Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir 30. nóvember 2011 Miðvikudagur „Það er enginn sakaferill“ n Vítisengill gaf skýrslu fyrir héraðsdómi úr fangaklefa N orðmaðurinn Jan Anfinn Wahl, sem er meðlimur í mótorhjóla- samtökunum Vítisenglum, eða Hell’s Angels, í Noregi, gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag í gegnum síma úr fangaklefa í Keflavík. Wahl hafði ætlað að vera viðstaddur aðalmeðferð málsins en hann hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir að hleypa sér ekki inn í Ísland í febrú- ar 2009. „Já, mjög,“ sagði Jan þegar lögmað- ur hans spurði hvort það hefði kom- ið honum á óvart að vera ekki hleypt inn í landið. Leiðtogi Vítisengla, Leif Ivar Kristiansen, hefur einnig stefnt ís- lenska ríkinu fyrir að honum hafi ver- ið meinað að koma til landsins í sömu ferð. Hann gaf þó ekki símaskýrslu fyr- ir dómnum þar sem hann situr í fang- elsi í Noregi. Grundvöllurinn fyrir því að mönnunum tveimur var ekki hleypt inn í landið var hættumat ríkislög- reglustjóra á vélhjólasamtökun- um Vítisengla sem hafa verið skil- greind sem skipulögð glæpasamtök af lögregluembættum víðs vegar um Skandinavíu. Lögmaður Wahls gagnrýndi hins vegar málsmeð- ferðina fyrir dómnum og benti á að skjólstæðingur hans hefði engan sakaferil. Sjálfur sagðist Wahl ekki hafa unnið neitt til saka. „Það er eng- inn sakaferill,“ sagði hann. Ástæða heimsóknarinnar var að sögn Jans meðal annars að hitta fé- laga sína í mótorhjólaklúbbnum MC Iceland, sem er aðili að alþjóð- legu samtökunum Vítisenglum. Fé- lagar í samtökunum, og þar með tal- inn leiðtogi samtakanna hér á landi, Einar „Boom“ Marteinsson, voru viðstaddir meðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Jólatilboð Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk É g varð bara mjög reiður. Ég hef sjaldan orðið svona reiður,“ segir Bjarki Gannt Joensen sem gómaði um síðustu helgi þjófa sem hann stóð að verki við að stela fötum úr fatagámi Rauða krossins við endurvinnslustöð Sorpu á Sævarhöfða. Bjarka fannst ekk- ert annað koma til greina en að elta þjófana uppi og gantast með að hann hafi næstum lagt líf sitt í hættu í eftir- förinni. Atburðurinn átti sér stað um hábjartan dag. Kassinn horfinn Bjarki fór með stóran kassa full- an af fötum í fatagáminn síðastlið- inn sunnudag. Fyrir framan gáminn stóð grá Toyota Previa-bifreið sem karlmaður, líklega um fimmtugt, var að paufast í skottinu á. Bjarki veitti manninum ekki mikla athygli í fyrstu og fór einnig með rusl í aðra gáma á svæðinu. Þegar hann var búinn að því sá hann að poki með fötum hafði orðið eftir í bílnum hjá sér og fór því aftur að fatagámnum. „Ég tók eftir að gráa Toyotan var þar ennþá og karlmaðurinn kom út úr gámnum og lokaði afturhleranum á bílnum og keyrði í burtu. Þegar ég kom aftur inn í gáminn sá ég að kass- inn minn var horfinn og þá fattaði ég hvað var í gangi og brunaði á eftir bílnum.“ Maðurinn hafði tekið kass- ann sem Bjarki var nýbúinn að setja inn í gáminn. Náði ekki að loka skottinu Bjarki elti þjófinn þangað til hann stöðvaði bílinn a fyrir aftan verslun B&L og Ingvars Helgasonar. Hann renndi upp að hlið bílsins og bað karlmanninn um að skrúfa nið- ur rúðuna, sem hann og gerði. „Ég spurði hvort hann hefði verið að stela fötum og hann svaraði á einhverju erlendu máli en ung stúlka sem var með honum í bílnum sagði nei,“ seg- ir Bjarki sem tók hana ekki trúanlega. „Þá fór ég bara aftur í bílinn opnaði dyrnar og teygði mig í kassann og ég held ég hafi ekki einu sinni náð að loka skottinu áður en hann keyrði af stað.“ Bjarki veitti því athygli að eng- in aftursæti voru í bílnum og fannst honum það vísbending um að bíll- inn væri nýttur í eitthvað misjafnt. Viðbrögð starfsmanna fáleg Bjarki fór aftur með kassann niður í Sorpu og lét starfsmennina vita af málinu. Hann segir viðbrögð þeirra þó hafa verð fáleg. „Það var eins og þeim væri bara alveg sama og væru ekki mikið að spá í þetta. Þau brostu bara.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu eru atvik sem þessi fáheyrð, enda ávallt starfsmenn sem fylgjast með gámunum þegar þeir eru opn- ir. Þá eru einnig öryggismyndavélar á öllum endurvinnslustöðvunum. Mikilvæg tekjulind Örn Ragnarsson, verkefnastjóri í fataflokkun Rauða krossins, hafði ekki heyrt af þessu ákveðna máli en segir fataflokkunina vera í mjög góðu samstarfi við Sorpu. „Hins vegar þyk- ist ég vita að þetta hafi gerst oftar. Hérna áður fyrr var það stundað að brjótast inn í gámana á nóttunni en nú er gengið þannig frá þeim að það er ekki hægt og þá eru einhverjir sem bregða á þetta ráð.“ Fatasöfnun Rauða krossins er mjög mikilvæg tekjulind fyrir stofn- unina, að sögn Arnar. Fötin sem eru í bestu ásigkomulagi eru tekin til hlið- ar og seld í búðum Rauða krossins hér á landi. Afgangurinn er seldur til flokkunarfyrirtækja í Evrópu sem flokka fötin mjög ítarlega og selja áfram. n Bjarki stóð þjófa að því að stela úr fatagámi Rauða krossins n Reiddist og elti þá uppi n Segir starfsmönnum Sorpu hafa staðið á sama n Mikilvæg tekjulind fyrir Rauða krossinn Elti uppi fataþjófa „Ég held ég hafi ekki einu sinni náð að loka skottinu áður en hann keyrði af stað. Sýndu stuðning Leiðtogi íslenskra Vítisengla, Einar „Boom“ Marteinsson, og tveir aðrir meðlimir í samtökunum fylgdust með meðferð málanna tveggja í dómssal. Elti þjófinn uppi Bjarki Gannt varð mjög reiður þegar hann sá að kassa af fötum, sem hann gaf í fatasöfnun Rauða krossins, hafði verið stolið. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Sorpa Örn Ragnarsson, verkefnastjóri í fataflokkun Rauða krossins, þykist vita að eitthvað sé um að stolið sé úr gámunum. Ánægð með Ögmund Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík lýsti á þriðjudag yfir létti og ánægju með ákvörðun Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra um að synja kínverska fjárfestinum Huang Nubo um leyfi til fjárfest- ingar á Grímsstöðum á Fjöllum. „Megi þetta verða vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarð- næði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru, og að einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til,“ sagði í álykt- un sem félagið sendi frá sér vegna málsins. Mikill titringur hefur ver- ið í stjórnarliðinu, þá einna helst meðal þingmanna Samfylkingar- innar, vegna ákvörðunarinnar. Kreppuráðstefna kostaði 8,5 milljónir Kostnaður vegna alþjóðlegu ráð- stefnunnar um lærdóm af efna- hagskreppunni og verkefnin fram undan sem haldin var í Hörpu þann 27. október síðastliðinn nam rúmlega 8,5 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þing- konu Hreyfingarinnar, sem lagt var fram á mánudag. Í svarinu er sundurliðað hverjir stóðu straum af kostnaðinum en þar má sjá að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) greiddi stærstan hluta. AGS greiddi rúmlega 4,8 milljónir af heildarkostnaðinum en Seðla- banki Íslands lagði til tæplega 1,9 milljónir. 1.800 þúsund krónur komu frá íslenska ríkinu, eða eins og það er kallað í svarinu: „Ráð- stöfunarfé ríkisstjórnarinnar.“ Efnahags- og viðskiptaráðuneytið slapp billega frá ráðstefnunni þar sem kostnaður þess nam aðeins 56 þúsund krónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.