Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 27
„Ég heiti Pútín, Vladimír Pútín“ n Ingimar Ingimarsson kynntist tveimur framtíðarforsetum Rússlands Í æviminningum Ingimars Ingimarssonar, arkitekts og athafnamanns, þar sem hann fjallar meðal annars um viðskipti sín með Björgólfsfeðgum í Rúss- landi á tíunda áratugnum, er eftirminnileg frásögn af kynnum hans og Vladimírs Pútín, núverandi forsætis- ráðherra Rússlands. Bók Ingimars heitir „Sagan sem varð að segja.“ Pútín var þá aðstoðar- maður Anatolís Sobtsjak, borgarstjóra Rússlands, sem Ingimar kynntist þeg- ar hann var að reyna að hasla sér völl í viðskiptalífi borgarinnar. Ingimar lýs- ir því hvernig stjórnmál og viðskipti voru samtvinnuð í borginni og því taldi hann sig þurfa að öðlast traust stjórnvalda til að ná árangri í viðskiptum. Lýsingar Ingimars af Pút- ín eru af litlausum, lokuð- um og fráhrindandi skriff- inni sem brosti sjaldan. „Þessi maður virtist því sannkallaður bjúrókrati og ef hann sagði eitthvað á þessum fundum þá var það beint eftir bókinni og flokkslínunni. Rétt eins og fleiri Rússar var hann frekar kauðslega klæddur, í dæmi- gerðum brúnum jakkaföt- um með brúnt eða grátt bindi við litlausa skyrtu. Þetta var að heita má ein- kennisbúningur rússneskra embættismanna á þessum tíma.“ Ingimar hefur sérstak- lega orð á því að á fund- unum með Pútín talaði sá síðarnefndi alltaf rússnesku og lét þýða þýsku Ingimars yfir á rússnesku fyrir sig. Löngu síðar komst Ingimar að því að Pútín hefði verið fulltrúi leyniþjónustunnar KGB í Austur-Þýskalandi og talaði reiprennandi þýsku. Pútín flíkaði hins vegar ekki þekkingu sinni á þýskri tungu og líkaði Ingimar það ágætlega. Pútín kynnti sig fyrir Ingimar með eftirfar- andi orðum, að loknum síð- asta fundi þeirra: „Ég heiti Pútín, Vladi mír Pútín“. Ingi- mar kynntist einnig Dímítrí Medvedev, núverandi for- seta Rússlands, sem starfaði líka fyrir Sobtsjak. ingi@dv.is Fólk 27Miðvikudagur 30. nóvember 2011 Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 110 Reykjavík - S: 580-8900 TOYOTA AURIS LUXERY 09/2008, ekinn 33 Þ.km, bensín, 5 gíra. Verð 2.390.000. #283789 - Sá fallegi er á staðnum! SKODA OCTAVIA AMBIENTE 03/2007, ekinn 125 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Verð 1.790.000. #283820 - Skodinn hagkvæmi er á staðnum! MMC PAJERO INT.TURBO DIESEL/LANGUR 33“ 06/2001, ekinn 200 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.480.000. #321485 - Jeppinn fíni er á staðnum! TOYOTA AURIS TERRA DIESEL 05/2007, ekinn 98 Þ.km, dísel, 5 gíra. Verð 2.150.000. #283801 - Sá sparneytni er á staðnum! TOYOTA YARIS SOL 09/2008, ekinn aðeins 42 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.690.000. #321728 - Sá vinsæli er á staðnum! SUZUKI GRAND VITARA 2,0 06/2003, ekinn 144 Þ.km, SJÁLF- SKIPTUR Gott verð 1.255.000. #283497 - Jeppinn fallegi er á staðnum! www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN n Raflagnir n Tölvulagnir n Loftnetslagnir og uppsetningar n Gervihnatta- móttakarar n Ljósleiðaralagnir og tengingar n Raflagnateikningar n Lýsingarhönnun og ráðgjöf n Þjónustusamningar Pétur Halldórsson löggiltur rafverktaki petur@electropol.is, 8560090 Tek að mér sölumennsku, kynningar, innheimtu, verklegar framkvæmdir o.fl. o.fl. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Kynntust í Pétursborg Ingimar kynntist Vladimír Pútín, núverandi forsætisráð- herra Rússlands, í Pétursborg á tíunda áratugnum. Pútín var kvæntur konu sem starfaði hjá Ingimar og var aðstoðar- maður Anatolís Sobtsjak, borgarstjóra Pétursborgar. n Jógvan feginn að komast heim í skerpikjötið n Friðrik fékk skerpikjöt og fannst það algert sælgæti n Mikið óveður í Færeyjum tafði för V ið vorum heppin að komast yfirhöfuð til Færeyja,“ segir söngv- arinn Jógvan Hansen sem um för Frostrósa- hópsins til Færeyja. Mikið óveður geisaði í Fær- eyjum daginn áður en lagt var af stað eins og kom fram í frétt- um liðinnar viku. „Það verða oft svona slæm veður á veturna í Færeyjum og þó að við höfum ekki orðið vör við það þá er tjón vegna óveðursins nú að koma í ljós.“ Jógvan er eins og margir vita ættaður frá Færeyjum og finnst alltaf jafngaman að koma í heimabyggð. Hann saknar allt- af skerpikjötsins og í þetta sinn gafst honum tækifæri til þess að gefa vini sínum Friðriki Ómari Hjörleifssyni að smakka. „Það er alltaf gaman að koma til Fær- eyja. Ég gisti alltaf hjá fjölskyld- unni og var búinn að sakna þess mjög að fá gott skerpikjöt og sigið kjöt. Friðrik Ómar kom með mér í heimsókn til foreldra minna og fékk að smakka. Hann er svo mikill matgæðingur að hann var sem betur fer mjög hrifinn af þessu góðgæti.“ Flytjendur í ferðinni til Fær- eyja voru: Eivør Pálsdóttir, Frið- rik Ómar Hjörleifsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Jógvan Hansen, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson og Margrét Eir Hjartar- dóttir. Með þeim lék níu manna hljómsveit og barna- og ung- lingakórar sungu með.  Þetta var í fyrsta skipti sem Frostrósir fara út fyrir land- steinana og þótti ferðin afar vel heppnuð. Það var uppselt á alla ferna tónleikana sem hópurinn hélt í Færeyjum. Hann er nú kominn heim og hefur tón- leikaferð um landið á 15 stöð- um á landsbyggðinni. kristjana@dv.is Frostrósir í Færeyjum Gaf Friðriki skerpikjöt Jógvan getur ekki án skerpikjöts verið. Hann gaf vini sínum Friðriki Ómari að smakka í ferð Frostrósa til Færeyja og fannst honum það herramannsmatur. Fallegar lúsíur Stúlknakór í Færeyjum söng m eð Frostrósum og voru þær uppáklæddar að sænskum Lúsíusið. Uppselt á ferna tónleika Uppselt var á alla ferna tón- leikana sem Frostrósir héldu í Færeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.