Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Síða 12
12 | Erlent 26. september 2011 Mánudagur Engar séróskir á dauðadeild n Dauðadæmdir fangar í Texas fá ekki að velja síðustu kvöldmáltíðina F angelsismálayfirvöld í Texas í Bandaríkjunum hafa ákveð- ið að fella úr gildi þá reglu að fangar á dauðadeild fái að velja síðustu máltíðina sína. Á mið- vikudag var kynþáttahatarinn Law- rence Russell Brewer tekinn af lífi í Texas fyrir morðið á James Byrd Jr. árið 1998. Hann pantaði sér stóra mál- tíð áður en hann var tekinn af lífi en bragðaði ekki á henni þar sem hann sagðist ekki vera svangur. Brewer var tekinn af lífi fyrir að myrða Byrd, sem var þeldökkur, með því að binda hann við bílinn sinn og draga hann eftir steinsteyptri götu þar til hann lést. Uppákoman á miðvikudag, og sú útbreidda skoðun meðal þingmanna í Texas að það sé sérstaklega óviðeig- andi að veita föngum á dauðadeild þessa sérósk, hefur nú orðið til þess að reglan hefur verið felld úr gildi. „Nú er kom- ið nóg. Það er mjög óvið- eigandi að veita dauðadæmdum einstaklingum þessi forréttindi. Þetta eru forréttindi sem misyndismennirnir veittu ekki fórnarlömbum sínum,“ segir John Whitmire, þingmaður demókrata í Texas og einn helsti hvatamaður- inn að breytingunni. BBC hefur eft- ir yfirmönnum fangelsismála í Texas að fangar sem bíða aftöku muni nú fá sömu máltíð og aðrir fangar. Breytingin tekur aðeins til Tex- as en ekki annarra ríkja sem heimila dauðarefsingar. Sum ríki bjóða upp á fyrirfram tilbúna matseðla á með- an önnur, til dæmis Flórída, hafa há- marksupphæð á verði síðustu máltíð- arinnar. Vildi ekki borða Brewer pantaði sér stóra máltíð skömmu áður en hann var tekinn af lífi. Hann borðaði hana ekki og sagðist ekki vera svangur. Varð ástfanginn af fórnarlambinu n Afbrýðisöm eiginkona fékk leigumorðingja til að drepa ástkonu eiginmannsins n Leigumorðinginn sviðsetti morðið því hann var ástfanginn af fórnarlambinu Á þeim átta árum sem ég hef starfað í lögreglunni hef ég aldrei upplifað annað eins – og nóg hef ég séð,“ seg- ir Marconi Almino de Lima, lögreglustjóri í smábænum Pindo- bacu í norðausturhluta Brasilíu. Afar óvenjulegt mál kom upp fyr- ir skemmstu og hefur það vakið gríðarlega athygli í Brasilíu. Málið snýr að afbrýðisamri konu sem réð leigumorðingja til að ráða af dögum meinta ástkonu eiginmanns síns. Málið varð hins vegar flóknara þeg- ar leigumorðinginn varð ástfanginn af fórnarlambi sínu og má fullyrða að færustu handritshöfundar Holly- wood hefðu ekki getað skrifað betra handrit. Þekkti fórnarlambið Það var í júní í sumar að Maria Nilza Simoes réð Carlos Roberto de Jes- us, fyrrverandi fanga, til að ráða af dögum konu að nafni Lupita. Mariu grunaði Lupitu um að halda við eig- inmann sinn og taldi hún auðveld- ast að fá leigumorðingja til að ryðja henni úr vegi. Carlos átti að fá sem samsvarar rúmum 60 þúsund krón- um fyrir verkefnið. Allt gekk eins og í sögu til að byrja með, eða allt þar til Carlos barði Lupitu augum. Hann þekkti hana enda höfðu þau verið vinir þegar þau voru börn. Carlos þurfti hins vegar nauðsynlega á pen- ingunum að halda þannig að hann rændi Lupitu og hélt henni fanginni í nokkra daga. Carlos gat ekki með nokkru móti drepið æskuvinkonu sína, stúlku sem hann hafði verið skotinn í á sínum yngri árum og bar enn miklar tilfinningar til. Hann leit- aði því allra leiða til að fá peningana og telja Mariu trú um að hann hefði klárað verkefnið. Kærður fyrir þjófnað Carlos lagði höfuðið í bleyti og fann að lokum, að eigin mati, snilldar- lausn: hann keypti tómatsósu, hellti henni yfir Lupitu og tók svo mynd. Á henni sést Maria halla höfðinu aft- ur á bak, þakin „blóði“ og með hníf í handarkrikanum. Carlos sagði loks Mariu að verkefninu væri lokið, sýndi henni myndina og fékk að sjálfsögðu greitt fyrir. Málið vandaðist hins veg- ar nokkrum dögum síðar þegar Maria mætti Carlos og Lupitu þar sem þau voru saman í verslun. Maria reiddist mjög og fór beinustu leið á lögreglu- stöðina þar sem hún kærði Carlos fyrir þjófnað. Öll þrjú eiga nú von á ákæru: Maria fyrir að brugga Lupitu banaráð og Lupita og Carlos fyrir fjárkúgun. Þrátt fyrir að málið sé litið alvar- legum augum sjá bæjarbúar í Pindo- bacu einnig spaugilegu hliðina. „Tók hún virkilega ekki eftir því að hníf- urinn var fastur í handarkrikanum? Allir bæjarbúar hlæja að þessu,“ seg- ir verslunarkonan Vera Márcia de Araújo í samtali við brasilíska fjöl- miðla. „Á þeim átta árum sem ég hef starfað í lögreglunni hef ég aldrei upplifað annað eins – og nóg hef ég séð. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Brasilía Í slæmum málum Það er ekki ólíklegt að þremenningarnir þurfi að dvelja á bak við lás og slá í einhvern tíma vegna málsins. Þakin tómatsósu Hér sést myndin sem Carlos tók af Lupitu. Á henni sést hnífurinn í handarkrikanum og Lupita þakin tómatsósu. Voru að skoða Mount Everest Nítján manns létu lífið þegar flugvél brotlenti skammt frá Katmandú, höfuðborg Nepals, á sunnudag. Um borð voru sex heimamenn og þrett- án útlendingar; tíu Indverjar, tveir Bandaríkjamenn og einn Japani. Hópurinn var að koma úr skoðunar- flugi þar sem meðal annars var flog- ið í kringum Mount Everest, hæsta fjall heims. Vitni að slysinu segir að vélin hafi rekist í þak húss í þorpinu Bisankunarayan og brotnað áður en hún skall til jarðar. Þoka var þegar slysið varð og skyggni lítið. Talið er að átján manns hafi látist samstund- is en sá nítjándi lést á sjúkrahúsi skömmu eftir komuna þangað. Líkhús við öllu búið Forsvarsmenn líkhúss í Tyrklandi virðast við öllu búnir ef svo ólík- lega vill til að einhver „framliðinn“ vakni til lífsins. Anatolia-fréttaveit- an í Tyrklandi greinir frá því að búið sé að koma fyrir skynjara sem lætur vita ef eitthvað fer á hreyfingu inni í líkgeymslum eins líkhúss í Malatya- héraði. Akif Kayadurmus, starfs- maður líkhússins, segir að minnsta hreyfing inni í geymslunum muni koma viðvörunarkerfi af stað. Þá eru handföng inni í geymslunum sem eiga að auðvelda einstaklingum sem ranglega hafa verið úrskurðaðir látn- ir að komast út. „Við erum við öllu búin,“ segir hann. Sér ekki eftir neinu Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier segist ekki sjá eftir um- mælum sem hann lét falla um nas- ista á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrr á árinu. Óhætt er að segja að ummælin hafi vakið mikla athygli en von Trier kallaði sjálfan sig nasista og sagðist hafa samúð með Adolf Hitler. Von Trier baðst afsökunar á ummælum sínum skömmu síðar en í nýju viðtali við tímaritið GQ segist von Trier ekki harma uppátækið, enda hafi um grín verið að ræða. „Mér þykir ekki leitt að ég hafi grín- ast, en mér þykir það leitt að ég hafi ekki getað útskýrt að um grín væri að ræða. En mér getur ekki þótt það leitt sem ég sagði – það er gegn mínu eðli,“ segir von Trier meðal annars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.