Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir 30. nóvember 2011 Miðvikudagur Með kíló af hassi í bílnum n Karlmaður dæmdur fyrir vörslu á talsverðu magni fíkniefna K arlmaður á fertugsaldri var á þriðjudag dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og umferðar­ lögum en tæpt kíló af hassi fannst í bifreið hans. Var hann dæmd­ ur í sex mánaða skilorðsbundið fang­ elsi fyrir brotin. Maðurinn var hand­ tekinn eftir að hafa verið stöðvaður við akstur af lögreglunni en hann reyndist ekki vera með ökuréttindi. Við leit í bíl hans kom í ljós að hann var með 969,54 grömm af hassi í rauðum plastpoka. Eftir að hann var handtekinn var svo gerð húsleit á heimili hans en þar fundust áhöld til kannabisræktunnar auk 87 kannabis­ plantna, 1,20 gramma af marijúana, 36,5 gramma af kannabislaufum, fjög­ urra ljósapera, eins tímarofa og einnar loftdælu, sem lögregla lagði hald á. Plönturnar sem hald var lagt á í húsleit lögreglunnar voru samkvæmt dómnum litlar, eða á bilinu 5 til 60 sentímetrar. Þá var styrkleiki þeirra ekki mældur en styrkleiki hassins sem fannst í bíl mannsins reyndist vera 60 mg/g til 63 mg/g. Maðurinn hefur áður verið dæmd­ ur fyrir fíkniefnalagabrot en hann ját­ aði brot sitt skýlaust. Þá var sérstaklega litið til þess í dómnum að maðurinn hefur sótt sér meðferð við fíkniefna­ vanda sínum, verið án eiturlyfja í fjór­ tán mánuði og hefur hafið háskóla­ nám. Var því niðurstaða dómsins að maðurinn fengi skilorðsbundna refs­ ingu þrátt fyrir að frá árinu 2001 hafi hann sex sinnum verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot. Manninum var þá einnig gert að greiða um það bil 230 þúsund krónur í sakarkostnað. adalsteinn@dv.is Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772 og á ostabudin.is Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Ræktaði sjálfur Maðurinn var með tæplega níutíu kannabisplöntur heima hjá sér. Fundu vopnabúr Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkrar byssur og tugi hnífa í tengslum við rannsókn á skotárásarmálinu í Bryggjuhverfi á dögunum. Vopnin fundust í einu og sama húsinu. Lögreglan sýndi fjölmiðlum vopnabúrið á blaða­ mannafundi á þriðjudag. Lögregl­ an leggur á hverju ári hald á veru­ legt magn af vopnum sem oftast finnast við húsleitir. Vopnin eru af ýmsum toga; haglabyssur, loft­ byssur, rifflar, skammbyssur, hníf­ ar, hnúajárn og raflostbyssur. Á árunum 2007–2011 hefur lögregl­ an lagt hald á samtals 1.155 lífs­ hættuleg vopn af þessu tagi sem hún segir til marks um aukinn vopnaburð brotamanna. Lögregl­ an upplýsti einnig á fundinum að farið hefði verið í nokkrar húsleitir í tengslum við rannsókn skotárás­ armálsins í Bryggjuhverfinu þann 18. nóvember síðastliðinn og fundið skotvopn og fíkniefni. Vilja nýja ferju Tíu þingmenn með Árna Johnsen í broddi fylkingar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkis­ stjórnin hefji nú þegar undir­ búning að alútboði um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyja­ ferju sem verði tilbúin til sigl­ inga milli Landeyjahafnar og Eyja árið 2013. Samkvæmt tillögunni verður þess krafist að tilboðsgjafi sjái um hönnun skipsins sam­ kvæmt útboðskröfum sem kveði meðal annars á um að skipið hafi að minnsta kosti 15 mílna gang­ hraða, flutningsgetu fyrir 475 farþega og 80 bíla auk vöruflutn­ inga. Þá megi djúprista hinnar nýju ferju ekki vera meiri en 3,1 metri, Hún skal vera 70 metrar á lengd og siglingageta í Landeyja­ höfn óháð vindi í að minnsta kosti 3,5 metra ölduhæð. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir að áætlaður kostnaður við smíði ferjunnar sé um fjórir millj­ arðar króna. Að auki þurfi að gera ráð fyrir kostnaði við breytingar á hafnaraðstöðu í Vestmannaeyj­ um, Landeyjahöfn og Þorlákshöfn vegna draumaferjunnar. K ona um tvítugt leitaði til Neyðarmóttöku vegna nauðgana aðfaranótt föstu­ dagsins 25. nóvember síðast­ liðinn. Hún tjáði starfsfólki Neyðarmóttökunnar, sem er á Land­ spítalanum í Fossvogi, að karlmaður á fertugsaldri hefði nauðgað henni fyrr um kvöldið. Starfsfólk Neyðar­ móttökunnar rannsakaði konuna og tók lífsýni af líkama hennar, líkt og gert er í slíkum tilfellum. Konan hafði verið á meðal gesta í Eldhúspartýi FM957 sem haldið var á skemmtistaðnum Glaumbar í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur fyrr um kvöldið. Eldhúspartýinu lauk um miðnættið á fimmtudagskvöldið. Samkvæmt heimildum DV seg­ ist konan hafa hitt par, konu og hinn meinta ofbeldismann, sem hún kannaðist við, í partíinu á Glaumbar. Konan hafði ætlað að verða samferða parinu í bíl á annan skemmtistað að loknu skemmtikvöldinu á Glaumbar. Enduðu heima hjá manninum Bílferðin með parinu endaði hins vegar ekki á öðrum skemmtistað heldur heima hjá manninum á höf­ uðborgarsvæðinu, að sögn stúlk­ unnar. Konan ber því við, samkvæmt heimildum DV, að þar hafi maðurinn nauðgað henni. Kærasta mannsins er sögð hafa verið stödd í íbúðinni þegar nauðg­ unin átti sér stað. Hún er sögð hafa vitað að nauðgunin ætti sér stað í öðru herbergi. Af einhverjum ástæð­ um, sem ekki eru kunnar, kom kær­ asta mannsins konunni ekki til að­ stoðar þrátt fyrir þetta. Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, segist ekki hafa heyrt af hinni meintu nauðgun sem sögð er hafa átt sér stað eftir að dagskránni lauk á Glaumbar. Hann segir að allt hafi far­ ið vel fram á Glaumbar og að útvarps­ stöðin geti ekki borið ábyrgð á því sem gerist eftir að dagskránni lýkur á slíkum kvöldum. Hann undirstrikar að honum þyki mjög miður að heyra af meintri nauðgun. Kæra í farvatninu Málið hefur ekki verið kært til lög­ reglu en konunni hefur verið útveg­ aður réttargæslumaður. Það er svo hennar að ákveða hvort hún kærir málið til lögreglu eða ekki, en henni er frjálst að gera það hvenær sem er. Neyðarmóttaka vegna nauðgana geymir sönnunargögn í nauðgun­ armálum í minnst níu vikur eftir að leitað er til hennar en þeim er síðan fargað. Á Neyðarmóttökunni fer fram réttarlæknisfræðileg skoðun, taka og varðveisla sakargagna  en þjónustan er ekki háð ákvörðun um kæru. Sam­ kvæmt heimildum DV hefur konan leitað til lögfræðings sem vinnur að undirbúningi málsins. Líklegt er að kæra til lögreglunnar verði lögð fram á næstu dögum. Það er ljóst að margar nauðg­ anir sem tilkynnt er um til Neyðar­ móttöku vegna nauðgana eru aldrei kærðar til lögreglu. Til að mynda voru 130 nauðganir tilkynntar til Neyðarmóttöku árið 2009. Af þeim voru aðeins 59 nauðgunarmál kærð til lögreglu. n Kona leitaði á Neyðarmóttöku vegna nauðgana aðfaranótt föstudags n Kærasta meints geranda sögð hafa verið stödd í íbúðinni þegar naugunin á að hafa átt sér stað Meint nauðgun eftir gleðskap hjá FM957 „Hún er sögð hafa vitað að nauðgunin ætti sér stað í öðru herbergi Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Kannaðist við ofbeldismanninn Fæstar tilkynntar nauðganir eru á endanum kærðar til lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.