Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Side 20
N’Zogbia í skammarkróknum n Sektaður og fékk ekki að spila gegn Man. United V ængmaðurinn Charles N’Zogbia er búinn að koma sér í vand- ræði hjá Alex McLeish, knattspyrnustjóra Aston Villa. N’Zogbia mætti ekki einu sinni til sjúkraþjálfara í vik- unni sem áttu að hjálpa hon- um vegna eymsla sem hann fann fyrir í fæti. Þar sem hann mætti aldrei sektaði McLeish Frakkann og hafði hann ekki einu sinni í hóp gegn Manc- hester United þegar Eng- landsmeistararnir komu í heimsókn á laugardaginn. Gestirnir fóru með 1–0 sigur af hólmi þar sem Phil Jones skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. N’Zogbia er þekktur fyrir að fá stjóra sína upp á móti sér á einhverjum tímapunkti en frægt varð atvikið þegar Joe Kinnear kallaði hann „Charl- es Insomnia“ hjá Newcastle fyrir tveimur árum. Varð það til þess að hann yfirgaf félagið fyrir Wigan. „Charles mætti aldrei í síð- ustu viku þegar hann átti að mæta og hann verður því að taka þessu. Nú er það undir honum komið að sýna okkur hversu öflugur leikmaður hann er,“ segir Alex McLeish, stjóri Aston Villa. N’Zogbia hefur engan veg- inn náð að sýna þá takta sem hann sýndi hjá Wigan eftir komu sína til Aston Villa en undir lok tímabilsins bjargaði hann Wigan nánast einn síns liðs frá falli. „Það hefur enginn í lið- inu geta litið í spegil og sagt við sjálfan sig: „Ég er búinn að standa mig frábærlega fyr- ir stjórann og hann getur ekki sleppt því að hafa mig með í liðinu.“,“ segir McLeish. „Við höfum átt góða frammistöðu nokkrum sinnum en ég er að leita að mönnum sem þrá að spila í hverri viku og gera allt til þess að svo verði. Þannig virkar alvörufótboltalið.“ 20 Sport 5. desember 2011 Mánudagur Áfall fyrir Newcastle Steven Taylor, miðvörður Newcastle, þarf að fara í upp- skurð vegna meiðsla á há- sin og verður líklega frá út tímabilið. Þetta eru hræðileg tíðindi fyrir Newcastle sem er í baráttunni um Meistara- deildarsæti eins og staðan er í ensku úrvalsdeildinni. Taylor hefur spilað frábær- lega við hlið Argentínumanns- ins Fabricio Collocini en vörn Newcastle hefur verið að stórum hluta ástæða góðs gengis liðsins. Vonast er til að aðgerðin verði til þess að fjar- vera Taylors verði styttri en talsmaður félagsins sagði á sunnudaginn að miðvörður- inn yrði líklega frá út tíma- bilið. Anelka á förum Franski framherjinn Nicolas Anelka hefur sætt sig við að vera úti í kuldanum hjá Chel- sea og ætlar að yfirgefa félagið um leið og félagaskiptaglugg- inn opnar í janúar. „Ég hef vit- að í þó nokkurn tíma hvar ég verð 2. janúar,“ segir Anelka. „Chelsea ætlar sér að vinna í framtíðarleikmönnum félags- ins og ég sem sannur atvinnu- maður tek því.“ Ekki er vitað hvar Anelka lendir en ekki er ólíklegt að hið nýríka franska félag Paris Saint-Germain reyni við landsliðsframherj- ann. Anelka hefur lítið komið við sögu hjá Andre Villas- Boas, stjóra Chelsea undan- farið. Sektaður N’Zogbia þarf að borga fyrir trassaskapinn. Mynd ReUteRS Ragna gaf leikinn Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir gaf úrslita- leikinn á alþjóðlega velska mótinu sem hún keppti á um helgina. Ragna tognaði í læri og fékk því mótherji hennar, Nicole Schaller frá Sviss, sigurinn á silfurfati. Ragna fer því ekki á alþjóðlega írska mótið um næstu helgi eins og til stóð. Næsta mót sem Ragna keppir á er alþjóðlega sænska mótið 19.–22. janúar næstkomandi. Rándýrt en spennandi Þ að lá mikil spenna í loftinu,“ segir Hannes S. Jónsson, formað- ur Körfuknattleiks- sambands Íslands, um dráttinn í Evrópukeppni landsliða sem fram fór í höf- uðstöðvum FIBA Europe á sunnudaginn. „Það var tvennt sem við vorum að horfa til. Hversu löng ferðalög myndu bíða okkar og hversu sterkum þjóðum við myndum mæta,“ segir Hannes. Því var fljótsvar- að þegar kom að drættinum. Ferðalögin gátu vart verið mik- ið lengri en Ísland dróst í rið- il með Serbíu, Svartfjallalandi, Ísrael, Slóvakíu og Eistlandi. „Þetta er ótrúlega spennandi en krefjandi samt sem áður. Ég segi að það sé frábært að mæta Serbum sem er og hefur verið ein fremsta körfuboltaþjóðin til margra ára. Það er frábært tækifæri að fá Serbíu heim og mæta henni úti. Þetta verður erfitt verkefni en ótrúlega spennandi,“ segir Hannes. Urðu að vera með Ekki er langt síðan landsliðið var endurvakið eftir tveggja ára hlé. Var það meðal ann- ars vegna þess að Ísland er ein þeirra þjóða sem hefur barist hvað harðast fyrir breyting- um á keppnisfyrirkomulaginu. Hingað til hefur þjóðum verið skipt niður í A-, B- og C-deild- ir og hefur því minni þjóðum aldrei gefist kostur á að spila við stóru strákana. Með kjöri Ólafs Rafnssonar sem forseta FIBA Europe hefur það breyst og er keppnisfyrirkomulagið nú svipað og þekkist í fótbolt- anum – undanriðlar og styrk- leikaröðun. Hannes viðurkennir að Ís- land sé að fara taka á sig erf- iðan pakka fjárhagslega séð en ekki hafi verið annað hægt en að taka þátt. „Keppnisfyr- irkomulagið er búið að vera mikið baráttumál hjá okkur og það er ein helsta ástæða þess að við skráðum okkur aftur til leiks. Þetta mun kosta okkur ansi mikið en þar sem þetta hefur verið okkur svo mikið kappsmál rann okkur einfald- lega blóðið til skyldunnar,“ seg- ir Hannes. Reyna að hagræða ferðum Hannes er ytra að ræða við hin liðin í riðlinum og reyna að komast að samkomulagi um leikdaga og tíma en allir leik- irnir verða spilaðir á milli 15. ágúst og 11. september á næsta ári. Vegna fjölda ferðalaga þarf Hannes að reyna að raða þeim upp á sem hagstæðasta mát- ann. „Óskadæmi fyrir okkur er til dæmis að spila við Serbíu og Svartfjallaland í sömu ferðinni en ekki koma til dæmis heim á milli þeirra leikja. Það væri best til að gera ferðalagið sem ódýrast,“ segir Hannes en þær viðræður eru Íslandi mikil- vægari en öðum þjóðum. „Það er frekar mikilvægt fyrir okkur en þá þurfa nátt- úrulega allar þjóðirnar í riðl- inum að vera samstíga. Hver og ein þjóð þarf að taka þátt í þessu. Þetta kemur ekkert í ljós í dag heldur á næstu dög- um,“ segir Hannes sem gælir við þriðja sætið í riðlinum. „Leikirnir gegn Serbíu, Ísrael og Svartfellingum verða erf- iðir en við eigum að geta unn- ið Slóvaka og Eista. Mér finnst við allt eins geta stefnt á þriðja sætið í riðlinum.“ Ríkið þarf að hjálpa til „Við erum að taka ansi mikla áhættu með þessu,“ segir Hannes um fjárhagslegu hlið- ina og bætir við að þessi Evr- ópukeppni sé pakki upp á að minnsta kosti 20 milljónir ís- lenskra króna. Hingað til hefur KKÍ verið duglegt að minnka hjá sér skuldirnar er nú á henda sér aftur í djúpu laug- ina og til þess þurfi hjálp. „Við þurfum að treysta á að fyrir- tækin heima á Íslandi hjálpi okkur. Sérstaklega þarf svo rík- isvaldið að fara að endurskoða sín mál varðandi hvað það er að setja í afreksíþróttir,“ segir Hannes og fullyrðir að Ísland sé að fá langminnst þjóðanna í kringum okkur, samt séu þær þjóðir sumar hverjar að kvarta. „Við eigum alltaf að taka þátt í mótum bestu þjóða en fáum aldrei pening til þess. Það er bara grín það sem er í gangi núna miðað við aðrar þjóðir í kringum okkur. Ég er alls ekki að segja að ríkisvaldið eigi að borga allt saman, okk- ur ber skylda til að finna styrki, en það er hægt að gera miklu meira. Það er orðið áhyggju- efni þegar stjórnmálamenn hafa engan áhuga á afreks- íþróttum nema þegar árangur næst. Það er ekkert alltaf hægt að ná árangri með ekkert á milli handanna,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. n Ísland í erfiðum riðli í evrópukeppni landsliða í körfubolta n 20 milljóna króna pakki n Vantar meiri aðstoð frá ríkinu Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Körfubolti Mæta toppliði Ísland fær Serba, sem er ein allra stærsta og besta körfuboltaþjóðin, í heimsókn. Mynd AMe Vill meiri aðstoð Hannes Jóns- son, formaður KKÍ, vill að ríkið styðji betur við bakið á afreksíþróttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.