Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 19. október 2011 Miðvikudagur Kirkjunni ber að vernda fórnarlömb „Það er auðveldara að standa með ofbeldismanninum,“ sagði dr. Marie Fortune á málþinginu „Kynferðisleg misnotkun á börnum í trúarlegu sam- hengi“ í Háskóla Íslands sem haldið var á þriðjudag. Fortune, sem er einn virtasti fag- aðili á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi í Bandaríkj- unum, segir það vera nauðsynlegt að trúfélög standi með fórnarlömb- unum og hafi skýrar reglur um það hvernig tekið er á slíkum siðferðis- brotum sem kynferðisbrot eru. Hún sagði að oft fari svo að kirkjan reyni frekar að vernda ofbeldismennina en fórnarlömbin. Þannig sé ætlunin að vernda kirkjuna fyrir hneyksli og noti hún fé og völd sín til þess að útskúfa fórnarlambinu. Fortune sagði að það sem trúfélögum bæri að gera væri að taka kvartanir um kynferðisbrot alvarlega. Það sé skylda hennar að bera hag fórnarlamba fyrir brjósti, en ekki hag sinn. Kirkjan þurfi alltaf að taka ábyrgð. Guðrún Ebba Ólafsdóttir gerði fyrirgefninguna að umfjöllunar- efni sínu á málþinginu. Guðrún Ebba sagði að fyrirgefningin hefði vafist fyrir henni og að hún hefði fundið fyrir þrýstingi til að fyrirgefa Ólafi Skúlasyni, biskup og föður sínum. Hún hefði lært, með aðstoð rita dr. Marie Fortune, að það er ekki rétt að krefjast þess af sjálfri sér að fyrirgefa Ólafi. Heldur hefði hún áttað sig á því að þegar hún hætti að reyna að breyta fortíðinni, öðlaðist hún sátt sem væri hennar fyrirgefning. astasigrun@dv.is Huang Nubo bíður enn svara: „Sóknarfæri í auðninni“ „Við bara bíðum eftir frekari við- brögðum frá innanríkisráðuneytinu,“ segir Halldór Jóhannsson, talsmaður kínverska athafnamannsins Huangs Nubo sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum og reisa þar hótel. Aðspurður hvort fjárfestingar Nubo mæti áhuga- leysi stjórnvalda segir Halldór: „Það væri kannski rétt að kalla þetta ákveð- ið ráðaleysi, það er eins og menn viti ekki alveg hvernig þeir eigi að taka á málinu.“ Í síðustu viku bað fjármála- ráðuneytið um að fá frekari upplýs- ingar um fyrirtæki Huangs Nubo, á meðal fyrirspurna var þessi spurning: „Af hverju þurfið þið að fjárfesta á Ís- landi?“ Halldór segir spurningunum hafa verið svarað jafnharðan með ítarlegu bréfi sem liggi nú hjá ráðu- neytinu. Halldór segist vænta svara frá fjár- málaráðuneytinu á næstu dögum en hingað til hafi ekkert borist. Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að væntanleg kaup séu ekki sérstakt forgangsmál hjá ráðuneytinu. En af hverju þarf Nubo svona stórt land fyrir hótelrekstur? „Það eru ýmsar skýringar á því. Í fyrsta lagi er þetta land í einkaeigu og það er búið að auglýsa það til sölu í talsverðan tíma. Þá hefur Nubo lýst því yfir að hann sjái ákveðin sóknar- færi í fámenninu og auðninni sem þarna er en sífellt fleiri ferðamenn eru búnir að fá nóg af manngerðum þéttbýlisstöðum. Þannig að ég held að það sé rétt hjá honum, það er ná- kvæmlega þar sem ákveðin sóknar- færi liggja.“ K onur klæddar í kufla komu gangandi að lögreglustöðinni á Hverfisgötu með möppu undir hendi. Þar var lögregl- unni afhentur listi með 56 nöfnum, 117 símanúmerum og 59 netföngum karla sem allir hafa fal- ast eftir vændi í gegnum einkamal.is, Fréttablaðið eða Rauða torgið. Í sum- um tilfellum voru einnig kennitölur eða myndir af mönnunum. „Ef ekkert verður aðhafst munum við birta þessi gögn,“ segja konurnar. „Okkur blöskr- ar hvað er lítið aðhafst í þessum mála- flokki. Einkamál er sá miðill á Íslandi þar sem vændi þrífst einna best. Stóra systir þekkir núorðið vel til karlanna sem þarna falast eftir vændi. Það vekur athygli að konunum sem selja vændi er oft hent út af Einkamálum. En þeir brotlegu, vændiskaupendurnir, eru látnir óáreittir. Það kemur ekkert á óvart þar sem karlarnir greiða fyrir að- ganginn en konurnar fá frían aðgang. Ætla má að tekjur Einkamála af karl- kyns notendum séu verulegar.“ Lögin að engu höfð Konurnar tilheyra hulduher íslenskra kvenna sem nú sker upp herör gegn vændi og mansali á Íslandi. Þær gefa ekki upp hverjar þær eru, en taka fram að þær séu óháðar öllum félagasam- tökum og flokkum. „Þú mátt búast við því að hvaða kona sem er geti tilheyrt hreyfingunni.“ Klukkan 16.00 í gær fylktu þær liði og gengu klæddar kuflum að Iðnó þar sem samstöðufundur gegn vændi og mansali fór fram. Þar stilltu þær sér upp við sviðið undir slagorðinu: „Stóra systir fylgist með þér!“ og stigu síðan í pontu. „Um allan heim hefur framsækin löggjöf varðandi vændi á Íslandi átt þátt í sérlega jákvæðri land- kynningu. Þó að lögin séu til fyrir- myndar er veruleikinn allur annar og Stóra systir sættir sig ekki við að lögin séu að engu höfð. Vændi grasserar á Íslandi og það er auglýst grimmt með þegjandi sam- þykki stjórnvalda, lögreglu og al- mennings. Að rannsaka og bregð- ast við því er sáraauðvelt. Stóra systir hefur unnið út frá þeirri staðreynd að vændiskaupendur óttast það mest að upp um þá komist. Verslun með kon- ur fer því fyrst og fremst fram í nafn- leysi á netinu og í gegnum óskráða síma. Til þess að finna kaupendur er einfaldast að beita sömu aðferðum. Stóra systir hefur ferðast um undir- heimana nafnlaust og með óskráða síma. Það ferðalag hefur vægast sagt verið fróðlegt og það skal tekið fram að það er rétt að byrja.“ Konurnar segja að rannsóknar- vinnan hafi verið skemmtileg, ein- föld og fljótvirk. Í þágu rannsókna hefur körlum verið stefnt í hópum á nokkra opinbera staði og til að þekkj- ast örugglega hafa sumir þeirra borið Fréttablaðið undir hendinni. „Stóra systir vill verða að sem mestu liði og vill eins og Fréttablaðið hafa sem best samstarf við lögreglu. Þannig væri sjálfsagt ef lögregla óskar eftir því að senda vændiskaupendur beint til störfum hlaðinna lögreglumanna þannig að hægt sé að handtaka þá á staðnum, einfalt og þægilegt.“ Vísbendingar um mansal Segja þær að ríkisstjórnin hafi lofað árið 2009 að vinna gegn eftirspurn á vændis- og klámmarkaði með því að auka eftirlit með vændisstarfsemi og koma lögum yfir þá sem stuðla að, skipuleggja eða hafa ábata af henni. „Þrátt fyrir að í langan tíma hafi mátt sjá daglega vændisauglýsingar í stærsta dagblaði landsins hefur ekk- ert verið aðhafst fyrr en loks nú og þá tímabundið. Teikn eru á lofti um að mögulega sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og jafnvel mansal. Konurnar eru erlendar, í leyninúmerum og stoppa á landinu í stuttan tíma. Slíkar aðstæð- ur ættu að gefa lögreglu skýra heim- ild til að nota forvirkar rannsóknarað- ferðir. Rannsókn vændismála hefur verið í höndum kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar sem hefur þó ærin verkefni fyrir. Það er deginum ljósara að öll þau mál sem þurfa að keppa um tíma lögreglunnar við nauðganir og kynferðisbrotamál gegn börnum hljóta sjálfkrafa að verða að afgangs- málum sem ekki verður sinnt. Aðeins einu sinni hafa fallið dómar í vændis- kaupamálum.“ Stóru systur finnst vera kominn tími til að taka til hendinni. Vændiskaupendur boðaðir á staðinn En það voru ekki einungis blaðamenn boðaðir á fundinn. „Fyrirtækið Ice- landic Model Agency“ bauð einnig áhugasömum vændiskaupendum af einkamal.is, Rauða torginu og Frétta- blaðinu í móttöku í Iðnó á sama tíma. Tekið var fram að boðið yrði upp á léttar veitingar, fallegar stelpur og ljúfa stemningu. „Fyrirspurnir hafa verið þó nokkrar og einn hefur þegar spurt hvort hann geti leigt sér stelpu hér í dag.“ Nokkrir karlmenn sáust gægjast inn um dyrnar en ekki er hægt að fullyrða að þar hafi vændiskaup- endur verið á ferð. Flestir létu sig þó strax hverfa. Neðanjarðarhreyfingin hefur feng- ið fyrirspurnir um hvort hún taki að sér að kanna hvort eiginmenn eða kærastar séu á kúnnalistanum og úti- lokar ekki slíkt. „Möguleikarnir eru endalausir.“ Þær taka það þó fram að Stóra syst- ir hafi ekki látið sér nægja að finna vændiskaupendur. Konur í vændi hafa fengið vinsamleg skilaboð um mögu- leika á aðstoð og þeim hefur verið sýndur skilningur. Stóra SyStir fylgiSt með þér! Fullorðinn maður talar við sextán ára stúlku. Hann: „Halló, er að leita að smá fun. Er til í að greiða smá pening fyrir. Til í eitt- hvað svoleiðis.“ Hún: „Já. 25þús fyrir plein klukkutíma. Smokkar must og ég mæti.“ Hann: „Ok, mætir þú núna?“ Hún: „Sorrý, get ekki núna. Er að passa fyrir mömmu. Á morgun?“ Hann: „Ok, ef ég á að halda í mér þá vil ég sjá mynd á MSN.“ Farsæll deildarstjóri í opinberri stofnun talar við fimmtán ára stúlku: Hann: „Ertu íslensk?“ Hún: „Já, íslensk.“ Hann: „Áhuga á einhverjum á mínum aldri? 48 ára, grannur og nokkuð fitt. Ég er vel menntaður og í góðu starfi. Reyki ekki (hef þó ekkert á móti fólki sem reykir). Nota ekki dóp né í rugli. Nánast undantekningarlaust í góðu skapi og læt fátt fara í taugarnar á mér.“ Hún: „Hverju leitar þú að?“ Hann: „Skemmtun. Hef mjög gaman að því að stjórna og nota óþekkar stelpur og þegar mér er ekki hlýtt, þá að rassskella, binda og refsa þær. Þegar refsingin er orðin nóg, þá að binda þær við rúmið og nota tunguna til að vera aftur góður við þær. En hef ekkert á móti því að hafa það kósý og taka því rólega.“ Hún: „Ég get verið óþekk fyrir þig fyrir pening?“ Hann: „hvað viltu fá fyrir það?“ Hún: „25 þúsund. Ég kem til þín.“ Hann: „110. Rétt hjá Rauðavatni. Ég þarf bara að fara í sturtu en er annars til.“ Samtöl af Einkamálum n Hulduher íslenskra kvenna sker upp herör gegn vændi n Afhentu lögreglunni gögn um vændiskaupendur n Boðuðu vændiskaupendur í Iðnó á sama tíma og blaðamenn Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Kröfur Stóru systur n „Við krefjumst þess að geðþóttaákvarðanir stjórni því ekki hvaða lögum á Íslandi er framfylgt,“ sagði ein og hinar steyttu hnefa og hrópuðu: Já! Það gerðu þær á eftir hverri kröfu sem sett var fram. n „Að aðgerðaáætlun stjórnvalda um mansal verði framfylgt og í hana verði sett fjár- magn. n Að rannsókn vændis- og mansalsmála verði í höndum sérhæfðs lögregluteymis sem fæst ekki við önnur sakamál. n Að stjórnvöld standi fyrir fræðsluherferð sem beinist að kaupendum vændis og kláms. n Að vefnum einkamál.is verði lokað þar sem aðstandendum síðunnar er ekki treystandi til að útiloka vændi. n Að klámbúllum verði lokað. n Að klámrásum fjölmiðlanna verði lokað. n Að vændisauglýsingar í hvaða mynd sem er og hvaða miðli sem er verði stöðvaðar og þeir sem hafi milligöngu um verslun með konur verði sóttir til saka. n Stóra systir fylgist með þér!“ Samstöðufundur Konurnar settu fram kröfur um aðgerðir, steyttu hnefa og sögðu í einum kór: Já! eftir hverja setningu. Óskuðu eftir lögreglustjóra Hann var ekki við en þær afhentu lögreglunni engu að síður gögn um vændiskaupendur. MyNd eyþÓr árNASoN „En þeir brot- legu, vændis- kaupendurnir, eru látnir óáreittir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.