Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 17
Erlent 17Miðvikudagur 30. nóvember 2011 Ekkert varð af áformum Kínverja svipaðan hátt og sjá má víða á úti- mörkuðum. Siglt í strand En bjartsýni á framhald fram- kvæmda varð endaslepp því eft- ir opnunarhátíðina hörðnuðu enn frekar átök Luos og sænskra yfirvalda vegna launa- og öryggismála. Fram- kvæmdir lögðust af og um nokkurt skeið bjuggu kínversku verkamenn- irnir við aðgerðaleysi og óvissu. Þeg- ar upp var staðið kom í ljós að Fa- nerdun hafði ekki greitt þeim laun samkvæmt sænskum reglum og í sumum tilfellum ekki greitt laun yfir- höfuð. Í heimildamyndinni China- town varpar einn kínversku verka- mannanna fram þeirri spurningu hvort vinnuveitandinn geti lifað af 300 krónum sænskum á mánuði. Hið óumflýjanlega gerðist og brátt héldu verkamennirnir til síns heima í Kína. Eftir stóð skemma, minnismerki um kínverska útrás til Kalmar í Sví- þjóð, brostnar væntingar um bætt kjör í byggðarlaginu og aukinn hag- vöxt sem aldrei varð. Að auki, sam- kvæmt heimildamyndinni, fór Luo Jinsheng frá miklum skuldum sem hann hafði stofnað til við sænskar byggingavöruverslanir. Luo Jinsheng virtist hafa horfið af yfirborði jarðar og eina lífsmarkið sem hann sýndi var tölvupóstur sem með tíð og tíma varð æ sjaldséðari og hætti síðan með öllu að berast. Ævin- týrið var úti. n DV hafði samband við Johan Persson, bæjarstjóra í Kalmar, til að forvitnast frekar um afdrif framkvæmda Luos Jinsheng í bænum. Persson segir að fasteignafélag hafi keypt allt sem kínverska fyrirtækið Fanerdun kom nálægt, meðal annars byggingar og var það allt jafnað við jörðu. Aðspurður hvort ekki hafi komið til greina að Svíar kæmu að framkvæmd- unum segir Persson að bæjarstjórn hafi í fleirgang bent Luo Jinsheng á að það yrði hvort tveggja hagkvæmara og einfaldara að leita til sænsks byggingafyrirtækis sem þekkti sænska regluverkið. Johan Persson segir að Luo Jinsheng hafi engu að síður valið þann kost að láta fljúga með kínverska byggingarverkamenn frá Kína. „Við gátum ekki komið í veg fyrir það þar sem um var að ræða hans einkafram- tak.“ Ekkert gert eftir opnunarhátíðina Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2007 að viðstöddum meðal annarra Maud Olofsson, aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar, og sendiherra Kína í Svíþjóð. Opnunarhátíðin var haldin haustið 2008. „Eftir vígsluna lögðust framkvæmdir með öllu niður,“ segir Persson. Aðspurður um eigin skoðun varðandi þá neitun sem Huang Nubo fékk hjá íslenskum stjórnvöldum segist Johan Persson ekki þekkja það vel til málsins að hann geti tjáð sig um það. En hvað myndu stjórnvöld í Kalmar gera ef kínverskur framkvæmda- maður kæmi til Kalmar með tilboð um fjárfestingar, framkvæmdir og fjölgun starfa upp á vasann?- „Í Kalmar eru öllum, óháð þjóðerni, velkomið að fjárfesta. Að því gefnu að þeir greiði þau gjöld sem þeim ber, fari að lögum og reglum og virði samkomulag.“ „Eftir vígsluna lögðust framkvæmdir niður“ Kalmar Ekkert varð úr áformum kínverska fjár- festisins. Eftir stóð skemma, minnismerki um kínverska útrás til Kalmar í Svíþjóð og brostnar væntingar. Mynd PhotoS.coM Ö ndvert Hallgerði forðum sem launaði Gunnari kinn- hestinn með því að neita honum um hár í boga- streng þegar smádjöfla- þröng sótti að hetjunni þá launa ég Guðna Ágústssyni, framkvæmda- stjóra afurðasamtaka í mjólkuriðn- aði, síðasta ESB-snoppunginn úr þeirri átt með því að leggjast í stór- orrustur fyrir íslenska mjólkuriðn- aðinn í hinu rísandi veldi Rússa,“ sagði Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra léttur í lundu við DV.is aðspurður um fréttatilkynningu um nýja möguleika á sölu mjólkurafurða í Rússlandi. „Það heitir að rétta hinn vang- ann eins og Þorláksbúðarmenn eiga að þekkja,“ segir Össur sem er nú í opinberri heimsókn í Rússlandi þar sem hann meðal annars gekk frá nýjum samningi sem opnar mjólk- urafurðum leiðina inn á Rússlands- markað. Óðir í skyr Össur segir að samningurinn sé af- rakstur langrar samningalotu utan- ríkisráðuneytisins og sérfræðinga MAST, sem Rússar hafi nú fallist á. Sérfræðingar MAST, ekki síst Jón Gíslason, ættu mikinn heiður skil- inn fyrir sína vinnu. „Hér í Rússlandi bíða menn þess í hrönnum að fá að kaupa íslenskt mjólkurduft, sem er það besta í heimi, en það hefur skort á að Rúss- ar hafi fallist á regluverk okkar við að tryggja hámarksgæði. Mér heyr- ist líka að Rússar séu óðir í skyr og vilji líka prófa íslenska smjörið. Enda segir Bændablaðið að það sé ódýrasta smjörið á markaðnum eins og aðrar landbúnaðarafurð- ir – svo varla þurfa þeir nú að tapa svefni vegna mögulegs innflutnings þegar aðildin verður að veruleika,“ segir Össur. Skyrsölustrákur Utanríkisráðherra sagði að samn- ingurinn, sem var kláraður á mánu- dag, muni svipta upp dyrum fyrir heimsins hollustu mjólkurafurðir inn á hinn rússneska markað. „Afurðastöðvar eins og MS, sem nú geta selt varning sinn óheft inn á Rússlandsmarkað. Menn hljóta að gleðjast yfir að hafa í sínu liði skyr- sölustrák eins og utanríkisráðherra. Um leið mun það bæta hag bænda stórlega að komast á nýjan markað. Þannig erum við í utanríkisráðu- neytinu stöðugt að vinna fyrir ís- lenska bændur, og ekki síst Guðna Ágústsson, sem er þar efstur pótin- táta,“ segir Össur glaðbeittur. Alltaf reiðubúinn „Ég sagði í ræðu minni í dag að galdurinn á bak við það að íslensk- ir menn væru svo sterkir og kon- urnar langlífar mætti rekja til skyrs, sem væri í reynd besta fæðubótar- efni í heiminum. Ég held að öfl- ug fyrirtæki og afreksmenn eins og Guðni geti nú selt reiðinnar býsn af mjólkurvörum til hinna gersku vina í Rússlandi. Menn mega ekki festast á meltunni í einhverju kasti yfir ESB heldur þurfa þeir að láta hendur standa fram úr ermum. Þeir mega vita það að utanríkisráðherra er alltaf reiðubúinn að rétta sínum vinum í Bændahöllinni hjálpandi hönd ef þarf,“ segir Össur. n Rússar eru „óðir í skyr“ n Samningur opnar íslenskum mjólkurvörum leið inn á Rússlandsmarkað n Utanríkisráðherra á fund Rússa n Berst fyrir íslenska mjólkuriðnaðinn hressir félagar Össur segir að samningurinn sé afrakstur langrar samningalotu utan- ríkisráðuneytisins og sérfræðinga MAST, sem Rússar hafi nú fallist á. Gengið frá samningum Össur Skarp- héðinsson er nú í opinberri heimsókn í Rússlandi þar sem hann gekk frá nýjum samningi sem opnar mjólkurafurðum leið inn á Rússlandsmarkað. „Afurðastöðvar eins og MS, sem nú geta selt varning sinn óheft inn á Rússlands- markað. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.