Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Page 13
Mikil reiði Leiðtogar Afríkuríkja voru ekki
par hrifnir af ummælum Davids Cameron,
forsætisráðherra Breta. Mynd ReuteRs
Erlent 13Mánudagur 5. desember 2011
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
N
ígeríska þingið samþykkti
nýverið bann við hjóna
vígslum samkynhneigðra.
Eru nígerísk yfirvöld sögð
ögra breskum yfirvöldum
sem hótuðu að hætta allri aðstoð við
þjóðir sem brjóta gegn réttindum
samkynhneigðra.
Í frumvarpinu sem þingið sam
þykkti kveður á um að refsing fyrir
hvern þann sem er sakfelldur fyrir
samkynhneigð skuli vera fjórtán ára
fangelsisdómur. Þá á hver sá sem að
stoðar samkynhneigð pör, til dæmis
með því að halda kynhneigð þeirra
leyndri, yfir höfði sér allt að tíu ára
fangelsi.
Frumvarpið fer fyrir fulltrúadeild
nígeríska þingsins áður en það verð
ur afhent forsetanum, Goodluck
Jonathan.
Refsað fyrir að
vernda samkynhneigða
„Fjöldi fólks mun eiga yfir höfði sér
refsingu fyrir að vernda vini og vanda
menn í Nígeríu,“ segir í tilkynningu
Amnesty International.
Frumvarpið var samþykkt á þriðju
dag nærri einum mánuði eftir að for
sætisráðherra Breta, David Cameron,
hótaði að stöðva alla aðstoð til þjóða
sem brytu gegn mannréttindum sam
kynhneigðra. Þessi ummæli Camerons
féllu ekki vel í kramið hjá leiðtogum
Afríkuríkjanna sem sökuðu hann um
nýlendutilburði.
Samkynhneigð er bönnuð í flestum
löndum í Afríku, en bannið er fengið úr
lögum sem Bretar kynntu afrísku þjóð
unum, á meðan þær voru á valdi Breta.
Refsingarnar í heimsálfunni eru
misþungar, ýmist fjársektir eða fang
elsisvist.
Í síðustu viku kallaði Robert Mug
abe, forseti Simbabve, David Came
ron „djöfullegan“ fyrir ummæli hans
um að krefjast réttinda fyrir samkyn
hneigða í Afríku.
„Látið ekki freistast“
„Látið ekki freistast af þeirri geðveiki.
Ef þið farið þá leið, þá munum við refsa
ykkur. Þetta er bannað samkvæmt
náttúrunni. Þetta þekkist ekki á með
al skordýra og þess vegna hef ég sagt
samkynhneigða vera verri en svín og
hunda,“ var haft eftir Mugabe í síðustu
viku.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Úg
anda, Fred Opolot, sagði ummæli
Camerons verða til þess að þjóðin
reyndi að verða sjálfbærari til þess að
þurfa ekki að fara að tilmælum Came
rons. „Við vinnum að því að minnka
þörf okkar á aðstoð erlendra ríkis
stjórna út af þessu,“ var haft eftir hon
um. „Yfirlýsing Camerons er vitlaus.
Okkar menning og siðferði viðurkennir
ekki samkynhneigð.“
Þora ekki að tilkynna
ofbeldisglæpi
Málið hefur valdið samkynhneigðum
Nígeríumönnum miklum áhyggjum.
Einn þeirra er Rashidi Williams, 25 ára
samkynhneigður karlmaður, sem var
laminn á hrottalegan hátt ásamt kær
asta sínum í fyrra. Ástæða árásarinnar
var kynhneigð þeirra. Williams segir í
samtali við APfréttastofuna að árásir
sem þessar séu ekki óalgengar í Níger
íu. Samkynhneigðir einstaklingar þori
ekki að tilkynna slíkar árásir til yfir
valda af ótta við frekari barsmíðar. „Ég
fór á sjúkrahús eftir árásina en ég þorði
ekki að segja frá því sem hafði gerst.
Þessi mál eru ekki tilkynnt til yfirvalda í
Nígeríu. Það þýðir samt ekki að vanda
málið sé ekki til staðar. Fólk er drepið
vegna kynhneigðar sinnar.“
n nígeríska þingið samþykkti frumvarp um bann við samkynhneigð
n Forsætisráðherra Breta ærir leiðtoga Afríkjuríkja með hótun
„Ekki freistast
af þeirri geðveiki“
„Okkar menning og
siðferði viðurkennir
ekki samkynhneigð.
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Barn sakað um
kynferðislega
áreitni
Sjö ára gamall drengur er sakaður
um kynferðislega áreitni eftir að
hafa sparkað í hreðjar annars
drengs. Drengurinn er frá Boston
í Bandaríkjunum, en í samtali
við dagblaðið Boston Globe segir
móðir drengsins hann hafa verið
að verja sig fyrir hrotta sem var
að stríða honum.
Móðirin sagði atvikið hafa átt
sér stað í skólarútu í síðasta mán
uði. Hún segir hinn meinta hrotta
hafa kæft son sinn í rútunni og
stolið af honum hönskunum.
Sonur hennar hafi því varið sig
með því að sparka í pung kvalara
síns.
„Ég held að sonur minn hafi
verið í fullum rétti,“ sagði móð
irin, Tasha Lynch, í samtali við
Boston Globe. „Hann gerði ekk
ert annað en að verja sjálfan sig.“
Þegar Lynch ákvað að grennslast
fyrir um málið hjá skólayfirvöld
um komst hún að því að sonur
hennar hefði verið sakaður um
kynferðislega áreitni. Yfirstjórn
skólans hefur neitað að tjá sig
um málið en lét hafa eftir sér að
litið væri á hvers konar óviðeig
andi snertingu sem kynferðislega
áreitni.
Hættur við
framboð
Herman Cain hætti við fram
boð sitt til forseta í Bandaríkj
unum um liðna helgi. Ákvörð
unina kynnti hann sjálfur í ræðu
á laugardag sem hann hélt fyrir
fjölda stuðningsmanna. Í ræð
unni neitaði hann ásökunum um
kynferðislega áreitni en sagði að
ásakanirnar hefðu tekið sinn toll
hjá sér og fjölskyldunni og að þær
hafi jafnframt dregið athyglina frá
markmiði hans og boðskap.
„Ég er í sátt við guð. Ég er í sátt
við eiginkonu mína og hún er í
sátt við mig,“ sagði Cain meðal
annars í ræðu sinni.