Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 8
8 | Fréttir 26. september 2011 Mánudagur 16,6 milljarðar í tekjur í fyrra: Áfengissala skilar auknum tekjum Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af áfengissölu árið 2010 námu 16,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Tekjur af áfengi sem selt var í Áfengis - og tóbaksverslun ríkisins námu 12,6 milljörðum króna og af áfengi seldu á veitingastöð- um um þremur milljörðum króna. Saman- lagðar tekjur af áfengis- gjaldi námu 10,2 milljörð- um króna en af virðisauka- skatti rúmum 5,4 milljörðum. Áfengisgjald hefur hækkað fjórum sinnum eftir efnahags- hrun 2008 og virðast þær hækkanir vera að skila sér í auknum tekjum ef miðað er við tölur árin á undan. Þannig námu samanlagðar tekjur ríkissjóðs af áfengissölu árið 2009 16 milljörðum og árið 2008 tæpum 12,5 milljörð- um. Arðgreiðslur sem Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins (ÁTVR) greiðir til eiganda síns hafa einnig hækkað umtalsvert á undanförnum árum. Þær námu 183 milljónum króna árið 2008, 960 milljónum króna árið 2009 en þúsund milljónum árið 2010. Þær tölur eiga einnig uppruna sinn í sölu tóbaks. Margrét spurði fjármálaráð- herra einnig að því hver árleg út- gjöld ríkisins vegna áfengisdrykkju landsmanna væru. Þær tölur virðast ekki vera á takteinum ef marka má svör fjármálaráðherra. „Vitað er að sumt af neyslu áfengis veldur ein- staklingum, fjölskyldum, fyrirtækj- um og opinberum aðilum kostnaði, en því er ekki hægt að svara hver hann er. Skattlagningunni er ekki beinlínis ætlað að koma í veg fyrir neyslu áfengis og heldur ekki bein- línis ætlað að greiða þann mögulega kostnað sem af neyslunni kann að hljótast, þótt skírskota megi til þess kostnaðar í umræðu um álagningu gjalda á áfengi.“ A ldrei hefur verið talað jafn lengi og á nýafstöðnu þingi. Talað var í samtals 800 klukkustundir. Á sama tíma hafa þingskjöl aldrei verið jafn mörg, eða rétt tæplega 2.000 tals- ins. Í hvern klukkutíma sem talað er og í hvert þingskjal sem lagt er fram fara þó talsvert fleiri klukkutímar en kemur fram í heildartímafjölda ræðu- tíma. Allar ræður er skrifaðar upp, prófarkalesnar og gefnar út á vefsíðu Alþingis. Öll þingskjöl eru einnig prófarkalesin og flest þeirra eru gefin út á vefsíðu Alþingis. Marga klukku- tíma tekur að vinna hverjar fimmtán mínútur sem talað er í ræðustól. Þrír tímar fyrir korters ræðu DV hafði samband við fyrrverandi starfsmann Alþingis sem fór yfir hversu langan tíma að jafnaði tekur að vinna úr þingræðum þingmanna í ræðustóli. Samkvæmt þeim upplýs- ingum tekur að minnsta kosti þrjár klukkustundir að fullvinna fimmtán mínútna ræðu þingmanns í ræðu- stól. Það þýðir að það taki að jafnaði tólf klukkustundir að vinna klukku- stundar ræðu til útgáfu á vef Alþingis á prenti og í hljóðformi en allar ræður eru aðgengilegar á bæði myndbands- og hljóðupptöku á vefsíðu Alþing- is. Þess má geta að það er lögbundin skylda að gefa ræðurnar út. Milljóna launakostnaður Séu þessar tölur notaðar til viðmið- unar til útreiknings á tímavinnu við vinnslu allra ræðna á síðastliðnu þingi kemur í ljós að vinna við ræður stóð í 9.600 klukkustundir. Það jafngildir því að sex starfsmenn í fullu starfi allt árið um kring vinni allan daginn við að koma ræðum þingmanna á prent. Í dag eru sex starfsmenn sem sjá um ræðulestur og auk þeirra eru tveir rit- stjórarar og þrír ritarar sem koma að þessari vinnu, samkvæmt vef Alþing- is. Launakostnaður vegna starfa þess- ara starfsmanna hleypur á milljónum króna ár hvert en hver starfsmaður er með mismunandi tekjur eftir starfs- aldri, menntun og reynslu. Algeng laun samkvæmt heimildum DV eru í kringum 300–400 þúsund krónur á mánuði. Tímafrekt og kostnaðarsamt málþóf Umræðan um breytingar á stjórnar- ráði Íslands, sem töfðu nær allar aðr- ar umræður á þinginu, stóð í alls 59 klukkustundir. Stjórnarþingmenn og þinghópur Hreyfingarinnar köll- uðu umræður stjórnarandstöðuþing- manna málþóf. Málþóf á sér reglulega stað í þinginu en þá tala þingmenn einungis til að teygja lopann og fresta afgreiðslu mála sem þeir styðja ekki en vita að verða samþykkt af stjórnar- meirihlutanum. Eru til dæmi um að þingmenn hafi farið með ljóð, les- ið heilu kaflana úr bókum og jafnvel farið með ræður sínar oftar en einu sinni. Íslenska ríkið hefur því notað skattfé ríkisborgara í að borga fyrir út- gáfu og prófarkalestur á ræðum þing- manna þar sem þeir flytja ljóð eða lesa úr áður útgefnum bókum. n Aldrei talað jafn mikið í þinginu n Kostnaðarsamt að endurskrifa allar þingræður n Áætla má að 9.600 tímar hafi farið í að gefa út 800 klukkustundir af þingræðum Málþóf getur kostað milljónir Flutti sömu ræðuna tvisvar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flutti í umræðum um breytingar á stjórnarráðinu sömu ræðuna tvisvar. Það þýðir að skrifa þurfti upp ræðuna og vinna útgefið efni í kringum hana tvívegis. Ræðan varði í um tuttugu mínútur. Það þýðir að líklega hafi farið um fjórar klukkustundir hjá starfsmönnum Alþingis í að vinna ræðuna til útgáfu. Þá höfðu starfsmenn þingsins þegar unnið sömu ræðu áður til útgáfu en Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, uppgötvaði að hann væri að hlusta á sömu ræðuna aftur þar sem hann var með útprentaða útgáfu af ræðunni sem starfsmenn þingsins höfðu skrifað upp. Ræðutími: 20 mínútur Eftirvinnsla: 180 klukkustundir 360 klukkustunda vinna vegna Péturs Blöndal Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ræðukóngur þingsins að þessu sinni. Hann talaði í alls rúmlega 30 klukkustundir eða alls 2.104 mínútur. Það á bæði við um athugasemdir og andsvör og þingræður. Gera má ráð fyrir að starfsmenn á skrifstofu Alþingis hafi eytt 360 klukkustundum við að skrifa upp og gefa út ræður Péturs úr þingsal. Ræðutími: 36 klukkustundir Eftirvinnsla: 360 klukkustundir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Tólf á móti einum Fyrir hvern klukkutíma sem talað er fara um tólf klukkustundir í að undirbúa ræðuna til útgáfu á prenti og á netinu. ASDA vill Iceland Næststærsta verslanakeðja Bret- lands, ASDA, vinnur nú að tilboði í verslanakeðjuna Iceland sem er í meirihlutaeigu skilanefndar Landsbankans. Breska blaðið Sunday Times fjallaði um þetta á sunnudag. ASDA, sem meðal annars selur föt, leikföng, mat og raftæki, mun njóta stuðnings Barclays-bankans fari svo að til- boðið verði samþykkt. Forsvarsmenn ASDA, sem er hluti af bandarísku Wal Mart- keðjunni, eru ekki þeir einu sem lýst hafa yfir áhuga á Iceland- keðjunni. Malcolm Walker, for- stjóri Iceland, er einn þeirra en hann hefur forkaupsrétt á hlut skilanefndar Landsbankans. Móðursystir þeirra Júlíusar og Jóels ætlar að ala þá upp: Vill verða fósturmóðir drengjanna Þórdís Ingibjartsdóttir, systir Laufeyjar Ingibjartsdóttur, sem féll frá síðast- liðið vor, ætlar að efna til styrktar- tónleika fyrir syni systur hennar heit- innar, þá Júlíus og Jóel. Þeir eru sex ára í dag og hafa misst báða foreldra sína með stuttu millibili. Faðir þeirra, Ísrael, lést í októbermánuði 2009 eftir að hafa drukkið stíflueyði. Það gerði hann í kjölfar alvarlegrar líkamsárás- ar á móður þeirra. Laufey var lengi að takast á við afleiðingar árásarinn- ar og hlaut alvarleg höfuðmeiðsl. Eft- ir að heilsa hennar batnaði greindist hún með krabbamein sem dró hana til dauða í maí síðastliðnum. Þegar hún féll frá sagði faðir hennar frá því að hann teldi ekki hægt að útiloka að andlát hennar mætti rekja til afleið- inga árásarinnar þar sem oft er talið að áföll sem þessi valdi alvarlegum sjúk- dómum. Þórdís hefur annast drengina síðan og hefur sótt um að ganga þeim í móð- urstað. „Ég vil standa vel að uppvexti þeirra. Ég hef sótt um að verða þeim fósturmóðir og vona að það gangi auð- veldlega í gegn. Ég á tvær dætur fyrir, 17 ára og 8 ára, og þarf að stækka við mig til að búa þeim gott heimili. Þá þarf að huga að menntun þeirra og veita þeim allt það liðsinni sem þeir þurfa til að dafna. Því verður efnt til stórtónleika í Gamla Bíói í október,“ segir Þórdís. Meðal þeirra sem fram koma á tón- leikunum eru KK, Bjartmar Guðlaugs- son, Svavar Knútur, Valgeir Skagfjörð, Dísa, Mugison og Fjallabræður. Kynnir verður Ólafur Páll Gunnarsson. Stofnaður hefur verið styrktar- reikningur og eru frjáls framlög vel þegin að sögn Þórdísar. Banki 0186- 26-100257 kt. 300571-5579. Vill standa vel að uppeldi drengjanna Þórdís Ingibjartsdóttir, systir Laufeyjar, efnir til stórtónleika í Gamla Bíói þann 19. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.