Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 10. október 2011 S J Eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá og var í eigu eign- arhaldsfélagsins Milestone, tapaði nærri 4 milljörðum króna í fyrra. Félagið var yf- irtekið af skilanefnd Glitnis, stærsta kröfuhafa Milestone, eftir gjaldþrot eignarhaldsfélagsins árið 2009. Eigið fé félagsins er neikvætt um rúmlega 38 milljarða króna og leitar félagið nú nauðasamninga við kröfuhafa sína. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi eignarhaldsfélagsins fyrir árið 2010. Tryggingafélagið Sjóvá, nú SJ Eignarhaldsfélag, uppfyllti ekki skilyrði Fjármálaeftirlitsins um vá- tryggingastarfsemi eftir bankahrun- ið 2008 sökum viðskipta Milestone með fjármuni félagsins og var rekst- ur tryggingafélagsins tryggður með því að færa reksturinn yfir í annað fé- lag í september 2009. Aðalástæðan fyrir slæmri stöðu Sjóvár í eigendatíð Milestone voru lánveitingar út úr tryggingafélag- inu til Milestone og dótturfélaga þess, meðal annars eignarhalds- félagsins Vafnings, nú Földungs. SJ Eignarhaldsfélag afskrifaði kröf- ur sínar á hendur félögunum árið 2009. Samtals nam þessi afskrift rúmum 19 milljörðum króna. Í árs- reikningi SJ Eignarhaldsfélags fyr- ir árið 2009 sagði orðrétt um þetta: „Niðurfærsla viðskiptakrafna vegna Földungur ehf. og Milestone ehf. 19.287.037.“ Nánast öll vátryggingaskuldin Þessi niðurfærsla nam stærstum hluta af vátryggingaskuld Sjóvár í árs- lok 2008. Vátryggingaskuld trygg- ingafélags eru þær greiðslur sem við- skiptavinir tryggingafélags greiða til félagsins til að tryggja sig fyrir tjón- um í framtíðinni. Milestone notaði hins vegar þessa fjármuni viðskipta- vina sinna til að bjarga hlutabréfum sem eignarhaldsfélagið átti í öðrum félögum, meðal annars í Glitni banka og sænska fjármálafyrirtækinu In- vik, frá veðköllum lánveitenda þeirra þegar harðna tók á dalnum árið 2008. Þessi saga hefur verið rakin í DV, með- al annars aðkoma Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að endurfjármögnun Glitnisbréfanna í gegnum Vafning. Vátryggingaskuld Sjóvár, þeir fjár- munir sem viðskiptavinir trygginga- félagsins áttu inni hjá því vegna trygg- inga sinna, nam 22,7 milljörðum króna í árslok 2008. Segja má að því hafi einungis tæplega 3,5 milljarðar staðið eftir af vátryggingaskuldinni eftir lánaviðskipti Sjóvár út úr félaginu. SJ Eignarhaldsfélag er tæknilega gjaldþrota og mun félagið líklega leita nauðasamninga við kröfuhafa sína, líkt og áður segir. Um þetta seg- ir í ársreikningnum: „Stjórnin, sem í sitja fulltrúar skilanefndar Glitnis Banka hf., hefur á átt í viðræðum við kröfuhafa vegna undirbúnings und- ir nauðasamningaferli við kröfuhafa sína. Þetta ferli hefur tafist en stefnt er að því að koma því í réttan farveg á þriðja ársfjórðungi 2011.“ Styttist í ákærur Embætti sérstaks saksóknara ís- lenska efnahagshrunsins hefur rannsakað meðferðina á bótasjóði Sjóvár frá árinu 2009. Rannsókn málsins er vel á veg komin og styttist í að gefnar verði út ákærur í málinu. Hugsanlegt er að það gerist í lok árs- ins. Til rannsóknar eru brot á lögum um hlutafélög, vátryggingastarfsemi og eins hugsanleg brot á auðgunar- brotakafla hegningarlaga. Meðal þeirra sem embættið hefur yfirheyrt í málinu eru Þór Sigfússon, fyrrver- andi forstjóri Sjóvár, Karl Werners- son, fyrrverandi stjórnarformaður Sjóvár, og Guðmundur Ólason, fyrr- verandi forstjóri Sjóvár. Inntakið í rannsókninni eru lánveitingarnar út Sjóvá sem afskrifaðar voru árið 2009. Í yfirheyrslunni yfir Þór Sigfússyni hjá sérstökum saksóknara, sem fram fór í júlí 2009, kom fram að hann skrifaði upp á þrjár lánveitingar út úr Sjóvá til dótturfélaga Milestone þann 29. febrúar 2008. Lánveitingarnar voru til eignarhaldsfélagsins Vafn- ings, Racon Holding og Milestone og voru notaðar til að greiða upp skuldir vegna hlutabréfaviðskipta við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þessar lánveiting- ar námu 15,7 milljörðum króna eða 67 prósentum af bótasjóði félagsins. Sjóvá lánaði því út megnið af bóta- sjóði félagsins á einum degi. n 19 milljarðar af 22 milljarða vátryggingaskuld Sjóvár til Milestone og Vafnings n Lánasamningar fluttir frá Milestone til Sjóvár í leigubílum Nítján milljarða skuld afskrifuð„Niðurfærsla við- skiptakrafna vegna Földungur ehf. og Milestone ehf 19.287.037“ Heimildir DV herma að algengt hafi verið að Milestone hafi sent lánasamninga til undirritunar hjá Sjóvá með leigubílum. Skrifstofur Milestone voru á Suður- landsbraut og skrifstofur Sjóvár eru í Kringlunni. Þór Sigfússon þurfti að undirrita lánasamninga fyrir hönd tryggingafélagsins til að þeir myndu öðlast gildi og beinist rannsókn sér- staks saksóknara að aðkomu hans að undirritun þessara lánasamninga, meðal annars lánunum til Vafnings og Milestone. Í yfirheyrslunni yfir Þór kom fram að hann hefði stundum ekki lesið lánasamningana yfir og því ekki vitað hvað hann var að skrifa undir. Heimildir DV herma að lánasamning- arnir hafi stundum verið fluttir með leigubílum frá Suðurlandsbrautinni og í Kringluna og að leigubílarnir hafi verið látnir bíða fyrir utan skrifstofur Sjóvár á meðan skrifað var undir lánasamningana og þeir voru síðan fluttir aftur á Suðurlandsbrautina. Þessi saga stemmir við frásögn Steingríms Wernerssonar, annars aðaleiganda Mile- stone, en hann bar því við í yfirheyrslum hjá saksóknara að bótasjóði Sjóvár hefði verið stýrt af skrifstofum Milestone á Suðurlandsbrautinni. Lánasamningar í leigubílum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Lánasamningar fluttir í leigubílum Algengt var að lánasamningar væru fluttir frá skrifstofum Milestone á Suður- landsbraut og á skrifstofur Sjóvár með leigubílum. Þar var skrifað undir samn- ingana og þeir fluttir aftur til Milestone. Karl Wernersson var stærsti eigandi Milestone og Guðmundur Ólason var forstjóri félags- ins. Þór Sigfússon var forstjóri Sjóvár.Vísaði á glæpaforingja Anna Björnsdóttir er fædd 4. júlí árið 1954 og er því 57 ára. Hún vakti fyrst athygli þegar hún var kosin ungfrú Ísland árið 1974. Í kjölfarið tók hún þátt í keppninni Ungfrú heimur þar sem hún var kosin vinsælasta stúlkan. Þátttaka í keppninni var stökkpallur fyrir hana út í fyrirsætubransann og starfaði hún meðal annars sem fyrirsæta í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Hún landaði stórum auglýsingasamningi við hárvöru- fyrirtækið Vidal Sassoon og var andlit fyrirtækisins í nokkur ár. Þá auglýsti hún einnig vörur fyrir snyrtivörufyrirtækið Noxzema. Í viðtali í Helgarpóstinum árið 1987 sagðist Anna hafa tekið þátt í um 300 sjónvarpsauglýsingum. Anna hefur einnig gerst svo fræg að sitja fáklædd fyrir í Playboy. Um var að ræða myndaþátt með bandarískum Ólympíukeppendum í sundi. Tímaritið fékk vinsælar fyrirsætur til að kynna baðfatatísku þess árs og var þeim stillt upp með sundköppunum. Lék í Hollywood-myndum Anna hefur einnig leikið í nokkrum kvik- myndum, bæði íslenskum og erlendum. Hún lék meðal annars eitt aðalhlut- verkið í kvikmyndinni More American Graffiti eftir George Lucas. Hún lék í bandarísku söngva- og gamanmyndinni Get Crazy og ævintýaramyndinni The Sword and the Sorcerer. Þá lék hún í íslensku söngva- og gamanmyndinni Með allt á hreinu með hljómsveitinni Stuðmönnum. Þar fór hún með hlutverk umboðsmanns Gæranna. Anna var einmitt um tíma gift Stuð- manninum Jakobi Frímanni Magnússyni en þau skildu. Hún giftist síðan Banda- ríkjamanninum Mark Rosswell og bjó með honum erlendis um tíma. Gaf út barnabók Anna er nú gift Halldóri Guðmundssyni, stjórnarformanni auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Saman skrifuðu þau barnabókina Sagan af Mosa og hugprýði hans, sem fjallar um köttinn Mosa sem lenti í miklum hremmingum eftir bílslys. Bókin kom út árið 2006 og í tilefni af útkomu hennar var viðtal við þau hjónin í Morgunblaðinu. Þar kemur fram að Anna sé mikil kattakona, en það má einmitt segja að áhugi á köttum hafi orðið til þess að hún kynntist sambýlis- konu Bulgers í Santa Monica. „Það býr einn hérna fyrir utan hjá mér í Kaliforníu og ég vildi gjarnan taka hann inn en hann tekur það ekki í mál. Það væsir svo sem ekkert um hann hérna í hitanum, auk þess sem fólk veit af honum og gefur honum að éta,“ sagði Anna í við- talinu. Þar er hún væntanlega að vísa til kattarins sem Greig og Bulger fóðruðu. „Tekur vel eftir fólki“ Anna hefur ekki verið mikið í sviðs- ljósinu síðustu ár, en hún starfar nú sem grafískur hönnuður og jógakennari. Samkvæmt heimildarmönnum Boston Globe dvelur Anna ásamt manni sínum hluta úr ári í Santa Monica, en hún er með lögheimili á Íslandi. Hún hefur ekki viljað tjá sig um þátt sinn í því að einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna var að lokum handsam- aður eftir sextán ár á flótta. Í Boston Globe er haft eftir ónafngreindum íslenskum vini Önnu að það hafi ekki komið honum á óvart að hún hafi tekið eftir Bulger. „Hún er gáfuð kona. Hún tekur vel eftir fólki,“ er haft eftir vininum. Sat fyrir í Playboy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.