Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2012, Síða 26
„Þegar mig dreymir er ég með hendur“ 26 Viðtal 27.–29. janúar 2012 Helgarblað S amstaða Íslendinga varð til þess að Guðmundur Felix er nú á leið til Lyon í Frakk- landi þar sem hann mun í náinni framtíð gangast und- ir handaágræðslu og hann er þakk- látur fyrir hjálpina. „Það kom drjúgt frá Oddfellow, Svölurnar, fyrrver- andi og núverandi flugfreyjur, komu til skjalanna, bleikt.is hélt úti söfn- un og glerlistakonan Dagný Magn- úsdóttir hannaði glerskálar og lét allan ágóðann renna til mín.“ Hann sýnir blaðamanni skálarnar á stofu- borðinu. Hann segir að sér þyki vænt um að eiga sjálfur slíkar. Þær minni hann á hversu góð tilfinning það er að fá svo mikla og ómetanlega hjálp. Þetta eru allt konur, minnist blaða- maður á. „Já, konur hafa verið mér afar hliðhollar,“ segir hann og hlær. Guðmundur Felix mætir í rækt- ina þrisvar í viku, hann keyrir sér- útbúinn bíl og er í skutlinu dagsdag- lega eins og aðrir foreldrar. Þegar blaðamaður ræðir við hann hringir 18 ára dóttir hans. Hann svarar sím- anum með því að nota öxlina. Vipp- ar honum þar upp, notar svo tung- una til að svara. Þetta er snertisími, nýjasta gerð af iPhone. „Pabbi,“ seg- ir hún. „nennir þú að skutla mér í vinnuna?“ Hann segist koma eftir hálftíma. „Ekkert mál.“ Þennan dag er fannfergið gríðarlegt í borginni. Það kyngir endalaust niður snjó og alls staðar eru bílar fastir. „Hann keyrir sko ekkert eins og kerling,“ segir móðir hans, Guðlaug Þórs, sem kemur aðvífandi. „Hann er algjör glanni,“ segir hún og skellir upp úr. Þau eru lík mæðginin og létt yfir þeim. Volvo-bifreiðin sem hann keyrir stendur í innkeyrslunni við heim- ili hans. Það breytti öllu að eignast hana segir hann. „Ég stýri bílnum með fótum og höfði og nota krókinn til að skipta um gír. Stýrið er skífa við fætur mér og svo gef ég stefnuljós með höfðinu.“ Klæjar í horfna fingur Guðmundur Felix er að mörgu leyti sjálfbjarga. En sumt getur hann ekki gert sjálfur. Eins og að borða en hann þarf hjálp við það og þarf að láta mata sig. Hann getur heldur ekki baðað sig sjálfur og það gremst honum. Guðmundur ber gervihend- ur á báðum öxlum. Önnur höndin er með járnkrók en hin er með húðlitri eftirlíkingu af raunverulegri hendi. „Ég get minna gert með henni,“ útskýrir hann. „En meira með þess- ari,“ segir hann og lyftir króknum. „Það er undarlegt að segja frá því, en ég fæ ennþá tilfinningu í hend- urnar. Hendurnar sem ég er ekki með,“ segir hann frá. „Þetta er allt í hausnum, sjáðu til. Ég get varla lýst því hversu óþægileg tilfinning það er að finnast ég þurfa að klóra mér í lófanum. Það er auðvitað ekkert til að klóra. Þetta getur verið ærandi til- finning.“ Hendurnar loguðu Það er kraftaverk að Guðmund- ur Felix sé á lífi. Það var hroðalegt, slysið sem hann lenti í við störf sín hjá Orkuveitu Reykjavíkur í janúar 1998. Þá fékk hann í sig mikið raf- lost, brenndist illa og féll tugi metra til jarðar. „Hann var kaldur og frosinn, dimmur dagur,“ segir hann frá. „Þetta gerðist rétt fyrir ellefu, í ljósaskipt- unum. Allt pinnfrosið. Það var ekki mikill snjór,“ segir hann og horfir út um gluggann. „Ég man eftir að hafa legið fyrir neðan staurinn. Mig verkj- aði í magann. Ég brotnaði allur í mél, það logaði í höndunum á mér og vinnufélagarnir voru að hlaupa með hjálmana sína úti í á og ná í vatn til að hella á mig. Ég man eftir vinnufélaga mínum yfir mér að spjalla við mig á meðan ég beið.“ Guðmundur Felix hélt að hann væri dáinn. Honum var haldið sof- andi í þrjá mánuði og það er merki- legt að hann á minningar um þann tíma. Minningar milli lífs og dauða „Á spítalanum var ég svæfður og í raun og veru man ég ekkert eftir mér fyrr en þremur mánuðum síðar. Mér var bara haldið sofandi. En ég á minningar um þennan tíma samt sem áður. Ég var með endalausar martraðir á þessum tíma. Þetta voru ofboðslegar martrað- ir. Ég vissi að það væri eitthvað að. Á tímabili var ég rosalega mikið að láta alla vita að ég væri lifandi. Mér fannst eins og það væri búið að saga mig allan niður og það væri ekkert eftir nema hausinn. Ein martröðin snerist svo um það að ég hefði sprungið, ég tengi það við það þegar verið var að gera að hryggnum í mér. Það er ekki hægt að setja þetta í orð. Þetta var svo súrrealískt og hræðilegt. Ég fann líka fyrir því að vera að drepast úr þorsta. Ég er búinn að vera með þráhyggju fyrir appelsínusafa síðan þá. Ég velti því stundum fyrir mér af hverju. Mér fannst allt vera gult í dáinu og ein- hvern veginn varð það til í hausnum á mér þar sem ég lá að fyrir ofan mig væru fullir dunkar af appelsínusafa utan seilingar. Enn þann dag í dag kaupi ég heilu kassana af appelsínusafa þeg- ar ég fer út í búð,“ segir hann og brosir að sjálfum sér. „Veistu ekki að þú ert dáin?“ Þegar Guðmundur Felix var vakinn úr dáinu kom það mörgum á óvart að það var honum léttir að það voru aðeins hendurnar sem hann hafði misst. „Martraðirnar voru svo hræði- legar að mér var hreinlega létt að ég hefði aðeins misst hendurnar. Þá var ég líka feginn að vera á lífi. En ég áttaði mig reyndar ekki á því strax. Það var stuttu eftir að ég var vak- inn sem ég leit á mömmu og ég var sannfærður um að við værum bæði dauð. Ég leit á hana og spurði hana: Veistu ekki að þú ert dáin?“ Álagið eyðilagði sambandið Guðmundur Felix dvaldi næstu árin á sjúkrahúsum og í endurhæfingu. Þegar hann lenti í slysinu var hann í sambúð og átti tvær dætur. Sú eldri var þá fjögurra ára og sú yngri að- eins þriggja mánaða. Hann segir álagið vegna slyssins hafa bundið enda á sambandið. „Ég fór eiginlega ekki heim í nokkur ár eftir slysið og samband okkar rofnaði og endaði. Ég var sennilega frekar erfiður en ég var á spítala og í endurhæfingu í tvö ár eftir slysið. Þetta var áfall fyrir alla og við vissum í rauninni ekkert hvernig við áttum að vinna úr því. Við viss- um ekki hvernig við áttum að snúa okkur og ég hafði ekki einu sinni rænu á því að bregðast við vand- anum. Það tekur óskaplega langan tíma að átta sig á áfalli eins og þessu. Ég var mjög lengi á gríðarlega miklum og sterkum lyfjum og þá er maður bara alsæll og sama um allt. Í fyrsta skipti sem ég var reistur við snarleið yfir mig. Allt fyrsta árið var alltaf verið að taka meira og meira af höndunum. Það voru alltaf sýkingar í beinendanum og það þurfti alltaf að stytta. Eins og gefur að skilja var ég því á rosalegum lyfjaskömmtum af morfíni og öðrum sterkum verkja- lyfjum í langan tíma. Þetta var erf- itt fyrir alla aðstandendur í kring- um mig. Móður mína, barnsmóður mína og alla aðra.“ Háði baráttu við fíkn Guðmundur Felix fékk aðstoð til þess að afeitra sig og fór seinna í meðferð. „Ég fékk aðstoð til þess að afeitra mig á spítalanum. Læknar trappa niður skammtana en það dugar ekki. Þetta eru svo sterk lyf. Ég var farinn að að skammta mér sjálfur. Ég var á alls konar kokkteilum, róandi, kvíðastillandi, morfínlyfjum og hvaðeina. Ég notaði vímugjafana lengur en til var ætlast. Það var mín leið til að díla við andlegu kvalirn- ar sem fylgdu áfallinu. Ég þurfti að heyja baráttu við fíknina. Það var erfitt en það tókst. Tók þetta með trúnni á Guð. Ég snerti ekki neina vímugjafa í dag. Ég komst ekkert áfram á viljastyrknum. Viljinn kom mér í þrot.“ Breyttist eitthvað í aðstæðum hans svo hann fann sig knúinn til að losa sig við fíknina? Guðmundur Felix kinkar kolli. „Já. Það kemur alltaf að þessum tímapunkti að það verður vakning. Ég var kominn á biðlista að fá nýja lifur. Mín var skemmd og í slæmu ásigkomulagi. Ég var hins vegar tek- inn af honum vegna þess að það var vesen á mér. Það var ágætis áminn- ing. Þá snýr maður hlutunum bara við.“ Vandamál eru til að leysa þau Guðmundur stríddi lengi við eftir- köst slyssins sem voru lifrar- skemmdir og tvisvar hefur verið skipt um lifur í honum á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. Fyrri ígræðslan misheppnaðist en sú seinni tókst vel. Hann komst á listann aftur eftir að hafa losað sig við fíknina og fékk nýja lifur í Kaupmannahöfn. „Þetta er dönsk lifur. Þær eru svo fínar, hafa legið í áfengi síðan í barnæsku,“ seg- ir hann og skellir upp úr. Móðir hans segir hann hafa verið afar veikan áður en hann fékk nýja lifur. „Hann var svo mikið veikur að fólk komst við þegar það sá hann. Hann leit svo illa út. Hann var svo gulur að ef þú komst við hann þá litaðist þú. Það er skelfilega erfitt að bakka út úr mikilli morfíngjöf en hann tók svo flott á þessu öllu sam- an. Hann er svo duglegur og hefur alltaf verið. Líka þegar hann var lít- ill,“ segir hún og brosir. „Mér hefur alltaf fundist hann hafa verið óvenju jákvæður og hafa það viðhorf að vandamál eru til að leysa þau.“ Ræktar sambandið við dæturnar Veikindin hafa reynt á Guðmund Felix og hafa reynst honum erfið glíma. En með tímanum hefur hann ræktað sambandið við dætur sínar. „Mér hefur tekist að sinna dætrum mínum þótt ég hefði auðvitað viljað vera meiri þátttakandi í þeirra lífi. Nú þegar ég fer til Frakklands von- ast ég til þess að þær geti dvalið þar með mér í einhvern tíma.“ Það hefur einnig mætt mikið á foreldrum hans sem hafa að hans sögn reynst honum mikil stoð. „Mamma hefur staðið mér þétt við hlið allan tímann og gerir enn í dag,“ segir hann með bros á vör. „Við erum nánari í dag. Í rauninni á ég betri samskipti við alla í kringum mig eftir að þetta gerðist en áður,“ segir hann og bætir við með brosi á vör að hann voni að það segi ekki of mikið um hvern mann hann hafi haft að geyma fyrir slysið. Guðmundur Felix Grétarsson náði nýlega takmarki sínu, að safna 40 milljónum króna fyrir handaágræðsluaðgerð í Frakklandi. Kristjana Guðbrandsdóttir hitti Guðmund Felix og ræddi við hann um glímuna við afleiðingar slyssins, fíknina sem hann komst yfir og góða skapið sem hjálpar honum flesta daga. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Ég get varla lýst því hversu óþægi- leg tilfinning það er að finnast ég þurfa að klóra mér í lófanum. Vigdís Finnbogadóttir kom til hjálpar „Ég sótti um styrki alls staðar, hjá Félagsmála- og Tryggingastofnun, en var alls staðar hafnað og viðbrögðin voru ópersónuleg. En svo fór ég og bankaði upp á hjá Vigdísi Finnbogadóttur og hún hjálpaði mér. Hún tók vel á móti mér og kom hreyfingu á málið.“ MyndiR siGtRyGGuR aRi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.