Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 17
Á
tímum góðærisins var oft
kvartað undan því að þing-
ræði á Íslandi væri lítið sem
ekkert. Ríkisstjórnin fékk sínu
fram sama hvað á gekk og ger-
breytti efnahagslífi þjóðarinnar (til
hins verra, eins og síðar hefur komið í
ljós) á meðan stjórnarandstaðan virt-
ist harla máttlaus. Eftir að sætaskipti
urðu virðist hins vegar sem ríkis-
stjórnin eigi í mestu erfiðleikum með
að koma málefnum sínum í gegn, á
meðan stjórnarandstaðan virðist öfl-
ugri en áður eru dæmi um. Má þá
segja að þingræði á Íslandi hafi eflst,
eða liggur annað að baki?
Það sama er uppi á teningn-
um í Bandaríkjunum þessa dagana.
Á meðan Bush yngri gat afnumið
bankareglur og ráðist á önnur lönd
að vild fær Obama ekki einu sinni að
greiða af skuldum ríkisins án þess að
uppi verði fótur og fit. Vissulega er ís-
lenska ríkisstjórnin harla veik nú með
eins manns meirihluta, en staðan var
sú sama jafnvel áður en þingmenn
hófu að yfirgefa hana. Obama var
kosinn með nokkuð öruggum meiri-
hluta, en það virðist litlu máli skipta.
Hér þarf að leita annarra skýringa.
Kvótakóngar í dómarasætum
Eftir 18 ára stjórnarsetu hafa Sjálf-
stæðismenn komið sínum mönn-
um að víða í kerfinu, en reyni
vinstristjórnin að jafna hlutföllin
er samstundis kvartað undan póli-
tískum ráðningum. Mestu máli skipt-
ir hér hverjir sitja í dómarasætum.
Á hinni löngu valdatíð demókrata-
flokksins í Bandaríkjunum frá 1933
til 1953 færðist hæstiréttur þar mjög
í frjálslyndari átt. Sumar af helstu
breytingunum þar í landi, svo sem
afnám aðgreiningar í skóla eftir litar-
hætti eða lögleiðing fóstureyðinga,
komu ekki með lagabreytingu heldur
með úrskurði hæstaréttar.
Lög eru nefnilega, eins og önnur
mannanna verk, túlkunum háð. Væri
alltaf ljóst hvað lögin merktu væru
lögfræðingar líklega ekki svona hátt
launaðir (það sama gildir um bók-
menntafræðinga og skáldverk, þó að
launin þar séu víst heldur síðri). Á
áratugunum eftir seinni heimsstyrj-
öld sat enginn flokkur í Bandaríkj-
unum lengur að völdum en í tvö kjör-
tímabil, en á hinum langa valdatíma
repúblikana frá 1981–1993 og aftur
frá 2001–2009 var mörgum hæsta-
réttardómurum skipt út af einum og
sama flokki. Hneigjast þeir nú fremur
í íhaldsátt og telja margir sagnfræð-
ingar að þetta sé sá þáttur af arfleifð
Reagans sem mestu máli skiptir.
Hin raunverulega arfleifð
Reagans
Þegar telja átti atkvæði upp á nýtt í
Flórída árið 2000 til að komast að því
hver hefði í raun unnið kosningarnar,
og nú aftur þegar Obama hefur loks
tekist að koma heilbrigðisfrumvarpi
sínu í gegn, hlaupa íhaldsmenn til
hæstaréttar í von um ógildingu og fá
hana oftar en ekki. Það sama átti sér ef
til vill stað á Íslandi þegar Hæstiréttur
ógilti kosningar til stjórnlagaþings.
Það er erfitt að stjórna landi þar
sem annar flokkur hefur skipað flesta
æðstu embættismenn, en þó má vera
að enn dýpri ástæða liggi að baki.
Annað af afrekum Reagans var að
draga úr valdi ríkisins og færa það
einkaaðilum í staðinn. Þegar ríkis-
stjórnir starfa eftir óskum þessara
einkaaðila eiga þær auðvelt með að
koma sínum málum að, en þegar þær
starfa í trássi við þessa sömu aðila
virðast þær hálf máttlausar, og skipt-
ir þá litlu máli hvort um olíufyrirtæki
eða kvótakónga er að ræða. Ef til vill
er þetta sá hluti af arfleifð Reagans
sem mestu máli skiptir þrátt fyrir allt
saman. Hann sagði jú að ríkið væri
vandamálið en ekki lausnin, svo nú
þegar fólk leitar til ríkisins um lausn
mála sinna er lítið þangað að sækja.
Umræða | 17Miðvikudagur 19. október 2011
Hefur þú horft á Kexvexmiðjuna á RÚV?
„Ég hef lítið horft en fannst þetta alveg
þokkalegt.“
Ólafur Högni Ólafsson
50 ára slökkviliðsmaður
„Ég hef séð dálítið af henni já. Það hittir
sumt af þessu sæmilega í mark.“
Herbert Marinósson
69 ára sjómaður
„Já. Mér fannst hún svona allt í lagi, ekkert
eitthvað ótrúlega fyndin neitt.“
Elínborg Gunnarsdóttir
21 háskólanemi
„Já, og mér finnst hún mjög slæm.“
Ólafur Snorri Ottósson
23 ára kokkanemi
„Já, svona aðeins. Hún höfðar ekki til mín,
langt í frá.“
Gyða Jónsdóttir
74 ára hætt að vinna
1 Flúði myglu og fékk á sig stefnu Bettý Díana varð mikið veik vegna
myglusvepps í íbúð á Keilissvæðinu,
sagði upp húsnæðinu og var stefnt í
kjölfarið.
2 „Það er sárt að horfa upp á þetta“ Ólafur Oddgeirsson, 82
ára, dvelur á líknardeild Landakots.
Honum hugnast ekki áform
stjórnvalda um að loka deildinni.
3 Þekkir þú þennan mann? Lög-reglan leitar hans Lögreglan
leitar enn ræningjarnna sem rændu
úraverslun Franch Michelsen á
Laugavegi á mánudagsmorgun.
4 Tengdadóttir: Myndi hrækja í andlitið á Madoff Segir hann bera
ábyrgð á sjálfsvígi eiginmanns síns.
5 Veist þú um Ólaf Þór? Lögreglan lýsir eftir 16 ára pilti. Síðast er vitað
um ferðir hans 7. október síðast-
liðinn.
6 Fyllti bílinn af klósettpappír í vonskuveðri Vegfarandi nýtti sér
umferðaróhapp undir Ingólfsfjalli til
að birgja sig upp af salernispappír.
7 Stal frá þroskaheftum föngum sínum Bandarísk kona er talin hafa
nýtt sér bjargarleysi þroskahefts
fólks.
Mest lesið á dv.is
Myndin „Stóra systir fylgist með þér“ Hulduher íslenskra kvenna hélt samstöðufund gegn vændi undir yfirskriftinni
„Stóra systir fylgist með þér“ í Iðnó á þriðjudag. Þessar þrjár voru á leið á lögreglustöðina með gögn með upplýsingum
um vændiskaupendur. Mynd EyþÓR ÁRnaSOn
Maður dagsins
Erfitt að
keppa við
systur sína
Snjólaug Jóhannsdóttir
Badmintonkonan Snjólaug Jóhannsdóttir
úr TBR hefur unnið fjögur Varðarmót í röð.
Snjólaug segir badminton fjölskylduíþrótt
enda eru þrjár systur hennar í meistaraflokki
og faðir þeirra þjálfari. Uppáhaldsíþrótta-
maður Snjólaugar er Ólafur Stefánsson sem
hún segir öðruvísi en aðra íþróttamenn.
Hvar ertu alin upp?
„Í Garðabæ.“
Hvað drífur þig áfram?
„Badmintonið.“
Áhugamál?
„Fjölskylda og vinir. Ferðalög. En badmin-
tonið er númer eitt.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Ólafur Stefánsson. Hann er mjög góð
fyrirmynd í öllu. Hann er líka öðruvísi. Ekki
þessi týpíski íþróttamaður. Hefur aðrar
hugmyndir og það er skemmtilegt að hlusta
á hann.“
Hvað varstu gömul þegar þú fórst
að æfa badminton?
„Átta ára.“
af hverju varð badminton fyrir
valinu?
„Þetta er fjölskylduíþrótt. Pabbi minn er
þjálfari í TBR. Það var honum að þakka að
ég fór að æfa.“
Hvernig er að keppa við systur sína?
„Það er mjög erfitt. Ég á þrjár systur sem eru
allar í meistaraflokki svo ég er nánast alltaf
að keppa við systur mína. Þetta er erfitt
en maður reynir bara að díla við það. Þetta
verður líka auðveldara því oftar sem maður
keppir.“
Er rætt um eitthvað annað en
badminton í fjölskylduboðum?
„Lítið annað. Tveir tengdasynir foreldra
minna eru líka í badminton svo það er mjög
mikið rætt um badminton í fjölskyldunni.“
Áttu þér fyrirmynd?
„Ég hef alltaf litið mikið upp til foreldra
minna. Á ólíkan hátt samt. Hef tekið mis-
munandi hluti frá þeim báðum.“
Hvert stefnirðu?
„Mig hefur alltaf langað til að verða
badmintonþjálfari. Mig langar að þjálfa ein-
hvern sem kemst á Ólympíuleikana.“
Dómarar Davíðs
Dómstóll götunnar
Valur
Gunnarsson
Kjallari
„Lög eru
nefnilega,
eins og önnur
mannanna verk,
túlkunum háð.