Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 22
22 | Fólk 19. október 2011 Miðvikudagur Vöðvabúnt skreyta kökur n Hámarks-terta ekki á leiðinni Þ etta var mun skemmti- legra en ég bjóst við en þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef skreytt köku,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ívar Guðmundsson en hann og Arn- ar Grant lærðu að skreyta kök- ur í þætti Tobbu á Skjá Einum undir leiðsögn frá Mömmum, mommur.is. Ívar fór stoltur með afraksturinn í vinnuna og seg- ir félagana hafa klárað kökuna á nokkrum mínútum. „Konan mín hefur séð um þetta hingað til enda miklu flinkari en ég. Ég er samt betri en hún að borða kökur,“ segir Ívar sem skreytti sína köku með hauskúpu og fótbolta á meðan Arnar Grant var í rómantískari hugleiðing- um. „Ætli sú staðreynd að hann er nýlega orðinn ástfanginn hafi ekki eitthvað að gera með hvernig hans kaka endaði. Hann fór með kökuna heim en ég veit ekki hvernig viðbrögð hann fékk við henni,“ segir Ívar. Ívar segir þá félaga ekki hafa hugsað sér að fara lengra með kökugerðarlistina. „Ég efast um að það komi á markaðinn Há- marks-terta. Ég held að það væri erfitt að finna köku sem væri bæði holl og falleg. Ég gæti samt alveg hugsað mér að gera þetta aftur. Nú er maður reynslunni ríkari. Það hefði verið gaman að hafa meiri tíma. Við héldum að það væri bara hægt að hespa þessu af en svo er ekki. Ætli við þyrftum ekki bara að skella okk- ur á námskeið hjá mommur.is.“ Arnar Grant kökuskreytinga- meistari Ef vel er að gáð má sjá að Arnar hefur fengið innblástur frá undir- fötum eða bikiníi. Hauskúpa og fótboltaskór Terta Ívars er örlítið karlmannlegri. Sigrún safnar liði gegn Smartlandi Sigrún Daníelsdóttir sem heldur úti blogginu líkams- virðing.is og hefur verið ötul í baráttunni gegn megrunarár- áttu bregður á það ráð að safna liði til þess að hringja eða skrifa bréf til Mörtu Maríu Jónas- dóttur sem ritstýrir Smartlandi á mbl.is og kvarta formlega yfir útlits- og megrunaráherslum Smartlands. Hún hvetur einnig lesendur sína til þess hringja til Hreyfingar og lýsa yfir óánægju með þær áherslur sem líkams- ræktarstöðin stendur fyrir. Rót- in að þessu er svokallað heilsu- átak Smartlands og Hreyfingar en þær konur sem taka þátt í því borða ekki nema 1.200 hita- einingar í sex daga og segja frá því í dagbók á Smartlandi. Auglýsti sjálfan sig Stórsöngvarinn Björgvin Hall- dórsson nýtti sér tækifærið er hann var að lesa dagskrár- kynningu síðastliðins mánu- dagskvölds á Stöð 2 og auglýsti sína eigin tónleika. Björgvin hefur lengi séð um dagskrár- kynningar fyrir Stöð 2 en á mánudagskvöldið var á dag- skrá heimildamynd um hina goðsagnakenndu hljómsveit Bee Gees. „En Robin Gibb verður einmitt gestur á jóla- tónleikum Björgvins Halldórs- sonar,“ sagði Björgvin er hann kynnti heimildamyndina en Gibb er einn þriggja bræðra úr hljómsveitinni. Robin Gibb verður annar af tveimur er- lendum gestum á jólatónleik- unum í ár en Paul Potts mætir einnig eins og í fyrra. É g geri þessar æfingar nú- orðið þar sem enginn sér, ég er hættur að sperra mig. Áður fyrr gerði ég þetta fyrir allra augum en nú er ég hættur að menga sjón- sviðið og geri þær í leyni,“ seg- ir Egill Ólafsson, söngvari og leikari, sem er einn þeirra sem gerir Müllers-æfingar reglu- lega sér til heilsubótar. „Þetta snýst um jafnvægi, ég tylli mér á tær og geri teygj- ur. Maður á helst að gera þetta fyrir opnu hafi og einn með sjálfum sér,“ bætir hann við. Stundar leikfimi á hverjum morgni Fleiri þjóðþekktir einstakling- ar leggja stund á æfingarnar og ekki síður strokurnar sem einkenna þessa líkamsrækt. Ingvar E. Sigurðsson leikari er á meðal þeirra sem gerir æf- ingar sem þessar en fremstur í flokki er þó aldurshöfðinginn og íþróttahetjan þjóðkunna Valdimar Örnólfsson. Valdimar er nú orðinn 79 ára og stundar líkamsrækt á hverjum morgni og gerir þá Müllers-æfingar. Valdimar kenndi lengi morgunleikfimi í útvarpinu og finnst reyndar best að gera æfingar á morgn- ana. Hann hefur í gegnum tíð- ina tekið að sér að kenna þess- ar frægu Müllers-æfingar sem að hans sögn eru byggðar á strokum og teygjum, styrkja líkamann, bæta andann og létta lundina. Strokurnar mikilvægastar „Æfingarnar er best að gera nakinn, eða í klæðalítilli lenda- skýlu,“ segir Valdimar sem seg- ir þó stripl í náttúrunni ekki nauðsynlegt. Æfingarnar megi vel gera inni á baði. Hann segir strokurnar einna mikilvægast- ar. „Húðin er líffæri sem þarf að sinna og strokurnar miða að því. Þær eiga að örva blóð- rásina, koma lagi á meltingu og innri starfsemi ýmiss kon- ar. Þórbergur Þórðarson skáld gerði æfingarnar vinsælar og bætti þá við köldum sjóböðum en í raun og veru eru þessar æfingar bara einfaldar líkams- æfingar sem taka stuttan tíma en eru áhrifamiklar.“ Valdimar segist halda að það færist í aukana að fólk geri Müllers-æfingar og það haldist líklega í hendur við vinsældir sjósunds. „Þetta er fín tísku- sveifla og þetta er alveg jafn- áhrifamikið á konur og karla. Það borgar sig að kynna sér strokurnar vel, ef þessir karlar kunna ekki að strjúka sér, þá skal ég kenna þeim það,“ segir Valdimar og skellir upp úr. Best að vera nakinn n Müllers-æfingar og strokur vinsælar enn í dag n Best að vera nakinn eða í efnislítilli skýlu n Egill Ólafsson og Ingvar Sigurðsson meðal þeirra sem gera Müllers-æfingar Valdimar við míkrófóninn Valdimar Örnólfsson íþróttakennari er orðinn 79 ára og gerir Müllers-æfingar og strokur á hverjum degi. Hann kenndi morgunleikfimi árum saman og segir best að gera æfingar alla morgna. Gera Müllers-æfingar Egill Ólafsson og Ingvar E. Sigurðsson gera Müll- ers-æfingar af kappi. Egill vill ekki gefa upp staðsetninguna. Segist hættur að sperra sig. Ráðherrann stundar Müllers-æfingar Steingrímur J. Sigfússon er meðal þeirra Ís- lendinga sem stunda Müllers-æfingar reglulega. Svarar Barna- landskonum Svo heitar umræður voru í vik- unni á samskiptavefnum bland.is, sem áður hét Barna- land, um það hvort athafna- konan María Birta væri sam- kynhneigð eða ekki, að María Birta sá sér ekki annað fært en að svara sjálf. „HæHæ. Mér var bent á þetta spjallborð, en nei, ég er ekki lesbísk. En ég sé að nokkrir eru búnir að svara þessu réttu – þetta kallast að vera Pan- sexual og ég einmitt talaði um það í þættinum. Það er fyndið hversu fáir hafa heyrt um þetta (pan-sexual) því að það er árleg ráðstefna haldin um þetta og fyrir þremur árum síðan, ef ég man rétt, var hún haldin á Ís- landi,“ skrifar María Birta og vísar í þáttinn Ísþjóðina. J. P. Müller sýnir Per syni sínum réttu handtökin árið 1903 Hinn danski Müller skrifaði fyrstu æfingabók-ina af nokkrum ári síðar og varð hún strax mjög vinsæl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.