Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 20
20 | Erlent 23.–25. september 2011 Helgarblað Uppskeran horfin n Þjófar stálu þremur tonnum af vínberjum í Þýskalandi S tórtækir þjófar létu greipar sópa á vínekru í suðvestur­ hluta Þýskalands á dög­ unum og stálu um þremur tonnum af rauðum vínberjum. Úr berjunum, sem vaxa á stórri ekru skammt frá bænum Deidesheim í Bad Dürkheim, er framleitt há­ gæða rauðvín. Uppskerutími vín­ bænda í Evrópu stendur nú sem hæst og aðeins nokkrir dagar voru í að vinna hæfist til að gera úr berj­ unum rauðvín. Að sögn eiganda vínekrunnar, Stephens Attmann, er tjónið ekki síður tilfinningalegt en fjárhagslegt. „Við erum í tilfinningalegu áfalli yfir þessu tjóni,“ segir Attmann í samtali við þýska blaðið Spiegel. Verðmæti berjanna sem stolið var er metið á um hundrað þúsund evrur, eða tæpar sextán milljónir króna. Hver flaska af víni sem fram­ leitt er úr berjunum kostar um fimm þúsund krónur í Þýskalandi. Svo virðist sem þjófnaðurinn hafi verið þaulskipulagður og þjóf­ arnir hafi flutt allan nauðsynlegan búnað á staðinn til að allt gengi hratt fyrir sig. Ernst Büscher, for­ maður samtaka vínframleiðenda í Þýskalandi, segir í samtali við Spiegel að greinilega hafi verið um vana menn að ræða. „Þetta hafa örugglega verið atvinnumenn, lík­ lega vínframleiðendur sem hafa misst sína uppskeru vegna frosts.“ Þjófnaður eins og sá sem Attmann varð fyrir barðinu á, hefur færst í vöxt í Þýskalandi undanfarin miss­ eri og er sjaldgæft að þjófarnir náist. Attmann segist þó sjálfur vera bjartsýnn. „Ég mun bíða eftir gæðavíni frá einhverjum framleið­ anda sem er ekki þekktur fyrir að framleiða gæðavín,“ segir hann. Uppskerutími Tjónið sem Attmann varð fyrir er metið á fleiri milljónir króna. Uppskeru- tími vínbænda stendur nú sem hæst. Í forsvari fyrir sáttanefnd: Drogba vill frið Fílbeinsstrendingurinn Didier Drogba, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, von­ ast til þess að hann geti komið á friði í stríðshrjáðu heimalandi sínu. Í nóvember síðastliðnum voru um þrjú þúsund manns drepin í kjölfar forsetakosninga í land­ inu. Laurent Gbagbo, sem gegndi embætti forseta fyrir kosningarnar og er vinsæll í suðurhluta lands­ ins, neitaði að viðurkenna ósigur gegn Alassane Ouattara sem nýtur vinsælda í norðurhluta landsins. Svo fór að Ouattara var skipaður í embætti í apríl síðastliðnum í kjöl­ far handtöku Gbagbos. Ástandið á Fílabeinsströndinni þykir enn eldfimt og hefur Drogba nú verið skipaður forsvarsmaður ellefu manna sáttanefndar sem á að hafa það hlutverk að græða sárin eftir forsetakosningarnar og koma á sáttum milli andstæðra fylkinga í norðri og suðri. „Þetta verður ekki auðvelt, ég er ekkert ofurmenni,“ segir Drogba sem er líklega besti knattspyrnu­ maður í sögu Fílabeinsstrandar­ innar. „Ég vonast til þess að innan fárra ára muni íbúar í norður­ og suðurhluta landsins geta sest niður saman og rætt málin á vinsamleg­ um nótum. Landið er miklu betra þegar friður ríkir,“ segir Drogba og ýjar að því að hann muni flytja aftur til Fílabeinsstrandarinnar þegar knattspyrnuferlinum lýkur. „Ég vil fara aftur heim með börnin og búa á Fílabeinsströndinni,“ segir Drogba. Fílabeinsströndin, sem er er stærsti framleiðandi kakóbauna í heiminum, var lengi eitt friðsælasta ríki Vestur­Afríku. Árið 2002 braust hins vegar út borgarastyrjöld sem klauf þjóðina í tvær fylkingar. Er nú vonast til þess að bjartari tímar séu framundan í landinu og eru miklar vonir bundnar við að Didier Drogba geti sameinað íbúa lands­ ins. Í kvöld tók Georgíuríki saklausan mann af lífi án dóms og laga,“ sagði lögmaðurinn Thomas Ruffin Jr. aðfaranótt fimmtudags eftir að skjólstæðingur hans, Troy Davis, var tekinn af lífi í fang­ elsi í Jackson í Bandaríkjunum. 20 árum eftir að Davis var dæmdur til dauða fyrir morð á lögreglumanni á frívakt í Savannah í Georgíuríki horfði heimsbyggðin á yfirvöld í Georgíuríki, Hæstarétt Bandaríkj­ anna og stjórnvöld skella skollaeyr­ um við óskum um að lífi hans yrði þyrmt. Líklegt að saklaus maður hafi verið tekinn af lífi, segir Am­ nesty International. Davis hélt fram sakleysi sínu allt til dauðadags. „Í kvöld varð ég vitni að harmleik,“ sagði verjandinn eftir að skjólstæð­ ingur hans var látinn. Skotárás, barsmíðar, morð Lögreglumaðurinn Mark MacPhail var skotinn til bana á bílastæði við Burger King í Savannah 18. ágúst árið 1989 aðeins 27 ára að aldri. Hann hafði komið heimilislausum manni, sem verið var að ráðast á, til bjargar. Á sínum tíma sögðu sak­ sóknarar Davis hafa verið að berja heimilislausa manninn með byssu vegna ágreinings um bjór. Engin byssa fannst nokkru sinni og aldrei tókst að tengja Davis við morðið með DNA­rannsóknum. Það sem kannski ekki margir vita er að Davis var einnig sakaður um, og sakfelldur fyrir, aðra skot­ árás þetta örlagaríka kvöld. Hann mun hafa verið á gangi ásamt fé­ laga sínum þegar farþegar í bifreið sem ók fram hjá hrópuðu ókvæðis­ orð að þeim. Skotið var á bílinn og hæfði eitt skotanna mann að nafni Michael Cooper í andlitið. Hann lifði árásina af. Skotfærasérfræð­ ingur upplýsti í réttarhöldunum sem fylgdu í kjölfarið að kúlan sem banaði MacPhail hefði ekki getað verið skotið úr sömu byssu og þeirri sem særði Cooper, en var þó tvístíg­ andi í því. Enda lýsti hann því einn­ ig yfir að hann væri sannfærður um að skothylki sem fannst á vettvangi skotárásarinnar sem særði Cooper og eitt þeirra sem fannst á bílastæði Burger King pössuðu saman. Verj­ endur Davis hafa alla tíð gagnrýnt meðferðina á skothylkjunum, þau hafi meðal annars verið geymd í sama vísbendingapokanum þetta kvöld. Þann 28. ágúst árið 1991, eftir löng og ströng réttarhöld, var Dav­ is sekur fundinn, af kviðdómi, um morð, skotárás og líkamsárás. Þann 30. ágúst, eftir að hafa tekið sér sjö klukkustundir til að íhuga málið, komst kviðdómurinn að niður­ stöðu um að mæla með dauðarefs­ ingu. Svo fór að Davis var dæmdur til dauða. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Bandaríkin Tekinn af lífi er heims- byggðin fylgdisT með n Dauðadeildarfanginn Troy Davis tekinn af lífi n Umdeild rannsókn, réttarhöld og dómur n Dæmdur fyrir morðið á lögreglumanninum Mark MacPhail árið 1991 n Síðustu orð hans voru um eigið sakleysi Harmur Stuðningsmenn, sem fjöl- menntu til að mótmæla aftökunni fyrir framan fangelsið í Jackson á miðvikudag, brustu í grát þegar ljóst var að af henni yrði. MynDir reUTerS Assange karl- rembusvín „Ég kann að vera karlrembusvín af einhverri gerð, en ég er ekki nauðg­ ari,“ er haft eftir Julian Assange, stofnanda Wikileaks í nýútkominni sjálfsævisögu hans, sem gefin er út án hans leyfis. Ævisagan heitir „Julian Ass­ ange: Unauthori­ zed Autobiog­ raphy“. Ævisagan er byggð á fimm­ tíu klukku­ stundum af viðtölum sem höfundur hennar, sem er ónafngreindur, tók við Assange. Í upphafi samþykkti Assange að bókin yrði gefin út. Hann fékk fyrirframgreiðslu fyrir bókina upp á eina milljón dollara. En þegar fyrsta uppkastið barst Assange, var hann mjög ósáttur og neitaði að bókin yrði gefin út. Þrátt fyrir til­ raunir Canongate til þess að reyna að semja aftur við Assange, gekk það ekki. Í ævisögunni segir Assange það meðal annars vera rangt að hann hafi beitt tvær konur í Svíþjóð kyn­ ferðislegu ofbeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.