Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 24
24 | Viðtal 23.–25. september 2011 Helgarblað V inalegur, roskinn mað- ur situr í móttöku Lög- reglustöðvarinnar við Hlemm. „Geir minn, það eru hér menn komnir að hitta þig,“ segir hann í símann. „Takið bara lyftuna upp á fimmtu hæð, strákar. Geir hittir ykkur þar.“ Þegar dyrn- ar svo opnast inn á yfirmanna- ganginn stendur í dyragættinni risi sem brosir út að eyrum. Geir Jón er 204 sentímetrar á hæð og valdsmannslegur yfirlitum, klæddur í lögreglubúninginn. Hann býður okkur velkomna og við setjumst inn á skrifstofu yfirlögregluþjónsins. Þar hanga myndir á veggjum af Geir Jóni við störf, viðurkenningar og blaðaúrklippur. Á hillu er fjöld- inn allur af alls kyns lögreglu- húfum og vart sést auður blettur á skrifborðinu vegna pappíra. Skipulögð óreiða, án efa. Við byrjum á byrjuninni. Geir Jón ólst upp á Leifsgötunni í Reykjavík og var að eigin sókn þægur drengur. Hann var þó ekki orðinn gamall þegar hann fékk sín fyrstu kynni af lögregl- unni. „Ég var ósköp þægur en ég vildi fara svolítið um. Lög- reglan þurfti að leita að mér þegar ég var 2–3 ára því ég var farinn alla leið niður í bæ. Við lékum okkur mikið krakkarnir og slógumst. Á þessum tíma var Landspítalinn í byggingu og við settum upp bardagasveitir og slógumst á milli hæða. Ég man einu sinni var ég handtekinn og mér ekið heim. Ég man ég var með svo rosalega flott sverð sem ég vildi ekki leyfa löggunni að fá en svo gleymdi ég því í lög- reglubílnum. Það er nú ekki svo langt frá því að ég hafi aðeins skimað eftir því hérna á stöð- inni. Ég var prakkari eins og aðrir. Var til dæmis tekinn fyrir að kasta eggi í konu sem kom út úr fiskbúðinni. Þetta átti að vera afskaplega sniðugt en ég sá rosalega eftir þessu og var lát- inn biðja hana afsökunar,“ seg- ir Geir Jón og brosir við er hann hugsar til baka. Fékk ekki að vita af fátæktinni „Faðir minn var verkamaður en móðir mín í góðu skrifstofu- starfi,“ segir Geir Jón um for- eldra sína. Móðir hans hætti þó störfum og fór að hugsa um heimilið, Geir Jón og syst- ur hans sem er tveimur árum yngri en hann. Geir Jón segist muna eftir fátækt á heimilinu þó að foreldrar hans létu börnin aldrei neitt skorta. „Ég man eft- ir fátækt, það var oft erfitt. Það voru oft verkföll á þessum tíma og ekki var starfið vel launað hjá föður mínum. Mamma var heima með okkur og hafði auð- vitað engin laun fyrir það. Það var samt alltaf gert vel við okk- ur systkinin og aldrei fengum við að finna að eitthvað vant- aði. En til dæmis ávexti og slíkt sá maður aldrei nema kannski um jólin. Ég var kannski hepp- inn að móðurbræður mínir voru á fraktskipum þannig að stundum sá maður sælgæti sem maður aldrei annars fékk.“ Hann heldur áfram: „For- eldrar mínir borðuðu oft öðru- vísi mat en ég og systir mín. Þau létu frekar vanta hjá sér en okkur. Á þessum árum var mjög mikil skömmtun á til dæmis mjólk, smjöri og osti. Það voru miklu meiri krepputímar þá en í dag. Meira að segja þótt fólk ætti pening gat það ekki keypt það sem það vildi.“ Nýtti hæðina í körfunni Það er ekkert eins einkenn- andi fyrir Geir Jón Þórisson og hæðin. Hann segist þó ekki allt- af hafa verið stór. Það hafi ekki verið fyrr en á fermingaraldrin- um sem hann fór að stækka. „Á fjórtánda ári hækkaði ég um tíu sentímetra og hætti svo ekki fyrr en ég varð tuttugu og eins árs. Svo endaði ég í þessum ósköp- um. 204 sentímetrar,“ segir hann og hlær við. Eins og marg- ir gætu giskað á spilaði Geir Jón körfubolta á sínum yngri árum, en hann byrjaði þó í fótbolta og sundi. „Ég æfði aðeins fótbolta en þótti aldrei góður, en ég var í sundi mikið og æfði þar með Ægi í Sundhöllinni. Ég var nú aldrei frækinn sundkappi en hafði gaman af. Síðan fór ég í körfubolta. Þá æfði ég með Körfuknattleiksfélagi Reykja- víkur í gamla Hálogalandi en síðan skiptist það upp í Ármann og Val. Ég fór í Ármann. Svo stundaði ég áfram körfubolta þegar ég fór til Vestmannaeyja. Það gekk ágætlega og við urð- um til dæmis Íslandsmeistarar í 1. deild. Það var reynt að nýta hæðina undir körfunni en mig vantaði nú alltaf stökkkraftinn,“ segir hann. Meiri landsbyggðarmaður Þrátt fyrir að vera fæddur og uppalinn í Reykjavík lítur Geir Jón á sig sem Vestmannaeying. Þangað fluttist hann árið 1974 og þá segir hann að það hafi verið eins og skipt hafi verið um forrit í honum. Hann bros- ir út að eyrum í hvert skipti sem hann segir orðið Vestmannaeyj- ar en hann hyggst flytja þangað aftur þegar störfum hans lýkur á þessu ári. „Rétt fyrir áramótin 1973 kom til mín vinur minn sem var búinn að byggja verslun í Vest- mannaeyjum og spurði mig hvort ég væri tilbúinn að taka við henni. Ég hafði verið áður í Stykkishólmi að vinna og þar kom upp þessi tilfinning að ég væri miklu meiri landsbyggðar- maður en Reykvíkingur. Þannig þegar þetta kom upp með Vest- mannaeyjar var það eins og himnasending. Ég hafði komið tvívegis þangað áður, fyrir gos, og kynnst fólki sem mér líkaði mjög vel við. Það er svo merki- legt að það er engin tilviljun til. Það er búið að undirbúa allt fyrir okkur. Það er mín trú. Ég dreif mig því til Eyja og fór að vinna í þessari verslun. Seinna fór ég svo í aðra vinnu í Eyjum í Vélsmiðjunni Magna sem seldi verkfæri og því um líkt,“ segir Geir um árin sín í Eyjum. Ætlaði aldrei í lögregluna Það var fyrst árið 1975 sem Geir Jóni bauðst að ganga í raðir lög- reglunnar. Það kom aftur á móti ekki til greina hjá honum þá. „Ég sagði að það væri það síð- asta sem ég myndi gera. Aldrei skyldi ég fara í lögregluna. Mér fannst þetta alls ekki starf fyr- ir mig. Ég hafði aðeins séð til hennar og hennar verka og séð hvernig fólk kom fram við lög- regluna. Hvernig það virti hana ekki og ég gat ekki hugsað mér þá aðstöðu að þurfa kljást svona við fólk. Ég var líka svolítið smeykur við ölvað fólk. Það var engin ölvun á mínu heimili og sjálfur hafði ég aldrei drukkið að neinu viti.“ Ári síðar bauðst Geir Jóni aftur að fara í lögregluna og þar sem hann stóð í smíðum á ein- býlishúsi fannst honum snið- ugt að slá til þar sem það væri nú eflaust fínn peningur í boði. Það leið ekki langur tími þar til hann sá ljósið. „Á fyrstu vakt- inni í júní 1976 fann ég að þetta var starfið fyrir mig. Ári eft- ir að ég hafði hafnað þessu al- veg. Það kom bara fljótt í ljós að það gaf mér mikið að gefa öðr- um. Ég átti gott með að tala við drykkjumenn og fólk sem átti erfitt. Þetta gaf mér mikið. Auð- vitað þurfti ég að taka á ýmsum og handtaka en ég fann að þetta væri mitt starf og hef ekki efast um það síðan,“ segir hann. Starfið verið númer eitt Uppgangur Geirs Jóns í lögregl- unni var mikill og skjótur. Hann var orðinn varðstjóri eftir þrjú ár í Eyjum og fljótlega varð hann rannsóknarlögreglumaður. Árið 1991 fór hann til Svíþjóðar til að læra af lögreglunni þar og á meðan hann var úti var hann beðinn um að sækja um starf í Reykjavík. Hann og konan hans höfðu aldrei tekið neina ákvörð- un um að fara frá Eyjum en Geir Jóni fannst hann knúinn til þess að láta gott af sér leiða á stærra sviði. Breytingin var þó mikil. „Ég nánast horfði á verkefni heils árs í Eyjum gerast um eina helgi hér í Reykjavík. Ég hugsaði bara um hvað ég væri búinn að koma mér í. En ég varð hér að- stoðaryfirlögregluþjónn og árið 2000 varð ég yfirlögregluþjónn og er búinn að vera það núna í að verða tólf ár. Í dag stend ég á þeim tímamótum að ef lífaldur og starfsaldur nær 95 árum get ég hætt. Fjölskyldan hefur liðið svolítið vegna starfs míns. Ég verð því miður að viðurkenna að starfið hefur verið númer eitt og fjölskyldan númer tvö. Þetta átti ekki að verða svona. Börnin mín hafa sagt mér að þau hafi ekki kynnst mér fyrr en á full- orðinsaldri og það er sárt. Núna á ég fimm barnabörn og nú finnst mér ég skulda fjölskyld- unni minni og konu að hætta. Ef heilsan lofar og ég á nokkur ár inni finnst mér ég geta gefið af mér við eitthvað annað núna,“ segir Geir Jón sem er óánægður með hvernig er komið er hjá lögreglunni. „Ég sé þetta frá tveimur sjón- arhornum. Þetta er sparnaður fyrir embættið. Það er ekkert launungarmál að mér hefur lík- að illa við hvernig er farið með þetta embætti. Eftir því sem lið- ið hefur á frá hruni hefur mann- skapnum fækkað og laun lækk- að. Þetta líkar mér afar illa og ég er afar hryggur og ansi þreyttur á þessu skilningsleysi gagnvart lögreglunni. Störf lögreglunn- ar eru að þyngjast en lögreglu- mönnum hefur fækkað og skor- ið hefur verið of mikið niður. Ég vil því bara hætta núna frekar en að sjá þetta gerast og taka þátt í þessu.“ Menn eins og útspýtt hundsskinn Geir Jón á eðli málsins samkvæmt afar auðvelt með að tala um lögregluna eftir að hafa starfað á þeim vettvangi í 36 ár. Hann hefur sterkar skoðanir á störfum hennar og gríðarlega samúð með undirmönnum sín- um. En hvernig er einfaldlega að vera lögreglumaður í dag? „Erf- itt. En við erum heppin að hafa hér góða sveit lögreglumanna þó það séu til undantekningar þar á. Því skal fólk taka eftir að við höfum ekki í neitt annað að sækja en lögregluna til að bjarga málunum. Lögreglumennirnir sem eru hér á vöktunum gátu í gamla daga sest hér stundum niður, horft á sjónvarpið, teflt eða spilað en þetta er fyrir bí í dag. Menn eru eins og útspýtt hundsskinn alla vaktina, all- an sólarhringinn. Það er alveg sama hvort það er mánudagur eða laugardagur. Helgarnar eru erfiðastar en alla daga er mik- ið að gera. Þetta kemur samt í sveiflum sem betur fer. Innbrot- um hefur til dæmis snarlega fækkað. Þeim fjölgaði mikið eft- ir hrunið en eru nú komin nið- ur fyrir það sem áður var. Ég get því farið sáttur frá borði hvað það varðar en ég er ósáttur við hvernig komið er fram við lög- regluna. Ekki samið við hana í 300 daga og að menn þurfi að fara með mál sín í gerðardóm gat ég aldrei ímyndað mér að myndi gerast. Ég hélt að allir vildu hafa góða lögreglusveit og launa mönnum erfiði þeirra. En þess í stað þurfa menn að sækja laun sín í gerðardóm. Þetta finnst mér alveg ömurlegt,“ seg- ir Geir Jón. Erfitt að vera hótað lífláti alla daga „Lögreglumenn mæta oft miklu virðingarleysi,“ segir Geir Jón. „Ég segi það að oft eru börnin Starfið alltaf verið númer eitt Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, hættir brátt störfum eftir 36 ár í búningnum. Hann hyggst flytja aftur til Vestmannaeyja, þar sem honum leið best, ásamt konu sinni. Hann viðurkennir að fjöl- skyldan hafi setið á hakanum vegna starfs- ins allt of lengi og nú ætlar hann að breyta hlutunum fyrir konuna, börnin og barna- börnin. Í viðtali við Tómas Þór Þórðarson segir þessi glaðbeitti risi frá hversu hryggur og óánægður hann er yfir raunum lögregl- unnar, fátækt í æsku, gleði og sorg í starfi og ástinni sem aldrei yfirgaf hann þrátt fyrir að hún hafi ekki alltaf verið í fyrirrúmi. Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Viðtal „Ég man eftir fátækt, það var oft erfitt „Ég sagði að það væri það síðasta sem ég myndi gera. Aldrei skyldi ég fara í lög- regluna. Mér fannst þetta alls ekki starf fyrir mig. Bless og takk fyrir mig Geir Jón Þórisson yfirgefur brátt lögregluna eftir 36 ára starf. MyNd guNNar guNNarSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.