Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir 30. nóvember 2011 Miðvikudagur
Fleiri verða látnir fara
n Fjöldi fólks missir vinnuna hjá Íslandsbanka og Byr
F
jörutíu og tveimur starfsmönn-
um sameinaðs banka Byrs og
Íslandsbanka hefur verið sagt
upp. Þá hefur verið gengið til
samninga um starfslok tuttugu og eins
starfsmanns til viðbótar og munu því
alls sextíu og þrír starfsmenn hætta
störfum hjá bankanum um næstu
mánaðamót. „Þetta eru starfsmenn
úr báðum bönkum, það koma tæp-
lega tveir þriðju úr Byr og restin úr
Íslandsbanka,“ segir Guðný Helga
Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Ís-
landsbanka. „Þetta er úr flestum deild-
um bankans. Þetta dreifist yfir allan
bankann.“ Guðný segir að engir fram-
kvæmdastjórar séu í hópnum en for-
stöðumenn séu meðal þeirra sem sagt
var upp.
Talsvert fleiri konur en karlar missa
vinnuna í þessum uppsögnum. Í til-
kynningu frá bankanum er sérstaklega
tekið fram að talsvert fleiri starfsmenn
sameinaða bankans séu konur, eða
um 66,5 prósent.
Guðný segir að endurskipulagn-
ingu í höfuðstöðvum bankans sé lok-
ið með aðgerðum dagsins en fleiri eigi
von á uppsagnarbréfi eftir áramótin
þegar ráðist verður í sameiningu úti-
búa. „Það er bara unnið að samein-
ingu útibúanna og það er búið að til-
kynna starfsmönnum með hvaða
hætti það verður gert.“
„Skattaumhverfi og annað hef-
ur breyst. Það er verið að tala um að
leggja sérstakan launaskatt á fjármála-
fyrirtæki og bankasýslan og aðrir eig-
endur gera ákveðnar arðsemiskröfur
á bankann,“ segir hún og nefnir að um
helmingur hagnaðar síðasta árs hafi
verið vegna endurmats á lánasafni
bankans. „Þetta er mjög erfitt og erf-
iður dagur fyrir starfsfólkið að kveðja
samstarfsfélaga sína.“
adalsteinn@dv.is
Segir Abbas hafa
fylgst með Alþingi
„Þessi viðurkenning hefur mikið
að segja og með afgreiðslu málsins
hefur verið fylgst, ekki bara af sendi-
herra Palestínu, heldur af Mahmo-
ud Abbas, forseta Palestínu,“ segir
Sveinn Rúnar Hauksson, formaður
samtakanna Ísland Palestína, en Al-
þingi Íslendinga samþykkti á þriðju-
dag viðurkenningu á sjálfstæðu ríki
Palestínu. „Þetta hljómar kannski
eins og lítið skref en þetta er í raun-
inni stórt skref fyrir Ísland og málið
allt á okkar vettvangi.“
Ísland er fyrsta vestræna ríkið
til að viðurkenna fullveldi Palest-
ínu. Ríkið er þó viðurkennt af fjölda
ríkja sem aðild eiga að Samein-
uðu þjóðunum. „Það eru bara ekki
löndin sem eru í kringum okkur,“
segir Sveinn Rúnar en hann segir að
Norðurlöndin hafi beðið eftir niður-
stöðu Íslendinga.
Aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins greiddu tillögunni ekki atkvæði.
Hún var í kjölfarið send til ríkis-
stjórnarinnar sem var með henni
falið að viðurkenna Palestínu sem
sjálfstætt og fullvalda ríki innan
landamæranna frá því fyrir sex daga
stríðið árið 1967.
„Þetta er stór dagur og það ríkir
mikill fögnuður, sem nær inn á
Gaza-svæðið, Vesturbakkann og
Austur-Jerúsalem,“ segir Sveinn
Rúnar en sama dag og Alþingi sam-
þykkti þingsályktunartillöguna var
alþjóðlegur baráttudagur fyrir rétt-
indum Palestínu sem og afmælis-
dagur samtakanna Ísland Palestína.
Fjörutíu og tveimur sagt upp
Tugir misstu vinnuna hjá Íslandsbanka á
þriðjudag.
Kona varð
undir dráttarvél
Betur fór en á horfðist þegar
kona lenti undir dráttarvél í
umdæmi lögreglunnar á Hvols-
velli á sunnudag. Í dagbók lög-
reglu kemur fram að slysið hafi
orðið þegar verið var að draga
vélina í gang. Afturhjól drátt-
arvélarinnar fór yfir bæði læri
hennar og var hún flutt með
sjúkrabíl á Heilsugæsluna á
Hvolsvelli. Hún slasaðist lítils
háttar og fékk að fara til síns
heima að skoðun lokinni. Í dag-
bók lögreglunnar á Hvolsvelli
kemur fram að liðin vika hafi
verið tiltölulega róleg. Í desemb-
er mun lögregla þó herða eftirlit
með ölvunarakstri eins og venju-
lega á þessum árstíma. Vill lög-
regla minna á alvarleika þess að
setjast undir stýri og aka eftir að
hafa neytt áfengis.
M
argeir Pétursson, fyrrver-
andi stjórnarformaður og
aðaleigandi MP Banka,
verður kærður til emb-
ættis sérstaks saksóknara
fyrir umboðssvik á næstu dögum.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglu-
stjóra sameinaðist embætti sérstaks
saksóknara í september, líkt og kunn-
ugt er. Þetta segir Einar Gautur Stein-
grímsson, hæstaréttarlögmaður og
skiptastjóri þrotabús eignarhalds-
félagsins Saxbyggs, sem búinn er að
ljúka við kæruna. Sigfús B. Ingimund-
arson er einnig í kærður í málinu.
Kæran snýr að viðskiptum eignar-
haldsfélagsins Austurbrautar við MP
Banka í lok árs 2009. Margeir Pét-
ursson var stjórnarformaður Aust-
urbrautar og MP Banka þegar við-
skiptin áttu sér stað. „Það sem kæran
byggist á eru umboðssvik, brot á 249.
grein almennra hegningarlaga. Hún
byggir á því að þeir færa lélegar eign-
ir úr MP Banka og yfir í Austurbraut,“
segir Einar Gautur.
Hluthafar Austurbrautar eru með-
al annars FSP Holding, fjárfestinga-
félag Byrs, Sparisjóðsins í Keflavík og
Sparisjóðabankans, MP Banki, Mar-
geir Pétursson ehf., hollenska félagið
Vostok Holdings og Saxbygg.
Gert til að bæta stöðu MP Banka
Í einföldu máli snýst kæran um það
að MP Banki hafi stundað viðskipti
við Austurbraut sem ekki voru til
hagsbóta fyrir aðra hluthafa Austur-
brautar en bankann sjálfan. Þá voru
verðlitlar eignir seldar inn í Austur-
braut með láni frá MP Banka og veð
var tekið í verðmætari eignum Aust-
urbrautar. Þetta var gert til að lagfæra
eiginfjárstöðu MP Banka að mati Ein-
ars Gauts. „Ég tel að þeir hafi ætlað
að nota góða eiginfjárstöðu Austur-
brautar til að leysa vanda MP Banka.“
Í lok árs 2008 var staða Austur-
brautar nokkuð góð, félagið átti um
milljarð í eigið fé vegna fasteigna-
eignar í Úkraínu og skuldaði um 200
milljónir. Í árslok 2009 var eiginfjár-
staða MP Banka hins vegar orðin
slæm og átti bankinn á hættu að eig-
infjárhlutfallið færi niður fyrir lög-
bundið lágmark Fjármálaeftirlitsins,
líkt og síðar gerðist.
Ætluðu að taka eignirnar í
veðkalli
MP Banki seldi þá fasteignir til Aust-
urbrautar sem bankinn hafði leyst
til sín frá eignarhaldsfélaginu Au-
roru, fjárfestingafélagi sem MP Banki
stofnaði til að eiga í viðskiptum í
Eystrasaltsríkjunum og Austur-Evr-
ópu árið 2007. MP Banki seldi svo
hluta þessara eigna til Austurbrautar
með 850 milljóna króna láni frá MP
Banka og var félagið því fyrir vikið
skuldsett um það sem nam kaupverð-
inu. Stjórn Austurbrautar var ekki
höfð með í ráðum þegar ákveðið var
að kaupa eignirnar af MP Banka með
láni frá bankanum. Lánið var með
12 prósent vöxtum og var til eins árs.
Um það bil mánuði eftir að viðskipt-
in áttu sér stað voru eignirnar sem
seldar voru inn í Austurbraut frá MP
Banka færðar niður í verði um 80 til
100 milljónir króna í bókum Austur-
brautar. Því var ljóst að eignirnar sem
seldar voru inn í Austurbraut voru
ekki eins mikils virði í raun og þegar
þær voru seldar.
„Lánasamningurinn við MP
Banka var til innan við árs og MP
Banki var kominn með veð í eignum
Austurbrautar. MP Banki ætlaði svo
bara að beita veðkalli um sumarið
2010 og hirða þessar eignir félagsins
upp í skuldina,“ segir Einar Gautur.
Hann segir að Saxbygg, einn af hlut-
höfum Austurbrautar, hafi þá verið
orðið gjaldþrota og að það og Byr hafi
þó stöðvað veðkallið frá MP Banka.
„Við risum upp og börðum í borðið og
þá þorðu þeir ekki að halda veðkall-
inu til streitu.“
Myndin af viðskiptunum er því sú
að MP Banki hafi ætlað að nota eign-
ir Austurbrautar til að bæta stöðu MP
Banka á kostnað annarra hluthafa
Austurbrautar, meðal annars Sax-
byggs.
n Viðskipti MP Banka og Austurbrautar í lok árs 2009 talin vera umboðssvik
n MP Banki lét lélegar eignir inn í Austurbraut en tók veð í betri eignum
Margeir kærður
fyrir umboðssvik
„Ég tel að þeir hafi
ætlað að nota
góða eiginfjárstöðu
Austurbrautar til að leysa
vanda MP Banka.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Reyndu að bæta stöðu MP
Margeir Pétursson verður kærður
fyrir umboðssvik fyrir tilraun til
að bæta stöðu MP Banka með
viðskiptum við eignarhalds-
félagið Austurbraut í árslok 2009.
iess
járnsmíði
Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is