Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 10
10 | Fréttir 26. september 2011 Mánudagur S org ríkir í bænum Sandgerði þar sem ellefu ára drengur lést á heimili sínu síðastlið- inn föstudag en fjölmennt var á bænastund í gærkvöldi þar sem farið var yfir helstu stað- reyndir málsins og fólki gafst kostur á að koma saman og hlúa hvert að öðru, ræða hlutina og taka utan um hvert annað. Samverustund með nemendum Veitt hefur verið áfallahjálp um helgina og í dag hefur verið boðað til samverustundar í Grunnskóla Sand- gerðis þar sem drengurinn var nem- andi en mælst er til þess að foreldrar mæti þangað með börnunum sínum. Þar stendur til að fara yfir grunnþætti málsins og gefa börnunum kost á að ræða málin. Sigurður Grétar Sigurðarson, sóknarprestur í Útskálaprestakalli, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að það myndi taka langan tíma að vinna úr svona áfalli. Það væri eðlilegt að margir upplifðu sektarkennd og sam- viskubit, þar á meðal skólasamfélagið, heilbrigðiskerfið og félagar: „Átti ég að gera eitthvað öðruvísi? Gerði ég nóg? Var ég nógu vakandi? Þetta eru eðli- legar spurningar og það er verkefni okkar fullorðna fólksins að leita leiða til þess að svona gerist ekki aftur.“ Óttast um börnin sín Fjölskyldufaðir í Sandgerði sagði í DV að hann hefði miklar áhyggjur af stöðu mála, vitað hafi verið af ein- eltinu en viðbrögðum skólayfirvalda væri ábótavant. „Það er mikið talað um þetta hér og ég finn fyrir mikilli óánægju. Það er mikið einelti í bæn- um og skólanum og ég get ekki séð að það sé verið að grípa í taumana. Við viljum að eitthvað verði afhafst enda hefur þetta áhrif á alla sem hér búa. Þetta hefur einnig orðið til þess að ég hef áhyggjur af krökkun- um mínum, ég óttast um börnin mín og fjölskylduna. Ég er hræddur um að með vaxandi einelti í þessu sam- félagi geti börnin mín lent í þessu ef ekkert er að gert.“ Ljúfur drengur Honum fannst þó gott að fara á bænastundina: „Það er mjög erfitt ástand hér í Sandgerði, hér ríkir mik- il sorg,“ sagði hann. „En nú verðum við að halda saman og styðja hvert annað, með því að votta samúð okk- ar og vera til staðar.“ Íbúar í Sandgerði senda foreldr- um drengsins og systkinum hans samúðarkveðjur, þetta hafi verið ljúfur drengur, og biðja þess að hann hvíli í friði. Drengurinn hafði glímt við mikla vanlíðan lengi, geðraskanir og þunglyndi en hann hafði að auki sætt einelti. Afar sjaldgæft „Þetta er náttúrulega alveg hrylling- ur,“ sagði Ólafur G. Guðmundsson, yfirlæknir á barna- og unglingageð- deild Landspítalans. „Sem betur fer eru sjálfsvíg barna afskaplega sjald- gæf en þau gerast. Börn á svipuðum aldri hafa fyrirfarið sér og það hef- ur auðvitað áhrif á alla sem standa þeim nærri,“ segir hann og bætir því við að þegar svo ung börn svipti sig lífi séu það yfirleitt börn sem eiga sögu um geðræna erfiðleika og ým- iss konar erfiðleika, hvort sem þeir eru félagslegir eða annars eðlis, til dæmis einelti. „Svo eru það líka börn sem eiga litla eða enga slíka sögu en í einhverju bráðræði grípa til hættulegra aðgerða þegar þau verða fyrir mótlæti, svo sem að setja eitthvað um háls sér í barnaskap. Við höfum séð slík dauðs- föll sem eru sjálfsvíg en þar sem þau eru gerð í augnabliksbráðræði ættu þau frekar að flokkast sem slys.“ Margt sem spilar inn í Þeir geðrænu erfiðleikar sem þessi börn hafa verið að glíma við eru margvíslegir: „Þetta getur verið spurning um þætti eins og ADHD eða hegðunarröskun sem felur í sér að skapgerðin er þannig að fólk er fljótt upp og er hætt við bráðræði eða hvatvísi. Við það lækkar þröskuldur- inn. Ef þar ofan á bætast tilfinninga- leg einkenni eins og depurð, von- leysi, uppgjöf, mótlæti og kannski áföll í þokkabót er maður komin með nokkra áhættuþætti sem verður að taka alvarlega.“ Ung börn geta glímt við þunglyndi Rétt er að geta þess að börn á öllum aldri geta glímt við þunglyndi. „Í raun eru engin neðri mörk þar. Jafnvel leik- skólabörn geta glímt við þunglyndi og úti í heimi þar sem börn eru tilfinn- ingalega vannærð á upptökuheimil- um getur maður séð þunglynd ung- börn, sem hreinlega eru að veslast upp vegna þunglyndis.“ Hann segir að þunglyndi sé í raun þríþætt. „Það snýst um hugsanir, einhvers konar vonleysi og vanmátt. Eðli þunglyndis felst í því að maður finnur ekki lausn á vandanum. Síðan er þetta líðan sem getur komið fram með ýmsum hætti, til dæmis með verkjum, óþægindum, þreytu og ýmsu öðru. Í þriðja lagi er þunglyndi hegðun, en þunglyndi veldur breyt- ingum á hegðun fólks. Þó að megindrættir þunglynd- is séu alltaf þessir er þó töluverður munur á því hvernig þunglyndi birt- ist eftir þroskastigi barnsins. Fimm ára barn getur verið þunglynt en birtingarmynd þess er allt önnur en hjá tólf ára barni sem hefur svo allt aðra birtingarmynd en hjá sautján ára unglingi.“ Það er ekkert eitt sem veldur þunglyndi en Ólafur segir að oft séu þetta næm börn, skapgerð þeirra geti haft áhrif og sömuleiðis áföll. „Það getur líka haft áhrif ef barnið upp- lifir hjálparleysi hjá sér eða umhverf- inu og finnur ekki lausnir við vanda sem það glímir við. Þetta er samspil margra þátta. Enda snýst meðferðin fyrst og fremst um það að finna út úr því hvar álagið liggur, hvar þarf að bregðast við og veita barninu stuðn- ing í samræmi við þroska þess.“ Viðkvæmari fyrir einelti „Við sjáum það líka að okkar skjól- stæðingar eru útsettari fyrir einelti en að sama skapi getur verið erfitt að átta sig á því hvað er afleiðing eineltis og hvað er afleiðing annarra áhættu- þátta. Vissulega getur þessi félaglegi þáttur sem eineltið er vegið þungt í einstaka tilvikum.“ Án þess að þekkja til málsins í Sandgerði efast hann um að eineltið eitt og sér ráði úrslitum í svona mál- um. „Einelti er tiltölulega algengt og nú er orðin mikil meðvitund hjá for- eldrum og kennurum um að einelti geti haft alvarlegar afleiðingar svo það þarf að bregðast við því. En það þarf eitthvað meira til að svona fari.“ Erfitt að sjá þetta fyrir Hann segir einnig erfitt að benda á einhvers konar einkenni sem beri að fylgjast með. „Á þessum aldri er afskaplega erfitt að sjá þetta fyrir. Börn eru almennt ekki í áhættuhópi því þetta er svo afskaplega sjald- gæft. Af þeim hundrað börnum sem glíma við vandamál af þessu tagi er kannski eitt þeirra í hættu. Það getur Sorg í Sandgerði n Ellefu ára drengur svipti sig lífi n Glímdi við einelti og erfiðleika n „Hér ríkir mikil sorg,“ segir faðir í bænum n Óttast um eigin börn n Sjaldgæft að börn á þessum aldri svipti sig lífi n Gera sér ekki grein fyrir endanleikanum Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Úttekt „Það er oft þannig að barnið vill ekki endilega deyja heldur fá frið fyrir vanlíðan sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.