunaraðilar. Hún gagnrýnir að banda- rísk stjórnvöld geri ekki nóg til að hjálpa fátækum foreldrum að tak- ast á við efnahagsvandræði. Í raun hafi stjórnvöld bætt olíu á eldinn með því að draga úr framlögum til barnagæslu og skera hraustlega niður í barnabótum. „Sem samfélag þá hjálpum við fólki sem verður fyrir barðinu á fellibyljum, til dæmis. Nú geisar efnahagskreppa og það sem ger- ist er að við drögum hreinlega úr aðstoðinni. Það verður að íhuga afleiðingar þess að skera niður á þeim sviðum er varða börn,“ segir Berger. „Það verður að íhuga afleiðingar þess að skera niður á þeim sviðum er varða börn. n Ný rannsókn sýnir að ofbeldi gegn börnum í Bandaríkjunum hefur stóraukist eftir að kreppan skall á n Höfundur rannsóknarinnar gagnrýnir stjórnvöld Börnin Barin í kreppunni Saklaus fórnarlömb Ný rannsókn þykir sýna fram á orsakasamband milli efnahagslægðar- innar í Bandaríkjunum og fjölda barna sem lögð eru inn á sjúkrahús með höfuðáverka vegna mis- þyrminga. MyNd PHoToS.coM Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Bandaríkin Risavændishús fær ekki leyfi Áætlanir um umfangsmikla stækk- un vændishúss í miðborg Sydney í Ástralíu virðast farnar út um þúfur eftir að borgarráð lagðist gegn þeim. Vændishúsið, sem nú er tuttugu herbergja, átti að verða það stærsta sinnar tegundar í Ástralíu og var áætlaður kostnaður við bygginguna 7,7 milljónir punda, eða 1.400 millj- ónir króna. Til stóð að fjölga her- bergjunum úr tuttugu í fjörutíu. Ástæðan fyrir því að borgaryfir- völd synjuðu vændishúsinu leyfis var vegna samkeppnissjónarmiða. Var óttast að minni vændishús í ná- grenninu yrðu af ómældum tekjum. Sómalía ekki fyrir börnin Hvergi í heiminum er hættulegra að vera barn en í Sómalíu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar, WHO. Af öllum ríkjum heims er tíðni barnadauða hæst í Sómalíu. Í fyrra dóu þar 180 börn af hverjum 1.000 áður en þau náðu fimm ára aldri. „Jafnvel áður en yfirstandandi neyð skall á lést eitt af hverjum sex börnum fyrir fimm ára afmæl- ið sitt. Núna reiknum við með að þetta hlutfall eigi eftir að hækka enn frekar,“ segir yfirmaður UNICEF í Sómalíu, Rozanne Chorlton. Verður tekinn af lífi með eitri Troy Davis, 42 ára Bandaríkjamaður, verður tekinn af lífi með banvænni sprautu á miðvikudagskvöld eftir að yfirvöld í Georgíu-ríki höfnuðu síðustu áfrýjun hans. Davis var dæmdur til dauða árið 1991 fyrir að myrða lögregluþjón árið 1989. Málið þykir umdeilt ekki síst í ljósi þess að fjölmörg lykilvitni við réttarhöldin drógu framburð sinn um sekt Davis til baka eftir að dómur féll. „Verði Davis tekinn af lífi getur vel verið að yfirvöld í Georgíu taki saklausan mann af lífi,“ segir Larry Cox, yfir- maður Bandaríkjadeildar Amnesty International. Saksóknarar segjast hins vegar ekki vera í vafa um að Davis sé rétti maðurinn. Bylting fyrir fátæka n Nýstárleg uppfinning sögð breyta lífi þúsunda í fátækrahverfum Filippseyja N ý uppfinning hefur breytt lífi þúsunda fátækra í Filippseyj- um. Ekki er hægt að segja að uppfinningin sé flókin því um er að ræða eins konar ljósaperu sem búin er til með því að fylla plastflösku af vatni. „Flöskuperunni“ er komið fyrir á þaki kofa í fátækrahverfi og þegar sólin skín á vatnið í flöskunni margfaldast ljósið inni og verður sambærilegt því sem kemur frá 55 vatta ljósaperu. Á BBC segir að verk- efnið, sem kallast „lítri af ljósi“, hafi þegar fært mörgum fátækari íbúum landsins aukna birtu í tilveruna. Kostur flöskuperunnar umfram hina venjulegu ljósaperu er sá að ekkert rafmagn þarf til þess að knýja hana, en rafmagnsverð í Filippseyjum er með því hæsta sem gerist í Asíu. Í frétt CNN um málið kemur fram að það kosti einn dal að setja flöskuper- urnar upp og að fjölskyldur geti spar- að allt að sex dölum á mánuði með því að notast við þessa nýju uppfinn- ingu. Það var Illac Diaz, hjá samtök- unum My Shelter Foundation, sem kom verkefninu af stað í Filippseyj- um. „Þú getur ímyndað þér hversu mikil áhrif þetta ljós hefur haft á þessi heimili,“ sagði hann í viðtali við CNN. Með hjálp sveitarfélaga og sam- taka í Filippseyjum hafa þegar ver- ið settar upp 12.000 flöskuperur sem lýsa upp 10.000 heimili í fimm umdæmum í Filippseyjum. Diaz hef- ur mikla trú á verkefninu en hann ætlar sér á næstunni að setja upp flöskuperur í 36 bæjum úti um allt land. Herinn tók nýlega upp verk- efnið og setti upp flöskuperur í fá- tækrahverfum höfuðborgarinnar Maníla. „Þegar fólk sér hversu góð áhrif þetta hefur á samfélagið, þá mun það nýta tæknina,“ sagði Diaz við CNN. Flöskuperan Flöskuperunni er komið fyrir á þaki kofa í fátækrahverfi og þegar sólin skín á vatnið í flöskunni margfaldast ljósið inni og verður sambærilegt því sem kemur frá 55 vatta ljósaperu. (Samsett mynd)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.