Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 10. október 2011 Mánudagur Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Datt í sjóinn Mikill viðbúnaður lögreglu, slökkvi- liðs og sjúkraliðs var við Reykjavík- urhöfn á laugardag þegar að kona féll í sjóinn.  Þegar mest lét voru þar að minnsta kosti þrír lögreglubílar, tvö lögreglumótorhjól, slökkviliðsbíll og tveir sjúkrabílar. Konunni mun ekki hafa orðið meint af volkinu, en þeg- ar blaðamann DV bar að garði var hún komin á þurrt land og viðbún- aður öllu minni við höfnina. Konan mun hafa hrasað og fallið í sjóinn. Hún fékk aðhlynningu á Borgar- spítalanum. Gengu berserks- gang í amfeta- mínvímu Tveir menn, sem lögregla greip glóðvolga við innbrot í Kópavog- inum á föstudagskvöld, gengu ber- serksgang í fangaklefum langt fram á laugardagsmorgun. Mennirnir gleyptu mikið magn af amfetamíni þegar lögregla kom á staðinn til að handtaka þá, en starfsmaður Securi- tas hafði þá náð að hlaupa innbrots- þjófana uppi og halda þeim þangað til lögreglu bar að garði. Mennirnir höfðu mikið magn af amfetamíni í fórum sínum og gleyptu það rétt áður en lögreglan handtók þá. Þeir voru því í mikilli amfetamínvímu og brutu þeir og brömluðu allt sem þeir gátu í klefunum. Víman hélt þeim gangandi lengi og börðu þeir klefana að innan. Það var þó mat lögreglu að ekki væri nauðsynlegt að flytja mennina á sjúkrahús.   Eldur á Grettisgötu Nokkuð mikið tjón varð þegar eldur kom upp í litlu húsi á Grettisgötu í miðbæ Reykjavíkur um miðnætt- ið á föstudagskvöld. Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út en þegar slökkvi- lið kom á staðinn var þó búið að slökkva eldinn, og var því flestum snúið við. Engu að síður þurfti að reykræsta húsið og tók það nokkurn tíma. Upptök eldsins eru talin vera frá kerti, en íbúarnir voru heima og urðu eldsins varir. Fangar hættir að fá Viagra n Föngum gefin lyf við sjúkdómum og vandamálum líkt og öðrum S amkvæmt Agli Rafni Sigur- geirssyni, sérfræðingi í heim- ilislækningum hjá Heilbrigð- isstofnun Suðurlands, var sú ákvörðun tekin fyrir nokkru, af lækn- um á Litla-Hrauni, að hætta að skrifa upp á Viagra og skyld lyf til fanga. „Það er hugsanlegt að upp komi til- vik sem krefjast þess að þessi ákvörð- un verði endurskoðuð,“ segir þó jafn- framt í svari Egils við fyrirspurn DV um málið. DV greindi frá því í síðustu viku að fangar á Litla-Hrauni gætu óskað eft- ir „einni blárri“ með lyfjagjöf á kvöld- in, sem og fyrir heimsóknir á skipu- lögðum heimsóknartímum. Í frétt DV var þó tekið fram að þar sem Viagra væri lyfseðilsskylt þá skrifuðu læknar væntanlega upp á lyfið fyrir ákveðna fanga, sem þyrftu á því að halda. Egill staðfestir að fangar hafi í ein- hverjum tilvikum fengið Viagra hér áður fyrr en þá þurftu þeir að greiða sjálfir fyrir lyfið. „Lyfjum er ávísað til fanga eins og til annarra eftir skoðun og mat læknis og er lyfið þá gefið við tilteknum sjúkdómi eða vandamáli,“ segir Egill sem telur að fréttaflutn- ingur af málinu hafi verið rangur. Líkt og DV greindi frá í síðustu viku er stinningarlyfið Viagra ekki á lista Landlæknisembættisins yfir lyf sem óæskilegt er að gefa föngum, líkt og ávanabindandi og róandi lyf. Óskar Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri lækninga hjá Heil- brigðisstofnuninni, sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að fangelsis- læknar á Litla-Hrauni hefðu fengið góða dóma fyrir lyfjagjöf í fangelsinu og að þeir væru á heimsmælikvarða hvað það varðar. Hann minntist þó ekkert á að fangar væru hættir að fá Viagra. solrun@dv.is Engar bláar pillur Fangar á Litla-Hrauni fá ekki lengur Viagra en hugsanlegt er að ákvörðunin verði endurskoðuð. S érstakt vinnuteymi hefur unnið að því innan Íslands- banka síðastliðna mánuði að undirbúa sölu á bank- anum fyrir kröfuhafa hans, samkvæmt heimildum DV. Vinnu- teymið hefur unnið í samvinnu við svissneska bankann UBS sem Ís- landsbanki valdi til að annast sölu- ferli bankans. Þá hefur heyrst að bandaríska fjármálafyrirtækið Mer- rill Lynch, sem er dótturfélag Bank of America, komi einnig að söluferlinu. Erlendir kröfuhafar Glitnis, meðal annars erlendir bankar og vogunar- sjóðir, eiga 95 prósenta hlut í bank- anum á móti 5 prósenta hlut sem Bankasýsla ríkisins heldur utan um. Upphaflega ætlun stjórnenda Ís- landsbanka var að ganga frá sölunni á bankanum fyrir lok þessa árs. Af þessu verður þó líkast til ekki. Reikna má með að salan á Íslandsbanka dragist því fram á næsta ár en hugs- anlegt er að viðræður við mögulega kaupendur hefjist aftur í lok ársins. Mikill trúnaður hefur ríkt um sölu- ferlið innan Íslandsbanka og er ein- ungis mjög þröngur hópur af æðstu stjórnendum bankans sem þekkir til málsins. Innan Íslandsbanka mun vera rætt um að söluverðið á bank- anum geti orðið á bilinu 130 til 150 milljarðar króna. Hægðist á söluferlinu Heimildir DV herma að að minnsta kosti 3–4 erlendar fjármálastofnanir hafi sýnt áhuga á að kaupa Íslands- banka og að viðræður um kaupin hafi farið fram í vor og fyrri hluta sum- ars. Áhuginn virðist hins vegar hafa minnkað hjá þessum erlendu aðil- um eftir þennan tíma og þess vegna næst ekki að selja bankann í lok árs líkt og markmiðið var. Hugsanlegt er að kaup Íslandsbanka á sparisjóðn- um Byr spili þar inn í og eða óstöð- ugleiki á erlendum fjármálamörkuð- um – fyrir helgi lýsti seðlabankastjóri Bretlands, Mervyn King, því yfir að í heiminum gæti skollið á kreppa sem yrði dýpri en heimskreppan mikla á fjórða áratug síðustu aldar. Tekið skal fram að DV hefur ekki heimildir fyrir því að neinn íslenskur aðili hafi lýst yfir áhuga á bankanum. Engin af þeim erlendu aðilum sem lýst hafa yfir áhuga á bank- anum er í kröfuhafahópi Íslands- banka. Kröfuhafar Íslandsbanka, meðal annars Deutsche Bank, hafa einnig lýst því yfir að þeir hafi ekki áhuga á að eiga Íslandsbanka til langframa. Áhugi á orku og sjávarútvegi DV hefur ekki heimildir fyrir því um hvaða erlendu banka er að ræða en einhver norræn fjármálafyrirtæki munu vera þar á meðal. Meðal þess sem kaupendurnir hafa áhuga á er eignasafn og sérþekking Íslands- banka í orkuiðnaði og sjávarútvegi. Reikna má með, samkvæmt þessu, að um sé að ræða tiltölulega litla banka í alþjóðlegu samhengi. Bankinn hefur unnið að því síð- astliðin ár að byggja upp sérþekkingu innan bankans á orkuiðnaðinum, meðal annars endurnýjanlegri orku, og í sjávarútvegi. Glitnir, fyrirrennari Íslandsbanka, opnaði til að mynda útibú í New York haustið 2007 sem átti meðal annars að einbeita sér að útrás bankans í orkumálum. Íslands- banki hefur sömuleiðis lagt nokkuð upp úr því að veita sjávarútvegsfyrir- tækjum sérhæfða þjónustu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Vildu klára sölu Íslandsbanka á þessu ári n Reiknað með að söluverðið verði 130 til 150 milljarðar n Þrír til fjórir erlendir bankar áhugasamir Unnið að sölu Íslandsbanka „ Innan Íslands- banka mun vera rætt um að söluverðið á bankanum geti orðið á bilinu 130 til 150 milljarðar króna. Íslandsbanki seldur Unnið er að því að finna kaup- anda að Íslandsbanka. Salan hefur dregist á langinn en stefnt var að því upphaflega að ganga frá henni á þessu ári. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.