Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 30. nóvember 2011
HVAÐ KOSTA
VERÐTRYGGINGIN OG
KRÓNAN OKKUR?
Alþýðusamband Íslands boðar til
opinna funda um vexti og verðtryggingu.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Við hvetjum fólk til að fjölmenna. Þetta er hagsmunamál okkar allra.
Fundarstjóri: Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
Fimmtudaginn 1. desember kl. 17 á Grand Hótel – Gullteigi
Eru háir vextir og verðtrygging
náttúrulögmál á Íslandi?
Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ
Fyrirspurnir og umræður
Fimmtudaginn 8. desember kl. 17 á Grand Hótel – Gullteigi
Hvað kostar krónan heimilin í landinu?
Ræðumenn: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ
Fyrirspurnir og umræður
H
etja ársins hjá DV verð-
ur nú valin í fjórða sinn.
Lesendur eru beðnir um
að senda nafn eða nöfn
þeirra sem þeim finnst
verðugir þess að bera nafnbótina
Hetja ársins 2011 fyrir eitthvað
sem viðkomandi afrekaði á árinu
sem senn rennur sitt skeið. Til-
nefningar skulu sendar á netfangið
hetjaarsins@dv.is.
Allir Íslendingar og þeir sem
búa hér á landi koma til greina í
valinu og er öllum frjálst að senda
inn tilnefningar. Engu skiptir hvort
fólk er þjóðþekkt, minna þekkt eða
alls ekkert þekkt – allir eru gjald-
gengir í kjörinu. Ef viðkomandi
hefur ekki komist í fréttirnar fyrir
afrek sitt verður að fylgja með lýs-
ing á því hvernig hinn tilnefndi lét
gott af sér leiða á árinu.
Skilafrestur er til miðnættis 18.
desember og eftir það mun dóm-
nefnd velja hetjuna og taka þar mið
af innsendum tilnefningum. Að því
búnu verður kosið um hetju ársins
á DV.is. Niðurstaða kosningarinn-
ar verður kunngjörð í kringum ára-
mótin. Hetjan fær að gjöf Samsung
Galaxy 10.1 frá Samsung setrinu að
verðmæti 109.900 krónur.
Hetja ársins 2010
Þórður Guðnason og félagar hans í
Björgunarfélagi Akraness unnu gíf-
urlegt þrekvirki þegar þeir björguðu
sjö ára dreng úr sprungu á Lang-
jökli. Drengurinn hafði fallið ofan í
30 metra djúpa sprungu ásamt móð-
ur sinni, sem lést í slysinu. Liðsmenn
Björgunarfélags Akraness voru kall-
aðir út en þegar komið var á jökul-
inn var sú ákvörðun tekin að Þórður
skyldi látinn síga niður í sprunguna
til mæðginanna. Í um það bil klukku-
tíma hékk hann á hvolfi við afar erf-
iðar aðstæður og á tímabili átti hann
erfitt með öndun þar sem sprungan
þrengdi að brjóstkassa hans. Þurfti
þá að hífa hann ofar áður en hann
fór aftur niður. Í þriðju tilraun náði
hann að koma línu um fót drengsins
og bjargaði honum á ótrúlegan hátt.
Um fjórir tímar liðu frá því að dreng-
urinn féll niður um sprunguna þar til
hann náðist upp og var hann því orð-
inn kaldur og þrekaður.
Hetjur ársins 2009
Lögreglumennirnir Sigurður Betú-
el Andrésson og Svava Snæberg
voru valin hetjur ársins 2009 en þau
björguðu þau lífi manns á gólfi bak-
arís í Kópavogi þar sem þessir tveir
laganna verðir voru staddir á sama
tíma fyrir tilviljun. Maðurinn hneig
niður, varð blár á örskotsstundu og
sýndi ekkert lífsmark þegar Sigurð-
ur og Svava hófu lífgunartilraunir á
honum. Maðurinn, sem var um sex-
tugt, fékk hjartastopp en lögreglu-
mennirnir hnoðuðu og blésu í hann
lífi. Hann var fluttur á spítala í kjöl-
farið en var fljótlega útskrifaður.
Hetja ársins 2008
Þráinn Bjarnason Farestveit fram-
kvæmdastjóri var valinn hetja ársins
2008 en hann vann mikla hetjudáð
þegar hann bjargaði manni úr bifreið
sem stóð í björtu báli við Reykjaveg
í Reykjavík eftir að gas hafði lekið úr
kút sem var í aftursæti bílsins.
n Lesendur DV velja hetju ársins í fjórða skiptið n Dómnefnd velur úr tilnefningum og
lesendur kjósa svo á milli þeirra á DV.is n Hetja ársins fær Samsung-spjaldtölvu að gjöf
Hetja ársins
2011 valinGalaxy Tab 10.1 Hetja ársins fær spjaldtölvuna að gjöf.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Þórður Guðnason Þórður og félagar hans björguðu sjö ára dreng úr sprungu á Langjökli.
„Tilnefningar skulu
sendar á netfangið
hetjaarsins@dv.is.