Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 16
16 | Umræða 10. október 2011 Mánudagur
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
kristjana guðbrandsdóttir, kristjana@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Leiðari Ingi F. Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar
Bókstaflega
Jón í sigtinu
n Framtíð Jóns Bjarnasonar á ráð-
herrastóli er afar óljós. Sjávarút-
vegsráðherrann hefur að sögn setið
miklu lengur en
Steingrími J. Sig-
fússyni og armi
hans innan VG
líkar. Nú er þó
talið að draga
muni til tíðinda
og starfsloka.
Innan úr herbúð-
um stjórnarliðs-
ins er hermt að Jón sé ekki á vetur
setjandi. Þó sé líklegt að ákvörðun
um örlög hans verði frestað fram
yfir landsfund VG til að valda ekki
óþarfa óróleika innan flokksins. Eft-
ir það verði gefið á hann skotleyfi.
Árni tæpur
n Stóra plottið hjá stjórnarherr-
unum tveimur er sagt snúast um
fækkun um tvo ráðherra í haust. Jón
Bjarnason færi þá
frá VG. Fullyrt er
að Árni Páll Árna-
son efnahagsráð-
herra sé í mikilli
ónáð hjá Jóhönnu
Sigurðardóttur.
Árna er kennt
um allt klúðrið í
kringum skulda-
leiðréttingar og skjaldborgina sem
lofað hafði verið. Hans ráðherratími
gæti því runnið sitt skeið í haust ef
Jóhanna lætur til skarar skríða.
Herferð Páls
n Heimssýn, samtök Evrópuand-
stæðinga, undir forystu Styrmis
Gunnarssonar og fleiri, er nú í út-
hringingarher-
ferð til þess að
afla sér nýrra
meðlima. Síðustu
daga hafa fulltrú-
ar samtakanna
hringt á heim-
ili landsmanna,
rétt um það bil
sem fjölskyldu-
fólk er að tannbursta krakkaskar-
ann. Hvort samtökin eru að hita
upp fyrir langa baráttu gegn því
að landsmenn fái að kjósa um að-
ild að Evrópusambandinu er ekki
vitað. Hitt er víst að undir regnhlíf
Heimssýnar sameinast fólk frá ystu
mörkum hægrikantsins til öfganna
til vinstri.
Öryrki skákar bönkum
n Í söfnun SEM samtakanna á
föstudaginn vakti athygli framlag
bankastofnana. Íslandsbanki mun
hafa gefið 50.000 krónur og Lands-
bankinn heilar 20 þúsund krónur.
Samtals er því framlag bankanna
minna en framlag Rúnars Björns
Þorkelssonar, eins SEM-félaga, sem
gaf 100 þúsund krónur af örorku-
bótunum sínum. Þeir sem fylgd-
ust með söfnuninni furðuðu sig á
hversu litlar, eða engar, fjárhæðir
komu frá bönkum og fjármála-
stofnunum – sérstaklega í ljósi
þess að þessi fyrirtæki eru líklega
þau einu í landinu sem græða á tá
og fingri þessa dagana. Einhverjir
telja að þeim sé vorkunn þar sem
þau þurfa að eiga fyrir launum
toppanna.
Sandkorn
V
igdís Hauksdóttir fram-
sóknarkona er með þetta.
Það þýðir ekki lengur að
stinga hausnum í steininn,
því það er ljóst: Fjölmiðlar
eru í stríði við Framsóknarflokkinn!
Þ
etta er svo ósanngjarnt. Það
er alltaf verið að segja eitt-
hvað slæmt um Framsókn-
arflokkinn.
F
innur Ingólfsson mátti ekki
kaupa Búnaðarbankann af
ríkinu 2003, planta sér í for-
stjórastól VÍS eftir einkavæð-
ingu, fá 400 milljóna arð úr
félagi sem fer á hausinn nokkrum
árum síðar, og almennt verða mold-
ríkur eftir stjórnmálaferil, án þess að
fjölmiðlar segi frá því. Allt út af því
að hann var ráðherra Framsóknar-
flokksins.
H
alldór Ásgrímsson og fjöl-
skyldufyrirtækið hans
mega ekki græða milljarða
á kvótakerfinu, sem hann
setti á, og græða svo fimm
milljarða á einkavæðingu VÍS, sem
hann ýtti í gegn, fá svo afskrifaða 2,6
milljarða á sama tíma, án þess að
það sé verið að ráðast á hann. Það er
jafnvel verið að rifja upp þegar Hall-
dór Ásgrímsson og Davíð Oddsson
ákváðu tveir saman að Ísland skyldi
fara í stríð við Írak og Halldór gerði
Davíð síðan að seðlabankastjóra!
Þ
eir eru bara ógeðslega
heppnir. Og þetta fjöl-
miðlafólk er öfundsjúkt.
F
jölmiðlar fjalla meira að segja
sérstaklega um það að vitlaus
maður hafi verið tilkynntur
formaður Framsóknarflokks-
ins með lófataki. Svo er verið
að gera grín að málþróun! Bara af því
að hún er Framsóknar. Vigdís mátti
ekki segja að Jóhanna Sigurðardóttir
væri að „kasta grjóti úr steinhúsi“, án
þess að atast væri í henni, þótt hún
væri sannarlega stödd í steinhúsi!
H
versu lágt geta fjölmiðlar
lagst? Það var sagt frá því
þegar Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson formaður
hætti að borða útlensk-
an mat og fékk í kjölfarið magapest.
Finnst fólki kannski fyndið að fá nið-
urgang? Svei því. Vei því.
V
igdís sagði þetta sjálf í bréfi
til flokksmanna: „Að mínu
mati eru fjölmiðlar að bregð-
ast með því að taka stöðu
með ríkisstjórninni í stað
þess að vera í „stjórnarandstöðu“.“
Þetta er alveg eins og Dagný Jónsdótt-
ir, sem var þingmaður Framsóknar-
flokksins, útskýrði árið 2003 þegar
hún greiddi atkvæði gegn eigin skoð-
un á Alþingi og var gagnrýnd fyrir það
í blaðagrein. „Það sem mér þótti skrít-
ið var að stjórnarandstöðuþingmað-
urinn sem hana ritaði virðist ekki gera
sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og
eins og staðan er núna er ég í stjórnar-
liðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara
staðreynd og maður fylgir sínu liði.“
F
jölmiðlamenn eiga að vita
þetta. Þeir eru í liði með
stjórnarandstöðunni. Nú
bregðast þeir liði sínu. Það er
nú eitthvað meira en hægt er
að segja um framsóknarmenn, sem
sjá alltaf um sína. Er Davíð Odds-
son eini maðurinn með viti í þessari
stétt?
Er von á stærri
Reykjavík?
„Nei, en hugsanlega smærri Reykjavík
en með öðruvísi skipulagsformum,“
segir Ögmundur Jónasson innan-
ríkisráðherra.
í fréttum
ríkisútvarpsins
sagði hann sam-
einingu Álftaness
við annað sveitar-
félag vera vísi að
nýju landakorti
fyrir höfuð-
borgarsvæðið.
Hann vill þó ekki
meina að það
þýði frekari sam-
einingu sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu.
Spurningin
Svarthöfði
Ógeðslegir hagsmunir
Í
slenskt þjóðfélag er ógeðslegt
samkvæmt Styrmi Gunnarssyni,
fyrrverandi ritstjóra Morgun-
blaðsins. Þannig komst ritstjór-
inn að orði í skýrslu rannsóknar-
nefndar Alþingis. Styrmir vísað með
orðunum til þess að íslenskt samfé-
lag væri prinsipp- og hugsjónalaust
með öllu og einkenndist af henti-
stefnu og valdabaráttu: „Ég er búinn
að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta
er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt
ógeðslegt. Það eru engin prinsipp,
það eru engar hugsjónir, það er ekki
neitt. Það er bara tækifærismennska,
valdabarátta.“
Orð Styrmis eru þeim mun merki-
legri í ljósi þess hver sagði þau.
Styrmir tók sjálfur virkan þátt í þess-
ari valdabaráttu þegar hann var rit-
stjóri Morgunblaðsins og makkaði
meðal annars um Baugsmálið með
ráðamönnum í Sjálfstæðisflokknum,
eins og frægt er orðið. Orð Styrmis
eru fyrst og fremst áhugaverð af því
að þau voru sögð af sannkölluðum
innanbúðarmanni sem þekkir vel
þann heim sem hann lýsti. Þessi
reynsla Styrmis gefur orðum hans
aukin þunga. Oft koma upp atvik í
þjóðmálaumræðunni þar sem gott
er hafa orð Styrmis í huga.
Nýlegasta dæmið er fordæming
Sigurðar G. Guðjónssonar hæsta-
réttarlögmanns á embætti sérstaks
saksóknara. Fyrir helgi lét Sigurður
G. eftirfarandi orð falla í tengslum
við rannsóknina á Geirfinnsmálinu:
„Þingmenn ættu kannski að reyna að
koma í veg fyrir frekari dómsmorð í
nútímanum og leggja niður emb-
ætti sérstaks saksóknara. Embættið
var sett upp til að hundelta nokkra
menn. Það hefur nú lagt í rúst líf 250
einstaklinga og fjölskyldna þeirra.
Allt að undirlagi Evu Joly, norsk-
fransks vinstrimanns, sem hirti um
100 milljónir úr fjárvana ríkissjóði
fyrir ráðgjöfina.“
Sigurður er lögmaður manna
sem eru til rannsóknar hjá embætti
sérstaks saksóknara, meðal annars
Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi
bankastjóra Landsbankans, og fjár-
festanna Jóns Ásgeirs Jóhannesson-
ar og Pálma Haraldssonar. Sjálfur sat
Sigurður G. í stjórn Glitnis fyrir hönd
hluthafa bankans – Jón Ásgeir var
einn sá stærsti í gegnum FL Group
– á árunum 2007 og 2008. Hann er
því ekki á neinn hátt hlutlaus í um-
ræðunni um sérstakan saksóknara
og hefur í reynd beina hagsmuni af
því að gagnrýna embættið og reyna
að spilla fyrir rannsóknum þess með
slíkum málflutningi. Hagsmunir Sig-
urðar liggja í því að reyna að verja
hagsmuni þeirra manna sem hann
vinnur með og fyrir og sem greiða
honum laun. Þetta gerir hann með
áróðri sem byggir á því að embætti
sérstaks saksóknara sé rekið áfram
af annarlegum hvötum, illum vilja til
að leggja líf saklausra manna í rúst að
ástæðulausu, en ekki í sannleiksleit
sem þó er aðalástæðan fyrir stofnun
embættisins.
Sigurði G. Guðjónssyni er alveg
sama um hvort sannleikurinn um
refsiverð brot sem tengjast íslenska
efnahagshruninu líti dagsins ljós eða
ekki. Sannleikurinn þjónar hvorki
hagsmunum Sigurðar G. né umbjóð-
enda hans. Þess vegna reynir hann
að bregða fæti fyrir þessa sannleiks-
leit með því að stinga upp á að emb-
ætti sérstaks saksóknara verði lagt
niður. Sigurður G. er þannig rekinn
áfram að öðrum hagsmunum en sér-
stakur saksóknari og íslenska þjóðin
sem vill að sannleikurinn um lögbrot
hrunsins komi fram.
Minnumst orða Styrmis þegar
menn eins og Sigurður G. Guðjóns-
son tjá sig á opinberum vettvangi
um eigin hagsmunamál. Sigurður
G. er ekki marktækur álitsgjafi um
embætti sérstaks saksóknara eða ís-
lenska efnahagshrunið. Auk þess
hefur það legið fyrir lengi að kostaðir
álitsgjafar, lögmenn, spunakarlar og
talsmenn þeirra sem til rannsókn-
ar eru myndu reyna að hafa áhrif á
uppgjörið við efnahagshrunið með
áróðri og lygum. Með ummælun-
um opinberar Sigurður G. ógeðslegu
hliðarnar á íslensku samfélagi og um
leið sjálfan sig.
Stríðið
gegn
Fra Sókn
„Þetta verður
erfiður leikur en
það verður gaman
að kljást við leik-
menn af þessum styrk-
leika og sjá hvar maður
stendur á móti svona
gaurum.“
n Aron Einar Gunnarsson, leikmaður
íslands, fyrir leikinn gegn Portúgal. – Fót-
bolti.net
„Fólkið trúir því að
á sama tíma og
ríkisstjórnir
ákveða að bank-
arnir séu of stórir til að
falla skipti almenningur
litlu máli.“
n Kofi Annan, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
flutti ræðu í Háskóla íslands á föstudag.
„Ég hafði rangt
fyrir mér“
n Hilmar Veigar Péturs-
son, forstjóri CCP, biður
notendur tölvuleiksins eve Online
afsökunar í kjölfar breytinga sem nýlega
voru gerðar á leiknum. – eveonline.com
„Illa sofinn og ein tauga-
hrúga en samt hoppandi
glaður.“
n Þannig lýsti íslensk getspá fjölskyldu-
föðurnum í Breiðholti sem vann 18
milljónir í víkingalottói. – lotto.is
„Mig langar ekki
aftur í þetta líf.“
n Jón Ásgeir Jóhannesson
segir að hann hefði átt að
stoppa árið 2005. – DV