Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 16
Í kringum 1930 birtist grein í bandarísku tímariti þar sem fjallað var um fegrunariðnaðinn. Segir þar að á hverri konu séu um fimm fermetrar af húð. Henni þurfi að halda við, og séu um 40.000 fegurðarbúðir í landinu þar sem um tveimur milljörðum dollara sé eytt á ári hverju. Niðurstaða greinarhöf­ undar er á annan hátt en búast mætti við; að þetta sé hvergi nærri nóg. Segir hann að til lágmarksviðhalds þurfi að fara í olíumeðferð 12 sinn­ um á ári, fimmtíu og tvisvar sinnum í andlitsmeðferð, tuttugu og sex sinn­ um að láta plokka á sér augabrýnnar og þar fram eftir götunum. „Kvennarusl“ Um kynslóð síðar fengu margar bandarískar konur nóg, og árið 1968 var efnt til mótmæla gegn fegurðar­ samkeppninni Miss America. Rót­ tækar konur tóku sig til og hentu brjóstahöldurum, fölskum auga­ brúnum, hárkollum og öðru sem þær kölluðu „kvennarusl“ í tunnu sem þær nefndu „ruslatunnu frelsis­ ins“. Að því búnu var kind krýnd sem hina nýja ungfrú Ameríka. Þrátt fyrir kvenfrelsishreyfingar er líklegt að höfundi greinarinnar frá 1930 hafi orðið að ósk sinni, því vafalaust er talsvert meira en tveim­ ur milljörðum dollara eytt í fegrun­ araðgerðir og fegrunarvörur á ári hverju þessa dagana. Og þrátt fyr­ ir þessi gríðarlegu útgjöld eru kon­ ur enn víðast hvar verr launaðar en karlmenn. Hefur þá ekkert áunnist? Clooney-kvarðinn Launamunur er þó ekki einungis kynbundin, því samkvæmt nýlegri rannsókn í Háskólanum í Texas (af öllum stöðum) þénar fallegt fólk rúmlega 230.000 dollurum meira um ævina en aðrir, eða um 26 millj­ ónum króna. Það sem vekur enn frekar athygli er að þetta er ekki ein­ ungis bundið við konur. Á meðan fallegar konur þéna að meðaltali 12 prósentum meira en þær sem telj­ ast síður fríðar, þá þéna myndarleg­ ir karlmenn um 17 prósentum meira en þeir sem minna eru fyrir augað. En skiptir þetta einhverju máli? Er fegurðin ekki afstæð þrátt fyrir allt saman, þó að launaseðillinn kunni ekki að vera það? Svo virðist ekki vera samkvæmt þessari sömu rann­ sókn. Þegar fólki var skipt upp í feg­ urðarkvarða á bilinu einn til fimm voru aðspurðir í svo til öllum tilfell­ um sammála um hvar væri hægt að flokka hverja. Fólk eins og George Clooney og Anne Hathaway voru öruggar fimmur, á meðan vísinda­ maðurinn sem framkvæmdi rann­ sóknina reyndist þristur. Heimalegt útlit Flestir eru, eins og gefur að skilja, með miðlungsútlit, eða 59 prósent karlmanna og 51 prósent kvenna. Tvö prósent karla og þrjú prósent kvenna reyndust afburðafalleg, á meðan eitt prósent karla og tvö pró­ sent kvenna voru á hinum enda kvarðans, það sem Bandaríkjamenn kalla „homely“ sem merkir líklega að þau séu lítt til þess fallinn að láta sjá sig utandyra. Telur vísindamaðurinn að lítill munur sé í reynd á þessum útlitstengda launamun og öðrum er viðkemur kyni eða kynþætti, en að hinir útlitsgölluðu eigi erfiðara með að sækja rétt sinn. Lýtaaðgerðir virð­ ast lítið hjálpa og segir hann að fólk verði því að spila úr þeim spilum þeim það hefur. Ef til vill er eitthvert réttlæti fólgið í því að bæði kynin séu nú dæmd eft­ ir útlitinu í stað annars þeirra áður, en þó verðum við víst öll að búa und­ ir oki fegurðarinnar enn um sinn. 16 | Umræða 26. september 2011 Mánudagur tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar Bókstaflega Matthías týndur n Brotthvarf Matthíasar Imsland af forstjórastóli Iceland Express vakti mikla athygli. Matthías hefur verið áberandi í fjöl­ miðlum við að afsaka flugfélag sitt undir alls konar kringum­ stæðum. Hann hefur verið ein­ staklega vin­ sæll á meðal fjölmiðlafólks vegna þess hve duglegur hann hef­ ur verið að svara. En nú kveður við annan og lægri tón. Eftir að starfs­ lokin áttu sér stað er Matthías sem horfinn af yfirborði jarðar og eng­ inn fjölmiðill nær sambandi við hann. Björn hissa n Björn Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi ráðherra, ber sig aum­ lega vegna málsóknar athafna­ mannsins Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar sem vill ekki una því að vera í bók Björns sagður sekur um fjár­ drátt. Segist Björn ekki átta sig á réttarágreiningi í málinu þar sem hann hafi beðist afsökunar og leið­ rétt málið í annarri prentun bókar­ innar. „ ...Þrátt fyrir þetta hefur Jón Ásgeir stefnt mér og krefst einnar milljón kr. í bætur,“ bloggar Björn hissa. Málið ætti þó væntanlega að vera auðleyst með því að Björn borgi milljónina og er þá ekkert eftir af málabúnaðinum. Fleiri meiðyrði n Björn Bjarnason er kjarkmaður þegar litið er til þess að hann not­ ar síðu sína til að hrauna yfir Jón Ásgeir Jóhann- esson. Þar birtir hann klausu frá Axel Jóhanni Ax- elssyni sem gef­ ur Jóni Ásgeiri hrikalega ein­ kunn. „Í huga almennings í landinu stendur Jón Ásgeir fyrir ímynd hins eina og sanna útrásargangsters og eng­ in leið að sverta mannorð hans með ritvillum um þau brot sem hann hefur þegar verið dæmdur fyrir ...“ Ekki er útilokað að Birni verði einnig stefnt fyrir að gefa umræddum orðum farveg á síðu sinni. Það má því búast við fjöri í réttarsalnum. Misvísandi skilaboð n Það eru býsna misvísandi skila­ boð sem berast innan úr herbúð­ um Besta flokksins um hvort borg­ arfulltrúar Besta flokksins séu á leið í framboð í nýjum stjórnmála­ flokki sem menn eru í óða önn að setja saman. Einar Örn Benedikts- son sagði við DV á föstudag að ekki stæði til að borgarfulltrúarnir færu í framboð þar sem þeir hefðu verkefnum að sinna í borginni. Daginn áður hafði Hrafnhildur Elsa Yoe mann sagt allt aðra hluti, en þá sagðist hún vera mjög spennt fyrir því að fara í framboð til al­ þingiskosninganna. Besta fólkið er greinilega ekki alveg samstíga í framboðsbrölti sínu. Sandkorn „Hún er hetja fyrir að hafa komið til mömmu og sagt frá því sem hann gerði.“ n Móður stúlku sem var misnotuð af manni sem var dæmdur í sjö ára fangelsi í vikunni. – DV. „Ég verð því miður að viður- kenna að starfið hefur verið númer eitt og fjölskyldan númer tvö.“ n Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn hættir brátt í lögreglunni eftir 36 ár í búningnum. – DV. „Íhugunin hefur leitt það í ljós, og leiddi fljótt í ljós að ég þarf að vera þekkt- ari, undirbúa mig og alla mér nákomna betur, undirbúa mig betur fjárhagslega.“ n Jóhanna Magnúsdóttir ráðgjafi segir á bloggsíðu sinni að hún hafi ákveðið að bíða í fjögur ár með framboð sitt til forseta íslands. „Baldur er minn besti vinur og minn sálufélagi. Það er bara nákvæmlega þannig.“ n Felix Bergsson er enn jafnástfanginn af eiginmanninum Baldri Þórhallsyni. – DV. „Ég tjái mig ekki um sambandið mitt.“ n Hlín Einarsdóttir og Björn Ingi eru nýtt par en Hlín vill ekkert segja um nýju ástina. – DV. Hvað má bjóða þér á pylsuna þína? „Það má bjóða mér bassasöngvara á pylsuna mína, af því ég má ekki hjakka á stálskrúfum,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikari sem fór með hlutverk pylsu- sala sem notaði ansi óhefðbundið tungutak í nýjum gamanþætti, kexvexmiðjunni. Spurningin Valur Gunnarsson Kjallari Hrun stjórnmála Þ að blasir við flestum hugs­ andi mönnum að álit þjóðar­ innar á stjórnmálamönnum lýðveldisins er í lágmarki. Ofboðsleg þreyta er á með­ al venjulegs fólks vegna framgöngu þeirra sem eiga að fara fyrir þjóð sinni af visku og forsjá. Þingheim­ ur er í dag að sumu leyti eins og þar hafi tekið sér bólfestu hjörð vitleys­ ingja þar sem hver æpir upp í annan og málefnin fjúka út í veður og vind undan hrakviðri slagorðanna. Svart verður hvítt og hvítt verður svart. Engin leið er að átta sig á því hver raunveruleikinn er. Orðum á borð við forsetafíflið er hiklaust hent fram í ræðustól æðstu stofnunar lands­ ins. Fyrirlitningin á kurteisi og hátt­ vísi er algjör. Frammíköll og endur­ flutningur á sömu ræðum viðgangast á þinginu. Skotgrafir eru leikmyndin sem við blasir. Hrun stjórnmála blas­ ir við. Flest snýr á haus í umræðunni í þinginu. Annar stjórnarflokkurinn vill inngöngu í ESB en hinn berst klofinn gegn henni. Á meðan hin al­ menna stemning er sú að þjóðin eigi að greiða atkvæði í stórum málum er öflug hreyfing hræsnara uppi um að þjóðin fái ekki að greiða atkvæði um aðild að Evrópusambandinu. Þess er krafist að viðræðum verði tafarlaust hætt svo þjóðin fái ekki að ráða. Til þrautavara vill hópur fólks að þjóð­ in greiði atkvæði um það hvort hún vilji halda áfram viðræðum við ESB. Í einföldu máli á þjóðin að gefa frá sér réttinn til þess að greiða atkvæði um samning sem enn hefur ekki orðið til. Forseti Íslands steig stór skref þegar hann nýtti sér í þrígang rétt­ inn til að vísa málum til þjóðarinn­ ar. Nú vilja valdníðslumenn hverfa til baka frá þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð og svipta almenning réttinum til að taka beinar ákvarð­ anir. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna og meðreiðarsveinar þeirra sveiflast sumir hverjir til og frá í afstöðu sinni til kosninga um aðild að ESB. Sérlega er þar athyglisvert hvernig Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis­ flokksins, snýst eins og skoppara­ kringla á markaðstorgi atkvæðanna og er ýmist með eða á móti ESB. Það sorglega við stjórnmálin í dag er að algjör skortur er á einhverju nýju og vitrænu afli. Helst er leitað í skemmtanabransann eftir mönn­ um sem lofa að svíkja öll kosninga­ loforð. Undantekningin frá fíflagang­ inum virðist vera stjórnlagaþing þar sem saman valdist hópur af fólki sem skeytti ekkert um slagorð en þess meira um málefni. Það er umhugs­ unarefni hvort ekki sé hægt að ná saman slíkum hópi á Alþingi Íslend­ inga eða gjörbylta vinnubrögðum og umræðuhefð í musteri lýðveldisins. Þjóðin sjálf verður að átta sig á þeirri ábyrgð sem felst í því að velja fulltrúa sína á þing. Eðlilegt svar við þreytu almennings er að efnt verði til kosn­ inga hið fyrsta og umboð stjórnmála­ manna verði afturkallað og endur­ nýjað þar sem slíkt er mögulegt. Það borgar sig að vera fallegur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.