Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 10. október 2011 Mánudagur Í slenska fegurðardrottningin og fyrirsætan Anna Björnsdóttir batt í sumar enda á eina umfangs- mestu leit bandarísku alríkislög- reglunnar FBI er hún vísaði á hinn alræmda glæpaforingja James „Whi- tey“ Bulger. Fyrir vikið fékk hún tvær milljónir dollara, eða um 235 millj- ónir íslenskra króna. Þetta fullyrðir fréttamiðillinn Boston Globe í ítar- legri úttekt um málið. Vingaðist við sambýliskonuna Samkvæmt heimildum Boston Globe hafa Anna og eiginmaður hennar, Halldór Guðmundsson, leigt íbúð í Santa Monica á hverju ári, síðustu tvo áratugi, og dveljast þau þar í allt að sex mánuði í senn. Hinn 82 ára Bulger bjó í næsta nágrenni við Önnu ásamt sambýliskonu sinni Catherine Greig sem er 60 ára og notuðust þau við dul- nefnin Charlie og Carol Gasko. Greig fóðraði reglulega heimilislausan kött í hverfinu og veitti Anna góðverkinu eftirtekt. Það fór svo að Anna spjallaði stundum við Catherine Greig þegar hún sinnti kettinum, en Bulger stóð yfirleitt álengdar á meðan. Þannig var Anna í reglulegum samskiptum við einn alræmdasta glæpamann Banda- ríkjanna án þess að gera sér grein fyr- ir því. Haft er eftir sameiginlegum ná- granna þeirra að Anna hafi sagt Greig mjög indæla. Efstur á lista FBI Bulger var í sextán ár á flótta und- an lögreglunni og var hann á lista FBI yfir hættulegustu glæpamenn í heimi. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi; 19 morð, morðtilraunir, tilraunir til fjárkúgun- ar, fíkniefnasölu og peningaþvætti. Það var í raun aðeins Osama bin La- den sem var talinn alræmdari en Bul- ger áður en hann féll. Bulger var því orðinn efstur á listanum þegar hann náðist. Leitin að honum er jafnframt ein sú dýrasta sem sögur fara af innan bandarísku alríkislögreglunnar. Anna þekkti Bulger strax Anna, sem starfar nú sem jógakenn- ari og grafískur hönnuður, mun hafa verið stödd á Íslandi í sumar þegar hún sá tilkynningu frá FBI á CNN- sjónvarpsstöðinni þar sem auglýst var eftir Bulger og fé sett honum til höf- uðs. Hún þekkti hann strax og hringdi til alríkislögreglunnar og leiddi sím- talið til handtöku Bulgers og gerði hana 235 milljónum króna ríkari. Blaðamenn Globe komu til Ís- lands Anna sjálf hefur ekki viljað tjá sig um málið en blaðamenn frá Boston Globe hafa komið hingað til lands í tvígang til að ná tali af henni. Í um- fjöllun fréttamiðilsins um málið segir að hún hafi hlaupið inn til sín án þess að segja orð þegar blaðamenn reyndu að ná tali af henni þar sem hún var stödd fyrir utan heimili sitt. Þá sendi eiginmaður hennar þeim tölvupóst þar sem hann sagði að hún myndi ekki tjá sig um málið. DV reyndi ítrek- að að ná tali að bæði Önnu og Hall- dóri, en án árangurs. Svo virðist sem hún sé stödd erlendis. n Íslenska fegurðardrottningin Anna Björnsdóttir vísaði á James „Whitey“ Bulger n Var á flótta í sextán ár n Aðeins Osama bin Laden var talinn alræmdari en Bulger n Anna vingaðist við sambýliskonu Bulgers Vísaði á glæpaforingja „Hún þekkti hann strax og hringdi til alríkislögreglunnar og leiddi símtalið til hand- töku Bulgers og gerði hana 235 milljónum króna ríkari. James Joseph „Whitey“ Bulger yngri fæddist þann 3. september árið 1929 og er því nýorð- inn 82 ára. Hann var glæpaforingi og stýrði lengi vel undirheimunum í Suður-Boston. Stundum var talað um hann sem hálfgerðan Hróa hött því hann lagði mikla áherslu á að verja hverfið fyrir öðrum glæpagengjum. Á áttunda áratug síðustu aldar starfaði Bul- ger jafnframt sem uppljóstrari hjá FBI. Hann gaf þeim upplýsingar um önnur glæpagengi og fékk í staðinn að vera í friði með sitt eigið. FBI leit því nánast framhjá glæpum hans í um tvo áratugi. Þegar upp komst um málið árið 1997 var það allt hið vandræðalegasta fyrir alríkislögregluna. Frank Costello, persóna Jacks Nicholson í Óskarsverðlaunamyndinni Departed, var byggð á Bulger. Í myndinni var Costello einnig uppljóstrari hjá FBI. Fékk ábendingu frá félaga Bulger lagði á flótta frá Boston síðla árs 1994 til að forðast handtöku. En það var spilltur félagi hans innan FBI sem gaf honum ábendingu um að til stæði að gefa út handtökuskipun á hendur honum. Catherine Greig, sambýliskona Bulgers, sem var honum trygg og trú í sextán ár á flótta, var áður hjákona hans í átján ár á meðan hann hélt heimili með Teresu Stanley og fjórum börnum hennar. Greig reyndi að slíta sambandi sínu við Bulger áður en hann lagði á flótta og sagði Stanley frá sambandi þeirra. Það var því Stanley sem stakk af með Bulger en hún hélt aðeins út í nokkrar vikur. Greig tók þá aftur saman við Bulger og kom það mörgum á óvart. Voru vingjarnlegir nágrannar Á flóttanum þrengdi sífellt að Bulger og Greig og eftir 11. september 2001 varð nánast ómögulegt fyrir þau að ferðast með fölsuð skilríki. Þegar þau settust að í Santa Monica fékk Bulger róna að nafni James William Lawlor til að selja sér skilríki sín. Hann sagðist hafa komið ólöglega inn í landið og þyrfti þar af leiðandi á nýjum skilríkjum að halda. Lawlor og Bulger voru töluvert líkir í útliti og þegar sá síðarnefndi þurfti að kaupa lyf, fara í banka og fleira nýtti hann skilríkin og virðist það hafa virkað vel. Fyrrverandi nágrannar Bulgers og Greig, sem Boston Globe talaði við, voru flestir sammála um að þau hefðu verið vingjarnleg en kunnað að meta að fá að vera í friði. Þau buðu fólki sjaldan heim til sín og héldu sig til hlés. Undir lokin var Greig farin að ljúga því að nágrönnunum að Bulger glímdi við alzheimer til að forðast óþægilegar spurningar. Lýsir sig saklausan Bulger var handtekinn við heimili sitt þann 22. júní síðastliðinn. Hann var dreginn fyrir dóm þann 6. júlí þar sem hann lýsti sig saklausan af 48 ákærum, þar á meðal 19 morðum, morðtilraunum, tilraunum til fjár- kúgunar, fíkniefnasölu og peningaþvætti. Fyrrverandi félagi Bulgers sveik hann árið 2000 og vísaði lögreglunni á grafir og varð það, meðal annars, til þess að hann var sakaður nítján morð. Glæpaforingi á flótta í sextán ár: Var uppljóstrari hjá FBI Sextán ár á flótta James „Whitey“ Bulger var á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar FBI yfir eftirlýsta glæpamenna. Aðeins Osama bin Laden var talinn alræmdari. Stórglæsileg Ekki hefur dregið úr fegurð Önnu með aldrinum. Þessi mynd af henni birtist í Morgunblaðinu árið 2003. Kvikmyndastjarna Anna hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Meðal annars mynd George Lucas, More American Graffiti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.