Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 10. október 2011 Mánudagur Jón Gnarr Ferðakostnaður borgarstjóra hefur lækkað umtalsvert undanfarin ár. Kostnaður við tæknifrjóvganir eykst n Gleði hjóna, sem sáu fram á að fara í glasafrjóvgun, varð að sorg Þ rátt fyrir að velferðarráðuneytið hafi sett nýja reglugerð um endurgreiðslu sjúkratrygginga vegna kostnaðar við tækni­ frjóvganir nú í vikunni, hefur gjald­ skrá ArtMedica hækkað svo mikið að kostnaðurinn er sumum ofviða. „Þetta er það mikil hækkun að við þurfum að hætta við og ég veit um fleiri,“ segir 36 ára kona sem DV var í sambandi við í síðustu viku vegna málsins. Hún er búin að fara í gegn­ um mikla rússíbanareið tilfinninga­ lega á síðustu dögum. Í byrjun síðustu viku sá hún fram á að þurfa að hætta við glasafrjóvgunar­ meðferð sem hún átti að hefja þann 11. október næstkomandi. Sú staða kom upp eftir að samningur á milli Sjúkratrygginga Íslands og ArtMedica rann út um síðustu mánaðamót og óvissa ríkti um niðurgreiðslur. Svo bár­ ust fréttir úr velferðarráðuneytinu um að ný reglugerði yrði sett sem myndi tryggja óbreytta niðurgreiðslu vegna tæknifrjóvgana. Það voru mikil gleði­ tíðindi fyrir marga, þar á meðal kon­ una sem sagði í samtali við DV í vik­ unni að hún hefði „gargað“ af gleði þegar hún heyrði fréttirnar. Gleðitíð­ indi snérust þó upp í andhverfu sína þegar hún fór að kynna sér málið bet­ ur. Þá kom í ljós að þrátt fyrir að nið­ urgreiðslurnar haldist óbreyttar til áramóta þá hefur kostnaður við með­ ferðina hækkað um rúmlega 60 þús­ und krónur. Þá þurfa þeir sem hefja tæknifrjóvgunarmeðferð hjá ArtMed­ ica nú að leggja út fyrir öllum kostn­ aði vegna með meðferðarinnar, ólíkt því sem áður var. Sjúkratryggingar Ís­ lands endurgreiða svo hluta af útlögð­ um kostnaði, frá 15 til 65 prósenta, eftir að kvittanir hafa verið lagðar fram. Áður en samningur ArtMedica við Sjúkratryggingar Íslands rann út lá fyrir að konan þyrfti að greiða 267 þús­ und krónur fyrir meðferð sína. Hún og maðurinn hennar eiga saman eitt barn fyrir og því eiga þau aðeins rétt á 15 prósenta niðurgreiðslu. Kostnaður­ inn rauk upp í 376 þúsund krónur um mánaðamótin og er það sú upphæð sem þarf nú að leggja út fyrir glasa­ frjóvgunarmeðferð. Samkvæmt gjald­ skrá ArtMedica þurfa hjónin nú að greiða rúmlega 320 þúsund krónur fyrir meðferðina, eftir niðurgreiðslu. „Ég er búin að vera svo ánægð síð­ ustu daga en svo í morgun þá fór allt í klessu aftur. Það er alveg ömurlegt að þetta skuli vera svona. Það er ekki eins og maður hafi tímann með sér held­ ur,“ segir konan sem vísar þar til ald­ urs síns. Aðeins 20 prósenta líkur eru á frjóvgun með tæknifrjóvgun, en kon­ an segir að það dragi úr líkunum með aldrinum. Hún býst því við að þau þurfi að hætta við meðferðina, frek­ ar en að fresta henni. Þau hjónin hafa reynt að eignast annað barn í þrettán ár og hafa farið í nokkrar tæknifrjóvg­ anir, en án árangurs. Hún hefur einn­ ig misst fóstur nokkrum sinnum. „Þó við höfum efni á því að ala upp börn þá eigum við ekki til þessa pen­ inga í banka, eða fjölskyldu sem get­ ur pungað út þessum peningi fyrir okkur tímabundið. Það var fjölskylda mín sem hjálpaði okkur fyrir rest með það sem vantaði upp á og ég get ekki farið að biðja þau um meira en það,“ segir konan döpur. Að sögn Stein­ gríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkra­ trygginga Íslands, sagði ArtMed­ ica upp samningi þeirra á milli. Gert er ráð fyrir því í fjárlögum 2012 að dregið verði úr kostnaðarþátttöku rík­ isins ríkisins vegna tæknifrjóvgana. Mikil sorg Konan og maðurinn hennar hafa reynt að eignast annað barn í 13 ár, en án árangurs. Þau sjá fram á að þurfa að hætta við tæknifrjóvgunarmeðferð. sviðsett Mynd eyþór árnason n Ferða-, risnu- og dagpeningakostnaður Jóns Gnarr birtur n 1.573 þúsund frá því hann varð borgarstjóri n var 3 milljónir frá 2008–2009 Ferðakostnaður Jóns Gnarr lægri F erða, risnu­ og dagpeninga­ kostnaður á skrifstofu borg­ arstjóra nam 1.573 þúsund krónum frá 1. júní á síðasta ári og fram til 25. ágúst síð­ astliðinn. Jón Gnarr tók við sem borgar stjóri 15. júní í fyrra. Þessar tölur koma fram í svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks­ ins, sem lögð var fyrir borgarráð á fimmtudaginn. Í svarinu kemur ekki fram hver eða hverjir fóru í ferðirnar, en um er að ræða ferðir til Brussel, Lond­ on, Stokkhólms, Akureyrar og Ár­ ósa á tímabilinu sem um ræðir. Þar af voru greiddar um 553 þúsund krónur í dagpeninga á þessu tíma­ bili. 3 milljónir áður Þá óskuðu borgarráðsfulltrúarn­ ir einnig eftir tölum fyrir tímabilið 1. júní 2009 til 31. maí 2010, þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir var borgarstjóri. Á því tímabili nam heildar ferða, risnu­ og dagpeninga­ kostnaður rétt rúmum tveimur millj­ ónum króna. Um er að ræða ferðir til Stokkhólms, Kaupmannahafnar, Helsinki og Belfast. Ljóst er að þessi kostnaður hef­ ur dregist verulega saman á undan­ förnum árum því í svari borgarstjóra kemur einnig fram að á tímabilinu 1. júní 2008 til 31. maí 2009 hafi heild­ arkostnaður skrifstofu borgarstjóra við ferðalög verið rétt rúmar 3 millj­ ónir króna. Á því tímabili var Hanna Birna lengst af borgarstjóri, fyrir utan um tvo mánuði af því tímabili þar sem Ólafur F. Magnússon var borg­ arstjóri. „við erum að gæta aðhalds“ Frá júní 2008 til loka maí 2009 var farið til Hollands, Prag, Feneyja, Óslóar, Málmeyjar, Chicago, Fær­ eyja og Lundúna. Á tímabilinu námu dagpeningagreiðslur tæpum 1.200 þúsund krónum. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis­ flokksins, sem óskuðu eftir þessari sundurliðun, sögðust í samtali við DV ekki gera neinar sérstakar at­ hugasemdir við ferðir borgarstjórans síðastliðið ár. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra segir að skorið hafi ver­ ið mikið niður hjá borginni frá hruni. „Við erum að gæta aðhalds í þessu sem og öðru. Við viljum að það séu alþjóðleg samskipti en það er brýnt fyrir öllum að kostnaður sé innan hóflegra marka. Það þarf bara að velta fyrir sér hverri krónu og þetta er ekki undantekning,“ segir hann. „Við erum að gæta aðhalds í þessu sem og öðru. Við viljum að það séu alþjóðleg samskipti en það er brýnt fyrir öllum að kostnaður sé innan hóflegra marka. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Eltu skjól- veggi og báta Miklar annir voru hjá björgunar­ sveitum á suðvesturhorni landsins á laugardagsmorgun, enda veður afar slæmt. Meðal verkefna sem þær glímdu við voru bátar sem losnuðu frá bryggjum. Á laugardaginn voru raunar 500 björgunarsveitarmenn staddir á Ísa­ firði, en það hafði þó ekki teljandi áhrif á starf björgunarsveitanna, sem höfðu nóg að gera. Björgunarsveit Suðurnesja var kölluð út á áttunda tímanum á laugardagsmorgun þegar bátur losnaði við bryggju í Keflavík. Þegar björgunarsveitin kom á staðinn hafði lögreglan náð að festa bátinn. Þá var Björgunarfélag Akraness einnig kallað út vegna báts sem var að slitna frá bryggju og Björgunar­ sveit Hafnarfjarðar var einnig á ferð­ inni en þar er var skjólveggur við fjölbýlishús að fjúka. Réðst á hjúkrun- arfræðing Kona réðst á sjúkraflutningamann og hjúkrunarfræðinga á slysadeild Landspítalans aðfaranótt sunnu­ dags. Sjúkraflutningamenn höfðu verið kallaðir til þar sem stúlkan var meðvitundarlaus, eftir krampakast að því er virtist, á Lækjartorgi. Þegar stúlkan hafði verið færð inn í sjúkra­ bíl rankaði hún fljótlega við sér en gekk þá berserksgang og sló meðal annars einn sjúkraliðann. Lögreglumenn sem voru á staðn­ um sáu sér ekki annað fært en að handjárna konuna sem var þó flutt á slysadeild. Þegar á slysadeild var komið reyndist ekkert ama að kon­ unni en þar veittist hún að hjúkrun­ arfræðingi. Var konan því látin gista fangageymslur lögreglunnar. Konan er ein þriggja einstaklinga sem gistu fangageymslur um nóttina en tiltölulega rólegt var hjá lögregl­ unni. Um fimmtíu mál komu upp frá miðnætti. Flest voru þau tengd skemmtanalífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.