Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Side 12
12 Erlent 5. desember 2011 Mánudagur S íðastliðinn fimmtudag voru 287 „njósnaskjöl“ (SpyFiles) birt á vefsíðu Wikileaks-sam- takanna. Skjölin eru sögð koma úr gagnagrunni sem hefur að geyma hundruð annarra skjala um hinn alþjóðlega njósnaiðn- að. Á meðal þeirra fjölmiðla sem voru í samstarfi með Wikileaks við birtingu skjalanna voru þýski miðillinn ARD, Times of India í Indlandi og The Wash- ington Post í Bandaríkjunum. Skjölin hafa vakið þó nokkra at- hygli úti um allan heim en upplýsing- arnar staðfesta það sem margir hafa haldið fram til þessa – að stjórnvöld fjölmargra ríkja, þar á meðal Banda- ríkjanna, fylgjast með þegnum sínum, meðal annars í gegnum tölvupóstfor- rit, staðsetningartæki og farsíma. „Öryggisfyrirtæki [...] brjótast inn í einkatölvur og síma (þar á meðal iPhone, Blackberry og Android), taka yfir hugbúnaðinn, skrásetja alla notk- un, hreyfingu, og jafnvel umhverfið sjálft og hljóðin í herberginu þar sem búnaðurinn er,“ segir í yfirlýsingu frá Wikileaks í tengslum við opinberun skjalanna. Í njósnaskjölum Wikileaks eru upplýsingar um þau fyrirtæki sem hafa hagnast um milljarða á því að selja ríkisstjórnum slíkan búnað, og það algjörlega óháð því hvort um ein- ræðisstjórn eða lýðræðislega kjörin stjórnvöld var að ræða. Líbía og Bandaríkin viðskiptavinir Í skjölunum kemur fram að þessar upplýsingar öryggisfyrirtækja hafi verið seldar á alþjóðlegu markaðs- torgi sem telur 25 ríki. Talið er að um 6.000 milljarðar hafi skipt um hendur á þessu markaðstorgi. Á vef- síðunni spyfiles.org er búið að út- búa sérstakt kort þar sem hægt er að skoða njósnir í hverju landi fyrir sig og hvernig þeim hefur verið háttað. Á meðal þess sem fram hefur kom- ið í tengslum við njósnaskjölin er að stjórnvöld í Líbíu hafi keypt slíkar upplýsingar af öryggisfyrirtækjum. Það hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum einnig gert. Skjölin eru að mestu frá árabilinu 2006–2011 og bera titla eins og: „Strategískt eftirlit með öllum sam- skiptum“, „Yfirlit yfir löglega hlerun“ og „Verkfæri til rannsókna“. Ljóst er að langur tími mun líða þangað til almenningur og sérfræðingar hafa komist í gegnum öll skjölin, en þau geta vissulega gefið áhugaverða inn- sýn í iðnað sem hefur hingað til verið hulinn flestum. Óhugsandi við stofnun Ýmis mannréttindasamtök hafa stig- ið fram í kjölfar lekans og fordæmt þessar aðferðir. Á meðal þeirra sem gagnrýna njósnaiðnaðinn eru banda- rísku mannréttindasamtökin Amer- ican Civil Liberties Union. Á vefsíðu þeirra segir að stjórnvöld í Bandaríkj- unum beiti nú leiðum til að njósna um Bandaríkjamenn sem hefðu verið al- gjörlega óhugsandi við stofnun lands- ins. Þá segir að einkafyrirtæki, herinn, héraðs- og ríkislögreglan, slökkviliðs- menn og jafnvel starfsfólk í heilbrigð- isgeiranum sé notað til þess að safna ógrynni per sónuupplýsinga sem síðar séu settar í gagnagrunna í eigu stofn- ana á borð við Joint Terrorism Task Forces. „Þessum njósnum er ekki einung- is beint að grunuðum hryðjuverka- mönnum og glæpamönnum. Þeim er beint gegn okkur öllum. Í sívaxandi mæli taka stjórnvöld þátt í að viða að sér persónuupplýsingum um saklaust fólk,“ segir meðal annars á vefsíðunni. Þá segir að eftir því sem eftirlit ríkisins hafi aukist, hafi ýmsum reglugerðum í tengslum við persónunjósnir verið af- létt. Nú sé svo komið að borgaralegum réttindum eins og tjáningarfrelsinu sé verulega ógnað. Fylgst með ferðum fólks Ýmislegt áhugavert kemur í ljós þegar skjölin eru skoðuð. Times of India tekur málið saman á vef sín- um: „Þegar mótmælendum tókst á þessu ári að losa sig við einræðis- herra í Egyptalandi og Líbíu, upp- götvuðu þeir sérstaka „hlustunar- klefa“ sem höfðu að geyma búnað frá fyrirtækjum eins og hinu breska Gamma Corporation, franska fyrir- tækinu Amesys, VASTech frá Suður- Afríku og hinu kínverska ZTE Corp.“ Búnaðurinn hafði verið notaður af „öryggissveitum“ þessara landa til þess að fylgjast með öllum hreyf- ingum, símtölum mótmælenda og fleiri. Það sem erfiðast var að melta, að sögn India Times, var sú staðreynd að slíkar persónunjósnir höfðu ekki einungis farið fram í þessum tveim- ur löndum, heldur í 25 löndum úti um allan heim. Stjórnvöld þessara landa höfðu notast við slíkan bún- að allt frá árinu 2002. Samkvæmt því sem fram kemur í skjölunum not- uðu leyniþjónustur, herir og lög- regluembætti búnaðinn til þess að hlera símtöl og taka yfir einkatölv- ur án sérstaks samstarfs við síma- fyrirtækin sjálf. Þannig var til dæmis hægt að fylgjast með ferðum sím- notenda, jafnvel þó að slökkt væri á símum þeirra, eins og segir í frétt India Times. Danmörk og Kanada Í umfjöllun India Times segir að símahlerun á heilu samfélögunum sé ekki einungis veruleiki í dag, um sé að ræða leynilegan iðnað sem nær til 25 landa. Á meðal þeirra landa sem notast hafa við slíkan njósnabúnað eru Bandaríkin, Ind- land, Bretland, Brasilía, Kanada, Kína, Tékkland, Danmörk, Frakk- land, Þýskaland, Ungverjaland, Ísrael, Ítalía, Holland, Nýja-Sjáland, Pólland, Suður-Afríka, Sviss, Tyrk- land og Úkraína. Að sögn Julians Assange, tals- manns Wikileaks, eru slík alþjóðleg öryggisfyrirtæki staðsett í iðnvædd- um samfélögum, en þau selja þjón- ustu sína til hvaða ríkisstjórnar sem er. Svo gott sem engar reglur gilda um þennan iðnað en um 160 fyrir- tæki sérhæfa sig í þróun og sölu slíks búnaðar. Á meðal þeirra stærri eru fyrirtæki á borð við BEA, Dialogic, HP, Siemens, Nice Systems, Nokia, Siemens Networks og Thales. Sum fyrirtækjanna sérhæfa sig í því að þróa vírusa sem hafa það markmið að setjast að í einkatölvum og sím- um til þess að komast yfir persónu- upplýsingar notenda. Njósnabúnaður seldur til Íran Önnur slík fyrirtæki, eins og Phoen- exia í Tékklandi, hafa verið í sam- starfi við herinn í viðkomandi landi við að þróa sérstök raddgreining- arforrit. Slíkir „raddgreinar“ geta komist að kyni, aldri og stressi við- mælandans og reiknað út svokölluð „raddför“ sem eru eins konar fingra- för raddarinnar. Fyrirtækin Blue Coat í Bandaríkjunum og Ipoque í Þýskalandi selja búnað til landa eins og Kína og Íran sem nýttur er til þess að koma í veg fyrir að stjórnarand- stæðingar geti skipulagt sig á vefn- um. Í umfjöllun India Times kem- ur einnig fram að bandaríska leyni- þjónustan CIA hafi keypt hugbún- að sem gerir stofnuninni kleift að komast að því hvar viðmælandinn er staðsettur og hver hann er – með hjálp raddgreinis. Fyrirtæki í Massa- chusetts, sem kallast Intelligence Integration System, selur sérstakan hugbúnað til þessara nota. n Njósnaskjöl Wikileaks fletta ofan af alþjóðlega njósnaiðnaðinum n 25 ríki hafa keypt þjónustu af „öryggisfyrirtækjum“ n Bandarísk einkafyrirtæki selja stjórnvöldum í Íran og Kína hugbúnað til njósna NjósNað um almeNNiNg „Skjölin eru að mestu frá árabilinu 2006–2011 og bera titla eins og: „Strategískt eftirlit með öllum samskiptum“, „Yfirlit yfir löglega hlerun“ og „Verkfæri til rannsókna“ Njósnaskjölin Danmörk, Bandaríkin, Indland, Bretland, Brasilía, Kanada, Kína, Tékk- land, Frakkland og Þýskaland eru á meðal þeirra ríkja sem keypt hafa njósnabúnað. Julian Assange Talsmaður og einn stofnenda Wikileaks ásamt Kristni Hrafnssyni London í sumar. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.