Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 17
Þ essa dagana er bókum ís- lenskra rithöfunda stillt upp í hverjum einasta glugga 4.500 bókabúða í Þýska- landi, Austurríki og Sviss. Í þeim öllum er annað hvort plak- at eða skilti þar sem finna má ein- kennismerki Sögueyjunnar Ísland og þannig minnt á að Ísland er heiðurs- gestur Bókamessunnar í Frankfurt þetta árið. Þegar umfjöllun um mess- una hefst fyrir alvöru næstu daga verður Íslands getið mörg þúsund sinnum í blöðum, tímaritum, sjón- varpi, útvarpi og netmiðlum og þetta skiptið ekki vegna þess að fé þýskra fjármagnseigenda hafi glutrast í sér- íslensku efnahagsundri eða vegna þess að flugumferð á meginlandi Evrópu liggi niðri vegna íslenskrar ösku, heldur vegna íslenskra bók- mennta, íslenskra rithöfunda og ís- lenskrar menningar. Bókamessan í Frankfurt er stærsta kynning á íslenskri menningu utan landsteinanna sem farið hefur fram. Undanfarna mánuði hafa komið út hátt í 200 bækur um Ísland eða eftir íslenska höfunda á þýska málsvæð- inu og um 40 rithöfundar ferðast nú um og lesa úr verkum sínum í Þýska- landi, Austurríki og Sviss. Þýðingar- réttur á fjölda bóka sem hingað til hafa ekki verið þýddar á þýsku hefur verið seldur, bóka sem sumar hverjar hafa fengið frábærar viðtökur eins og 79 af stöðinni eftir Indriða G. Þor- steinsson eða Gangandi íkorni Gyrð- is Elíassonar. Við höfum sterka tilhneigingu til að meta ávæninginn af öllu svona brölti í peningum og helst eiga þeir að vera komnir í budduna strax. Bókamessan í Frankfurt snýst hins vegar ekki aðeins um þá fjárhags- legu innspýtingu sem íslenskt bók- menntalíf sannarlega nýtur vegna þessa mikla átaks. Miklu skiptir að sjá fyrir sér hver ágóðinn á eftir að verða til lengri tíma litið. Það sem nú á sér stað í Þýskalandi er afrakst- ur margra réttra ákvarðana á und- anförum 25 árum. Með breyting- um á starfslaunasjóði rithöfunda á níunda áratugnum, tilkomu nýrr- ar og alþjóðlegrar hugsunar í ís- lenskri bókaútgáfu, stuðningi hins opinbera við þýðingar úr íslensku og bættrar menntunar þýðenda úr íslensku hér heima og erlendis var lagður grundvöllurinn að því að það tókst að snara um 100 bókmennta- verkum og tugum verka af öðru tagi yfir á þýsku í aðdraganda Bókamess- unnar. Án þess að hafa sagt það upp- hátt höfum við búið til innviði sem gerðu íslenskri bókmenningu kleift að verða alþjóðleg. Næst er um að gera að nota Bókamessuna til að taka ný skref. Þeir þýsku útgefendur sem tóku ákvörðun um að gefa út í fyrsta sinn bók eftir íslenskan höfund eða efla enn fyrri útgáfu sína á verkum ís- lenskra höfunda hefðu getað farið flatt á ævintýrinu og snúið upp á sig. Viðtökurnar sem heiðursgest- urinn í Frankfurt hefur hins vegar fengið til þessa, bæði í umfjöllun í fjölmiðlum og við búðarkassann, hafa hins vegar ýtt hressilega undir vonir um hið gagnstæða: Um að áframhald verði á ævintýrinu. Vegna þess að menningarkynn- ingin fer fram á markaðslegum forsendum vinna útgefendur, fjöl- miðlar og bóksalar hörðum hönd- um að því að breiða út fagnaðar- erindi íslenskra bókmennta. Þetta er hápólitískt utanríkismál, okk- ar „veika vald“ sem svo mörg önn- ur smáríki hafa notað með góðum árangri til að hafa áhrifa á alþjóða- vettvangi. En þetta er líka hagrænt mál. Bókamessan í Frankfurt sýnir nefnilega hvað í okkur býr. En hún sýnir líka það sem er í raun mikil- vægara: Að aðrir sjá sér hag í því að auka veg íslenskrar menningar. Við erum ekki ein. Við eigum marga vini sem hafa komist að því að með íslenskri menningu er hægt að eiga góð viðskipti. Höfundur er formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda. Umræða | 17Mánudagur 10. október 2011 Er þörf hertum viðurlögum við ofbeldi gagnvart dýrum? „Nei, ég veit ekki hver viðurlögin eru þar sem ég hef ekki kynnt mér málið.“ Ívar Erik Yeoman 21 árs nemi „Það á enginn að vera vondur við dýr.“ Elvar Heimisson 21 árs hjólabrettakappi „Ég veit takmarkað um dýraverndunarlög og er ekki mikill dýraverndunarsinni. En ef fólk pyntar dýr er í lagi að það sitji inni fyrir það.“ Brynja Guðmundsdóttir 23 ára hárgreiðslunemi „Algjörlega, mér finnst þau allt of lin.“ Íris Dögg Ómarsdóttir 22 ára nemi og barþjónn „Ég er ekki viss um hvernig refsingarnar eru núna, en mér finnst að það verði að vera almennilegar refsingar.“ Maarit Kaipainen 30 ára heimavinnandi móðir 1 Örlög eftirminnilegra íslenskra Idolstjarna Fólkið sem keppti í Idol hefur farið ólíkar leiðir í lífinu. 2 Íslensk fegurðardrottning kom upp um James „Whitey“ Bulger Upp komst um glæpaforingja eftir ábendingu frá Íslandi. 3 Lýtalæknir birti brjóstamyndir og nöfn sjúklinga sinna Læknir á hálum ís í persónuverndar- málum. 4 Óþægilegt í sturtuBjörk Guðmundsdóttir er í viðtali við tímaritið Monitor. 5 Jón Ásgeir eyddi mörgum millj-ónum á mánuði Fjárfestirinn lýsti lifnaði sínum og eyðslu á árunum fyrir hrun. 6 Sló sjúkraflutningamann og veittist að hjúkrunarfræðingi Kona í annarlegu ástandi trompaðist á slysadeild Landspítalans. 7 Árásarmaðurinn gleymdi skilríkjunum Ofbeldismaður kom upp um sig með því að gleyma skilríkjunum á vett- vangi. Mest lesið á dv.is Myndin Rok á Reykjanesi Það var hráslagalegt veður á Reykjanesi þegar ljósmyndari DV átti leið þar um á dögunum. MYnD: EYþÓR ÁRnason Maður dagsins Ljúf plata og faglega unnin Felix Bergsson Listamaðurinn Felix Bergsson gaf út sína fyrstu sólóplötu á dögunum. Hvað drífur þig áfram? „Löngun til að skapa.“ Við hvaða aðstæður líður þér best? „Á ferðalagi erlendis með eiginmanni mínum. París er í uppáhaldi.“ Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? „Eftir að hafa borðað morgunmat fer ég í að sinna verkefnum dagsins, sem eru eins mörg og mismunandi og mögulegt er. Ég skrifa gjarnan barnasögur í tvo tíma á morgnana; sem er barnaefni fyrir Landsbankann. Síðan opna ég tölvupóstinn og sinni þeim verkefnum sem þar eru. Það er alltaf nóg að gera.“ Hvað finnst þér best að borða? „Indverskur matur er í miklu uppáhaldi; matur sem við maðurinn minn förum og kaupum hjá Austur-Indíafjelaginu, til dæmis.“ Hvaða áhugamál áttu utan tón- listarinnar? „Aðallega íþróttir. Ég er mikill knattspyrnu- áhugamaður. Svo hef ég stundað CrossFit í tvö ár og það er alveg meiriháttar.“ Hvernig myndir þú lýsa plötunni þinni í einni setningu? „Ég myndi segja að hún væri ljúf og faglega unnin.“ Hvernig var aðdragandinn að plötunni? „Ég var búinn að ganga með hana í mag- anum í nokkur ár. Þetta var mjög langt ferli.“ Hvers vegna valdir þú að gefa hana út nú? „Ég á 25 ára söngafmæli sem atvinnumaður á þessu ári. Svo fór ég með Eurovision- teyminu til Düsseldorf og það var alveg hrikalega gaman. Í kjölfarið ákvað ég að kýla á þetta.“ Ertu ánægður með viðtökurnar? „Mjög. Ég hef fengið gríðarlega góðar við- tökur.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Það verða tónleikar á þriðjudaginn í Salnum í Kópavogi. Ég er að undirbúa þá. Svo ætla ég að fylgja plötunni minni eftir. Það er líka nóg að gera hjá mér á Rás 2 – þar eru alltaf einhver verkefni.“ Ísland í 4.500 gluggum Dómstóll götunnar Kristján B. Jónasson Kjallari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.