Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Page 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 21. september 2011
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
n Fyrirheit um að bjóða ákveðnum hópum frítt í strætó hafa ekki orðið að veruleika n Markmið að fargjöld standi
undir hærra hlutfalli kostnaðar n Karl Sigurðsson, formaður samgönguráðs, segir forgangsreinar hafa gefist vel
Svikin loforð um strætó
É
g hef núna hjólað allt sem ég
fer í þrjú ár,“ segir Hrönn Harð-
ardóttir, 47 ára bankastarfs-
maður og hjólreiðakappi.
Hrönn er ein þeirra sem hef-
ur tekið upp þann lífsstíl að hjóla í
vinnuna. Það gerði hún árið 2008.
Ástæðan fyrir því að Hrönn ákvað
að hefja hjólreiðar var sú að hún var
í slæmu líkamlegu formi að eigin
sögn. „Ég er í gönguklúbbi og ég sá
ekki fram á að geta farið með þeim
í gönguferð að hausti. Ég byrjaði
að hjóla til að reyna að létta mig og
það heppnaðist svona ljómandi vel,“
segir hún.
Keppir í hjólreiðum
Hrönn segist finna mikinn mun á
líkamlegu formi ár frá ári. Hún kom-
ist í sífellt betra form. Nú sé svo kom-
ið að hún sé meðlimur og stjórnar-
maður í Fjallahjólaklúbbnum, sem
sé skemmtilegur félagsskapur fyrir
hjólreiðafólk af öllu tagi. „Ég er
meira að segja farin að keppa í hjól-
reiðum,“ segir hún glaðbeitt.
Hrönn segir að fjárhagslegur
ávinningur sé mikill. Hún spari um
það bil fimmtán þúsund krónur í
mánuði með því að hjóla til og frá
vinnu, það samsvarar meira en
500.000 á þremur árum. Bíllinn
slitni hægar og sparnaðurinn hafi
verið fljótur að borga upp reiðhjólið.
Hún segist aðeins nota bílinn þegar
hún þurfi að sækja börnin eða fara í
ferðalög út á land. „Ég keyri tugum
þúsunda kílómetra minna en áður.“
Hjólreiðastíga með
stofnbrautum
Hrönn, sem býr á Háaleiti, segir allt-
af hægt að finna sér leiðir til að hjóla
í Reykjavík, aðbúnaður hjólreiða-
manna sé því ágætur. Hún hafi byrj-
að að hjóla á stígum en hafi fljótt
fært sig út á götu. Hún velji þó göt-
ur þar sem hámarkshraðinn sé 50
kílómetrar á klukkustund. Hún hafi
fyrst um sinn verið smeyk um eigið
öryggi en það hafi liðið hjá. „Ég er í
endurskinsvesti á veturna og er með
ljós á sumrin auk þess sem ég klæði
mig í áberandi fatnað. Ég ef ekki
lent í neinu óhappi og hef ekki einu
sinni verið nálægt því.“ Hún segir að
stjórnvöld gætu bætt aðstöðu hjól-
reiðamanna til muna með því að
sjá til þess að sérstökum hjólabraut-
um yrði komið upp meðfram stofn-
brautum, líkt og sé til dæmis gert í
Danmörku og Hollandi. „Það myndi
gerbreyta landslaginu til hjólreiða,“
segir hún.
Hrönn segist ekki bara spara sér
peninga með því að hjóla heldur sé
tímasparnaðurinn nokkur. „Ég er 10
mínútur að hjóla í vinnuna en 5 mín-
útur að keyra. En þegar ég fer á bíln-
um þarf ég að finna stæði og ganga
smá spöl. Það tekur mig í heildina 20
mínútur að fara á bílnum.“
Missti þrjátíu kíló
n Hrönn Harðardóttir byrjaði að hjóla 2008 n Hefur sparað
meira en 500.000 krónur n Er farin að keppa í hjólreiðum„Ég er meira að
segja farin að
keppa í hjólreiðum.
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Líður betur Hrönn
kemst í sífellt betra form.
Mynd gunnar gunnarSSon
stakrar ferðar eða tímabilskorta. Bláa
kortið, sem gildir í ár, hefur hækkað
um 8 þúsund krónur á þessu ári. Það
þýðir að frá og með 1. október greið-
ir árskorthafi 666 krónum meira á
mánuði en áður, ef kostnaðinum er
skipt niður á 12 mánuði. Hann greið-
ir 3.208 krónur á mánuði fyrir bláa
kortið. Sá sem kaupir græna kort-
ið, sem gildir í mánuð, greiðir 7.000
krónur frá 1. október en greiddi áður
5.600 krónur. Sömu sögu er að segja
af öðrum kortum sem í boði eru.
Stakt fargjald stendur í stað nú en
hækkaði um áramótin um 25 pró-
sent, úr 280 krónum í 350 krónur.
Svona hefur verðið hækkað
Stakt græna Bláa unglingar
Desember 2010 280 5.600 30.500 100
Janúar 2011 350 6.400 35.000 350*
Október 2011 350 7.000 38.500 350*
Hækkun 25% 25% 26% 250%
*Lægra fargjald fyrir ungmenni var lagt niður og allir greiða nú sömu upphæð fyrir staka ferð.
Markmiðið að fjölga farþegum Verðið
hefur hækkað um 25 prósent á einu ári.