Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 15
Neytendur | 15Miðvikudagur 19. október 2011
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Allra meina bót
n Varla fæst betri og hollari fita en kókosolía
K
ókosolía hefur lengi verið
hluti af næringu innfæddra
í Kyrrahafslöndunum en nú
erum við á norðurslóðum í sí-
fellt meira mæli farin að nota hana í
matargerð.
Á heilsubankinn.is segir að hrein
jómfrúar-kókosolía sé ein hollasta
fita sem við getum borðað.
Kókosolían sé tilvalin til matar-
gerðar og það fáist varla betri eða
hollari olía til steikingar, hvort held-
ur ef verið sé að elda kjöt, fisk, egg
eða grænmeti. Hún sé mjög hitaþol-
in og skemmist ekki við hitun eins
og flestar aðrar olíur.
Einnig sé tilvalið að setja mat-
skeið af kókosolíu í morgunorku-
drykkinn og nota hana sem dress-
ingu á salatið. Hún sé einnig tilvalin
sem álegg á brauðsneiðina í stað
smjörs. Fólki er bent á að hægt sé að
skipta henni út fyrir aðrar tegundir
olíu eða fitu í uppskriftum, svo sem
smjör, smjörlíki og allar olíur.
Kókosolían geymist líka lengst
af öllum olíum án þess að skemm-
ast og ekki þurfi að geyma hana í ís-
skáp. Aðeins þurfi að gæta þess að
hún standi ekki í sólarljósi. Þegar
kemur að því að velja kókosolíu sé
mikilvægt að velja góða, hreina, al-
veg óunna og óhitaða kókosolíu.
Auk þess sem kókosolían er holl
fita sýni rannsóknir að olían eykur
brennslu í líkamanum og gefur
aukna orku, ásamt því að vera græð-
andi.
Á síðunni segir að niðurstöður
rannsóknanna sýni að brennslu-
eiginleikar kókosolíunnar komi til
af lengd fitusýruhlekkja í olíunni.
Kókosolían innihaldi miðlungs fitu-
sýruhlekki (MCT), á meðan flest-
ar aðrar jurtaolíur innhalda langa
fitusýruhlekki (LCT). Líkaminn
geymi LCT-fitu í líkamanum sem
fituforða en noti MCT-fitu beint til
brennslu. Dæmi séu um að fólk hafi
misst mörg kíló við það eitt að taka
inn nokkrar teskeiðar af kókosolíu
á dag.
Hægt er að kaupa lífræna kókos-
olíu í krukku í öllum helstu heilsu-
búðum og því hefur verið haldið
fram að þetta sé örugglega ein ódýr-
asta og öflugasta húð- og hárvara
sem fólk getur keypt. Það vakti at-
hygli fyrir nokkru þegar heimsfræg
fyrirsæta greindi frá því að henn-
ar helsta fegurðarleyndarmál væri
kókosolían.
gunnhildur@dv.is Kókosolía Gagnast vel í matargerð en einnig sem húð- og snyrtivara.
n Þórir Brynjúlfsson hefur stefnt Íslandsbanka vegna kaupleigusamnings sem gerður var árið 2006
n Hann hefur reynt að fá að greiða upp lánið n Segir bankana hegða sér eins og fimmta valdið
Flugstjóri stefnir
banka fyrir tómlæti
Þ
rátt fyrir smá vakningu þá
virðist það enn vera svo að
fólk láti vaða yfir sig. Við
höfum dómstóla, löggjaf-
arvald og framkvæmdar-
vald en nú eru komnir bankar sem
stjórna hérna líka. Svo virðist sem
þeir séu orðnir fimmta valdið,“ seg-
ir Þórir Brynjúlfsson flugstjóri sem
hefur stefnt Íslandsbanka vegna
kaupleigusamnings sem hann gerði
við bankann árið 2006. Stefnan var
þingfest þann 11. október og fyrsta
fyrirtaka fer fram 22. nóvember. Í
stefnunni fer Þórir fram á að samn-
ingurinn verði ógiltur, meðal annars
vega tómlætis bankans.
Vill endurgreiðslu
Rætt var um mál Þóris í DV fyrr á
þessu ári og þá sagðist hann íhuga
að stefna bankanum. „Ég vil fá viður-
kenndan rétt minn á endurgreiðslu
bankans í samræmi við upphaflegan
dóm Hæstaréttar og á þeim tíma-
punkti sem ég bað um að lán mitt
yrði leiðrétt í samræmi við dóminn.
Ég bauð bankanum upp á að hann
leiðrétti höfuðstólinn eftir að dómur
hafði gengið. Ég bauðst líka til að
greiða upp lánið á forsendum dóms-
ins. Eitt atriði samningsins var dæmt
ólöglegt og ég vildi fá að gera lánið
upp á þeim grundvelli,“ sagði Þórir í
apríl. Hann benti einnig á að dómur-
inn hafi tekið út gengistrygginguna
og dæmt hana ólögmæta og ef eitt at-
riði samningsins var dæmt ólöglegt
vilji hann fá að gera lánið upp á þeim
grundvelli.
Lenti aldrei í vanskilum
Þórir gerði kaupleigusamning við
Glitni árið 2006 þegar hann keypti
sér bifreið. Hann ætlaði að taka
lán en var hvattur til að breyta því í
kaupleigusamning sem hann sam-
þykkti. „Ég greiddi samviskusam-
lega af samningnum og lenti aldrei
í vanskilum, ekki heldur eftir hrun.
Ég hætti hins vegar að greiða þegar
kom í ljós að lánið hafi verið ólög-
legt. Þá fór ég fram á að lánið yrði
endurreiknað strax og fékk í kjölfar-
ið lítinn tölvupóst þar sem þeir sögð-
ust ætla að lúta dómnum en að mik-
il óvissa ríkti ennþá í kringum þessi
mál. Ekki var óvissan þó meiri en svo
að ég lét fagaðila reikna þetta út fyr-
ir mig. Eftir þetta sendi ég bréf þess
efnis að ég færi fram á endurútreikn-
inga hjá bankanum miðað við samn-
ingsvexti og að ég fengi þá endur-
greiðslu sem mér bar.“ Svar barst þá
frá bankanum að hann myndi bíða
eftir hæstaréttar dómi.
Vildi greiða upp lánið
Í kjölfar þess sendi Þórir bank-
anum áskorun um að fá að greiða
upp lánið en fékk þá sömu svör og
fyrr, að bankinn hygðist bíða eft-
ir dómi Hæstaréttar. Þórir segir að
á þeim tíma sem hann fór fram á
að borga upp lánið hafi verið lög í
landinu sem áttu að heimila honum
það. „Þó það hafi verið réttaróvissa
þegar ég lagði fram kröfuna, þá voru
samt sem áður lög í landinu. Svo fæ
ég bara bréf frá bankanum þar sem
þeir segjast vera að bíða eftir að-
gerðum. Þetta er bara ólöglegt. Þeir
geta ekki ákveðið að bíða eftir lög-
um sem eru þeim hagstæðari. Við
búum í réttarríki og hér eru lög á
hverju augnabliki. Lög eiga ekki að
vera afturvirk,“ segir Þórir.
Eftir að lög um endurútreikninga
erlendra lána voru samþykkt sendi
bankinn Þóri nýjan samning til und-
irritunar. Þórir vildi ekki samþykkja
hann og upp frá því fóru honum að
berast rukkunarbréf og hótanir um
frekari innheimtuaðgerðir. Hann
hefur ekki greitt af þessum nýja
samningi sem hann segir einhliða.
Bankinn sýndi tómlæti
Í byrjun september á þessu ári
sendi Þórir svo Íslandsbanka aðra
áskorun þar sem hann ítrekaði
vilja sinn til að borga upp lánið
sitt. Þar fór hann fram á að fá að
greiða upp lán sitt miðað við lög
og rétt þann 07.06. 2010 en að öðr-
um kosti líti hans svo á að hann sé
laus við skuldbindingar sínar gagn-
vart bankanum vegna tómlætis
bankans. Íslandsbanki svaraði ekki
þeirri áskorun og í framhaldi af því
stefndi Þórir bankanum. „Eftir að
ég lagði fram stefnuna hef ég ekkert
heyrt í þeim. Kröfur eru farnar úr
heimabankanum og það er eitt sem
ég er ósáttur við. Ég er ósáttur við
að þeir geti bara sett inn og tekið út
kröfur að vild.“ Hann segir að bank-
inn hafi aldrei reynt neinar sættir
og aldrei hafi komið neinar mála-
miðlunartillögur frá honum.
Ógilding samningsins
Það sem Þórir fer fram á í stefnunni
er að samningurinn verði gerður
ógildur. Eins fer hann fram á að upp-
lýst verði hvernig farið sé með bíla á
slíkum samningum í bókhaldi bank-
ans. „Ég er ekki viss um að það sé
farið með þessa bíla sem eignir en ef
bankinn á bílinn þá þarf hann endur-
greiða allar tryggingar og öll opinber
gjöld sem ég hef greitt. Eigandinn á
að greiða þessi gjöld samkvæmt lög-
um og þó það sé í samningnum að
leigutaki greiði gjöldin held ég að
það brjóti á móti lögum landsins.
Einhver samningur getur ekki gengið
gegn lögunum,“ segir hann.
Læt ekki vaða yfir mig
Þórir segist ekki vera í hefndarað-
gerðum gegn bankanum en hann
vilji fá leiðréttingu á sínum málum.
Hann hvetur alla til að athuga sín
mál hjá lánastofnunum. „Ég veit ekki
hve margir gerðu skriflega athuga-
semd eins og ég en við verðum að
setja pressu á bankana til að eitthvað
gerist. Það er alltaf verið að kalla eftir
breytingum. Bankarnir láta eins og
þeir séu eitthvert alræðisvald og ég vil
ekki sjá þá knésetja fólk. Einstakling-
ar eiga ekki að vera réttlausir í þessu
þjóðfélagi, skiptir ekki máli hvort það
sé ég eða einhver annar. Ég sem ein-
staklingur ætla ekki að láta vaða yfir
mig og láta svíkja og pretta mig út í
eitt.“
Þórir stendur í öðru máli gagnvart
bankanum sem varðar vinnubrögð
bankans. „Ég segi betur frá því seinna
en ég hef í hyggju að láta reyna á þau
vinnubrögð,“ segir Þórir að lokum.
Lagatilvísanir:
Í lagatilvísunum sem fylgja með stefnu
Þóris er vitnaði í hæstaréttardóm nr.
153 þar sem segir: „Þegar þetta allt er
virt verður að líta svo á að, áfrýjandi
hafi í raun veitt stefnda lán til kaupa á
bifreið, sem stefndi kaus í orði kveðnu
að klæða í búning leigusamnings
í stað þess að kaupa af áfrýjanda
skuldabréf, sem tryggt væri með veði
í bifreiðinni.“ Þar er einnig tekið fram
að Glitnir hafi aldrei keypt bifreið
Þóris, heldur hafi hann sjálfur greitt
70 prósent af andvirði hennar og tekið
lán fyrir afganginum hjá Glitni. Glitnir
hafi því aldrei verið aðili að kaupunum
og geti því ekki verið eigandi bílsins.
Bifreiðin hafi ekki verið færð sem eign
Glitnis heldur aðeins krafan samkvæmt
samningi þegar Íslandsbanki tók yfir
samninginn. Það sé því vafamál hvort
Íslandsbanki sé eigandi kröfunnar þar
sem samningurinn sé ekki þinglýstur.
„Þeir geta ekki
ákveðið að bíða
eftir lögum sem eru þeim
hagstæðari. Við búum í
réttarríki og hér eru lög á
hverju augnabliki. Lög eiga
ekki að vera afturvirk.
Þórir Brynjúlfsson Þórir hefur stefnt Íslandsbanka vegna kaupleigusamnings.
Tómlæti Þórir segir í stefnu sinni að
bankinn hafi sýnt tómlæti.