Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 12
12 | Erlent 19. október 2011 Miðvikudagur
Umdeild njósnaaðferð
n Þýska lögreglan gagnrýnd fyrir að beita nýstárlegri aðferð við rannsókn sakamála
Þ
ýska lögreglan liggur undir
ámæli þessa dagana vegna
nýrrar tækni sem lögregla
notar við rannsókn saka-
mála. Nú er fyrir dómstólum í Bæj-
aralandi mál saksóknara gegn karl-
manni sem grunaður er um smygl á
lyfseðils skyldum lyfjum. Sönnunar-
gögnin sem saksóknari lagði fram
fyrir dómi komu verjanda manns-
ins, Patrick Schladt, í opna skjöldu.
Um var að ræða skjáskot sem vef-
myndavélin í tölvu hans tók á 30 sek-
úndna fresti í hvert skipti sem tölv-
an var tengd internetinu. Í ljós kom
að lögreglu hafði tekist að koma fyr-
ir forriti í tölvu mannsins sem gerði
henni kleift að fylgjast með honum.
Þessi aðferð þykir umdeild og hafa
þýskir fjölmiðlar líkt þessu við starfs-
hætti Stasi, austur þýsku leyniþjón-
ustunnar.
„Þetta brýtur gegn öllum lögum,“
segir Schladt í samtali við þýska fjöl-
miðla um málið, en tölva manns-
ins tók að minnsta kosti 60 þúsund
myndir. Persónuverndarlög í Þýska-
landi hafa batnað mjög frá falli
Berlínarmúrsins og eru með þeim
ströngustu í heimi. Einmitt þess
vegna hefur málið vakið mikla at-
hygli. Árið 2008 heimilaði hæstirétt-
ur Þýskalands lögreglu að hlera síma
grunaðra glæpamanna og fylgjast
með tölvupóstsamskiptum þeirra.
Þetta átti þó aðeins við um mjög al-
varlega glæpi og segir Schladt að lög-
regla hafi farið langt út fyrir heim-
ild sína. „Þú berð ábyrgð á því hvort
tölvupóstar sem þú skrifar enda á
réttum stöðum. En þetta er allt ann-
að og miklu alvarlegra,“ segir Schladt.
Það mun væntanlega koma til kasta
dómstóla að leggja mat á það hvort
lögreglu sé heimilt að beita þessari
nýstárlegu en umdeildu aðferð.
Umdeild tækni Vefmyndavélin í tölvu mannsins tók yfir 60 þúsund myndir. Maðurinn
hafði ekki minnsta grun um það. Mynd Photos.coM
n Grunur leikur á að belgískar konur hafi verið gerðar út í Lille fyrir auðmenn
n Á enn yfir höfði sér málssókn vegna tveggja kynferðisofbeldismála
D
ominique Strauss-Kahn er
langt frá því að vera laus
allra mála þó að tveimur al-
varlegum kærum vegna kyn-
ferðisofbeldis á hendur hon-
um hafi verið vísað frá. Nafn þessarar
fyrrverandi vonarstjörnu franska
sósíalistaflokksins og fyrrverandi
yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
hefur komið upp í rannsókn frönsku
lögreglunnar á starfsemi tveggja
vændishringja.
Kom líklega í veg fyrir framboð
Nafissatou Diallo, hótelþerna sem
kærði Strauss-Kahn til lögreglu
vegna tilraunar til nauðgunar, var
líklega ástæðan fyrir því að Strauss-
Kahn ákvað að taka ekki þátt í próf-
kjöri sósíalistaflokksins í Frakklandi
fyrir forsetakosningar í landinu.
Hann hafði verið vinsæll meðal
flokksmanna og í raun þjóðarinnar
áður en Diallo steig fram.
Strauss-Kahn fylgdist með af hlið-
arlínunni þegar prófkjör flokksins fór
fram um helgina. Fjölmiðlar fylgdu
honum hvert fótmál og reyndu að
spyrja hann út í nýjustu ásakanirnar
á hendur honum. Hann svaraði hins
vegar engu en hafði síðar sama dag
samband við AFP-fréttastofuna og
sagðist hafa rætt við rannsakendur
vændismálsins.
setti vændismálið í nýjar hæðir
Vændismálið hafði þegar fengið
mikla umfjöllun í frönskum fjölmiðl-
um áður en að nafn Strauss-Kahn
kom þar fram. Það var franska viku-
blaðið Journal du Dimanche sem
upplýsti að Strauss-Kahn hefði verið
yfirheyrður vegna málsins en margir
mikilsmetnir menn í frönsku samfé-
lagi sæta rannsókn vegna málsins.
Vændisstarfsemin átti sér stað í
borginni Lille í Frakklandi en grunur
leikur á að stúlkur hafi verið fluttar frá
Belgíu til Lille og svo gerðar út í vændi
fyrir auðuga viðskiptamenn á hót-
elum í borginni. Meðal hinna hand-
teknu eru forstjóri og kynningar-
fulltrúi Carlton-hótelsins í Lille en
málið hefur fengið nafnið Affaire du
Carlton í frönskum fjölmiðlum.
Á enn yfir höfði sér málsókn
Diallo hefur enn ekki tekið ákvörð-
un um hvort hún höfði einkamál á
hendur Strauss-Kahn vegna nauðg-
unarinnar í New York.
Strauss-Kahn á líka enn yfir höfði
sér stefnu frá blaðakonunni Tristane
Banon sem kærði hann fyrir nauðg-
un sem átti sér stað árið 2003. Málinu
var vísað frá dómi þar sem það var
fyrnt en dómarinn í málinu sagði þó
að kynferðisofbeldi hafi vissulega átt
sér stað. Strauss-Kahn viðurkenndi
sjálfur að hafa líklega gengið of langt.
Banon hefur ekki enn tekið ákvörð-
un um hvort hún stefni Strauss-Kahn
í einkamáli til að fá greiddar bætur
vegna árásarinnar. Lögfræðingur Ba-
non hefur þó látið þau ummæli falla
í frönskum fjölmiðlum að hann telji
best að hún láti málið falla niður og
finni sátt í yfirlýsingu dómarans þess
efnis að ofbeldi hafi raunverulega átt
sér stað.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
YfirheYrður
vegna
vændis-
hrings Enn til rannsóknar Dominique Strauss-Kahn sætir nú rannsókn í þriðja málinu er tengist kynferðis-ofbeldi á stuttum tíma.Myndir rEUtErs
„Meðal hinna
handteknu eru
forstjóri og kynningar-
fulltrúi Carlton-hótelsins.
Gæti enn farið í mál Nafissatou Diallo,
hótelþerna sem kærði Strauss-Kahn til
lögreglu vegna tilraunar til nauðgunar, gæti
enn farið í einkamál við Strauss-Kahn.
Leikkona
stefnir IMDb
Bandarísk leikkona hefur farið í mál
við bandaríska fyrirtækið Amazon
eftir að raunverulegur aldur hennar
birtist á vefsíðunni IMDb, sem er í
eigu fyrrnefnds fyrirtækis. Konan,
sem nýtur nafnleyndar á meðan
málið fær meðferð hjá dómstólum,
heldur því fram að Amazon hafi náð
í upplýsingarnar um aldur hennar í
gegnum kreditkort hennar sem hún
notaði til að gerast áskrifandi af vefn-
um árið 2008. Konan heldur því fram
í stefnunni á hendur Amazon að það
stofni atvinnuöryggi hennar í hættu
að segja frá því hvað hún er raun-
verulega gömul. Erfitt sé fyrir leik-
konur í kringum fertugt að ná frama
í Hollywood. Leikkonan vill milljón
dali, rúmar 115 milljónir króna, í
bætur.
Clinton óvænt
í Líbíu
Hillary Clinton, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom í óvænta heim-
sókn til Líbíu á þriðjudag. Heim-
sóknin er fyrsta heimsókn banda-
rísks embættismanns til Líbíu frá því
að Moammar Gaddafi, fyrrverandi
einræðisherra í landinu, hrökklað-
ist frá völdum. Heimsókninni var
haldið leyndri af öryggisástæðum, að
því er segir í frétt BBC af heimsókn-
inni. Á meðan heimsókn hennar
stendur mun Clinton funda með
leiðtogum nýju byltingarstjórnarinn-
ar. Clinton færir líka nýju stjórninni
milljónir dala í aðstoð til uppbygg-
ingar á landinu en ferðin var farin
fyrst og fremst til að treysta tengsl
ríkisstjórn anna tveggja.
Fimm hundr-
uð sleppt
Tæplega fimm hundruð palest-
ínskum föngum var sleppt úr haldi
ísraelska hersins á þriðjudag þegar
Hamas-samtökin slepptu ísraelska
hermanninum Gilad Shalit úr haldi.
Fleiri Palestínumönnum verður
sleppt á næstu vikum en alls hafa
ísraelsk stjórnvöld skuldbundið sig
til að sleppa 1.027 palestínskum
föngum. Fagnað var beggja vegna
landamæra Ísraels og Palestínu en
foreldrar Shalits og Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra Ísraels,
tóku á móti honum á flugvellinum.
Fangaskiptin sjálf áttu sér hins vegar
stað í Egyptalandi en landið var
notað sem milliliður. Þúsundir Pal-
estínumanna fögnuðu komu palest-
ínsku fanganna aftur til landsins að
sögn AFP-fréttastofunnar.