Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 35
É
g rankaði við mér þegar þeir voru að
koma að draslgeymslunni undir báta-
bryggjunni. Þeir drösluðu mér lárétt-
um með andlitið upp; pödduskrattinn
hélt undir bæseppinn vinstra megin,
strákfíflið hægra megin. Þeir höfðu troðið hönd-
unum niður á milli vöðvanna og rifjanna til að ná
taki. Höfuð mitt lafði afturábak þannig að ég eig-
inlega horfði á fátæklegt umhverfið á haus. Haus-
verkurinn var dúndrandi, sársaukafull taktviss
högg á innanvert ennið. Ég ætlaði að reka upp
öskur og slíta mig lausan, en komst þá að því að
ég gat engu hljóði komið upp, þótt mér tækist að
skekja skrokkinn og hrista lappirnar. Handlegg-
irnir voru bundnir niður með síðunum svo ég
gat ekki barið frá mér. Strákurinn hrökklaðist frá
og missti takið svo ég skall niður í mölina hans
megin. Paddan pabbi hans hvæsti á hann í kvöld-
rökkrinu að ná taki aftur og halda því. Hann vildi
sýnilega ekki láta aðra heyra til sín þótt litlar lík-
ur væru á því á þessum stað og stund. Strákurinn
réðst aftur á hægri öxlina, náði á henni taki þótt ég
reyndi að hrista mig.
Hurðin á geymslunni var lítið annað en hlera-
skrifli sem haldið var lokuðu með bandspotta og
feðgarnir urðu að setja mig niður meðan pabb-
inn losaði lykkjuna og opnaði. Síðan tóku þeir
mig upp aftur furðu léttilega og drösluðu mér inn
í myrkrið undir bryggjunni. Þá skiptu þeir um lík-
amshluta; tóku upp fæturna og toguðu mig niður
í flæðarmálið þannig að hausinn dróst eftir möl-
inni svo sársaukinn margfaldaðist þegar hnakk-
inn rótaðist í gegnum gljáfægt sjávargrjótið, óðu
út í sjóinn og lögðu mig þar niður. Ég fann að ég
blotnaði upp að mitti. „Hann verður að vera neð-
ar,“ sagði paddan, „við verðum að vera vissir um
að það flæði yfir hann.“ Þeir drógu mig neðar og
þegar þeim fannst nóg komið var ég blautur upp
að herðablöðum.
„Það getur vel verið að hann finnist,“ sagði
paddan, „en það verður langt þangað til.“
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Þeir ætl-
uðu að skilja mig hér eftir til að drukkna á flóð-
inu. Ég rykkti mér til og öskraði, – en aðeins inn-
an í mér. Munnurinn hafði verið límdur aftur með
einhverju teipi svo ég kom ekki upp hljóði en gat
andað gegnum nefið.
„Þú getur bylt þér eins og þér sýnist, það hefur
ekkert að segja,“ sagði paddan eins og út í loftið og
teygði sig eftir kaðalhönkum sem héngu á einni
stoðinni. Svo tók hann utan um hægri löppina og
hóf að binda kaðalinn rétt neðan við kálfann. Þeg-
ar ég spriklaði steig hann ofan á hnéð af fullum
þunga og hélt fætinum þannig kyrrum. Strákur-
inn kom honum til aðstoðar og steig á sama hátt
ofan á vinstri löppina. Paddan herti vel að og batt
síðan kaðalspottann upp í stoðina aðeins neðar.
Svo sneri hann sér að vinstri löppinni og í samein-
ingu bundu þeir feðgarnir hana við sömu stoðina.
Síðan fóru þeir.
„Þú ert óværa,“ sagði paddan og leit á mig
um leið og hann smeygði sér út um dyrnar, „sem
bráðum heyrir sögunni til. Það er hreinsun.“
Ég var illa staddur. Ef ég reyndi að hreyfa mig
myndi ég renna neðar í sjóinn eftir votum stein-
unum. Eina lífsvonin var að liggja kyrr og bíða
þess að þeir kæmu aftur að sækja mig. Auðvitað
myndu þeir koma og drösla mér upp þegar flóðið
var alveg að drekkja mér. Þetta voru svona mynst-
ursgaurar sem hefðu varla brjóst í sér til að drepa
flugu, hvað þá manneskju. Jafnvel ekki mig, sem
þeir höfðu ekki þekkt nema í tvo daga.
Þetta var eiginlega óskiljanlegt. Fráleitur end-
ir á einfaldri innheimtu, sem í engu átti að vera
frábrugðin öllum þeim öðrum sem ég hafði ann-
ast fyrir steininn, vandræðalaust með góðum ár-
angri.
Ég sá hann fyrst í fyrradag. Strákinn. Pabbann
ekki fyrr en áðan.
Ég var að koma úr sturtu í ræktinni þegar
Hjálmar Steinn hringdi og sagðist hafa verkefni
handa mér. „Hittu mig í beðinu eftir hálftíma,“
sagði hann. Beðið var partur af alræmdri kímni-
gáfu steinsins. „Erum við ekki í grasinu líka, ha?
Þá er um að gera að hittast hér.“ Þetta hér var
kaffihús í grasagarðinum. Mér fannst þetta ekkert
fyndið. Við – eða hann öllu heldur – vorum líka
í kóki og fleiri efnum; af hverju hittumst við þá
ekki í Kókverksmiðjunni? Hahaha! En svona segir
maður ekki við Hjálmar Stein. Maður samþykk-
ir það sem hann segir og ekki orð um það meir.
Samt hef ég aldrei skilið hvers vegna hann vill allt-
af hittast í grasagarðinum, þar sem alltaf eru ein-
hverjir á rápinu.
Hann sat við borð úti í garðinum þegar ég kom.
Sötraði jurtate með einhverri fansí blómalykt.
Þetta er annað sem ég skil ekki. Þessi töffari sem
hefur ótal sölumenn og handlangara í vinnu get-
ur ekki einu sinni drukkið almennilegt kaffi held-
ur svolgrar í sig eitthvert helvítis kellingaglundur.
Enn eitt sem maður segir ekki við Hjálmar Stein.
Ég afþakkaði te en þáði kaffi og beið eft-
ir erindinu. Maður rekur ekki á eftir steininum.
Horfir bara í kringum sig á blómin og trén og fólk-
ið og bíður.
„Heyrðu,“ sagði hann loks, „það er strákskratti
í Súlnaselinu sem er til vandræða. Súlnaseli 32.
Hann heitir Gottskálk, – haha, ber nafnið með
rentu því skálkur er hann að minnsta kosti.“ Hann
brosti ánægður með þennan nýjasta brandara
sinn. „Hann er búinn að vera að fá amfa hjá Jóa
undanfarna mánuði, en hefur ekki borgað neitt
síðustu þrjár vikurnar. bara lofar og lofar en kem-
ur ekki með pening. Jói treysti honum af því pabbi
stráksins á helling af peningum, en nú er hann
búinn að loka og vill fá pening, ekki bara loforð.“
Jói heitir reyndar Jóhannes og er einn helsti
sölumaður steinsins. Ef hann fékk ekki greiðslu
fyrir það sem hann seldi fékk Hjálmar Steinn
hana ekki heldur. Sem var óhollt fyrir þann sem
ekki borgaði.
„Þú þarft að koma vitinu fyrir gaurinn. Allt í
lagi að hrista kallinn pabba hans líka smá ef strák-
urinn er alveg lens; það er einhver kontóristablók
sem mígur í sig ef þú öskrar duglega. Ha, hvað
segirðu um það?“
Ég sagði auðvitað ókei. Svoleiðis segir maður
við steininn. Eða bara já alltílagi.
Það fellur óþarflega hratt að hér í víkunum.
Sjórinn farinn að sleikja hnakkann þar sem hann
nær lengst upp og mér er að verða fjári kalt. Sólin
skín ekki hingað undir bryggjuna að ráði. Nokkrar
rákir milli gleiðra borða í veggnum sunnan til ná
varla til mín þar sem ég ligg og bíð eftir að verða
sóttur. Ljóta helvítis pakkið.
Þetta var reyndar myndarstrákur svona fljótt
á litið. Tuttugu og tveggja hafði ég fengið að vita
hjá Jóa. Hátt í einn og níutíu og hárið skollitað.
Skrokkurinn bar þess merki að hann hefði ein-
hvern tíma stundað ræktina reglulega. Þegar
nær kom sást þó einhver deyfð í andliti og fasi.
Svona flottur gaur hefði átt að bera höfuðið hátt
og dirfskufullt. Gottskálk gekk hins vegar niður-
lútur og dálítið í fasi eins og hann væri að reyna
að trufla ekki umhverfið. Flóttalegur, hugsaði ég,
og hefur ástæðu til þess. Aumingi.
Hann var að koma út frá fyrirtæki pabba síns.
Pabbinn hafði ekki verið bara einhver kontóristi
heldur átti hann þessa stóreflis fasteignaleigu,
sem gerði strákinn ennþá girnilegri bráð. Þar sem
barninu lýkur tekur foreldrið við, er haft á orði í
bransanum. Ef strákfíflið lét ekki segjast var bara
að fara í kallinn með peningalindina.
Strákurinn snarstoppaði þegar ég stillti mér
upp fyrir framan hann. „Afsakið,“ sagði hann og
ætlaði að smeygja sér framhjá mér. „A, a, ekkert
að stinga af,“ sagði ég og tók þéttingsfast í öxlina á
honum. „Ég á við þig erindi litli minn.“ Þetta síð-
asta var kannski svolítið hæpið, hann var tæpu
höfði hærri en ég. En andlega náði hann mér varla
í mitti, svo þetta var í lagi. „Þú skuldar honum Jóa
pening og sá sem skuldar Jóa hann skuldar mér.
Nú er komið að því að borga, dengsi minn.“
Hann stirðnaði andartak en tók sig svo á. „Ég
skulda þér ekkert. Ég hef aldrei séð þig og þekki
þig ekkert.“ Reyndi að smeygja sér framhjá mér.
Ég skaust fyrir hann. „Þig langar ekki að kynn-
ast mér betur,“ sagði ég. „Trúðu mér, það er vont.“
Ég herti takið á öxlinni. „Vertu með eitt alveg á
hreinu, ég fæ þessa peninga hjá þér. Ef ekki akk-
úrat núna þá kem ég heim til þín klukkan sjö ann-
að kvöld. Þá getur hann pabbi þinn ákveðið hvort
hann borgar eða þú verður öryrki fyrir lífstíð.“
Strákurinn fölnaði og varð jafnvel enn flótta-
legri en hann hafði verið. Röddin varð lítið annað
en hvísl. „Þú mátt ekki koma heim. Ég skal hitta
þig í hádeginu á morgun á Skálanum og gera upp.
Lofa því.“
„Ókei, ég skal vera góði gæinn í þetta sinn.
En mundu; ef þú mætir ekki kem ég heim til þín
klukkan sjö annað kvöld og þá getum við rætt skil-
málana, ég og pabbi þinn.“
Ég var búinn með þrjá bolla af kaffiglundrinu
á Skálanum daginn eftir þegar mér varð ljóst að
hann myndi ekki mæta á þetta stefnumót okkar.
„Þú um það, lúser. Sjáumst í kvöld,“ tautaði ég um
leið og ég stóð á fætur og strunsaði út í haustúð-
ann.
Þeir mættu nú fara að drulla sér hingað og
drösla mér úr sjónum. Mér er orðið skítkalt, skelf
og tennurnar farnar að glamra. Sjórinn farinn að
sleikja hökuna. Getur verið að þeir ætli að láta mig
drukkna hérna? Nei, andskotinn, ekki svona vísi-
tölulið. Ætli þeir séu einhvers staðar þarna úti og
fylgist með meðan sjórinn breiðist yfir mig? Koma
svo á síðustu stundu og draga mig upp úr? Áreið-
anlega. Ætla fyrst að gera mig brjálaðan af skelf-
ingu. Ég læt það ekki eftir þeim. Slaka á og gæti
þess að hreyfa mig ekki. Óttalaus. Helvítis smá-
borgarapakk.
Þegar ég var búinn í sturtunni eftir törnina í
gimminu eftir hádegið tók ég mér góðan tíma í
að snyrta mig. Rakaði mig vandlega í vöngum og
yfir hvirfilinn. Hnyklaði bæseppinn þegar ég bar
svitalyktareyði undir krikana. Súrsæt blandan af
svita og rakspíra kitlaði nasirnar. Flottur, minn
karl, langflottastur! Lék mér með brjóstkassann
svo brjóstvöðvarnir dönsuðu. Brosti við sjálfum
mér í speglinum. Bola- og próteinblandan klikkar
ekki. Verst með bólurnar í andlitinu, en þær hljóta
að hverfa með tímanum. Bar rakkremið á
vanga og yfir skallann svo
glansaði á kollinn. Þú ert
glæsimenni, hugsaði ég
og þrýsti krepptum hægri
hnefa í vinstri lófann svo brjóstkassi og hand-
leggsvöðvar þrútnuðu. Svona skrokkur klikkar
ekki hjá stelpunum hérna í ræktinni, ha! Flottur
kassi og handleggir, sver háls og mittið grannt yfir
stæltum þjóhnöppum og grönnum fótleggjum.
Þeir fást ekki margir flottari. Og strákhelvítið og
pabbi hans peningurinn eiga eftir að kynnast öll-
um þessum vöðvum betur en þeir kæra sig um.
Maður þarf ekki einu sinni að hafa með sér hjálp-
arsvein í svona skítverk.
Klukkuna vantaði kortér í sjö þegar ég snögg-
stoppaði gamla Volvóinn fyrir framan Súlusel 32.
Flott einbýlishús á tveimur hæðum, sú neðri inn-
dregin og súlur sitt hvorum megin við tvöfaldan
bílskúr. Enginn bíll fyrir utan.
Vekja ótta, óttablandna virðingu, sem set-
ur kúnnann í vörn. Það er fyrsta boðorðið í inn-
heimtubransanum; vera ógnandi, skelfilegur,
boða miskunnarleysi. Ég tók rörtöngina undan
framsætinu og barði henni ógnandi við hægra
lærið um leið og ég gekk hratt og ákveðið upp
tröppurnar að útidyrunum. Hringdi ekki bjöll-
unni. Barði að dyrum. Ógnvekjandi!
Strákurinn opnaði hurðina til hálfs og hrökkl-
aðist aftur á bak inn í forstofuna þegar hann sá
mig standa þarna með rörtöngina tilbúna til
notkunar. „Pa-pabbi, hann er kominn,“ kallaði
hann inn í íbúðina. Hann hafði bersýnilega ekki
þorað annað en að trúa kallinum fyrir vandræð-
unum, fengið hann til að hjálpa sér um pening-
inn. Eins og mig grunaði, þetta yrði pís of keik,
bara smá vöðvahristingur og vingsandi rörtöng-
in myndi losa um alla lásana á fjárhirslum pabb-
ans. Ég hrinti útidyrunum opnum og óð inn á eftir
honum með rörtöngina á lofti.
Nú er þetta hætt að vera sniðugt. Sjórinn bú-
inn að fylla eyrun og ég finn hvernig hann gjálfr-
ar við nasaholurnar. Ef ég sný andlitinu til hliðar
flæðir inn um nefið og niður í öndunarveginn. Ég
verð að halda höfðinu kyrru. Brattinn er það mik-
ill að þótt ég reyni að lyfta hökunni og andlitinu
þannig upp úr þá skiptir það engu.
Pabbinn kom fram í forstofuna og stillti sér
upp með þóttasvip við dyrnar. Lágvaxinn naggur,
furðu kvikur. Mér fannst ég kannast við andlitið
á honum, sjálfsagt verið í einhverjum viðskipta-
fréttum. „Hvern fjandann vilt þú með að vaða
svona inn til ókunnugs fólks?“ hreytti hann út úr
sér þegar hann sá mig. „Kannt´enga mannasiði
mannskratti?“ Þetta ætlaði þá að verða skemmti-
legt eftir allt saman.
„Ekkert helvítis kjaftæði hér,“ öskraði ég á
hann og veifaði rörtönginni framan í hann. „Þú
veist hvað ég vil fá – komdu með það núna, ef þú
vilt ekki beinbrotna! Þú og strákfíflið þitt.“
„Vert´ekki með þennan hávaða, fíflið þitt.
Þú græðir ekkert á því. Og ef þú heldur að ég sé
hræddur við þig þá er það misskilningur; þið
þessi heilalausu vöðvatryppi eruð bara grátbros-
leg, ekki skelfileg.“
„Ég skal sýna þér ...,“ öskraði ég og óð að hon-
um með rörtöngina á lofti.
Ég sá hann aldrei hreyfa sig en allt í einu var
eins og pungurinn á mér springi í loft upp með
hrikalegum sársauka sem leiddi upp í kviðarholið.
Ég seig á hnén og rörtöngin skall í gólfinu. Ég
reyndi að hella yfir hann skammaryrðum en kom
ekki upp hljóði.
„Sem ég segi, þið kunnið ekki einu sinni byrj-
unaratriðin í sjálfsvörn,“ sagði pabbinn. „Drusl-
astu á lappir og komdu niður í bílskúr; við göng-
um frá þessu þar.“
Ég var ekki í neinu standi til að mótmæla einu
eða neinu. Komst á fætur með harmkvælum og
fylgdi þeim feðgum niður stiga sem lá úr forstof-
unni niður í bílskúrinn. Tók rörtöngina af gólfinu
og hafði hana með mér. Fíflin föttuðu ekki að taka
hana frá mér. Maður reynir ekki að slást meðan
neðri parturinn er í lamasessi. En svona tekur
venjulega fljótt af og ég vissi að eftir nokkrar mín-
útur yrði skrokkurinn búinn að jafna sig eftir áfall-
ið. Þá mættu þeir biðja fyrir sér, aumingjarnir.
Í tvöfalda bílskúrnum var bara einn bíll, BMW-
skutbíll, svört töffarakerra með skyggðum rúð-
um. Hinn helmingur húsnæðisins var eins konar
sambland af æfingahúsnæði – heimagimmi – og
minningarsafni. Þrekhjól, lyftingabekkur og fjöl-
stöð með alls kyns æfingarstöðvum. Í einu horn-
inu hékk æfingapoki fyrir hnefaleikara. Á einum
veggnum héngu fjölmargar ljósmyndir úr hnefa-
leikakeppnum, þar á meðal nokkrar af sigurveg-
ara með bros á vör og handlegginn uppteygðan
í sigurvímu. Þá fattaði ég hvers vegna ég kann-
aðist við pabbann. Þetta var Hjálmur Gottskálks,
Hjálmur „El Toro“ Gotta. Einn sigur-
sælasti hnefaleikakappi landsins
fyrr og síðar, í fluguvigt. Hafði jafnvel unnið fjöl-
margar keppnir við atvinnumenn í útlöndum.
El Toro! Djöfullinn sjálfur! Fluguvigt; pöddu-
vigt, haha! Eins gott það var ekki þungavigt. Þá
hefði hann getað orðið erfiður, pödduskrattinn.
Ég rétti úr mér, sársaukinn var að linast og ég að
verða gamli góði jaxlinn aftur.
„Svo þú ætlar að fá peninga hjá honum Gotta
mínum?“ sagði paddan. „Dóppeninga. Peninga
fyrir eitri sem þú og þínir hafa verið að dæla í
hann. Hafðu eitt á hreinu; þú færð enga peninga.“
„Ekkert kjaftæði hér.“ Ég hækkaði röddina en
var ekki búinn að ná mér nægilega vel til að geta
öskrað eins og til stóð. „Strákfíflið keypti efnið af
frjálsum vilja og hann lofaði að borga. Maður fær
ekki amfetamín gefins, maður borgar! Og nú er
komið að því.“ Ég hóf rörtöngina á loft, til að leggja
áherslu á ógnunina sem í orðunum fólst.
„Látt´ann fá það Gotti,“ sagði paddan rólega.
Áður en mér tókst að snúa mér við fékk ég
dúndurhögg í hnakkann. Mér sortnaði fyrir aug-
um og í annað sinn á skömmum tíma seig ég nið-
ur á hnén. Ég fann volgan vökva leka niður um
hálsmálið á tébolnum. Hristi hausinn, reyndi að
ná umhverfinu í fókus.
„Sjáðu til, vöðvaknippi, við erum búnir að
undirbúa þetta, feðgarnir. Við ætlum að binda þig
og setja aftur í steisjoninn þarna. Keyra þig suður
í Straumsvíkur, í gömlu verstöðvarnar og geyma
þig þar í einu af gömlu bryggjuhúsunum. Þar
ónáðar þig enginn. Ekki næstu vikurnar eða mán-
uðina. Bíllinn þinn verður þarna líka, í einhverri
víkinni.“
Það tók smátíma fyrir mig að skilja hvað hann
átti við. Ég reyndi að staulast á fætur, riðaði.
„Heyrðu, við getum rætt þetta,“ sagði ég, en bara
í huganum. Út um varirnar kom aðeins sargandi
hljóð. Ég kannaðist við Straumsvíkurnar, margar
litlar en brattar víkur í hrauninu, þar sem þraut-
seigur gróður reyndi að ná upp úr þunnum jarð-
vegi, en tókst illa. Litlir kofar, skekktir, að hruni
komnir eftir áratuga hirðuleysi og bryggjukríli út
í sjó. Afþiljaðar geymslur undir bryggjunum, þar
sem fiskimennirnir höfðu geymt tól sín og veiðar-
færi í gamla daga. Ég opnaði munninn til að reyna
til þrautar að tala um fyrir pabbanum.
„Aftur,“ sagði pabbinn.
Og allt splundraðist í sársauka og eldglæring-
um.
Standa þeir virkilega þarna einhvers staðar í
myrkrinu og bíða eftir að kippa mér upp úr á síð-
ustu stundu? Fóru þeir kannski bara? Skildu mig
eftir til að drukkna eins og rottu hér í myrkrinu?
Djöfullinn! Ég gæti kannski losað mig ef ég rykkti
vel í, þannig að hnútarnir losni. Svona aumingj-
ar kunna áreiðanlega ekki að binda almennilega
hnúta. Bara rykkja duglega! Svona! Andskotinn,
ég dregst neðar, sjórinn flæðir inn um nasirnar;
ég hósta þöglum hósta, kreppist í keng á fínpúss-
uðum sjávarsteinum. Sjórinn streymir inn í gusu
þegar ég reyni að draga að mér andann, enginn
kemur. Helvítis kvikindin þeir ætla að láta mig
drukkna hérna. Hjálp! Mamma! Hjá . . .!
eftir Hauk Má Haraldsson 3. sæti
3523.–25. september 2011 2011
Háflæði