Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2011, Side 21
Í
slenska kvennalandsliðið
í handbolta hélt á þriðju
dagsmorgun til Póllands
en þar mun liðið taka þátt
í sterkur fjögurra liða æf
ingamóti. Mótherjar Íslands
í Chorzow, þar sem mótið fer
fram, verða heimamenn auk
Tékka og Hollendinga. Mótið
er liður í undirbúningi fyrir
heimsmeistaramótið í Brasilíu
sem hefst í byrjun desem
ber. Þar verður íslenska liðið í
fyrsta skipti í sögunni en það
er annað stórmótið í röð sem
íslensku stelpurnar komast á.
Ágúst Jóhannsson lands
liðsþjálfari valdi upphaflega
sautján leikmenn í mótið en
stórskyttan Rut Jónsdóttir
þurfti að draga sig úr hópn
um vegna meiðsla og í hennar
stað kom hornakonan Sólveig
Lára Kærnested, leikmaður
Stjörnunnar.
Línukonan sterka og einn
albesti leikmaður Íslands,
Anna Úrsúla Guðmundsdótt
ir, gat heldur ekki farið með
liðinu á þriðjudagsmorgun
vegna veikinda en vonast er
til að hún geti haldið utan
seinna í vikunni. Íslensku
stelpurnar mæta Hollend
ingum á föstudaginn klukk
an 15.30, Pólverjum á laug
ardaginn klukkan 17.30 og
síðasti leikurinn verður svo
gegn Tékkum á sunnudaginn
klukkan níu um morguninn
að íslenskum tíma.
tomas@dv.is
Sport | 21Miðvikudagur 21. september 2011
Farnar til Póllands
n Kvennalandsliðið í handbolta á sterku æfingamóti
F
ormúlu 1 ökuþórinn
Lewis Hamilton hefur
ekki átt góðu gengi að
fagna á þessu tímabili
í Formúlunni. Hann
hefur aðeins unnið tvær
keppnir af þrettán, komist
fjórum sinnum á verðlauna
pall og verið í fjórða sæti
fjórum sinnum. Það er þó
akstur hans og sú áhætta sem
hann hefur tekið sem hefur
hvað mest verið á milli tann
anna á fólki. Hann hefur oft
ar en einu sinni og oftar en
tvisvar skapað mikla hættu á
brautinni og verið sektaður
og misst sæti vegna aksturs
mátans. Þá hefur hann tví
vegis ekki lokið keppni þar
sem hann ók á. Sjálfur seg
ist Hamilton alltaf hafa ver
ið svona áhættusækinn og
ætlar ekkert að breyta um stíl.
Næsta keppni fer fram á hinni
mögnuðu, flóðlýstu braut í
Singapúr og þar þyrfti Hamil
ton helst að vinna sigur til að
blanda sér í baráttuna um
verðlaunasæti í heimsmeist
aramótinu.
Nýr gagnrýnandi
Nýjasti liðsmaður hópsins
sem er óánægður með Hamil
ton og hans framgöngu í ár er
Þjóðverjinn Hans Stuck sem
ók í Formúlunni á árum áður
og náði best þriðja sæti. Stuck
sagði í viðtali við þýskt bíla
tímarit að Hamilton ætti að
fara í meðferð, hann væri svo
æstur. Aðspurður um þessi
ummæli spurði Hamilton:
„Ég í meðferð? Hvernig gekk
þessum manni í Formúlu 1?“
Hann fékk hreinskilið svar
frá blaðamönnum: „Ekkert
rosalega vel.“ Hamilton svar
aði að bragði: „Nákvæmlega,
nákvæmlega. Ég held að það
að taka aðeins meiri áhættu
í brautinni skilji að hröðustu
ökumennina og hina sem
keyra ekki svo hratt. Ég er
bara orðinn auðvelt skotmark
í dag því ég vil vinna og tek
áhættu til þess. Þetta ár hefur
verið það erfiðasta á mínum
ferli því ég hef aldrei hlotið
svona gagnrýni áður.“
Tek meiri áhættu
Hamilton segir unga öku
menn taka meiri áhættu en
þá eldri því þegar fjölskyldur
eru komnar í spilið og menn
eru farnir að eignast börn fari
þeir að hugsa öðruvísi. Sjálf
ur er Hamilton í sambandi
við poppsöngkonuna Ni
cole Scherzinger en þau eru
barnlaus. „David Coulthard
sagði einu sinni við mig að
þegar maður eignaðist barn
myndi maður ekki taka svona
áhættu. Hann vildi alltaf
tryggja að hann stæði upp úr
bílnum og gæti faðmað barn
ið sitt. Það voru því eðlileg
ar ástæður fyrir því að hann
tók ekki meiri áhættu,“ segir
Hamilton.
„Ég er enn ungur og ekki
kominn í þessa aðstöðu. Ég
veit ekkert hvort ég mun
eignast fjölskyldu, en ef svo
verður er langt í það,“ seg
ir Hamilton sem finnst öku
menn í dag ekki jafnævin
týragjarnir og í gamla daga.
Sjálfur hefur hann mikið dá
læti á kappakstri fyrri tíma og
væri helst til í að hafa verið
uppi fyrr.
„Mennirnir í gamla daga
tóku áhættu því líf þeirra
var einfaldlega alltaf í meiri
hættu. Ég hefði elskað að
geta keyrt í gamla daga. Ég
veit ekki alveg af hverju ég er
svona en ég hef alltaf verið
svona. Svolítið fyrir áhættu.
Ég vil ekki stefna öðrum í
hættu en ég er alltaf til í að
eins meiri áhættu en aðrir,“
segir Lewis Hamilton.
n Lewis Hamilton verið gagnrýndur fyrir akstursmátann í ár
n Segist taka meiri áhættu en aðrir n Erfiðasta ár ferilsins
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Formúla 1
Farnar út Stelpurnar okkar spila á sterku æfingamóti í Póllandi.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur
Arna Sif Pálsdóttir, Aalborg DH
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Birna Berg Haraldsdóttir, Fram
Brynja Magnúsdóttir, HK
Dagný Skúladóttir, Valur
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Valur
Karen Knútsdóttir, HSG Blomberg-Lippe
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Valur
Rakel Dögg Bragadóttir, Levanger HK
Sólveig Lára Kjærnested, Stjarnan
Stella Sigurðardóttir, Fram
Þórey Rósa Stefánsd., Team Tvis Holstebro
Þorgerður Anna Atladóttir, Valur
Markverðir:
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Valur
Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fram
Hópurinn
Tekur áhættu
til að vinna
Áhættusækinn
Lewis Hamilton
hefur verið harðlega
gagnrýndur í ár.
„Ég er
auðvelt
skotmark
F r j á l s t, ó h á ð d a g b l a ð
Skuldbinding Mánaðarverð
Engin binding 3.091 kr.
3 mánuðir 2.944 kr.
6 mánuðir 2.688 kr.
12 mánuðir 2.473 kr.
DV sent heim þrisvar í viku, á mánudögum,
miðviku dögum og föstudögum.
Netáskrift fylgir frítt með!
Prentáskrift
Komdu
í áskrift!
Það er ódýrara
en þig grunar