Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 22
22 Menning 30. nóvember 2011 Miðvikudagur
Nýtt lag með
Retro Stefson
Retro Stefson hefur gengið
vel í Evrópu og aðdáendur
sveitarinnar gleðjast yfir því
að nýtt lag með þeim, Qween,
er væntanlegt í spilun næstu
daga. Sveitarmeðlimir koma
heim um jólin og spila meðal
annars á tónleikum með Of
Monsters and Men á Nasa
þann 30. desember undir yf-
irskriftinni Síðasti sjens 2011.
Þetta er í þriðja sinn sem
hátíðin Síðasti sjens er haldin
og tónleikarnir verða líklega
eftirsóttir í ár og margir vilja
sjá sveitirnar tvær. Of Mon-
sters and Men hefur gengið
ákaflega vel á tónleikaferð
sinni um Norður-Ameríku.
Lag þeirra Little talks rataði í
annað sæti á lista iTunes og
sveitin gerði þar að auki allt
vitlaust á Iceland Airwaves í ár.
Fjör hjá
Nemenda-
leikhúsinu
Föstudaginn 2. desember
frumsýnir Nemendaleikhús
Listaháskóla Íslands verkið
Jarðskjálftar
í London
eftir Mike
Bartlett í
Smiðjunni,
að Sölv-
hólsgötu
13. Verkið
var frum-
sýnt í Na-
tional Theatre í London í fyrra
við frábærar undirtektir.
Sögð er saga af snörpum
hræringum í lífi þriggja systra
sem reyna af öllum mætti
að bjarga sér og sínum úr
hamförum og framförum nú-
tímans á meðan faðir þeirra,
heimsfrægur vísindamaður,
boðar heimsendi. Burlesque-
fatafellur, martraðir, pólitísk
spilling, sprengingar og para-
noja. Fjörugt verk hér á ferð.
Nemendaleikhúsið skipa:
Hjörtur Jóhann Jónsson, Kol-
beinn Arnbjörnsson, Olga
Sonja Thorarensen, Ólöf Har-
aldsdóttir, Pétur Ármannsson,
Saga Garðarsdóttir, Sara Mar-
grét Nordahl, Sigurður Þór
Óskarsson, Snorri Engilberts-
son og Tinna Sverrisdóttir.
Bíógestir
komnir
í jólaskap
Vampírumyndin The Twi-
light Saga: Breaking Dawn
er enn á toppnum í aðsókn
í Bandaríkjunum rétt eins
og hér á landi. En bíógestir
ytra eru greinilega komnir í
jólaskap því fjölskyldumynd-
irnar sækja hart á. Í öðru sæti
er jólamynd um hina klass-
ísku og sívinsælu Prúðu-
leikara, í þriðja sæti myndin
Happy Feet 2 og í fjórða sæti
myndin Arthur Christmas
eða Arthúr bjargar jólunum.
Sú mynd verður frumsýnd á
föstudag hér á landi.
Þ
að eru forréttindi að fá
að starfa við það sem
maður hefur ástríðu
fyrir,“ segir Katrín
Hall, listrænn stjórn-
andi Íslenska dansflokksins
og dómari í þættinum Dans,
dans, dans. Katrín var níu ára
þegar hún byrjaði að dansa.
Hún dansaði lengi hjá Íslenska
dansflokknum, var atvinnu-
dansari í Þýskalandi í níu ár,
hefur einnig samið dans-
verk fyrir erlenda dansflokka,
gert dansmynd og unnið með
fjölda erlendra stórstjarna í
dansheiminum.
Framar öllum vonum
Katrín er ánægð með íslenska
dansþáttinn sem hún segir
frábært framtak hjá RÚV og
Saga Film. Hún segir auk þess
aldrei neitt annað hafa komið
til greina en að leggja þessu
lið. „Svona þáttur er mikilvægt
tækifæri fyrir listina, er gluggi
okkar út í samfélagið, upp-
lýsandi og fræðandi og gefur
áhorfendum tækifæri til að
skyggnast inn í heim dansins.
Páll Óskar orðaði það réttilega
í síðasta þætti þegar hann
sagði dansinn hafa verið neð-
anjarðar en vera nú loksins að
skjóta sér upp á yfirborðið. Ég
held að við öll sem stöndum
að þessu séum afar sátt því
þátttakan er frábær, stand-
ardinn hár og áhorfið gott. Í
raun hefur þetta farið framar
okkar björtustu vonum,“ segir
hún og bætir við að þótt hún
hafi vitað hversu góða dans-
ara Ísland hafi alið af sér hafi
hún ekki verið viss um hverjir
myndu taka þátt. „Það er al-
veg frábært að sjá íslenska
danssamfélagið flykkjast að
baki þessum þætti. Þarna eru
margir af okkar bestu döns-
urum úr ólíkum dansstílum,
atvinnufólk, dansnemar, hvort
sem um er að ræða lengra
komna eða þá sem gæddir eru
náttúruhæfileikum sem og
danskennarar sem hafa unnið
við að kenna dans til fjölda ára
og eru nú komnir til að keppa.
Þessir dansarar eru að leggja
svo mikið á sig og framfarirnar
eru oft slíkar að það er unun á
að horfa.“
Í breska S.Y.T.U.C.D.
Sjálf segist Katrín hafa gaman
af þáttum á borð við So You
Think You Can Dance en hún
tók þátt í bresku útgáfunni
af dansþættinum vinsæla
þar sem hún samdi opn-
unaratriði í einum þætti og
keppnistvídans í öðrum. Áður
hafði hún unnið með stór-
stjörnunni Shakiru þegar hún
samdi dansinn í tónlistar-
myndbandinu við lagið Did it
again. „Shakira hafði rekist á
stuttmynd okkar Reynis Lyng-
dal, Burst, í netheimum og
varð víst svona hrifin. Ég hélt
að þetta væri eitthvert grín og
trúði ekki að umboðsmaður
Shakiru væri að reyna að ná á
mig. Ég trúði því varla fyrr en
ég var komin upp í flugvél,“
segir hún brosandi og bætir
við að vinnan með söngkon-
unni hafi verið mikil upplifun.
„Fagmennskan var algjör og
ég verð að hrósa Shakiru á alla
kanta. Hún leggur ótrúlega
hart að sér og tók ákveðna
áhættu, bæði með því að setja
nútímadans í forgrunn í þessu
myndbandi og einnig með því
að velja lítið þekktan danshöf-
und. Ég hef verið heppin. Það
hefur ýmislegt rekið á fjörur
manns í gegnum tíðina,“ segir
Katrín sem er að fara að starfa
að afar stóru verkefni fyrir
dansflokk í Austurríki sem
frumsýnt verður í mars.
Harður heimur
Katrín segir líf dansarans
skemmtilegt en að sam-
keppnin sé gríðarleg. „Þetta
er harður heimur og fólk þarf
að forgangsraða. Þeir sem
ætla sér að ná langt verða að
helga líf sitt þessum lífsstíl.
Líkaminn er tæki dansarans
og dansarar þurfa að fara
vel með hann. Sumir lenda í
ógöngum með meiðsl sem er
sorglegt en sjálf hef ég verið
heppin,“ segir hún og bætir
aðspurð við að það sé mis-
jafnt hversu langt líf dans-
arar eigi úti á vinnumarkaðn-
um. „Þróunin er á þá leið að
dansarar eru farnir að dansa
lengur en þeir gerðu. Fólk er
farið að meta meira þroskaða
dansara, sem er jákvætt. Það
er ekkert eins gott og þroski og
reynsla sem skilar sér í túlkun
og nálgun og því hvernig þú
snertir áhorfendur.“
Mannlegir dómarar
Katrín vill ekki gefa upp
hvaða dansara eða dans-
hóp hún telji sigurstrang-
legastan í Dans, dans, dans.
„Við dómararnir höfum ekk-
ert um endanlegu úrslitin
að segja enda vil ég alls ekki
gera upp á milli. Það verður
símakosningin í lok úrslita-
þáttar sem sker úr um sigur-
vegarann. Þetta eru fjölbreytt
atriði og sum hver mjög vel
unnin í umgjörð og hugsun.“
Hún segir aldrei hafa komið
til greina að fara amerísku
leiðina þar sem lélegustu at-
riðin séu notuð sem skemmti-
efni í upphafi syrpunnar. „Að
mínu mati á svona þáttur að
byggja þátttakendur upp, vera
hvetjandi og dómnefnd mál-
efnaleg en auðvitað erum við
dómarar mannlegir og okkur
getur skrikað fótur. Sjálf reyni
ég að vera samkvæm sjálfri
mér í athugasemdum og reyni
að benda á það sem gott er
og það sem betur má fara og
koma með faglegar athuga-
semdir sem vonandi nýtast
þátttakendum. Hins vegar
höfum við takmarkaðan tíma
og oft langar mig að koma
svo miklu meira á framfæri.
Dansinn fyrir mér er svo mikil
ástríða.“
Dómari vann
með Shakiru
n Katrín Hall ánægð með Dans, dans, dans n Dansheimurinn skemmtilegur en harður„Það er ekkert
eins gott og
þroski og reynsla sem
skilar sér í túlkun og
nálgun og því hvernig
þú snertir áhorfendur.
Indíana Ása
Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
„Þeir sem
ætla sér að
ná langt verða
að helga líf sitt
þessum lífsstíl.
Katrín Hall Það kom aldrei
neitt annað til greina hjá Katrínu
en að taka þátt í Dans, dans,
dans. MYnD GUðMUnDUr Þór KáraSon