Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Qupperneq 11
Ingólfur Árnason: Sæl Lilja, Hvernig hugsar þú skatt á útflutningsgreinarnar? Hversu hár á skatturinn að vera og er hann af brútto útflutningi? Hefur þú hugleitt afleiðingarnar, það er hættuna á minni útflutningi?  Lilja Mósesdóttir: Útflutningsgeirinn nýtur mikils tekjuauka sem er aðeins tímabundinn. Ef útflutningsfyrirtæki ætla að fjárfesta miðað við alltof lágt gengi, þá munum við standa uppi með ónýttar fjárfestingar sem er kostnaður fyrir samfélagið. Þetta er ástæðan fyrir því að flestir hagfræðingar mæla með hvalrekaskatti. Doddi Gunnars: Sæl Lilja. Ef flokkur þinn Samstaða kemst til valda, til hvaða aðgerða til að leiðrétta skuldir heimilanna yrði gripið til fyrst? Ef einhverra?  Lilja Mósesdóttir: Höfuðstóll lána hefur hækkað um 40%. Við ætlum að leiðrétta þessa hækkun, þannig að lán lækki um tæp 20% um leið og við afnemum verðtrygg- inguna. Þetta er algjört forgangsmál Sam- stöðu. Sigurður Sigurðsson: Sæl Lilja og til hamingju með Samstöðu. Ykkar stefnumál virðast vera í sama anda og stefnumál Hreyfingarinnar. Hvers vegna er ekki meiri „samstaða“ með þér og þeim sem eru nú að stofna nýja Hreyfingu?  Lilja Mósesdóttir: Hreyfingin hefur verið í samstarfi við Borgarahreyfinguna og Frjáls- lynda flokkinn um myndun Breiðfylkingar. Við vildum ekki vera með í þessum viðræðum fyrr en við hefðum stjórnmálaflokk. Með því að stofna flokk gátum við kannað raunveru- legan stuðning við stefnu okkar. Svala Jónsdóttir: Hvernig ætlið þið að fjármagna lækkun á höfuðstól lána? Hvaðan eiga þeir peningar að koma? Mun aukin skattheimta ekki bitna á þeim er síst skyldi?  Lilja Mósesdóttir: Það eru margar leiðir til að fjármagna leiðréttingu lána. Leiðréttingin mun kosta um 200 milljarða umfram það sem gert hefur verið. Hægt væri að skatta hagnað bankanna sem eru núna um 170 milljarðar. Síðan væri hægt að fara í róttækari aðgerð sem fæli í sér að taka upp nýjan gjaldmiðil og skipta froðueignum yfir á lægra gengi en til dæmis launum. Fundarstjóri: Ætlið þið að standa fast á því að halda nafninu Samstaða?  Lilja Mósesdóttir: Já, við munum gera það. 8 félög heita þessu nafni í fyrir- tækjaskrá og eitt þeirra er Samstaða í Vestur- byggð. Við munum því ekki geta boðið fram undir því nafni í Vesturbyggð. Ivar Reynisson: Ertu hlynnt hátekjuskatti?  Lilja Mósesdóttir: Já, en þá vil ég sjá raunverulegan hátekjuskatt og nota skatttekjurnar af 4 skattþrepinu til að lækka skatta á millitekjuhópunum. Ragnar Eiriksson: Styður þú tillögu um heimild dómara til að dæma sameiginlegt forræði og hvernig viltu að tekið sé á umgengnistálmunum?  Lilja Mósesdóttir: Ég er þeirrar skoðunar að foreldrar eigi að deila með sér uppeldi barna sinna og hafa sameiginlegt forræði eftir skilnað. Níels Ársælsson: Sæl Lilja. Hver er afstaða þín til frjálsra handfæraveiða?  Lilja Mósesdóttir: Ég er jákvæð gagnvart frjálsum handfæraveiðum en óttast að frjáls- ræðið verði misnotað og að margir fari á slíkar veiðar. Það þarf að tryggja að svo verði ekki. Benedikt Traustason: Ertu sammála þeim rökum Guðmundar Gunnarssonar, sem komu fram í Silfri Egils, um að lífeyrisgreiðslur myndu skerðast ef verðtryggingin yrði afnumin?  Lilja Mósesdóttir: Nei. Ég hef nú meiri trú á getu forsvarsmanna lífeyrissjóðanna en Guð- mundur og tel að þeir geti spáð í verðbólgu- horfur og fjárfest samkvæmt því. Við þurfum að lækka lífeyri, þrátt fyrir verðtryggingu. Daði Jónsson: Veist þú hvað stendur helst í vegi þess að verðtryggingin sé ekki afnumin?  Lilja Mósesdóttir: Nauðsyn þess að endur- skipuleggja lífeyriskerfið, þannig að það verði tvískipt með almannatryggingakerfi sem tryggi lífeyri fyrir framfærslu og sjóði sem ávaxta viðbótarlífeyri. Þegar við verðum fyrir áfalli vegna þess að eitthvað virkar ekki eins og við héldum, þá viljum við ekki breyta því sem brást vegna þess að við eigum nóg með áfallið. Magnús Jónsson: Hvað finnst þér um tvöfalt lífeyriskerfi annað ríkistryggt og hitt háð duttlungum misvitra stjórnenda?  Lilja Mósesdóttir: Við eigum að hafa tvískipt lífeyriskerfi til að draga úr áhættu. Síðan eiga aðeins fulltrúar sjóðsfélaganna að sitja í stjórnum þeirra til að tryggja arðbærar en áhættulitlar fjárfestingar. Baldur Guðmundsson: Ef afdráttarlaus niðurfelling á lánum heimilanna er frátalin, hver er skoðanaágreiningur Samstöðu og VG?  Lilja Mósesdóttir: Vandamál VG er að for- ystan fer ekki eftir stefnu flokksins og því eru aðgerðir í litlu samhengi við kosningaloforðin. Margt gott í stefnu VG en flokkurinn hefur ekki trúverðugleika. VG leggur til dæmis ekki jafn mikla áherslu á samvinnufyrirtæki og atvinnulýðræði (ég gerði það reyndar sem VG-ingur). VG er ekki með tímamörk á hversu lengi einstaklingar mega vera þingi. Svala Jónsdóttir: Nú sýnir sagan okkur að fleiri framboð gagnast Sjálfstæðis- flokknum, þar sem fastafylgi hans er sterkt og annað fylgi dreifist þá á fleiri. Hefur þú engar áhyggjur af því að þú munir tryggja þeim völd?  Lilja Mósesdóttir: Nei. Það sem ég hugsa fyrst og síðast um er að tryggja ákveðnum málefnum framgang. Svala Jónsdóttir: Nú segir þú að framboð þitt sé hvorki til hægri né vinstri. Í stefnuskrá ykkar segir að flokkurinn byggi á „grunngildum jafnaðar“ og vilji „norrænt velferðarkerfi.“ Að hvaða leyti er þetta ekki vinstri flokkur?  Lilja Mósesdóttir: Við leggjum meira upp úr þriðju leiðinni, það er að frjáls félagasamtök fái aukið hlutverk í velferðarþjónustunni. Auk þess skilgreinir „vinstristjórnin" norrænt velferðarkerfi rangt. Norrænt velferðarkerfi tryggir almennan rétt til aðstoðar en ekki sértækan rétt eins og núverandi stjórnar- flokkar hafa haldið fram. Lúðvík Júlíusson: Hvers vegna greiddir þú atkvæði með lögum sem veita auðmönnum ívilnun sem losar þá undan skilaskyldu á fjármagnstekjum sem þeir fá erlendis? Hvað kostar það okkur mikinn gjaldeyri á ári?  Lilja Mósesdóttir: Ég hef aldrei fengið botn í þessa spurningu þína Lúðvík, þrátt fyrir að hafa beðið um frekari skýringu. Bjarnþór Aðalsteinsson: Áður fyrr þegar engin verðtrygging var brann allt sparifé upp í óðaverðbólgu, engin lán að hafa nema fyrir útvalda og svo framvegis. Hvað yrði öðruvísi í dag?  Lilja Mósesdóttir: Fyrir tíma verðtryggingar var almenningur á Íslandi almennt ekki vel upplýstur um hvaða áhrif verðbólga hefur á óverðtryggt sparifé. Við lifum á öðrum tímum núna. Ragnar Eiríksson: Styður þú dómaraheimildina eða ekki? Þetta svar áðan var ekta stjórnmálamannafroða finnst mér og vil fá já eða nei.  Lilja Mósesdóttir: Ég vil kynna mér málið betur áður en ég segi já eða nei. Á ég ekki rétt á því? Hrannar Gunnarsson: Lilja, með hverjum heldur þú í ensku?  Lilja Mósesdóttir: Ég hef lítið vit á íþróttum og reyni að koma mér undan að svara spurningum eins og þessari ;) Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Hver er afstaða flokksins til Evrópusambandsins?  Lilja Mósesdóttir: Að hagsmunum Íslands sé á þessari stundu best borgið utan ESB. Kennum okkur við lýðræði og viljum því klára samningaviðræðurnar og láta þjóðina kjósa um aðild sem fyrst. Ásgeir Einarsson: Miðað við stefnuyfirlýsingar ykkar þá eruð þið vinstri flokkur, en af einhverjum ástæðum segið þið að þið séuð það ekki. Hvaða hægri sjónarmiðum er haldið uppi hjá ykkur.  Lilja Mósesdóttir: Við leggjum áherslu á einstaklingsfrelsi í atvinnulífinu og viljum ekki aðeins ríkisrekstur heldur einkarekstur og samvinnurekstur. Svala Jónsdóttir: „Það eru margar leiðir til að fjármagna leiðréttingu lána.“ Er það ekki staðreynd að þið munið þurfa að hækka skatta til þess að geta lækkað höfuðstól lána?  Lilja Mósesdóttir: Nei, það hef ég aldrei lagt til. Anna Sverrisdóttir: Sæl Lilja. Hvernig ætlar þú að fjármagna 20% niðurfellingu skulda landsmanna?  Lilja Mósesdóttir: Ég hef lagt til að við tökum upp nýjan gjaldmiðil á mismunandi skiptigengi. Ég er líka hrifin af hugmynd Steven Keen um að Seðlabankinn prenti peninga til að fjármagna leiðréttinguna. Halla Rut: Hvað finnst þér um hækkun á tekjuskatti fyrirtækja í 20%. Vilt þú hafa hann hærri, lægri eða eins?  Lilja Mósesdóttir: Við vorum með lægsta tekjuskatt fyrirtækja fyrir hrun og ég er sátt við hann verði áfram 20%. Ég vil hins vegar lækka tryggingagjaldið til að fyrirtæki geti og vilji ráða fleira starfsfólk. Sigurður Sigurðsson: Lilja, styður þú tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Ef ekki, gætir þú þá rökstutt svarið eða sagt hvers vegna?  Lilja Mósesdóttir: Ég styð margar tillögur stjórnlagaráðsins en hefði til dæmis viljað sjá tillögu um fækkun þingmanna og 3. stjórnsýslustigið. Gísli Baldvinsson: Einhvern veginn týndist svarið þitt um 200 milljarða lánið. 170 milljarðar með sköttun bankanna. Ik, en hvað með afganginn?  Lilja Mósesdóttir: 30 milljarða yrði þá að fjármagna með öðrum hætti eins og peninga- prentun Seðlabankans (Steven Keen) Alma Guðmundsdóttir: Hvaða stefnu hefur X-C varðandi sveitarstjórnarstigið og völd þeirra. Á sveitarstjórnarstigið að hafa svo mikið vald yfir staðbundnum auðlindum?  Lilja Mósesdóttir: Í dag er stjórnsýslan í málaflokkum sem sveitarfélögin eru með í Reykjavík og við viljum breyta því með svæðaþingum. Tekjur af auðlindum og svæðisbundinni starfsemi á líka að fara aftur á svæðin til ráðstöfunar Pétur Jónsson: Hver er afstaða ykkar í kvótamálum? Ef þið viljið innkalla hvernig viljið þið endurúthluta?  Lilja Mósesdóttir: Við viljum að gerðir verði samningar um úthlutun kvóta. Við samnings- gerðina á að hafa jafnræði, hagkvæmni og byggðasjónarmið að leiðarljósi. Það er ætlunin að útfæra þetta betur. Fundarstjóri: Mjög góð þátttaka hefur verið á Beinni línu í dag. Margar góðar spurningar hafa borist sem því miður er ekki tími til að svara. Þökkum Lilju fyrir svörin og lesendum DV fyrir spurningarnar. Umræða 11Mánudagur 13. febrúar 2012 Ætlar að fella niður 200 milljarða skuldir Lilja Mósesdóttir þingmaður er formaður nýstofnaðs stjórnmálaafls, Samstöðu. Lilja var á Beinni línu á DV.is á sunnudaginn. Hún vill afnám verðtryggingar strax og ætlar að ráðast í risastórar niðurfellingar á skuldum. Skattar á banka og peningaprentun Seðlabankans eiga að duga fyrir því. Nafn: Lilja Mósesdóttir. Aldur: 50 ára. Starf: Þingmaður og formaður Samstöðu. Menntun: Doktorspróf í hagfræði. Lilja Mósesdóttir Vandamál VG er að forystan fer ekki eftir stefnu flokksins og því eru aðgerðir í litlu samhengi við kosningaloforðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.