Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 19. október 2011 Miðvikudagur S N Y R T I S T O F A N HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 www.snyrt istofa. is HAMRABORG 10 SÍMI 554 4414 www.snyrtistofa.is Alhliða snyrting fyrir konur og karla TRYGGVAGÖTU 28 SÍMI 552 5005 Ránið á Laugavegi: Milljón krónur í fundarlaun Úrsmíðameistarinn Franch Michel- sen sem varð fyrir því á mánudag að vopnaðir menn rændu verslun hans á Laugavegi býður hverjum þeim sem upplýsingar geta veitt um ránið vegleg fundarlaun. Komi vís- bending sem leiði til þess að málið upplýsist eða ránsfengurinn verði endurheimtur býður eigandi úra- verslunarinnar eina milljón króna fyrir vikið. Ræningjarnir komust undan með umtalsvert magn af þýfi; Rolex-, Tudor- og Michelsen-úrum. Lögreglan leitar enn að ræningj- unum sem ruddust inn vopnaðir að minnsta kosti tveimur leikfanga- byssum og hugsanlega einni alvöru skammbyssu og ógnuðu starfsfólki Michelsen á Laugavegi á ellefta tím- anum á mánudagsmorgun. Komust mennirnir þrír undan á stolnum bíl. Lögreglan hefur birt mynd af einum manni sem leitað er vegna rann- sóknar málsins.  Óvenjulegt mál á Selfossi: Fyllti bílinn af klósettpappír Lögreglumenn í eftirlitsferð á Sel- fossi tilkynntu um mannaferðir í kringum brak stórrar flutninga- bifreiðar sem fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli á mánudagskvöld. Í vonskuveðrinu á mánudagskvöld mættu lögreglumenn sem þar áttu leið um ökumanni sem virtist vera með troðfullan bíl af hvítum pakkn- ingum en gáfu því ekki frekari gaum. Þegar lögreglumennirnir komu að rústum tengivagnsins áttuðu þeir sig á því að hann hafði verið fullur af klósettpappír. Viðkomandi vegfar- andi virðist því hafa lagt það á sig að fara út í hávaðarokið og hirða heil- legar klósettrúllur úr brakinu. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra lögreglunnar á Selfossi var björgunarsveit send á vettvang á mánudag eftir slysið að beiðni trygg- ingafélags til að hreinsa upp megnið af því sem heillegt var og nothæft af farmi flutningabílsins. Svo virðist sem eitthvað af klósettrúllunum hafi orðið eftir á vettvangi og því erfitt að segja til um hvort þær hafi verið í nothæfu ástandi. E ignarhaldsfélagi í eigu eiganda og skólastjóra Menntaskólans Hraðbrautar, Ólafs H. Johnson, hefur verið stefnt fyrir dóm. Ar- ion banki höfðar málið gegn félaginu og fer munnlegur málflutn- ingur fram í dag, miðvikudag. Félagið heitir Faxafen ehf. og heldur utan um fasteign sem notuð er undir skólahald menntaskólans í Faxafeni 10 í Reykja- vík. Rekstrarfélag skólans, Hraðbraut ehf., sem einnig er í eigu Ólafs og eig- inkonu hans leigir bygginguna undir starfsemi skólans af Faxafeni ehf. Lögmaður Faxafens ehf., Jón Eð- vald Malmquist, segist ekki geta veitt upplýsingar um eðli málareksturs Ar- ion banka gegn félaginu. Hann seg- ist því ekki getað staðfest hvort um skuldamál sé að ræða eða annars kon- ar mál. Samskiptasvið Arion banka gat heldur ekki veitt upplýsingar um eðli málsins. 105 milljóna arðgreiðslur Umtalsvert var fjallað um Faxafen í fjölmiðlum í fyrra eftir að DV greindi frá því að Ólafur Johnson hefði greitt sér 105 milljónir króna í arð út úr fé- laginu á árunum 2005 til 2008 auk þess sem hann hafði tekið tæpar 60 milljónir í arð út úr rekstrarfélagi skólans á sama tímabili. Heildar- arðgreiðslur út úr skólanum námu því meira en 160 milljónum króna á tímabilinu. Menntaskólinn Hrað- braut er fjármagnaður að 80 prósent- um með opinberu fé og 20 prósent- um með skólagjöldum. Í kjölfarið skrifaði Ríkisendur- skoðun svarta skýrslu um starfsemi Hraðbrautar þar sem Ólafur var gagnrýndur fyrir að taka tugi millj- óna króna í arð út úr rekstrarfélagi skólans og fasteignafélaginu sem á skólabygginguna og fyrir að lána þaðan álíka upphæðir til fjárfest- ingaverkefna. Jafnframt var sagt frá því að Hraðbraut hefði fengið of háar fjárveitingar frá ríkinu sem ekki voru greiddar til baka. Menntamálaráðuneytið hef- ur útilokað áframhaldandi skóla- starf í Hraðbraut eftir þetta skólaár á grundvelli þessarar skýrslu. Starf- semi skólans var hins vegar heimiluð út þetta skólaár til að tryggja hags- muni nemenda skólans. 630 milljóna króna skuldir Miðað við síðasta birta ársreikning Faxafens ehf. var eignarhaldsfélag- ið tæknilega gjaldþrota í lok árs í fyrra. Þá tapaði félagið tæplega 54 milljónum króna. Eigið fé félagsins var neikvætt um nærri 270 milljón- ir króna og skuldirnar námu tæp- lega 630 milljónum króna. Miðað við rekstrarstöðu Faxafens í lok síð- asta árs blasti fátt annað við félaginu en gjaldþrot. Út frá rekstrarstöðunni er því nokkuð líklegt að málarekstur Arion banka gegn eignarhaldsfélag- inu tengist erfiðri rekstrarstöðu fast- eignafélagsins. Arðgreiðslur út úr Faxafeni ehf. árin 2003 til 2010. 2003 0 2004 0 2005 10milljónir 2006 30milljónir 2007 40milljónir 2008 25milljónir 2009 0 2010 0 Samtals 105 milljónir Skólastjóri tekur arð„Menntamála­ ráðuneytið hefur útilokað áframhaldandi skólastarf í Hraðbraut eftir þetta skólaár á grundvelli þessarar skýrslu. Félagi skólastjóra Hraðbrautar stefnt n Arion banki fór í mál við fasteignafélag Menntaskólans Hraðbrautar n 105 milljónir teknar í arð út úr félaginu n Skuldirnar námu 630 milljónum króna Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Skuldir upp á 600 milljónir Skuldireignarhaldsfélagsinsnema rúmum600milljónumkróna. Félagiðheldurutanumeignar- haldiðáfasteignsemnotuðer undirMenntaskólannHraðbraut, semÓlafurJohnsonáogrekur. Þ að er merkilegt hversu fast er kveðið að orði í þessum sam- skiptum,“ segir Birgir Guð- mundsson stjórnmálafræð- ingur í samtali við DV. Þar er hann að vísa til nýlegra bréfaskrifa á milli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisrá- herra. Í bréfi forsetans er látið er að því liggja að Jóhanna hafi farið út fyrir eðlileg valdmörk sín þegar ráðuneyti hennar sendi fyrirspurn til forsetans um það hvernig standa ætti að setn- ingu reglna um hlutverk og störf emb- ættisins. Í bréfi forsetans, sem dagsett er 13. júlí 2011, segir meðal annars: „Vera kann að þessi afskipti eigi ræt- ur í þeirri tilhneigingu forystumanna ríkisstjórna sem áberandi hefur verið á undanförnum árum og áratugum og mjög hefur verið til umfjöllunar frá hruni bankanna, að fara út fyrir eðlileg valdmörk sín.“ „Það er alveg ljóst á þessu að ís- köld kurteisi einkennir þeirra sam- band,“ segir Birgir og bætir við að það sé greinilegt að slest hafi upp á vin- skapinn hjá þessum fyrrverandi sam- herjum. Hann segir að í bréfi sínu sé Ólafur í raun að ítreka túlkun sína á eðli forsetaembættisins. „Hann leggur aðaláherslu á að hann hafi sjálfstætt umboð frá kjósendum þar sem hann sé kosin í beinum kosningum. Hann er einfaldlega að undirstrika sjálfstæði embættisins,“ segir Birgir. Í bréfi for- setans segir að óskiljanlegt sé hvers vegna forsætisráðherra hafi afskipti af forseta með þessum hætti og sendi bréflegar tilskipanir. „Hann er í raun- inni að segja; Þú átt ekkert upp á dekk hjá mér, ég hef sjálfstætt umboð frá kjósendum,“ segir Birgir og bætir við: „Það eru skilaboðin. Það er ljóst að það andar köldu á milli þeirra.“ n Segir ískalda kurteisi ríkja á milli forseta og forsætisráðherra „Andar köldu á milli þeirra“ Andar köldu BirgirGuðmundssonsegir merkilegthversufasterkveðiðaðorðií samskiptumforsetaogforsætisráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.