Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 64
Nú er pressa á Binga! Rómantískur varaformaður n Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingar- innar, fagnaði tinbrúðkaupi, eða 10 ára brúðkaupsafmæli, sínu og Örnu Daggar Einarsdóttur, eiginkonu sinnar, á fimmtudag. Dagur beindi orðum sínum á Facebook í tilefni dagsins beint til eiginkonu sinnar og sagðist fagna deginum með yndislegustu konu í heimi og bætti svo við: „Arna Dögg Einars- dóttir, ég elska þig!“ Borgin bjargar tónlistarmönnum n Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi í síðustu viku að veita Tón- listarþróunarmiðstöðinni 13 millj- óna króna styrk. Í fundargerð borg- arráðs segir að þessi styrkur sé til að standa straum af kostnaði við húsa- leigu fyrir starfsemi miðstöðvarinn- ar á árinu 2011 auk greiðslu skulda vegna vangoldinnar húsaleigu á árinu 2010. Starfsemi TÞM hékk á bláþræði á síðasta ári en Jón Gnarr borgarstjóri gaf fyrirheit um að tryggja grund- völl starfseminnar. TÞM hefur gríðarlega mikilvægu hlut- verki að gegna hjá ungum tónlistar- mönnum enda er æfingapláss fyrir tæplegar 50 hljómsveitir. Eiríkur skammar Tobbu Marinós n Eiríkur Jónsson, fyrrverandi rit- stjóri Séð og heyrt, segir fyrrverandi lærisveini sínu, Tobbu Marinós, til syndanna eftir frumsýninguna á nýjasta þætti hennar á miðviku- dagskvöld. Í þættinum, sem heitir einfaldlega Tobba, fékk hún góða gesti til sín, meðal annars leikkon- una og vinkonu sína Lilju Katr- ínu Gunnarsdóttur. Tobba og Lilja Katrín unnu saman á Séð og heyrt á sama tíma og Eiríkur var ritstjóri blaðsins. Eiríkur segir á bloggi sínu að aldrei skuli ræða við vini sína í fjölmiðlum, sérstaklega ekki í sjón- varpi. „Verður aldrei ekta,“ segir Eiríkur sem þó var einnig sáttur við þáttinn. „Katrín Jak- obs og kaupóða konan voru frá- bærar í sófan- um og á tíma- bili fannst mér eins og ég væri að renna inn í Opruh Winfrey- þátt.“ H lín Einarsdóttir, ritstjóri vef- miðilsins bleikt.is, og Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Vef- pressunnar, sem meðal ann- ars rekur bleikt.is, eru nýtt par. Það var tímaritið Séð og heyrt sem greindi frá þessu á fimmtudag en þar var fullyrt að Björn Ingi og Hlín hafi verið að hittast á stefnumótum og vel fari á með turtildúfunum. Björn Ingi stóð í skilnaði fyrr á þessu ári. Sjálfur hefur Björn Ingi ekki viljað ræða sam- band sitt þar sem hann taldi það vera „sitt einkamál“. Þegar DV hafði samband við Hlín á fimmtudag vildi hún ekkert tjá sig um nýju ástina í lífi sínu í samtali við blað- ið. „Ég tjái mig ekki um sambandið mitt,“ sagði hún og bætti við að ástæð- an væri sú að DV hefði á sínum tíma búið til viðtal við sig. Viðtalið sem Hlín vitnar til var í raun ritstjórnarpistill sem hún skrifaði sjálf á bleikt.is og DV birti brot úr. Þar svaraði hún fyrir ásakanir þess efnis að hún hefði birt uppdiktað viðtal við dönsku sprelligosanna Frank Hvam og Kasper Christiansen þar sem þeir lýstu yfir áhuga sínum á íbúðar- kaupum á Íslandi. Fréttablaðið náði tali af Hvam sem sagði að það væri „kjaftæði“ og þeir væru ekki í neinum fasteignahugleiðingum á Íslandi. Fjögur ár eru á milli Hlín- ar og Björns Inga, en hún er fædd árið 1977 en Björn Ingi árið 1973. Hlín hefur ver- ið ritstjóri bleikt.is frá stofnun vefmiðilsins í desember í fyrra en Björn Ingi er stjórnarformaður og útgefandi Vef- pressunnar sem á og rekur bleikt.is. Björn Ingi og Hlín eru nýtt par n Hlín Einarsdóttir er þögul um nýju ástina í lífi sínu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 23.–25. sEptEmBEr 2011 109. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr. Ást.is? Á forsíðu Séð og heyrt er mynd af þeim Birni Inga og Hlín með fyrirsögninni ást.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.