Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 12
Þ orlákur Helgason, fram- kvæmdastjóri Olweusar- verkefnisins gegn einelti, segir að lýsingar á fram- ferði og hegðun þingmanna í garð hver annars bendi til þess að á Alþingi þrífist alvarlegasta tegund eineltis. „Ég myndi segja að það væri sterkur grunur um einelti,“ segir Þor- lákur, en DV bar undir hann lýsing- ar ónafngreindra þingmanna á því hvernig einstaka þingmenn hafa orð- ið fyrir einelti inni í þingflokkunum. Í umfjöllun DV um einelti á Alþingi um helgina kom fram að þingmenn sem ekki fylgja forystunni að málum í einu og öllu eiga á hættu að vera al- gjörlega útilokaðir eða útskúfaðir af forystu síns eigin þingflokks. Sérstak- lega ræddu þingmenn um andrúms- loftið innan þingflokks VG þar sem Atli Gíslason hafi verið „kerfisbund- ið brotinn niður“ en að Lilja Móses- dóttir hefði þó fengið að upplifa, það sem einn þingmaður kallaði „mjög gróft einelti“. Verkefnisstjóra eineltis á Alþingi DV bar lýsingar þingmannanna und- ir Þorlák hjá Olweusar-verkefninu. Hann var meðal annars spurður að því hvernig þessi framkoma, sem felst í því að útskúfa fólk, myndi horfa við fólki ef hún ætti sér stað á skóla- lóðinni. „Í fyrsta lagi ef þetta gerðist úti á skólalóð, þá myndi starfsmaður sem sér svona tilburði og grunar að þarna sé um útilokun að ræða, sem þetta er, tilkynna það strax sem grun um einelti.“ Þorlákur sér fyrir sér að á Alþingi yrði að vera einhver sem myndi gegna svipuðu hlutverki og umsjón- arkennari eða jafnvel verkefnastjóri gerir í grunnskólum. Ef grunur um einelti kæmi fram þyrfti málið að fara í gegnum viðkomandi. „Sá yrði krafinn um upplýsingar um meint- an þolanda og hann yrði yfirheyrður til að fá upp hverjir eru gerendurn- ir. Svo myndum við kalla á gerendur og fara yfir þessi mál. Þarna er þetta búið að grassera, eins og fram kemur, og það er erfiðara.“ „Svipað sjáum við í skólanum“ Þorlákur segir að lýsingar þingmann- anna bendi til að útilokun sé í gangi og jafn vel útskúfun, sem viðgeng- ist geti á vinnustöðum. Eitt dæmið sem nefnt var í helgarblaði DV var að Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæð- isflokki, fékk að kynnast ægivaldi flokksins eftir að hún greiddi atkvæði þvert á flokkslínur í Icesave-kosning- unni. Þingmaður segir að í nokkurn tíma eftir þetta hafi samflokksmenn hennar hvorki horft á hana né talað við hana. Varðandi útilokunina sem einelti segir Þorlákur: „Þar þarf Alþingi að horfa sér nær því að rannsóknir sýna að þar sem umhverfi er gróft í þeim skilningi að þar sem viðhaft er ljótt orðbragð, þar sem eru hálfkveðnar vísur og þar sem mikið er um klíku- myndun – slíkt umhverfi elur frekar á einelti.“ Hann segir að stundum séu af- sakanir þingmanna á svipuðu róli og hjá börnunum sem verða undir á skólalóðinni. „Þingmennirnir tala um að þeir séu ekki á leið úr þing- flokknum þrátt fyrir að augljóst sé að þeir verði fyrir miklu aðkasti og það hafi jafnvel staðið yfir í lengri tíma. Svipað sjáum við í skólanum þegar krakkarnir vilja alls ekki yfir- gefa hópinn þó að þeim líði sannar- lega illa í hópnum.“ Alvarlegasta eineltið Í helgarblaði DV kom fram að einelti á Alþingi þrifist fyrst og fremst inni í þingflokkunum þar sem menn eru útilokaðir fyrir að fylgja ekki foryst- unni að málum. Þannig talaði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, ekki við Guðmund Steingrímsson í heil tvö ár. Fyrir vikið var Guðmundur ekki með í ráðum í stefnumótun og ákvarðanatöku innan flokksins. Þorlákur líkir samskiptum þing- manna í ræðustól Alþingis við leik barna. „Ég á við að þeir blása svolít- ið út í ræðustól Alþingis og eru sáttari eftir að hafa náð einhverju fram. Svip- aða sögu er að segja hjá krökkum sem fá að leika sér í fótbolta því þá sætta þau sig við eineltið einhvern tíma á eftir. Í stað þess að skólinn taki á ein- elti hressa þeir krakkana við. Krakkar sem líður illa fá að koma fram í leik- ritum eða gleyma sér í fótboltanum. Þetta er svipað dæmi og þetta eru auðvitað forkastanleg vinnubrögð. Þetta eru ekki börn í uppeldi. Þetta er lagagerð þjóðarinnar og það vant- ar alla festu sem við ætlumst til að í sé fyrir hendi í skólum.“ Þorlákur bendir einnig á að það einelti sem þrífst á Alþingi sé versta tegund eineltis. „Útilokun er talin al- varlegasta eineltið af því að það tal- ar enginn um það og þögnin er svo slæm. Útilokun og slíkt hefur verri af- leiðingar og situr miklu meira í fólki,“ segir Þorlákur. „Það að hundsa einhvern eru til- burðir sem sjást á vinnustöðum. Við getum líka sagt að algengt einelti á vinnustað sé að maður fái ekki ögr- andi verkefni eða að verkefni sé tekið af starfsmanni,“ segir Þorlákur. Í því samhengi má nefna að þing- konunni Siv Friðleifsdóttur var kippt gegn vilja sínum út úr forsætisnefnd Alþingis. Innanbúðarmenn í Fram- sóknarflokknum telja að þar hafi Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður flokksins, verið að hefna sín eða refsa henni fyrir að fylgja ekki forystunni að málum. Lýsing Þorláks á því óneitanlega vel við stöðu Sivjar. Ekki til að efla góðan brag Aðspurður hvað honum finnist um að formaður stjórnmálaflokks tali ekki við sinn eigin þingmann í heil tvö ár, líkt og í tilfelli Guðmund- ar Steingrímssonar og Sigmundar Davíðs, segir Þorlákur: „Það er ekki hægt að kalla það annað en útskúf- un. Þetta er orðið svakalega gróft ef þetta gengur svona áfram. Ef við eigum að kom í veg fyrir einelti verður að ríkja traust og virðing. Ef fólk veit ekki einu sinni innan síns eigin þingflokks hvar traust og virð- ing er, þá er ekki hægt að komast hjá því að eitthvað gerist. Að tala ekki við menn þó þeir séu ósammála er ekki til að efla góðan brag á vinnu- stað.“ 12 | Erlent 10. október 2011 Mánudagur „Útilokun er talin alvarlegasta eineltið af því að það talar enginn um það og þögnin er svo slæm. „Sterkur grunur um einelti“ á þingi n Framkvæmdastjóri Olweusar-verkefnisins telur að versta tegund eineltis þrífist á Alþingi n „Situr miklu meira í fólki“ n Alþingi þarf að bregðast við n Margt minnir á einelti í grunnskólum Þorlákur Helgason „Að tala ekki við menn þó þeir séu ósammála er ekki til að efla góðan brag á vinnustað.“ Alþingi Sérfræðingur í eineltismálum telur að alvarlegasta tegund eineltis þrífist á Alþingi. 7. október sl. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.