Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 23.–25. september 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Ryk-/vatnssugur fyrir iðnaðarmanninn Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum ARGES ryksuga 30lítra 1000W 25.900 ARGES ryksuga 60lítra 2000W 39.900 ARGES ryksuga 15lítra 1000W 18.900 Bjóða stjórnvöldum birginn: Réru til fiskjar án kvóta Nokkrir fiskimenn réru til fiskjar á smábátum á fimmtudag án þess að hafa yfir aflaheimildum að ráða. Þeir telja sig í fullum rétti og munu halda áfram svo lengi sem bátarnir hafa veiðileyfi. Á þriðjudagsmorgun hófust að- gerðirnar sem DV hefur greint frá síðustu vikurnar þegar nokkrir fiski- menn á handfærabátum í eigu út- gerða innan Samtaka íslenskra fiski- manna héldu til veiða án kvóta. Þeir hafa fengið nóg og hafa ákveðið að bjóða stjórnvöldum birginn. „Við teljum okkur vera í fullum rétti til að róa enda það eina sem segir í lögum um stjórn fiskveiða að skilyrði sé að menn hafi almennt veiðileyfi til að stunda fiskveiðar í at- vinnuskyni. Það segir hvergi í lögum um stjórn fiskveiða að mennirnir þurfi að hafa aflamark eða aflaheim- ildir. Þetta er grundvallaratriði og í okkar stjórnsýslu er allt leyft sem er ekki bannað,“ sagði Jón Gunnar Björgvinsson, formaður Samtaka ís- lenskra fiskimanna, í samtali við DV á þriðjudag. Fiski- stofa gæti svipt smá- bátasjómenn- ina veiðileyfi fyrir afla umfram aflaheim- ildar en þá telja samtökin að það sé skýrt brot. Fari svo munu Samtök íslenskra fiskimanna stefna yfirvöldum fyrir viðeigandi dóm- stólum, íslenskum eða alþjóðlegum. Félagsmenn hyggjast samt halda áfram þangað til þeir verða sviptir veiðileyfinu. Það er brot á lögum að halda áfram veiðum á skipi sem svipt hefur verið veiðileyfi, þrátt fyrir að veiðileyfissviptingin sé ólögmæt að mati samtakanna. Félagsráðgjafar vilja hærri laun: Boða verkfall á mánudag Verkfall félagsráðgjafa er yfirvofandi á mánudaginn, í fyrsta sinn frá árinu 1989. Í bréfi sem Þorbjörg Róberts- dóttir, félagsráðgjafi í Þjónustumið- stöð Laugardals og Háaleitis, hef- ur sent borgarfulltrúum í Reykjavík, fyrir hönd starfsmanna þjónustu- miðstöðvarinnar, segir að stéttin hafi fært fórnir í kreppunni umfram aðr- ar stéttir. „Félagsráðgjafar sýndu bið- lund á erfiðum tímum í samfélaginu, brettu upp ermar og „tóku á móti kreppunni“ í mun ríkari og áþreif- anlegri mæli en flestar aðrar stéttir innan borgarkerfisins. Við neitum að trúa því að laun Reykjavíkurborgar séu vanþakklæti og vanmat á fram- lagi félagsráðgjafa.“ Í bréfinu segir að frá hruni hafi álag í störfum félagsráðgjafa aukist gríðarlega. Að jafnaði sinni félags- ráðgjafi í fullri vinnu málefnum 100 til 120 einstaklinga eða fjölskyldna í hverjum mánuði – auk þess sem þeir sæki fagfundi af ýmsu tagi. Í bréf- inu er með ítarlegum hætti farið yfir hvernig álagið hafi aukist frá því fyr- ir hrun. Það hafi meðal annars birst í álagskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2010. Í bréfinu kemur líka fram að launakjör félagsráðgjafa hjá borginni séu engan vegin sambærileg við það sem gerist hjá háskólamenntuðum stéttum í öðrum geirum borgarstarf- seminnar. Félagsráðgjafi með 20 ára starfsreynslu hafi 357 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Verkfræðing- ur innan borgarinnar hafi að meðal- tali 565 þúsund krónur í heildarmán- aðarlaun, samkvæmt könnun frá því í febrúar 2010. baldur@dv.is Verkfall Álag hefur aukist á félagsfræðinga frá hruni. n Skuldaði mörg hundruð milljónir hjá íslensku bönkunum í kjölfar hrunsins n Björn Ingi hætti sem ritstjóri vegna málsins F élagið Caramba-hugmynd- ir og orð ehf, sem var í eigu útgefandans og fyrrverandi stjórnmálamannsins Björns Inga Hrafnssonar, hefur ver- ið úrskurðað gjaldþrota samkvæmt upplýsingum í Lögbirtingablaðinu. Fjallað var um fyrirtækið og lánveit- ingar frá Kaupþingi banka til þess í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félagið hafði ekki skilað ársreikningi síðan fyrir hrun en Björn Ingi hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til. Sagði upp sem ritstjóri Eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út árið 2010 lét Björn Ingi af störfum sem ritstjóri vefmið- ilsins Pressunnar. Í staðinn sett- ist hann í stól útgefanda. Í tilkynn- ingu sem hann sendi frá sér vegna málsins sagði hann meðal annars að hann hefði ekki fengið krónu af- skrifaða hjá íslensku bönkunum og að hann stæði ekki vel fjárhagslega. Hann hefur þó engu að síður, með stuðningi aðila á borð við Róbert Wessman, byggt upp gríðarlega stóra vefútgáfu, Vefpressuna, sem rekur vefmiðlana Pressuna, Bleikt, Menn, Eyjuna og vefverslanirnar Monu og Bútík. Félagið skuldaði mikið Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is kom fram að Björn Ingi hafi ver- ið sá fjölmiðlamaður sem skuldaði íslensku bönkunum mest við efna- hagshrunið. Voru aðeins tveir aðrir fjölmiðlamenn nefndir sérstaklega í skýrslunni. Samkvæmt skýrslunni skuldaði Björn Ingi í lok september 2008, örfáum dögum fyrir hrun, 563 milljónir króna hjá Kaupþingi. Taldi rannsóknarnefndin að lán Kaupþings til félagsins hafi hugsan- lega tengst markaðsmisnotkun en Kaupþing var nær eini lánardrott- inn félagsins. Lánið sem rannsókn- arnefndin benti sérstaklega á var 280 milljóna króna lán sem bankinn lán- aði til hlutabréfakaupa í Exista, móð- urfélagi bankans, árið 2008. Reksturinn var í góðu lagi 2007 Björn Ingi sagði einnig í tilkynn- ingunni, sem hann sendi frá sér eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var birt, að hann teldi ekkert óeðlilegt við það að hann og eiginkona hans, sem er löggilt- ur verðbréfamiðlari, hafi fengið lán til hlutabréfakaupa. Svo virðist sem það hafi gengið ágætlega fram að hruni. Eftir því sem fram kemur í árs- reikningi félagsins fyrir rekstrar- árið 2007 var félagið ágætlega stætt fyrir hrun. Rúmlega 22 millj- óna króna hagnaður var af rekstr- inum samkvæmt ársreikningnum og lagði stjórn félagsins til að 33 milljónir króna yrðu greiddar í arð til eigenda félagsins. Þær greiðslur hafa farið beint í vasa Björns Inga, sem var eini eigandi félagsins. Ekki náðist í Björn Inga vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Stórtækur í fjölmiðlarekstri Björn Ingi á stóran hlut í Vefpress- unni sem meðal annars rekur vefmiðlana Pressuna, Bleikt og Menn. Mynd KaRl PeteRSSon „Félagið hafði ekki skilað ársreikningi síðan fyrir hrun Félag Björns Inga í þrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.