Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 13
www.bleikaslaufan.is H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA Erlent | 13Mánudagur 10. október 2011 „Sjáum engar breytingar“ n Tíu ár frá innrás Bandaríkjanna inn í Afganistan Á föstudag voru liðin tíu ár lið- in frá því að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réð- ust inn í Afganistan. Á þess- um tíu árum hafa ákveðin markmið náðst; Talíbanar eru ekki lengur við völd í landinu og þá var Osama Bin Laden drepinn fyrr á þessu ári. Enn er óvíst hvenær þessu lengsta stríði sem Bandaríkjamenn hafa háð muni ljúka. Stanley McChrystal, fyrrver- andi yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO og Bandaríkjanna, segir að enn sé mjög langt í það að sett markmið ná- ist. Innrásin hafi verið gerð í mikilli fljótfærni. „Við vissum ekki nógu mikið og enn þann dag í dag vitum við ekki nóg. Flestir okkar - þar á meðal ég – höfðum mjög yfirborðskennda sýn á ástandið og okkur skorti þekkingu til að ná árangri,“ sagði McChrys- tal í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hafa tíu þúsund óbreyttir borgarar fallið í Afganistan á undan- förnum fimm árum og yfir 2.500 her- menn, flestir Bandaríkjamenn, hafa látist. Ghulam Rabbani Ahmadzai er 48 ára veitingahúsaeigandi í Afganist- an. Hann segir að innrás Bandaríkja- manna og bandamanna þeirra hafi litlu breytt fyrir íbúa landsins. „Við sjáum engar breytingar að neinu marki. Hingað komu milljónir dala sem áttu að nýtast við að byggja upp landið en við vitum ekkert hvert þeir peningar fóru. Örfáir urðu ríkir en við hin erum í sömu stöðu og áður. Hefði þessum peningum verið bet- ur varið væri landið okkar paradís,“ segir Ahmadzai í samtali við CNN. Hann heur þó engar áhyggjur af sjálfum sér heldur sex börnum sín- um., sem hann telur að hafi ekki mörg tækkifæri. Vissu lítið Stanley McChrystal viðurkennir að innrásin hafi verið óskipulögð. R amzan Kadyrov, hinn dæma- lausi leiðtogi Tsjetsjeníu, hélt upp á 35 ára afmæli sitt síð- astliðinn miðvikudag. Fáir, ef einhverjir, þjóðarleiðtogar þykja jafn litríkir og Kadyrov og eins og við var að búast var ekkert til sparað til að gera veisluhöldin sem glæsileg- ust. Kadyrov, sem er mikill stuðnings- maður Vladimírs Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, neitaði því raunar að veisluhöldin á miðvikudag væru hon- um til heiðurs. Tilgangur veisluhald- anna væri að fagna 193 ára afmæli höf- uðborgar Tsjetsjeníu, Grosný. Hann gaf út yfirlýsingu þess efnis í septem- ber að bannað væri að minnast á af- mælisdag hans og gefa honum gjafir í tilefni dagsins. Valið á deginum var þó líklega engin tilviljun. Fiðluleikari fékk 60 milljónir Harðhausinn Jean-Claude Van Damme, sem leikið hefur í ófáum bar- dagamyndum, var sérstakur gestur í afmælinu. „Ég elska þig, herra for- seti,“ sagði Van Damme í lok stuttrar lofræðu sinnar um forsetann. Afmæl- inu var sjónvarpað á landsvísu og lýstu flugeldar og leisergeislar upp himin- inn yfir höfuðborginni. Athygli vakti að bandaríska Óskarsverðlaunaleikkon- an Hillary Swank var í afmælinu og sat hún við hlið Van Damme og Kadyrovs á meðan á skemmtiatriðum stóð. Líkt og Van Damme hélt hún stutta ræðu og gerði fleyg orð Marilyn Monroe að sínum þegar hún sagði: „Til hamingju með daginn, herra forseti.“ Í afmælinu var einnig breski fiðlu- leikarinn Vanessa Mae, en breska rík- isútvarpið, BBC, greindi frá því að hún hefði fengið 500 þúsund dali, eða tæp- ar 60 milljónir, fyrir að spila nokkur lög. Þá tók breski tónlistarmaðurinn Seal lagið. Ekki liggur fyrir hvað Van Damme, Seal og Hillary Swank fengu í sinn hlut en ætla má að þau hafi ekki fengið minna en Vanessa Mae fyrir að heiðra forsetann með nærveru sinni. Shakira sagði nei Kadyrov er þekktur fyrir að fá heims- þekkta einstaklinga til að heimsækja Tsjetsjeníu og er áhug hans á knatt- spyrnu vel þekktur. Hann er eigandi knattspyrnuliðsins Terek Grozny og réð hann Hollendinginn Ruud Gullit til að stjórna liðinu. Gullit var hins veg- ar rekinn þar sem árangur liðsins olli Kadyrov vonbrigðum. Þá hefur hann haldið sannkallaða stjörnuleiki þar sem hann hefur fengið gamlar stjörn- ur úr fótboltanum til að mæta liði sínu. Kadyrov hefur iðulega verið í aðalhlut- verki í þessum leikjum, borið fyrirliða- bandið og spilað að vild. En tilraunir hans til að fá kólumbísku stórsöngkon- „En tilraunir hans til að fá kólumb- ísku stórsöngkonuna Shakiru til að taka lagið í afmælis veilsunni báru ekki tilætlaðan árangur. n Ramzan Kadyrov, forseti Tsjetsjeníu, fagnaði 35 ára afmæli sínu í síðustu viku n Stjörnur á borð við Jean-Claude Van Damme, Hillary Swank og Seal skemmtu una Shakiru til að taka lagið í afmælis- veilsunni báru ekki tilætlaðan árangur. „Mannréttindafrömuðir skrifuðu bréf til Shakiru og sögðu henni að koma ekki af því að yfirvöld dræpu óbreytta borgara og mannréttindi væru virt að vettugi,“ sagði Kadyrov í sjónvarps- viðtali fyrir afmælisveisluna þegar hann var spurður hvers vegna Shakira kæmi ekki á svæðið. Það var hins veg- ar fátt um svör hjá Kadyrov þegar hann var spurður hvort raunin væri sú að mannréttindi væru brotin. Stjörnur í afmæli einræðisherrans Stjörnugleðskapur Jean-Claude Van Damme sat við hlið afmælis- barnsins í veislunni á miðvikudag. MynD ReuTeRS Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tsjetsjenía Svissnesk hjón hafa stigið fram og segjast vera foreldrar sautján ára drengs sem segist hafa eytt undan- förnum árum í skóglendi suður af Berlín í Þýskalandi. Drengurinn, sem segist heita Ray, gekk inn í ráð- húsið í Berlín í byrjun síðasta mán- aðar. Hann hafði ótrúlega sögu að segja; hann sagði við lögreglu að hann og faðir hans hefðu flust út í skóg í kjölfar dauða móður hans fyrir fimm árum og hann ætti enga aðra ættingja. Faðir hans hefði látist nýlega og því hefði hann gefið sig fram í von um aðstoð. Eins og DV greindi frá fyrir skemmstu efaðist lögregla um sann- leiksgildi frásagnar drengsins sem gat ekki gefið neinar upplýsingar sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. Hann sagðist ekki vita hvert eftirnafn hans væri, talaði þokkalega ensku og nokkur orð í þýsku. Dreng- urinn sagði að móðir hans, Doreen, hefði látist í bílslysi í Þýskalandi fyrir fimm árum. Lögregla kannaði málið og í ljós kom að engin kona með nafninu Doreen hefði látist í bílslysi í Þýskalandi undanfarinn áratug. Málið þykir því mjög dularfullt enda virðist enginn vita hver drengur- inn er, nema hugsanlega hjónin frá Sviss, þó myndir hafi verið birtar af honum um allan heim. Samkvæmt fréttum þýskra fjöl- miðla munu hjónin þurfa að gangast undir DNA-próf til að sanna að þau séu foreldrar drengsins. Þau munu hafa séð myndir af honum í sviss- neskum fjölmiðlum og í kjölfarið haft samband við lögreglu. Mál skógarstráks vindur upp á sig: „Hann er sonur okkar“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.