Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 19. október 2011 Miðvikudagur Málefni ríkislögreglustjóra: Segir Harald hafa farið að lögum Innanríkisráðuneytið hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að Ríkis- endurskoðun hafi dregið upp vill- andi mynd í ábendingu sinni um innkaup löggæslustofnana þar sem Haraldur Johannessen ríkislögreglu- stjóri var álitinn hafa brotið lög. Ríkisendurskoðun gagnrýndi harð- lega tugmilljóna viðskipti embættis- ins við fyrirtæki sem ýmist eru í eigu lögreglumanna eða aðila tengdum þeim. Innanríkisráðuneytið hefur farið yfir málið eftir að það komst í hámæli og fjallað um ábendingar Ríkisendur- skoðunar sem og greinargerð ríkis- lögreglustjóra. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að dregin hafi verið upp villandi mynd af málinu þegar gefið var í skyn að lögreglan hefði ekki farið að lögum og reglum um innkaup. Hins vegar sé nauðsynlegt að skerpa á reglum og koma inn- kaupum á vegum lögregluembætta í landinu í markvissari farveg. Hefur ráðuneytið því falið Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, í samvinnu við lögregluembætti og Ríkiskaup, að leggja fram tillögur að umbótum í innkaupum á búnaði og tækjum til lögreglunnar. Tillögurn- ar ber að leggja fram eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi. „Ég hef sannfærst um að embætti ríkislögreglustjóra hafi farið að lögum í innkaupum sínum. Sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum af embættinu er ómakleg og röng. Hins vegar eru þessi mál almennt ekki í nógu góðum farvegi og því eru tilteknir þættir þeirra teknir til sér- stakrar skoðunar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisáðherra. Vilja efla landkynningu: Vefmyndavélar á 150 fallega staði Þrettán þingmenn hafa flutt í fimmta sinn þingsályktunartillögu þess efnis að mennta- og menningarmálaráð- herra verði falið að hefja undirbún- ing og uppsetningu vefmyndasafns með því að koma upp nettengdum myndavélum á allt að 150 fegurstu og sérkennilegustu stöðum landsins. Árni Johnsen er flutningsmaður tillögunnar ásamt tólf öðrum þing- mönnum allra flokka nema Hreyf- ingarinnar. Segir í tillögunni, sem flutt hefur verið á fjórum síðustu löggjaf- arþingum, að nettengt safn af þessu tagi yrði það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Það myndi að auki skapa óþrjótandi möguleika á landkynn- ingu í þágu ferðaþjónustu, sögu, menningar og atvinnulífs. Mögulegar netstöðvar sem nefndar eru í greinargerðinni eru til dæmis: Gullfoss, Þingvellir, Geysir, Lónsöræfi, Landmannalaugar, Eldey, Bláa lónið, Vatnajökull, Þjórsá, Þórs- mörk, Akureyri, Vestmannaeyjar og Stykkishólmur. Segir þá að auðvelt yrði að virkja vefmyndavélar með sólarrafhlöðum til nokkurra ára en reikna megi með að hver stöð kosti um 1,5 milljónir króna. Verkefnið í heild, miðað við 150 stöðvar, myndi því kosta um 225 milljónir króna.  Breytingarnar á stjórnarskránni n Tímamörk á því hvað forseti má sitja lengi n Óheimilt er að skerða aðgang að netinu n 10% kjósenda geta krafist þjóðaratkvæðis um lög n Persónukjör í kosningum U ppröðun okkar frumvarps er talsvert frábrugðin því sem er í núgildandi stjórn- arskrá. Það sem er mest áberandi er að kaflinn um mannréttindi er fremstur. Kaflinn um Alþingi er líka settur framar en kaflinn um forsetann,“ sagði Salvör Nordal, fulltrúi í stjórnlagaráði, á opnum fundi um stjórnarskrárfrum- varp ráðsins, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi. Fundaröð þar sem farið er yfir tillögur stjórnlagaráðs fer fram í Borgarbókasafninu á Tryggvagötu næstu mánudaga. Í erindi sem hún flutti á fund- inum tíundaði hún þær breytingar sem ráðið leggur til og henni finnst markverðastar. „Orðfærið í stjórnar- skránni er ólíkt. Við reyndum að draga úr karllægu orðfæri því í sum- um greinum er það áberandi í nú- gildandi stjórnarskrá. Okkar frum- varp er lengra. Greinum fjölgar úr 81 í 114 greinar. Varðandi stjórn- skipunina, þá er veruleg áhersla á að styrkja Alþingi. Það er miklu ítarlegri kafli um ráðherra og ríkisstjórn en er í núgildandi stjórnarskrá.“ Frumvarp stjórnlagaráðs felur í sér gífurlega miklar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórn- lagaráðsfulltrúar segja frumvarp- ið efla lýðræði, Alþingi og færa valdið til fólksins. Þá á frumvarp- ið að tryggja grundvallarréttindi allra þjóðfélagshópa. Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, hefur þó túlkað frumvarpið á þann veg að það stórauki völd forseta Íslands. Þeirri túlkun hefur hins vegar verið mótmælt. Stórar breytingar verða hins vegar gerðar á stjórnarskránni, nái frumvarpið fram að ganga. DV tekur hér saman helstu breytingarnar. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is n Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Í núgildandi kjördæmakerfi vega atkvæði í fámennari kjördæmunum þyngra en í þeim fjölmennari. n Alþingiskosningar byggjast upp á persónukjöri. Þar raða kjósendur fram- bjóðendum af listum í sínu kjördæmi eða af landslistum. n Sérstaklega er tekið fram að eitt kjör- dæmi má ekki hafa fleiri en 30 þingmenn. n Lög verði sett um hvernig skuli stuðla að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi. n Hægt er að breyta kjördæmamörkum, tilhögun á úthlutun þingsæta og reglum um framboð ef 66% þingmanna sam- þykkja breytingarnar. n Þriðjungur þingmanna getur kallað saman Alþingi. n Alþingismönnum verði óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. n Aukinn meirihluta eða 66% atkvæða þingmanna þarf til þess að kjósa forseta Alþingis. Hann hefur ekki atkvæðisrétt á Alþingi og lætur af almennum þing- störfum. n Kjósendur geta komið með tillögur um þingmál, sem eru þá tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. n 10% kjósenda geta krafist þjóðar- atkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Ef kjósendur hafna lögunum í atkvæðagreiðslu falla þau úr gildi. n Ef 2% kjósenda taka sig saman geta þeir lagt fram þingmál á Alþingi. n 10% kjósenda geta tekið sig saman og lagt fram frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur þá lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði og frumvarp Alþingis. n Ekki verði hægt að krefjast atkvæða- greiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuld- bindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt. n Stjórnvöldum verði bannað að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Ríkisábyrgðir má þó setja ef almannahags- munir krefjast þess. TILLÖGUR STJÓRNLAGARÁÐS n Samkvæmt nýja frumvarpinu getur forseti sett Alþingi ef þriðjungur þingheims leggur það til. n Forsetinn er einn af handhöfum fram- kvæmdarvaldsins samkvæmt frum- varpinu. n Í forsetakosningum mega kjósendur raða upp frambjóðendum eftir forgangs- röðun. Sá sem best uppfyllir forgangs- röðun kjósenda er rétt kjörinn forseti. n Hann má heldur ekki sitja lengur en í þrjú kjörtímabil. Það hefði þýtt að Ólafur Ragnar Grímsson hefði þurft að hætta árið 2008. n Ekki má sækja forseta Íslands til refsingar nema með samþykki Alþingis. Hann má leysa frá embætti áður en kjör- tímabili hans er lokið, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Til þess að sú atkvæðagreiðsla fari fram þurfa 75% þingheims að samþykkja hana. n Forsetinn þarf að staðfesta skipan í embætti dómara og ríkissaksóknara. Synji forsetinn þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 66% atkvæða. n Forseti getur kallað þingið saman ef þriðjungur þingmanna leggur það til. n Áfram er gert ráð fyrir málskotsrétti forseta í tillögum stjórnlagaráðs. n Forsetinn ráðfærir sig við þingmenn og gerir síðan tillögu til þingsins um forsætis- ráðherra sem meirihluti Alþingis þarf síðan að kjósa. FORSETI ÍSLANDS n Enginn getur gegnt sama ráðherraemb- ætti lengur en átta ár, samkvæmt tillögum stjórnlagaráðsins. n Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi n Ráðherrar geta þó tekið þátt umræðum á Alþingi. Alþingismaður víkur úr þingsæti ef hann er skipaður ráðherra. n Forsætisráðherra er kosinn af Alþingi. n Ráðherrar skulu ekki vera fleiri en 10 n Árlega leggur ríkisstjórn fyrir Alþingi skýrslu um störf sín og framkvæmd ályktana þingsins. n Ráðherrar bera lagalega ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Bóki ráð- herra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar ber hann þó ekki ábyrgð á henni. n Ráðherra má gera samninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. n Framsal ríkisvalds er hins vegar alltaf afturkræft. n Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds, skal haldin bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðuna. RÁÐHERRAR OG RÍKISSTJÓRN ALÞINGI n Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. n Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. n Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leita í húsakynnum hans eða munum nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. n Sama á við um póstsendingar, símtöl og önnur fjarskipti. n Börnum er tryggður réttur til að tjá skoð- anir sínar í öllum málum sem þau varða. n Óheimilt er að skerða aðgang að netinu og upplýsingatækni nema með sérstökum skilyrðum. n Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. n Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara á að tryggja í lögum. Bannað er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði. n Lög skulu tryggja frelsi vísinda, fræða og lista. n Öllum skal tryggður réttur til almennrar menntunar. n Menntun án endurgjalds skal tryggð öllum börnum sem skólaskylda nær til. n Dýrmætar þjóðareignir, svo sem þjóð- minjar og fornhandrit má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja. n Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. n Allir hafa rétt á heilnæmu umhverfu, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. n Enginn getur fengið auðlindir í náttúru Íslands eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota. Aldrei má selja þær og veðsetja. n Þessar auðlindir eru nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns. Uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. n Stjórnvöldum er skylt að upplýsa al- menning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. n Dýrum er tryggð vernd gegn illri með- ferð. MANNRÉTTINDI OG NÁTTÚRA Stjórnlagaráð Samkvæmt tillögum ráðsins getur enginn gegnt sama ráðherraembættinu lengur en í átta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.