Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 20
20 | Sport 26. september 2011 Mánudagur Yngri leikmenn fengu að prófa sig n Ísland tapaði öllum leikjunum á æfingamóti í Póllandi Þ etta var okkar jafnasti og besti leikur. Varnarleikur og markvarsla bara í góðu lagi en leiðinlegt að tapa,“ segir Ágúst Jóhanns- son, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, um tapið gegn Tékklandi á sterku fjögurra liða æfingamóti í Póllandi í gær, 30– 28. Ísland tapaði öllum þremur leikjunum á mótinu. Fyrst gegn Hollandi, 29–23 og svo gegn gestgjöfum Póllands, 26–22. „Þetta er sterkt mót og hér var glæsileg umgjörð og mik- ið af fólki á leikjunum. Það sýnir líka styrkleikann að Hol- lendingar unnu Pólverja í úr- slitaleiknum en auðvitað hefði maður viljað vinna leiki,“ seg- ir Ágúst sem er samt ánægður með margt hjá íslenska liðinu. „Það vantaði stóra pósta í liðið eins og Rakel Dögg fyrir- liða og Rut Jónsdóttur og Anna Úrsúla kom seint inn í þetta. Að sama skapi fengum við gott svigrúm til að leyfa yngri leik- mönnum að prófa sig. Það var líka svolítið markmiðið hjá okk- ur, að skoða fleiri leikmenn og stækka hópinn. Í þessari ferð komu til dæmis Birna Berg og Stella Sigurðardóttir hjá Fram virkilega vel út. Þær skiluðu sínum hlutverkum mjög vel og eins var ég ánægður með að sjá hversu jafnir markverðirnir voru,“ segir Ágúst. Hann segir helsta veik- leika liðsins á mótinu hafi ver- ið tæknifeila. „Við vorum að gera of mikið af þeim. Í nútíma handbolta er manni bara refsað fljótt og það var dýrt í þessum leikjum. Það lagaðist samt sem betur fer þegar á leið mótið. Mér fannst við vera inni í öllum leikjunum og gátum unnið þá alla en því miður töpuðum við. Við vorum líka að fara illa með góð færi,“ segir Ágúst. Mótið í Póllandi var liður í undirbúningi Íslands fyrir HM í handknattleik í Brasilíu sem hefst í byrjun desember en það verður í fyrsta skipti sem ís- lenska kvennalandsliðið keppir á HM í handbolta. tomas@dv.is Kom seint inn Anna Úrsúla kom seinna til Póllands en ætlað var vegna veikinda. Á ÓL 2012 í fyrstu tilraun n Kári Steinn Karlsson bætti Íslandsmetið í maraþonhlaupi É g er svolítið lúinn og stíf- ur en annars geng ég bara á skýi, ég er svo glaður,“ segir Kári Steinn Karlsson langhlaupari í viðtali við DV. Kári Steinn bætti Íslandsmetið í maraþoni í Berlínarmaraþon- inu á sunnudaginn um ríflega tvær mínútur þegar hann kom í mark á 2 klukkustundum, 17 mínútum og 12 sekúndum. Með tímanum náði hann Ól- ympíulágmarki í greininni og verður fyrstur Íslendinga til að keppa í maraþoni á Ólympíu- leikum, í Lundúnum á næsta ári. Kári, sem á Íslandsmetið í fimm og tíu kílómetra hlaupi og einnig hálfmaraþoni, var þarna að keppa í fyrsta sinn á ævinni í heilu maraþoni. Hann var röltandi um götur Berlínar ásamt þjálfara sínum að reyna ná sér niður þegar DV náði sambandi við hann. „Ég var búinn að stefna að þessu lengi. Ég er búinn að hlaupa nokkur hálfmaraþon í sumar þannig að þetta var bara spurning um um að ná í styrkinn, andlega og líkamlega, til að geta hlaupið heilt. Vanalega hefur það ver- ið þannig hjá mér að því lengra hlaup, því betra og þess vegna vildi ég færa mig upp í mara- þonið,“ segir Kári Steinn. Kári náði 17. sæti af um 40.000 keppendum en hann er ánægðastur með að hafa náð lágmarkinu strax í fyrstu til- raun því nú hefur hann langan tíma til að æfa sig fyrir Lund- únir. „Hefði þetta ekki tekist hefði ég þurft að reyna aftur um áramótin og kannski aftur næsta vor. Þá er maður minna að undirbúa sig fyrir Ólympíu- leikana heldur bara að reyna að ná lágmarkinu. Það var því frábært að ná þessu núna og það gefur mér líka mikið sjálfs- traust,“ segir Kári en hvernig var fyrir hann að vera í návist risa á borð við heimsmethaf- ann Patricks Makau frá Keníu og goðsögnina Haile Gebrse- lassie frá Eþíópíu? „Það var alveg rosalega gaman að vera með þessum náungum á hóteli, borða með þeim morgunmat og aðeins að fá að spjalla við þá. Mest var ég samt að hugsa um mig. Ætli ég heyri ekki bara aðeins betur í þeim í kvöld,“ segir Íslands- methafinn í maraþoni, Kári Steinn Karlsson. tomas@dv.is Nýtt Íslandsmet Kári Steinn er kominn á ÓL og setti nýtt Íslandsmet. Úrslit Enska úrvalsdeildin Man. City - Everton 2-0 1-0 Mario Balotelli (68.), 2-0 James Milner (89.). Arsenal - Bolton 3-0 1-0 Robin van Persie (46.), 2-0 Robin van Persie (71.), 3-0 Alex Song (89.). n David Wheater, Bolton (55.). Chelsea - Swansea 4-1 1-0 Fernando Torres (29.), 2-0 Ramires (36.), 3-0 Ramires (75.), 3-1 Ashley Williams (86.), 4-1 Didier Drogba (90.), n Fernando Torres, Chelsea (39.). Liverpool - Wolves 2-1 1-0 Roger Johnson (11. sm), 2-0 Luis Suarez (38.), 2-1 Steven Fletcher (49.). Wigan - Tottenham 1-2 0-1 Rafael van der Vaart (3.), 0-2 Gareth Bale (23.), 1-2 M. Diame (50.). n Steve Gohouri, Wigan (62.). Newcastle - Blackburn 3-1 1-0 Demba Ba (27.), 2-0 Demba Ba (30.), 2-1 David Hoilett (37.), 3-1 Demba Ba (54.). n Martin Olsson, WBA (70.). WBA - Fulham 0-0 Stoke - Man. United 1-1 0-1 Luis Nani (27.), 1-1 Peter Crouch (52.). Staðan 1 Man. Utd 6 5 1 0 22:5 16 2 Man. City 6 5 1 0 19:5 16 3 Chelsea 6 4 1 1 12:7 13 4 Newcastle 6 3 3 0 7:3 12 5 Liverpool 6 3 1 2 8:8 10 6 Tottenham 5 3 0 2 9:9 9 7 Stoke 6 2 3 1 4:6 9 8 Aston Villa 6 1 5 0 7:5 8 9 QPR 6 2 2 2 5:7 8 10 Everton 5 2 1 2 6:6 7 11 Wolves 6 2 1 3 5:8 7 12 Arsenal 6 2 1 3 9:14 7 13 Sunderland 5 1 2 2 6:4 5 14 Norwich 5 1 2 2 5:7 5 15 Wigan 6 1 2 3 5:9 5 16 Swansea 6 1 2 3 4:9 5 17 Fulham 6 0 4 2 4:7 4 18 Blackburn 6 1 1 4 8:13 4 19 WBA 6 1 1 4 3:8 4 20 Bolton 6 1 0 5 8:16 3 Pepsi-deild karla Stjarnan - Valur 5-0 1-0 Tryggvi Sveinn Bjarnason (2.), 2-0 Atli Jóhannsson (9.), 3-0 Garðar Jóhannsson (30.), 4-0 Garðar Jóhannsson (77.), 5-0 Víðir Þorvarðarson (89.). Grindavík - Fram 1-2 0-1 Orri Gunnarsson (25.), 1-1 Magnús Björgvinsson (66.), 1-2 Hlynur Atli Magnússon (78.). FH - ÍBV 4-2 0-1 Aaron Spear (19. víti), 1-1 Atli Guðnason (27.), 2-1 Atli Viðar Björnsson (44.), 3-1 Atli Guðnason (57.), 3-2 Tonny Mawejje (61.), 4-2 Atli Viðar Björnsson (72.). Víkingur - Keflavík 2-1 1-0 Hörður Sigurjón Bjarnason (11.), 2-0 Björgólfur Takefusa (61.), 2-1 Magnús Sverir Þorsteinsson (72.). Þór - Breiðablik 1-2 1-0 Ingi Freyr Hilmarsson (3.), 1-1 Guðmundur Kristjánsson (29.), 1-2 Kristinn Steindórsson (64.). KR - Fylkir 3-2 1-0 Bjarni Guðjónsson (28. víti), 1-1 Styrmir Erlendsson (35.), 2-1 Baldur Sigurðsson (48.), 2-2 Bjarni Guðjónsson (51. sm), 3-2 Dofri Snorrason (64.). Staðan 1 KR 21 13 7 1 44:22 46 2 FH 21 12 5 4 43:28 41 3 ÍBV 21 12 4 5 37:25 40 4 Stjarnan 21 10 7 4 48:31 37 5 Valur 21 10 5 6 28:23 35 6 Fylkir 21 7 4 10 31:39 25 7 Breiðablik 21 6 6 9 30:39 24 8 Keflavík 21 6 3 12 25:31 21 9 Fram 21 5 6 10 18:27 21 10 Þór Akureyri 21 6 3 12 27:39 21 11 Grindavík 21 4 8 9 24:37 20 12 Víkingur R. 21 3 6 12 23:37 15 Enska B-deildin Birmingham - Barnsley 1-1 Bristol City - Hull 1-1 Burnley - Southampton 1-1 Coventry - Reading 1-1 Derby - Millwall 3-0 Doncaster - Crystal Palace 1-0 Middlesbrough - Ipswich 0-0 Portsmouth - Blackpool 1-0 West Ham - Peterborough 1-0 Watford - Nott. Forest 0-1 Staðan 1 Southampton 8 6 1 1 20:10 19 2 Middlesbrough 8 5 3 0 13:5 18 3 Derby 8 6 0 2 13:6 18 4 West Ham 8 5 2 1 16:7 17 5 Brighton 8 5 2 1 14:8 17 6 Cardiff 8 3 4 1 10:7 13 7 Hull 8 4 1 3 6:7 13 8 Blackpool 8 3 3 2 9:7 12 9 Leicester 8 3 3 2 9:9 12 10 Leeds 8 3 2 3 16:15 11 11 Peterborough 8 3 1 4 14:11 10 n KR Íslandsmeistari í fótbolta í 25. sinn n Fyrsta liðið til að vinna tvö- falt í tólf ár n Rúnar Kristinsson með tvo titla á fyrsta heila tímabilinu K R varð á sunnudaginn Íslandsmeistari í fót- bolta árið 2011 eftir sigur á Fylki í hörku- leik, 3-2. Á sama tíma hjálpuðu FH-ingar Vesturbæ- ingum í baráttunni með því að leggja ÍBV að velli í Kaplakrika, 4-2. ÍBV hefur verið helsta ógn KR um Íslandsmeistaratitilinn í sumar en nú þegar ein umferð er eftir hefur KR fimm stiga for- skot á toppnum og verður ekki ógnað. Gleðin var einlæg þegar flautað var til leiksloka í Frosta- skjólinu á sunnudaginn enda átta ár síðan KR vann síðast Ís- landsmeistaratitilinn. Sumarið var einstaklega gott fyrir KR- inga því þeir unnu tvöfalt, bæði deild og bikar. Engu liði hefur tekist það síðan ári 1999 en það var einmitt KR sem vann það afrek það árið undir stjórn Atla Eðvaldssonar. FH gulltryggði Evrópusæti sitt með sigri á ÍBV en Stjarnan er enn í baráttunni um Evrópusæti eftir að hafa valtað yfir lánlausa Valsara, 5-0, á teppinu í Garðabænum. Besta liðið vann Fylkismenn sem höfðu að engu að keppa fá hrós fyrir sinn leik í Frostaskjólinu. Þeir létu KR-ing- ar heldur betur hafa fyrir sigrin- um og finna fyrir hlutunum því sumar tæklingarnar voru ansi skrautlegar. Í þrígang þurfti KR að komast yfir því Fylkir jafn- aði alltaf um leið. Fyrst skor- aði Bjarni Guðjónsson úr víta- spyrnu en hinn ungi Styrmir Erlendsson jafnaði metin fyrir Fylki. Þá var komið að Mývetn- ingnum Baldri Sigurðssyni að skora fyrir KR en Bjarni varð fyr- ir því óláni að skora sjálfsmark og jafna fyrir Fylki. Það var svo Dofri Snorrason sem tryggði KR sigurinn með laglegu marki en hann átti frábæran leik í hægri bakverðinum. Það verður ekki annað sagt en að besta liðið hafi orðið Íslands- meistari. KR var nánast búið að gera út um mótið eftir fyrri umferðina en Vesturbæjarstór- veldið tapaði ekki leik fyrr en í átjándu umferð. Það hægð- ist aðeins á KR-ingum undir lokin enda þurfti liðið að spila flesta leiki allra liða á mótinu. Það varð Íslandsmeistari, bikar- meistari eftir sigur á Þór í ágúst og komst í þriðju umferð Evr- ópudeildarinnar. Magnað sum- ar hjá KR sem verður á næsta keppnistímabili eina liðið með fimm stjörnur á búningi sínum sem táknar fimm Íslandsmeist- aratitla. Stoltur af strákunum „Ég verð að hrósa öllum leik- mönnum mínum,“ sagði Rúnar Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Knattspyrna Fimm stjörnu Kr-ingar Frábær árangur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, og Pétur Pétursson að- stoðarþjálfari unnu tvöfalt með liðið í ár. MyNd: EVA BjöRK ÆGiSdóTTiR Fyrirliðinn Bjarni Guðjónsson kom heim úr atvinnu- mennsku 2006 og lyftir nú Íslandsmeistaratitlinum með KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.