Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.2011, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 30. nóvember 2011 Davíð heimsótti Bravo fyrir einkavæðinguna arinnar. Þar er að finna fundargerð- ir framkvæmdanefndar um einka- væðingu, vinnugögn nefndarinnar og starfsmanna hennar, bréfaskipti nefndarinnar við áhugasama kaup- endur og annað í þeim dúr. Í þess- um gögnum er, eðli málsins sam- kvæmt, ekki að finna upplýsingar um það sem gerðist á bak við tjöld- in í einkavæðingarferlinu og þau samskipti sem áttu sér stað á milli áhugasamra kaupenda og opin- berra aðila í aðdraganda henn- ar. Ýmsar kenningar hafa hins vegar verið settar fram um þessi samskipti sem hugsanlega eru mikilvægari en þær formlegu upp- lýsingar sem liggja fyrir. Ef einhverjar þreifingar um kaupin á Landsbankanum hafa átt sér stað á milli Björgólfs Thors og Davíðs í ferðinni til Pétursborgar í júní væri slíkt áhugavert í sagn- fræðilegum skilningi og myndi breyta þeirri heildarmynd sem við höfum af aðdraganda einkavæð- ingarinnar. Því neita þó aðstoðar- menn beggja aðila. Símtal Björgólfs til Davíðs Í merkilegum greinum um einka- væðinguna sem Fréttablaðið birti um vorið 2005, áður en gögnin um einkavæðinguna voru gerð opin- ber, var því haldið fram að símtal Björgólfs Guðmundssonar til Dav- íðs Oddssonar í júní 2002 hefði breytt stefnu ríkisstjórnarinnar um sölu bankanna. Þetta símtal átti sér því stað í sama mánuði og heim- sókn Davíðs Oddssonar í Bravo- verksmiðjuna í Pétursborg og í sama mánuði og Björgólfsfeðgar föluðust eftir Landsbankanum. Orðrétt sagði um þetta í grein í Fréttablaðinu frá 2005: „Með einu símtali Björgólfs Guðmundssonar til Davíðs Oddssonar í júní 2002 var einkavæðingarferli bankanna kippt úr höndunum á framkvæmda- nefndinni [um einkavæðingu, inn- skot blaðamanns]. Ráðherranefnd- in tók u-beygju í afstöðu sinni til sölunnar og lagði nýjar línur fyr- ir framkvæmdanefndina. Selja ætti allan eignarhlut beggja bank- anna til eins fjárfestis.“ Ekkert sem fram hefur komið í opinberri um- ræðu bendir til þess að þetta símtal Björgólfs Guðmundssonar til Dav- íðs Oddssonar hafi ekki átt sér stað og talsmenn Björgólfsfeðga hafa ekki neitað því í gegnum tíðina að það hafi átt sér stað. Þá hefur Björgólfur Thor yfir- leitt vísað til þess, þegar aðdrag- andanum að einkavæðingunni er lýst, að hann hafi hitt starfsmann fjármálafyrirtækisins HSBC á sam- komu í Lundúnum og að viðkom- andi hafi sagt honum að fyrirtæk- ið hefði verið ráðið til þess að sjá um söluna á hlut ríkisins í Lands- bankanum og Búnaðarbankanum. Frásögn Björgólfs Thors er þá eitt- hvað á þá leið að þarna hafi hug- myndin að Landsbankakaupunum kviknað. Líklega hefur þessi at- burður átt sér stað áður en Björg- ólfur Guðmundsson hringdi í Dav- íð Oddsson til að spyrjast fyrir um Landsbankann og áður en Davíð Oddsson heimsótti Bravo-verk- smiðjuna. DV sendi fyrirspurn um heim- sóknina til Pétursborgar til Dav- íðs Oddssonar, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, en henni var ekki svarað. n A llar ráðstafanir og gjörn- ingurinn í kringum gjald- þrot Þreks ehf., sem var rekstrarfélag líkamsræktar- stöðvarinnar World Class, var síðastliðið vor kærður til efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, samkvæmt heimildum DV. Deildin sameinaðist embætti sérstaks sak- sóknara 1. september og liggur málið því nú inni á borði þess embættis til rannsóknar. Það var Straumur-Burð- arás, stærsti kröfuhafi þrotabús Þreks ehf., sem kærði gjörninginn til efna- hagsbrotadeildarinnar þann 27. maí síðastliðinn. Björn er kærður fyrir skilasvik. Vali á matsmönnum frestað Björn Leifsson og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, keyptu rekstur World Class út úr þrotabúi Þreks ehf. í gegnum Laugar ehf. í september árið 2009 á aðeins 25 milljónir króna. Sama dag og Þrek ehf. fór í þrot. DV hefur greint frá því, samkvæmt heim- ildum, að dómkvaddir matsmenn hafi metið rekstur World Class á 800 til 1.000 milljónir króna. Þrotabú Þreks ehf., sem nú heitir ÞS69 ehf., stefndi Laugum ehf. vegna sölunnar og fer fram á að henni verði rift á þeim forsendum að líkams- ræktarveldið hafi verið selt of lágu verði til of tengdra aðila. Björn sjálfur hefur þó óskað eftir nýju mati og má leiða að því líkur að hann sé ekki sáttur við niðurstöðu þeirra matsmanna sem fyrst voru kvaddir til. Fyrirtaka var í riftunar- málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag þar sem fjallað var um nýja matsmenn. Ekki lágu fyrir ósk- ir um matsmenn frá lögmönnum og var vali á þeim því frestað um rúma viku. Vildi frest vegna rannsóknar Strax í kjölfar fyrirtöku riftunarmáls- ins, sem snýr eingöngu að rekstri lík- amsræktarstöðvarinnar World Class, var munnlegur málflutningur í öðru máli ÞS69 ehf. gegn Laugum ehf. í héraðsdómi. Það mál snýr ekki að rekstrinum, en alls höfðaði ÞS69 ehf. fjögur óskyld mál á hendur Laugum ehf. vegna fjögurra óskyldra gjörn- inga. Þegar er búið að ljúka einu þeirra með samkomulagi. Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur Björns Leifssonar, fór fram á það í munnlegum málflutningi að aðal- meðferð málsins yrði frestað þangað til einhver gögn lægju fyrir úr rann- sókn sérstaks saksóknara á gjörn- ingnum í kringum gjaldþrot Þreks ehf. Hann vildi meina að opinber rannsókn væri víðtækari en riftunar- krafan og að ekki væri hægt að rifta því í einkamáli sem væri verið að rannsaka hjá sérstökum saksóknara. Dómari samþykkti það ekki, á þeim forsendum að sakamálið inni á borði hjá sérstökum saksóknara væri byggt á öðrum lagagreinum en einkamál- ið. Aðalmeðferð mun því fara fram í málinu í lok janúar. „Kvöð að taka við viðskipta- vinum“ Björn sjálfur segist hafa keypt rekst- ur World Class á 274 milljónir króna en ekki 25 milljónir, líkt og DV hef- ur áður greint frá. Sigurbjörn Þor- bergsson, skiptastjóri Þreks ehf., seg- ir málið líta þannig út að Björn hafi metið það til skuldar að taka á móti þeim viðskiptavinum sem höfðu keypt kort hjá líkamsræktarstöðinni þegar Þrek ehf. fór í þrot. „Hann mat það sem kvöð að taka við viðskipta- vinum,“ sagði Sigurbjörn í samtali við DV í síðustu viku. Það er ljóst að Björn á í mörg horn að líta þessa dagana. Dóms- málin þrjú sem ÞS69 ehf. höfðaði gegn Laugum ehf., og enn er ólok- ið, eru ekki einu málin sem líkams- ræktarfrömuðurinn þarf að verj- ast í heldur hefur Landsbankinn einnig stefnt honum vegna sjálf- skuldarábyrgðar. Leitað er sátta í því máli. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Kærður til saKsóKnara n Sérstakur saksóknari rannsakar sölu Björns á World Class til sjálfs síns Rannsakar Björn Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, rannsakar meint skilasvik í tengslum við sölu á World Class. Til rannsóknar Gjörningurinn í kringum sölu World Class út úr Þreki ehf. hefur verið kærður til embættis sérstaks saksóknara. „Hann mat það sem kvöð að taka við viðskiptavinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.