Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 22
22 | Fólk 10. október 2011 Mánudagur
Þ
etta er rosalega
spennandi verkefni
og gaman að þetta
sé orðið að veru-
leika,“ segir ísdrottn-
ingin og athafnakonan Ás-
dís Rán Gunnarsdóttir sem
opnaði verslun sína í versl-
unarmiðstöðinni City Cen-
ter Mall í Sofíu í Búlgaríu á
föstudaginn. Í versluninni
er hægt að fá allar vörur Ice-
queen-tískumerkisins sem
eru meðal annars undirföt,
förðunarvörur og kjólar. Ás-
dís Rán lætur ekki þar við
sitja því bráðlega verður
einnig hægt að fá krem
með Icequeen-merkinu.
„Ég var að klára línu af
„body“-vörum sem eru al-
veg æðislegar og innihalda
til dæmis Wild Berrie og
Peach sturtugel, krem og
skrúbb. Þessar vörur eru
ekki komnar á markað á Ís-
landi en söluaðilar geta haft
samband við mig.“
Formleg opnun var hald-
in á föstudaginn en búðin
sjálf er innréttuð eins og ís-
hellir auk þess sem og stór
og falleg and-
litsmynd af Ás-
dísi prýðir vegg-
inn á bak við
afgreiðsluborð-
ið. Fjöldi búlg-
arskra stjarna
mætti í opnunar-
teitið enda er Ás-
dís Rán hluti af
þotugengi borg-
arinnar. Þær sem
létu sjá sig voru til
dæmis fegurðar-
drottningin Paol-
ina Petrakieva,
fatahönnuðurinn
Antoaneta Kissimova og fyrir-
sætan Geri Doncheva sem
virtust þær skemmta sér vel
undir dillandi tónlist Bjarkar
Guðmundsdóttur sem óm-
aði í versluninni. Að sjálf-
sögðu bar Ásdís af í teitinu og
var kynþokkinn uppmálaður
íklædd korseletti
með demantaskreytta kór-
ónu. Garðar Gunnlaugsson,
knattspyrnumaður og eigin-
maður Ásdísar, lét sig að sjálf-
sögðu ekki vanta enda stoltur
af sinni.
Frægðarsól Ásdísar fór
strax á flug þegar hún og
Garðar fluttu til Búlgaríu með
fjölskyldu sína svo Garðar
gæti spilað með liðinu CSKA
í Sofíu. Í viðtali við DV árið
2009 sagði hann velgengni
eiginkonunnar ekki koma sér
á óvart. „Ég hef aldrei viljað
að hún væri öðruvísi en hún
er enda er hún sama konan
og ég giftist. Stór ástæða þess
að ég elska hana er hvað hún
er fylgin sér. Hún gerir og seg-
ir það sem hún er að hugsa
og framkvæmir flestar sínar
hugmyndir. Ef hún væri eitt-
hvað öðruvísi held ég að við
hefðum ekki gifst.“
indiana@dv.is
Ísdrottning
opnar búð
n Athafnakonan Ásdís Rán opnar íshelli í Sofíu
n Margar stærstu stjörnur Búlgaríu mættu í opnunarteitið
Stjörnurnar mættu Ásdís og Garðar ásamt búlgörsku
fegurðardrottningunni Paolinu Petrakieva.
Stoltur af sinni Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson er
eiginmaður Ásdísar Ránar og lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Glæsileg Ásdís klæddist korseletti
og var með demantaskreytta
kórónu.
Ísdrottningin Ásdís
Rán er engri lík og kemst
vanalega þangað sem hún
ætlar sér.Íshellir Verslunin er staðsett í verslun
armiðstöðinni City
Center Mall í Sofíu og er innréttuð
eins og íshellir.
Stórstjarna Ásdís Rán er stórstjarna í Búlgaríu og hefur nú
opnað verslun sem býður upp á vörur hennar.
Stjórstjarna Stór andlitsmynd af Ásdísi prýðir einn vegg verslunarinnar.
Úr stjörnuafmæli til Íslands
n Leikkonan Liv Tyler stödd á Íslandi
n Fór á Prikið í Bankastræti bæði laugardag og sunnudag
L
eikkonan Liv Tyler er
stödd á Íslandi eins og
DV.is greindi fyrst frá á
laugardagskvöldið. Þá
hafði hún komið við á
veitinga- og skemmtistaðnum
Prikinu í Bankastræti þar sem
tvær íslenskar stelpur, Hjördís
Erna Þorgeirsdóttir og Hildur
Selma Sigbertsdóttir, gáfu sig
á tal við hana. Hildur Selma
er systir Ágústs Bents, rappara
og leikstjóra. Þær sögðu hana
hafa verið afar viðkunnanlega
og lausa við stjörnustæla. Var
minnsta málið fyrir hana að sitja
fyrir á einni mynd með vinkon-
unum.
„Við ætluðum nú ekki að
þora að tala við hana en ákváð-
um að láta verða af því. Það voru
allir að horfa á hana þarna en
enginn þorði að tala við hana en
við gátum bara ekki sleppt því.
Hún var mjög almennileg og tal-
aði mikið um hvað við værum
ljóshærðar,“ sagði Hjördís hlæj-
andi í samtali við DV stuttu eftir
að hafa hitt Liv Tyler.
Tyler rölti um miðbæinn á
laugardaginn og kíkti, eins og
áður segir, inn á Prikið. Þá kíkti
hún aðeins inn til að skoða sig
um en leist greinilega vel á því á
sunnudaginn kom hún aftur við
á Prikinu, sem er í eigu Finna úr
Dr. Spock, og fékk sér að borða.
Tyler er búin að vera á ferða-
lagi en á fimmtudagskvöldið var
hún stödd í Lundúnum þar sem
stjörnufatahönnuðurinn Stella
McCartney, dóttir bítilsins Pauls
McCartney, hélt upp á fertugs-
afmæli sitt. Þar var hún ásamt
heimsfrægum stjörnum á borð
við leikkonurnar Cameron Diaz
og Gwyneth Paltrow og einn-
ig tónlistarkonuna Gwen Stef-
ani. Liv Tyler var einmitt í sömu
kápu á Prikinu á laugardaginn
og hún íklæddist í afmæli Stellu.
Liv Tyler er dóttir rokkarans
Stevens Tyler, söngvara Aero-
smith, og fyrrverandi fyrirsæt-
unnar Bebe Buell, sem á árum
áður var leikfélagi mánaðar-
ins hjá Playboy. Tyler er mjög
þekkt leikkona og hefur leik-
ið í mörgum stórmyndum.
Hún sló fyrst í gegn í mynd-
inni That Thing You Do en
hefur síðan leikið í myndum
á borð við Armageddon, The
Incred ible Hulk og Lord Of
The Rings þríleiknum þar sem
hún fór með hlutverk álfakon-
unnar Arwen.
Á Prikinu Liv Tyler var hin við-
kunnanlegasta og sat fyrir á mynd
með tveimur íslenskum stelpum.
Hún fór aftur á Prikið á sunnudaginn
og fékk sér að borða.
Í stjörnuafmæli Liv Tyler var
boðið í afmæli stjörnufatahönnuðar-
ins Stellu McCartney á fimmtudags-
kvöldið, en hún flaug síðan frá
Lundúnum til Íslands.
Bauðst að
koma fyrr
Sjónvarpsmaðurinn og frétta-
þulurinn Logi Bergmann Eiðs-
son greinir frá því á Vísi að
honum hefði boðist að koma á
Stöð 2 mun fyrr en hann gerði.
„Það kom til tals árið 1993 og
þá sem íþróttafréttamaður. En
úr því varð ekki og nokkrum
árum síðar munaði reyndar
ótrúlega litlu. Þá var samn-
ingurinn tilbúinn og ekkert
eftir annað en að renna til Páls
Magnússonar og skrifa undir.
Á síðustu stundu hætti ég við
og man eftir reiðilestrinum
frá honum í símann,“ rifjar
Logi upp í pistli í tilefni 25 ára
afmælis Stöðvar 2. Logi gekk
á endanum
í raðir
Stöðvar 2
árið 2005
og hefur
síðan þá
starfað sem
fréttaþulur
og einnig
stýrt þátt-
um á boð
við Meist-
arann og
Loga í
beinni.
Bleikir feðgar
Bleika slaufan, árvekni- og
fjáröflunarátak Krabbameins-
félags Íslands, stendur yfir í
október en um allan heim er
vakin athygli á þessum ban-
væna sjúkdómi með bleika
litlum. Handboltamaðurinn
fyrrverandi og silfurdrengur-
inn Logi Geirsson leggur sitt
af mörkum og minnir á bleika
litinn á Facebook-síðu sinni.
Þar birtir hann krúttlega mynd
af syni sínum, Vilbergi Eldon,
í bleikum bol og að sjálfsögðu
heldur hann á handbolta eins
og faðir sinn og afi gerðu. „Það
er bleikur mánuður og það
sleppur enginn á þessu heim-
ili,“ segir Logi.