Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 37
Viðtal | 37Helgarblað 23.–25. september 2011 árin. Þegar ég var fjarri fann ég fyrir þránni og lönguninni til að vera hjá honum og bara honum,“ segir hann og bætir við að fljótlega eftir að þeir kynntust hafi komið í ljós að fjölskyldur þeirra hafi átt sér sameiginlega sögu. „Fjölskylda Baldurs býr á Ægissíðu á Rangárvöllum og hefur búið þar um langa hríð en í lok 19. aldar bjuggu fjöl- skyldur okkar saman á þess- ari jörð. Að þessu komumst við fljótlega eftir að við byrj- uðum að ræða saman og nú höfum við fengið í hendurn- ar skjal þar sem langalangafi minn og langafi Baldurs und- irrita sameiginlega kvörtun til sýslumanns. Þegar ég heimsótti tengda- foreldra mína fann ég í fyrsta skiptið á ævinni tengingu við forfeður mína. Að fá að vita að afi hefði alist þarna upp og gengið þarna um túnin. Þess vegna er þessi tími líka svona merkilegur fyrir mig og þann- ig tengist afi plötunni. Mér finnst svo merkilegt hvað það er stutt síðan og hversu gífur- lega miklar breytingar hafa orðið, þótt innrætið og það sem er í grunninn hafi ekki breyst. Ástin og þráin eru enn til staðar.“ Endurnýja heitin reglulega Felix og Baldur giftu sig á síð- asta degi ársins 1999 í fallegri athöfn sem fram fór á heimili þeirra. „Þetta var alveg æðis- legt og fábærlega skemmtileg veisla en við fengum fulltrúa sýslumanns heim til okkar,“ segir hann og bætir við að þeir finni ekki hjá sér neina þörf til að endurtaka athöfn- ina nú þegar ein hjúskaparlög séu orðin að lögum. „Við endurnýjum heitin mjög reglulega, bara fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að Íslendingar séu komnir langt í mannréttindabaráttu samkynhneigðra. „Við erum komin á gríðarlega góðan stað en þetta er stöðug vinna. Fordómarnir eru fljótir af stað ef við höldum ekki áfram og næstu mál eru mannréttindi transfólks og vinnan í mögu- leikum samkynhneigðra á ættleiðingum. Það eru því ákveðnir hlutir sem þarf að vinna í en lagalega staðan er mjög góð og það má segja að þar hafi náðst fullnaðarsigur.“ Blanda af gleði og ótta Felix segist vona að það sé auðveldara að koma út úr skápnum í dag en þegar hann var að stíga sín fyrstu spor sem opinber hommi í kring- um 1990. „Það er alltaf erfitt að synda á móti straumnum en ég vona að það sé auðveld- ara en það var enda er fólk að koma fram yngra í dag. Í dag eru til mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungt fólk sem við fórum mikið á mis við. Ég held samt að það sé alltaf erfitt að taka þetta skref. Þegar fólk kemur út úr skápnum, eins og það er kallað, þarf það að taka upp nýja sjálfsmynd því sú sjálfs- mynd sem það hafði þróað með sér miðaðist alltaf við normið. Sjálfsmyndin og hið menn- ingarlega „identity“ sem hef- ur verið innprentað í það frá barnæsku fer á hvolf og þess vegna er þetta svo erfitt. Sem betur fer er stuðningsnetið og stuðningur frá skólum og fag- stéttum miklu meiri en var,“ segir hann en bætir við að sjálfur hafi hann verið hepp- inn. „Ég fékk heilmikinn stuðn- ing. Þetta er bara eins og hvert annað áfall sem maður geng- ur í gegnum í lífinu. Sérkenni- leg blanda af gleði og ótta. Í raun er sá samkynhneigði bú- inn að ganga í gegnum kvöl- ina svo lengi áður en skrefið er tekið en þá eiga allir hinir eftir að vinna úr því, sem er alltaf svolítið skrítið. Þetta er ákveð- ið ferli og í mínu tilfelli gekk það vel. Það er með þetta eins og allt annað í lífinu. Það þarf tíma því tíminn læknar öll sár. Þetta er ekkert Idol. Það gerist ekki bara á einu kvöldi á 22.“ Hommi í Stundinni okkar Um árabil var Felix órjúfan- legur hluti af tvíeykinu söng- glaða, Gunna og Felix, en hann og Gunnar Helgason leikari sáu um Stundina okkar 1994– 1996. „Þetta var alveg stórkost- legur tími og algjör lykil- tími í mínu lífi. Þarna kynnt- ist ég mörgu góðu fólki og fór að finna að ég hafði ákveðið vald á hlutunum og það var alveg rosalega gaman,“ segir hann og bætir við að hann sé ekki svo viss um að í ná- grannalöndunum hefði fólk á þessum tíma verið tilbúið til að hleypa samkynhneigðum manni í barnatímann. „Ég fékk líka helling af meldingum frá fólki sem sagði mér að ef ég ætlaði að eiga séns í þessum bransa þá yrði ég að halda kynhneigðinni út af fyrir mig. Ég var því alltaf ósammála og hef alltaf verið viss um að þetta snúist frekar um opnun. Að það sé best að taka spennuna og leyndar- málið út úr jöfnunni því þá er þetta ekkert vesen. Það er þessi mýta um þetta stórkost- lega spennandi líf sem gerist á bak við luktar dyr. En ef mað- ur opnar dyrnar þá er spenn- an farin og ekkert til að ræða lengur. Maður er fyrst og fremst dæmdur af verkum sínum og um leið og maður er farinn að sjá öll sín töp og ósigra í lífinu vegna þess að maður sé svona eða hinseginn þá er maður búinn að tapa. Punktur og basta. Við verðum bara að líta í eigin barm og vanda okk- ur og þá ganga hlutirnir. Það reyni ég að innprenta börn- unum mínum, að vanda sig.“ Ekki nógu öðruvísi Það er greinilega vandlifað því Felix hefur einnig fengið gagn- rýni fyrir að vera ekki nógu mikið öðruvísi og fyrir að vekja ekki nægilega mikla athygli á sér. „Við Baldur höfum lent í því að aðrir samkynhneigðir hreinlega hvæsa á okkur því við erum ekki nógu skemmti- legir,“ segir hann hlæjandi. Felix ætlar að halda útgáfu- tónleika þann 27. september í Salnum í Kópavogi. Hann við- urkennir að spenningurinn sé mikill enda langt síðan hann hefur haldið tónleika. „Mér finnst eins og ég sé að henda mér út í djúpið sem er nátt- úrulega hlægilegt því ég syng svo rosalega mikið, bæði sem veislustjóri og í útvarpinu. Þetta er bara svo persónulegt. Þessi plata er barnið mitt svo auðvitað er smástress en það á vonandi eftir að renna af manni.“ „Ég vissi það strax. Það var eitthvað í augunum og innrætinu sem dró mig strax að honum og hefur bara styrkst í gegnum árin. Þegar ég var fjarri fann ég fyrir þránni og löng- uninni til að vera hjá honum og bara hon- um. „Ég fékk líka helling af meldingum frá fólki sem sagði mér að ef ég ætl- aði að eiga séns í þessum bransa þá yrði ég að halda kynhneigðinni út af fyrir mig Listamaður Felix hefur komið víða við á löngum ferli. Hann sá um Stundina okkar, hefur leikið í leikritum, sungið í vinsælustu hljómsveit lands- ins, leikstýrt og unnið á fjölmiðlum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.