Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 20
20 | Sport 19. október 2011 Miðvikudagur F ernando Alonso á Ferr- ari þurfti að sætta sig við fjórða sætið í Formúlu 1 kappakstrinum í Suður- Kóreu síðastliðna helgi. Hann átti þó gjörsamlega magnað- an lokakafla þar sem hann lýsti upp brautina með hraða sínum og tækni en því miður dugði það ekki til. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem Ferr- ari-bíllinn hefur verið svona hraður undir lok keppni. „Við erum mjög hrað- skreiðir á lokakaflanum og getum barist við þá bestu þar. Við verðum bara að nota þessa frammistöðu sem hvata til að gera betur í tíma- tökunni og ná að byrja fram- ar. Það hamlar okkur oft,“ seg- ir Alonso. Aðspurður hvað Ferrari- liðið þurfi að laga fyrir næsta tímabil segir hann: „Við þurf- um að vera hugmyndaríkari og mun ákveðnari hvað varð- ar hönnunina á bílnum.“ Ferrari er einmitt nú þegar farið að hugsa um næsta ár og frumsýndi nýjan framvæng á bílnum í Suður-Kóreu sem gaf sterka mynd af því hvern- ig bíllinn mun verða á næsta ári. „Þetta var hluti af bílnum okkar fyrir næsta ár,“ viður- kennir Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari. Nýi framvængurinn er ólíkur öllum þeim sem lið- ið hefur notað á F150-bíl- inn sinn í ár. „Eftir vandræð- in okkar í byrjun árs höfum við unnið mikið í vindgöng- unum og það sem við sjáum núna lofar góðu fyrir næsta ár. Öll gögn sem við höfum eru jákvæð en vissulega þurfum við að halda áfram að þróa vænginn fyr- ir nýja bílinn,“ segir Do- menicali en vængurinn sem liðið notaði í Suður-Kóreu var ekki einu sinni hannaður fyrir F150-bílinn sem gerir árang- ur Alonso enn áhugaverðari. Frumsýndu nýjan væng Í slenska kvennalandslið- ið í handbolta hefur leik í undankeppni EM 2012 á fimmtudaginn þegar lið- ið mætir Spáni ytra í fyrsta leik riðilsins. Ásamt Spáni og Íslandi eru í riðlinum Sviss og Úkraína en Ísland fór illa með Úkraínu þegar liðið tryggði sér keppnisrétt á HM í Brasilíu sem hefst nú í byrjun desemb- er. Íslensku stelpurnar voru staddar í Amsterdam á þriðju- daginn þar sem þær biðu eft- ir tengiflugi til Madrid og var Ágúst Jóhannsson, þjálfari liðsins, brattur þegar DV náði af honum tali. „Það er mikil stemning hjá okkur. Andinn er virkilega góður og mikil eining og samstaða ríkir í hópnum. Leikmennirnir eru mjög sam- stilltir inn á þetta verkefni,“ segir Ágúst. Slæmt að missa Rut og Guðrúnu „Spánn er sigurstranglegasta liðið í riðlinum,“ segir Ágúst um mótherja fimmtudagsins. „Það er alveg ljóst að Spánn á útivelli verður erfitt og krefj- andi verkefni. Við munum þurfa að eiga okkar allra besta leik til þess að eiga mögu- leika á hagstæðum úrslitum. Þær spila afskaplega týpísk- an spænskan bolta, ákveðinn varnarleik og sókn á háu tempói. Þá eiga þær leikmenn sem eru afskaplega sterkir maður á móti manni þannig það er ljóst að við þurfum að ná góðum varnarleik,“ seg- ir Ágúst sem verður án stór- skyttunnar Rutar Jónsdóttur og markvarðarins Guðrúnar Óskar Maríasdóttur sem eru meiddar. „Það er auðvitað slæmt að missa Guðrúnu sem hefur staðið sig vel hjá okkur í öll- um þeim verkefnum sem hún hefur verið valin í. Það er eins með Rut. Hún er einn okkar besti leikmaður og gríðarlega sterk sóknarlega. Það kem- ur samt maður í manns stað þannig að ég er hvergi bang- inn,“ segir Ágúst en hin unga Birna Berg Haraldsdóttir, leik- maður Fram, sem spilar einnig fótbolta sem markvörður hjá ÍBV, gæti fengið kallið í kom- andi verkefnum. „Birna spilaði slatta í Pól- landi og stóð sig vel. Þetta eru stór skref fyrir hana en það er ekkert ólíklegt að hún muni spila á Spáni,“ segir Ágúst. Fara vel yfir Póllandsför Stelpurnar tóku þátt í fjög- urra landa móti í síðasta mán- uði þar sem liðið tapaði öll- um leikjum sínum. Ágúst hefur notað þá ferð til að stilla strengina betur fyrir komandi verkefni. „Við erum búin að fara vel yfir það sem miður fór þar og gerum það enn betur í aðdraganda leiksins. Það var margt gott sem við gerðum í Póllandi en einnig margt sem betur mátti fara. Við erum allt- af að bæta okkar leik og reyna að þróa hann,“ segir Ágúst. En er ekkert erfitt fyrir þjálfarann að takast á við leiki í undankeppni EM þegar spenningurinn fyrir HM er að stigmagnast? „Við fórum vel út í þá hluti einmitt í Póllandi. Það er mikilvægt að við gleym- um okkur ekki í spenningi fyr- ir Brasilíu. Við vitum að þessir leikir um helgina eru gríðar- lega mikilvægir og hugarfar- ið er alveg rétt hjá liðinu. Það komast tvö lið upp úr riðlinum og við ætlum að vera annað þeirra. Það eru há en raunhæf markmið,“ segir Ágúst. Rúlla ekki aftur yfir Úkraínu Seinni leikurinn í þessari tveggja leikja törn fer fram í Laugardalshöllinni á sunnu- dagskvöldið þegar Úkraína kemur í heimsókn. Ísland hreinlega valtaði yfir Úkraínu í sumar á leið sinni á HM en það verður ekki eins núna seg- ir Ágúst. „Þær eru búnar að fá eldri leikmenn til baka og munu koma með allt öðru hug- arfari en síðast. Það er alveg ljóst að það verður alveg gríðar- lega erfitt verkefni. Með skipu- lögðum og góðum leikjum eig- um við samt að geta komist á EM,“ segir Ágúst sem kallar eftir stuðningi áhorfenda. „Við vonumst til að fá mik- inn stuðning á sunnudaginn. Síðast þegar við spiluðum við Úkraínu var vel mætt á pallana og á því þurfum við virkilega að halda. Það getur skipt sköpum,“ segir Ágúst Jóhannsson. Murray í þriðja sætið Breska tenniskappanum Andy Murray tókst ætlunarverk sitt um helgina er hann komst upp fyrir Svisslendinginn Roger Federer á heimslista karla í tennis. Murray vann David Fer- rer í úrslitaleik Sjanghaí-móts- ins í tveimur settum og lyfti sér þannig yfir Federer á heimslist- anum með þriðja mótssigri sín- um í röð. „Það eru ekki margir sem geta sagst hafa endað ofar en Federer á heimslistanum eftir heilt keppnistímabil. Ég er búinn að berjast virkilega fyrir þessu,“ segir Murray. n Ferrari farið að hugsa um næsta tímabil Nýi vængurinn Ferrari segir nýju hönnunina lofa góðu. MyNd ReuteRS Heil umferð í handboltanum Fimmta umferðin í N1-deild karla verður spiluð í heild sinni á fimmtudagskvöldið. Hún hefst á Akureyri þar sem heimamenn sem aðeins hafa unnið einn leik í vetur taka á móti Valsmönnum klukkan 19.00. Hálftíma síðar fara þrír leikir í gang. FH tekur á móti nýliðum Gróttu í Kaplakrika, Haukar sækja Aftureldingu heim í Mosfellsbæinn og Fram og HK mætast í Safamýrinni. Framarar eru eftir með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en Haukar koma þar næstir með sex stig. Erfitt hjá nýliðunum Þriðja umferðin í Iceland Ex- press-deild karla í körfubolta hefst á fimmtudagskvöldið með þremur leikjum. Nýliðar Vals, sem hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum sann- færandi, fá erfitt verkefni en þeir taka á móti Keflavík. Tindastóll fær Fjölni í heim- sókn á Krókinn og þá sækja ÍR-ingar Grindvíkinga heim í Röstina. Allir leikirnir hefj- ast klukkan 19.15. Njarðvík, Stjarnan, Grindavík og Snæfell eru þau lið sem hafa unn- ið báða leiki sína til þessa á mótinu. n Íslenska kvennalandsliðið hefur leik í undankeppni eM 2012 n Mætir Spáni ytra og Úkraínu heima n Ætlar sér á þriðja stórmótið í röð Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Handbolti komist á E Eigum að geta Reynslubolti Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er að sjálfsögðu í íslenska hópnum. MyNd eGGeRt JóhaNNSoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.