Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 14
14 Neytendur 30. nóvember 2011 Miðvikudagur Jólaklipping: Flestir fara í klippingu fyrir jólin og hér er verðdæmi fyrir fjögurra manna fjölskyldu: Unique Dömuklipping 6.200 kr. Unique Herraklipping 5.200 kr. Stubbalubbar Barnaklipping 2 hausar 7.580 kr. Samtals: 18.980 kr. Þetta kosta jólin n Undirbúningur jóla getur kostað fjögurra manna fjölskyldur 140 þúsund n DV hefur tekið saman lista yfir helstu jólanauðsynjar n Auknum kaupmætti hefur verið spáð Jólainnkaup Það er margt sem þarf að kaupa fyrir jólin og útgjöld orðið mikil. J ólin gætu kostað fjögurra manna fjölskyldu um það bil 140.000 krónur sé litið til helstu útgjaldaliða fyrir utan jólagjafirnar, samkvæmt lista sem DV hefur tekið saman. Á list- anum er að finna það helsta sem margir kaupa fyrir jólahátíðina. Út- gjöld í kringum jólin geta verið stór biti fyrir marga að kyngja þó svo að Rannsóknarsetur verslunarinnar spái 2,5 prósenta aukningu í jóla- verslun landsmanna. Veltan eykst Kaupmáttur hér á landi hefur auk- ist það sem af er þessu ári. Greiðslu- kortavelta hefur aukist og almennt er einkaneysla farin að þokast upp á við. Þetta kemur fram í skýrslu sem Rannsóknarsetur verslunar- innar gerði fyrir skömmu. Þar seg- ir að þetta megi sjá í aukinni veltu í verslunum sem urðu fyrir töluverð- um samdrætti eftir hrun og þetta séu vísbendingar um að jólversl- unin í ár verði meiri en síðustu jól. Þar er því einnig spáð að verslun muni aukast um 2,5 prósent frá síð- ustu jólum og að hver landsmað- ur verji tæplega 38.000 krónum til kaupa á vörum fyrir jólin umfram verslun aðra mánuði ársins. Þetta þýðir að meðaltals viðbótarútgjöld hvers einstaklings vegna árstímans verði 38.000 krónur og er þá átt við þá upphæð sem varið er til verslun- ar fyrir jólin en ekki í veitingahús, ferðir, skemmtanir og fleira sem fólk veitir sér fyrir jólin. Gildismatið breytist aftur Í skýrslu Rannsóknarseturs verslun- arinnar segir að í kjölfar hruns hafi því iðulega verið haldið fram að gild- ismat okkar hafi breyst í átt að minni efnishyggju og meiri samfélags- ábyrgð. Í því samhengi má benda á að jólagjöfin í fyrra hafi verið lopa- peysa en þar á undan hafi hún verið „jákvæð upplifun“. Nú sé hún hins vegar spjaldtölva en þær forsendur sem hafðar voru að leiðarljósi við val á jólagjöfinni í ár voru að varan væri vinsæl meðal neytenda, hún væri ný vara eða hefði vakið endur- nýjaðan áhuga, hún seldist vel og félli vel að tíðarandanum. Kostnaður fyrir fjögurra manna fjölskyldu DV hefur tekið saman hvað jólin kosta fyrir dæmigerða fjögurra manna fjöl- skyldu og verð á helstu vörum sem keyptar eru fyrir jólin. Leitast var við að taka saman þær vörur sem flest- ir kaupa fyrir jólin en að sjálfsögðu er listinn ekki tæmandi og mismunandi hvað sumum finnst nauðsynlegt en aðrir sleppa. Verðin voru fengin í mis- munandi búðum og skal tekið fram að ekki var leitað eftir ódýrasta verðinu né tilboðum. Bakkelsi er ekki inni í þess- um tölum enda æði misjafnt hvernig siðir fólks eru í þeim efnum. Eins er gert ráð fyrir því að fólk eigi að mestu það jólaskraut sem þarf og eyði því ekki háum fjárhæðum í slíkt. „Leitast var við að taka saman þær vörur sem flestir kaupa fyrir jólin en að sjálfsögðu er listinn ekki tæmandi og mismunandi hvað sumum finnst nauðsyn- legt en aðrir sleppa. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Maturinn: Svona gæti matarkarfan litið út hjá fjögurra manna fjölskyldu. Krónan Sambands hangilæri úrbeinað 2.479 kr/kg. Hagkaup Óðalshryggur m/beini - Ferskar kjötvörur 1.298 kr/kg. Nóatún Laufabrauð - Ömmubakstur 1.849 kr. Nóatún Kartöflur - Miðsker 2 kg. 568 kr. Nóatún Grænar baunir - Ora 420 gr. 2 stk. 310 kr. Nóatún Gular baunir - Bonduelle 2 stk. 458 kr. Nóatún Rauðkál - First Price 1.060 gr. 229 kr. Krónan Konfekt - Nói Síríus 1 kg. 2.496 kr. Nóatún Rjómi, hálfpottur - 2 stk. 902 kr. Nóatún Smjör - 2 stk. 514 kr. Hagkaup Jólasíld - Ora jólasíld 630 gr. 2 stk. 1.938 kr. Hagkaup Hátíðarsíld - Ora 500 gr. 2 stk. 1.498 kr. Nóatún Rúgbrauð - HP 2 stk. 450 kr. Nóatún Hátíðarkaffi - Kaffitár 898 kr. Hagkaup Jólaöl - Egils jólaöl 0,5 L 12 stk. 2.244 kr. Krónan Vífilfell hátíðarappelsín 2L 3 stk. 594 kr. Krónan Egils Maltöl dós 0,5l 6 stk. 874 kr. Hagkaup Höfðingi 399 kr. Hagkaup Stóri Dímon 647 kr. Hagkaup Sveitapaté 599 kr. Hagkaup Camenbert 397 kr. Hagkaup Melba toast 239 kr. Hagkaup Chili sulta 338 kr. Hagkaup Mandarínur 2 kassar 1.548 kr. Krónan Kjörís Konfektísterta 1.400 gr. 1.799kr. Samtals: 25.565 kr. Tréð: Blómaval Jólatré ‑ Stafafura 150 ‑ 200 cm 7.990 kr. Þetta gætu jólin kostað E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 227,9 kr. 242,5 kr. Algengt verð 227,7 kr. 242,3 kr. Höfuðborgarsv. 227,6 kr. 242,2 kr. Algengt verð 227,9 kr. 242,5 kr. Algengt verð 229,9 kr. 243,5 kr. Melabraut 227,7 kr. 242,3 kr. Frábær þjónustulund n Háskólaprent á Fálkagötu fær lofið að þessu sinni. Prentsmiðjan á lof skilið fyrir hvað starfsfólkið sýnir frábæra þjónustulund og hefur einkar snör handtök. Lesandi DV sem lét prenta hjá þeim segir að starfsfólkið hafi ávallt verið tilbúið til að hjálpa og að það hafi viljað allt fyrir hann gera. Þá sakaði ekki að verðið væri afar hagstætt. Pirraður starfsmaður n Lastið að þessu sinni fær önnur prentsmiðja, Leturprent í Duggu- vogi. Lesandi blaðsins sem átti við- skipti við prentsmiðjuna lýsti yfir óánægju með þjónustuna sem hann fékk þar á bæ. „Starfsmaður- inn sem ég var í mestu sambandi við sýndi litla þjón- ustulund og varð pirr- aður þegar ég reyndi að útskýra hvernig prent ég vildi,“ sagði lesandinn. Sagðist hann ekki vilja prenta aftur hjá Leturprenti. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Varið ykkur á gjafabréfum Mikilvægt er að kynna sér reglur tengdar gjafabréfum, en gjafa- bréf hafa undanfarið átt mikilla vinsælda að fagna í jólapökkum landsmanna. Gjafabréf geta verið þægileg gjöf til þeirra sem erfitt er að velja gjöf handa. Neytenda- samtökin fá þó á ári hverju ári fjölda kvartana vegna þess að gildistíminn þeirra er útrunninn. Neytendasamtökin ráðleggja því kaupendum að kanna gildistíma gjafabréfa áður en þau eru keypt. Þá benda þau eigendum gjafa- bréfa á að leyfa þeim sem selur gjafabréfið ekki að komast upp með að stinga peningunum í vas- ann og leita til Neytendasamtak- anna til þess að leita réttar síns hjá samtökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.