Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2011, Síða 22
n Útgáfupartí Mannlífs á Ölstofunni É g er mjög ánægð með blað- ið og fyrstu viðtökur hafa farið fram úr björtustu von- um,“ segir Hrund Þórsdótt- ir, nýr ritstjóri karlatímaritsins Mannlífs. Fyrsta tölublaðið und- ir hennar ritstjórn kom út í síð- ustu viku og blásið var til heljar- innar útgáfupartís á Ölstofunni síðastliðinn fimmtudag í tilefni þess. Á sama tíma var árs af- mæli Mannlífs sem karlatíma- rits fagnað. Fullt var út úr dyr- um og þegar blaðamann bar að garði voru allir með nefið ofan í blaðinu. „Fólk hlýtur að hafa verið ánægt með blaðið því það kláraðist á staðnum og fjöldi fólks gerðist áskrifendur,“ segir Hrund sem er í skýjunum með vel heppnað blað. solrun@dv.is 22 Fólk 5. desember 2011 Mánudagur Jólasveinninn Geðgóður Jón Gnarr borgarstjóri skellti sér í jólasveinabúning til styrktar verkefninu Geðveik Jól. Jólasveinn þessi hefur fengið nafnið GEÐgóður og hefur verið ráðinn kosninga- stjóri keppninnar. „Það lá beinast við að ég tæki þetta að mér enda oft verið kallað- ur jólasveinn og jafnvel tæp- ur á geði,“ segir Jón geðgóður í jólasveinabúningi. „Mér finnst nauðsynlegt að henda mér reglulega í jólasveinabúning því í mínu starfi er enginn einkennis- búningur. Það er þó klárlega eitthvað sem þarf að skoða. Ef allir eru geðgóðir þá verða þetta án efa geðveik jól,“ segir Jón jólasveinn kátur í bragði. Verkefnið gengur út á starfsmenn 15 fyrirtækja hafa tekið áskorun um að velja eða semja jólalag og framleiða myndband því til stuðnings. Jólalögin verða þeirra framlag inn í jólalaga- keppnina Geðveik Jól 2011 sem hefst 7. desember, með frumflutningi á lögunum í opinni dagskrá Skjás Eins kl. 19.30. Hvert atkvæði kostar 1.000 krónur og fara þeir fjár- munir sem safnast í upp- byggingarstarf Geðhjálpar. B jór er mikið áhuga- mál hjá mér,“ segir Garðar Gunnlaugs- son knattspyrnumað- ur en fyrirtæki Garð- ars, Icelandic Spirits, hefur hafið sölu á bjórnum Krumma í helstu vínbúðum landsins. „Þetta er lagerbjór með góðu eftirbragði, malt- og hunangs- keim. Hann er með löngu eftir- bragði og er mjög auðveldur til drykkju. Þessi bjór hefur verið bruggaður í Lettlandi frá 1850 svo hann hefur virkað vel þar og nú höfum við fengið þessa uppskrift lánaða. Eigandi bruggverksmiðjunnar lætur sjálfur bora 120 metra niður í jörðina eftir vatninu sem not- að er í bjórinn og í honum eru aðeins eðalhumlar. Svo það er mikið lagt í framleiðsluna,“ segir Garðar og bætir við að Krummi sé í anda vinsælustu bjóra frá Austur-Evrópu. Markaðsstarf framundan Garðar segir félaga sinn hafa fengið þessa hugmynd og að hann hafi ákveðið að slá til. „Þessi maður er viðskiptafé- lagi minn í dag en hann hefur mjög góð sambönd í Eystra- saltslöndunum,“ segir hann en bætir hlæjandi við að hann sé ekki næsti Björgólfur Thor. „Ég myndi nú ekki ganga svo langt að líkja mér við hann. Við eig- um alla vega ekki bruggverk- smiðjuna þarna úti. Alla vega ekki ennþá en við sjáum til.“ Garðar gerði árssamning við ÍA í vikunni og mun því geta einbeitt sér að bjórsöl- unni með boltanum. „Ég hef verið að stússast í þessu með öðru síðasta árið en nú fer ég í þetta af fullum krafti. Nú hefst markaðsstarf og annað sem á eftir að taka góðan hluta af des- ember. Íslendingar versla mik- ið af áfengi yfir hátíðarnar svo ég hugsa að ég hafi ekki getað byrjað á betri tíma,“ segir hann og bætir við að þótt hann eigi eftir að búa hér á landi muni eiginkonan, Ásdís Rán, dvelja hér og í Búlgaríu til skiptis. Nýtur stuðnings eiginkonunnar Þau hjónakornin veigra sér ekki við að stofna fyrirtæki þrátt fyrir kreppu og bölmóð. „Maður verður að reyna að gera eitthvað í lífinu – reyna að koma sér áfram. Ásdís hef- ur náttúrulega alltaf verið dug- leg að finna sér eitthvað að gera og það er ekki verra ef mér tekst það líka. Hún hefur þegar smakkað bjórinn og þótt hún sé ekki mikið fyrir bjór þá fannst henni Krummi góður, svo ég hef fullan stuðning frá henni.“ Garðar segir Krumma ekki hinn dæmigerða jólabjór en að hann stefni á að flytja inn fleiri tegundir í framtíðinni. „Við höfum þegar fundið bjór með þessu maltbragði sem ein- kennir jólabjór og sá bjór verð- ur okkar jólabjór á næsta ári. Við munum koma með fleiri tegundir, það er ekki spurning. Markið er sett hátt en það er alltaf best að byrja smátt.“ indiana@dv.is Ekki næsti Björgólfur n Garðar flytur inn bjór frá Austur-Evrópu n Fluttur heim og spilar með ÍA en Ásdís er úti Setur markið hátt Garðar segir eiginkonuna alltaf hafa verið duglega að finna sér eitthvað að gera og vonast til þess að hann hafi skapað sér atvinnu með bjórnum Krumma. MyNd Eyþór ÁrNASoN Börn í partíi Auglýsingastofan Fíton hélt bæði útgáfu- og inn- flutningspartí á föstudag síðustu viku. Góður rómur var gerður að veislu þeirra og mikið um óvæntar upp- ákomur. Þormóður Jónsson framkvæmdastjóri stofunnar mætti í gervi Kolbeins kaf- teins og athygli vöktu börn í gervi þeirra Skafta og Skapta og Tinna. Eins og sjá má er gervi hins unga blaðamanns Tinna með ólíkindum vel gert. Ánægð með blaðið Hrund Þórsdóttir ásamt kærasta sínum, Óskari Páli Elfarssyni. Þau voru í skýjunum með nýútkomið blað. „Blaðið kláraðist“ Hressir Baggalútsmenn voru hressir á Ölstofunni, en þeir prýða forsíðu nýjasta tölublaðs Mannlífs. Íslenskt tón- listarfólk tilnefnt Fjöldi íslenskra listamanna er tilnefndur til verðlauna hjá þýska blaðinu Honk Maga- zine en kosningin fer fram á netinu. Myndband Steed Lord við lagið 123, If You Want Me er tilnefnt sem myndband ársins en myndband Bjarkar, Crystaline, er einnig nefnt. Jónsi og GusGus koma til greina sem listamenn ársins. Hægt er að kjósa á síðunni honk-mag.com.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.