Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2011, Page 22
22 | Fólk 26. september 2011 Mánudagur
Svala og Sonya eru vinkonur
n Steed Lord sendir frá sér nýtt myndband
Í
slenska hljómsveitin Steed
Lord, með Svölu Björgvins
í fararbroddi, gaf nýlega frá
sér tónlistarmyndband við
lagið Bed Of Needles. Mynd-
bandið var tekið upp í mars
og apríl en var svo unnið og
klippt í júlí og ágúst. Hljóm-
sveitin starfaði að tónlistar-
myndbandinu með heims-
frægum danshöfundi, Sonyu
Tayeh, sem hefur gert það
gott í dansþáttunum vinsælu
So You Think You Can Dance.
Þetta er í annað sinn sem Svala
og félagar starfa með Sonyu en
danshöfundurinn er náin vin-
kona þeirra. Svala og Sonya
eru báðar flottar og öðru-
vísi týpur sem fara eigin leið-
ir í fatasmekk. Í viðtali við DV
fyrr á árinu sagðist Svala
elska „vintage“-föt. „Þegar
ég klæði mig þá er ég að tjá
svolítið sjálfa mig og hvernig
mér líður. Fatastíll er form af
tjáningu en ég er líka alltaf að
prófa mig áfram í fatastíl og
elska að uppgötva nýja hönn-
uði og nýa nálgun á tísku. Ég
tek þetta samt ekkert of alvar-
lega, þetta eru bara föt.“
Sonya lýsir sínum sérstaka
dansstíl sem „stríðs-djassi“.
„Minn stíll er stuttaralegur,
ögrandi og grípandi. Jafnvel
þegar dansinn er rólegur. Ég er
alltaf tilbúin fyrir bardaga.“
Fimm
stjörnu ferð
Handknattleiksmaðurinn fyrr-
verandi Logi Geirsson fór með
unnustu sinni, Ingibjörgu Elvu
Vilbergsdóttur, á nýja veitinga-
staðinn hennar Hrefnu Rósu
Sætran, Grillmarkaðinn, um
helgina. Silfurdrengurinn Logi
var vægast sagt ánægður með
ferðina en á Facebook skrifaði
hann: „Maturinn, þjónustan
og staðurinn fá fimm stjörnur.“
Logi tilkynnti í sumar að hann
væri hættur handknattleiks-
iðkun aðeins 29 ára vegna þrá-
látra meiðsla á öxl. Hann verð-
ur því að láta
sér það duga
að horfa á
sína menn
í FH þegar
þeir hefja
titilvörn
sína gegn
Fram í N1-
deildinni í
kvöld.
Gimsteinarnir
í útvarpinu
Netheimar loguðu á laugar-
dagskvöldið þar sem fólk var
vægast sagt reitt vegna sjón-
varpsdagskrár RÚV. Mesta
reiðin beindist að nýjum
grínþætti RÚV, Kexvexmiðj-
unni, sem féll ekki í kram-
ið hjá mörgum en eins voru
ýmsir sem höfðu horn í síðu
Spaugstofumanna og fannst
þeir þreyttir. Tónlistargúrúinn
og morgunhaninn á X-inu,
Ómar Eyþórsson, var þó ekki
að stressa sig mikið og benti
fólki á annan valmöguleika.
„Hlustið á útvarp gott fólk, þar
eru gimsteinarnir,“ segir hann
en Ómar stýrir morgunþætt-
inum sem titlaður er eftir hon-
um sjálfum alla virka morgna
á X-inu.
Bubbi
hakkaður
„Svo virðist sem einhverjir
aumingjar hafi hakkað sig
inná síðuna Bubbi.is og eyði-
lagt þar hluti,“ ritar popp-
kóngurinn Bubbi Morthens á
Facebook-síðu sína en bubbi.
is liggur nú niðri og er Bubbi
hræddur um að mikið af efni
hafi glatast. „Þessi síða er eins-
konar síða fyrir þá sem vilja
vita allt um feril minn. Þarna
eru allir textar, allar plötur og
tímalína frá fæðingu,“ ritar
hann en Bubbi er eðlilega ekki
ánægður með þetta. „Mikið er
sorglegt hvernig mannskepn-
an getur látið,“ skrifar hann.
Þ
að fyndna er að Evert
Víglundsson, yfirþjálf-
ari hjá Crossfit Reykja-
vík, kom í viðtal til okk-
ar í morgunþáttinn og
skoraði á okkur að prófa. Ekkert
okkar, hvorki ég, Gassi eða Sigga
vorum að fara í þessa íþrótt.
Sjálfur hafði ég reykt hálfa æv-
ina og hafði lítið gefið því gaum
að fara hreyfa mig enda hélt ég
alltaf að ég væri í fínu lagi. Það
er að segja þangað til ég mætti á
fyrstu æfingu og komst að því að
ég var alls ekki í lagi,“ segir Sig-
valdi Kaldalóns, betur þekktur
sem útvarpsmaðurinn Svali, en
Svali starfar einnig sem crossfit-
þjálfari.
Svali segist hafa kolfallið fyrir
íþróttinni. „Ég ákvað að prófa í
þrjá mánuði og sjá svo til. Fram-
farirnar voru gífurlegar og því
ákvað ég að taka næstu þrjá
mánuði. Þannig hólfaði ég þetta
niður þangað til ég var allt í einu
farinn að geta hlaupið um allt.
Mér hefur aldrei fundist leiðin-
legt á æfingu og það sem heill-
aði mig mest var að ég, sem hef
alltaf verið frekar lítill og mjór,
var farinn að geta gert upphíf-
ingar og einnig að fólkið í kring-
um mig var líka farið að geta
það.“
Svali segir íþróttina einfald-
lega hafa breytt hans lífi. „Ég
sé ekki lífið í dag án hreyfing-
ar, ég einfaldlega kæri mig ekki
um það. Ég hef alltaf verið mjög
grannur og er ennþá grannur en
er ekkert að stíga á vigtina. Það
er miklu betra að mæla árang-
urinn með því sem maður get-
ur á æfingu. Nú hef ég allt í einu
orku afgangs eftir langan vinnu-
dag. Ég get leikið við krakkana,
hlaupið í búðina og haldið á
þungum innkaupapokunum
án þess að slíta af mér hend-
urnar og svo hleyp ég upp á
fjöll í stað þess að keyra upp á
þau og finnst það gaman,“ segir
Svali sem var á leið í sumarbú-
stað þegar blaðamaður náði tali
á honum. „Auðvitað eru ketil-
bjöllurnar með í skottinu. Það
þýðir ekkert að slaka á.“
indiana@dv.is
Einar og Svala Þau búa í Los Angeles þar sem þau gera það
gott með hljómsveit sinni Steed Lord.
Sonya Tayeh Sonya og
Svala eru báðar þekktar fyrir
sinn sérstaka stíl.
n Útvarpsmaðurinn Svali kolféll fyrir crossfit og er orðinn þjálfari. Í góðu formi Svali segist alltaf hafa verið grannur. Hann
er ennþá grannur en mælir
árangurinn ekki með vigtinni.
Kominn í
þ usufor
„Sjálfur hafði
ég reykt hálfa
ævina og hafði lítið
gefið því gaum að
fara hreyfa mig
enda hélt ég alltaf
að ég væri í fínu lagi.