Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Blaðsíða 12
B andaríska stórsöngkonan og leikkonan Whitney Eliza- beth Houston lést laugar- daginn 11. febrúar, aðeins 48 ára að aldri. Lífvörður henn- ar kom að henni látinni á hótelher- bergi í Los Angeles þar sem hún var stödd vegna Grammy-verðlaunahá- tíðarinnar sem fór fram á sunnudag. Houston fæddist þann 9. ágúst árið 1963 og var ung að árum þegar hún fór að feta í fótspor móður sinn- ar, Cissy Houston, sem gospelsöng- kona. 11 ára gömul var hún farin að koma fram sem aðalsöngkona með gospelkórnum í kirkjunni sinni. Go- speltónlistin var mjög ríkjandi í fjöl- skyldunni, en móðursystur hennar voru söngkonurnar Dionne og Dee Dee Warwick. Þá var Arthea Franklin guðmóðir hennar. Frægðarsólin reis hratt Tvítug að aldri gerði Houston samn- ing við plötuútgáfufyrirtækið Arista en gaf þó ekki út fyrstu plötu sína fyrir tveimur árum síðar, árið 1985. Mikill tími fór í að finna hin full- komnu lög sem hentuðu henni en sú vinna borgaði sig því Houston sló strax í gegn með plötunni „Whit- ney Houston“. Platan „Whitney“ sem fylgdi í kjölfarið tveimur árum síðar sló einnig í gegn og frægðarsól henn- ar reis hratt. Hún varð fyrsta söngkonan í tón- listarsögunni til að komast í fyrsta sæti Billboard-listans eftir aðeins viku í spilun. Þá varð hún fyrsti tón- listarmaðurinn í sögunni til að ná efsta sæti á metsölulistum í Banda- ríkjunum og í Bretlandi á sama tíma. Þá vann hún til sex-Grammy verð- launa á ferlinum. Hætti að vera góða stelpan Houston átti meðal annars í ástar- sambandi við grínleikarann Eddie Murphy á níunda áratugnum. Und- ir lok áratugarins tók hún saman við R&B-tónlistarmanninn Bobby Brown og þau giftu sig árið 1992 ári. Ári síðar eignuðust þau dótturina Bobbi Kristinu. Houston og Brown skildu árið 2007 eftir mjög storma- samt hjónaband, en hann er sagður hafa beitt hana bæði andlegu og lík- amlegu ofbeldi. Houston hafði ávallt haft á sér ímynd góðu stelpunnar en eftir að hún kynntist Brown fór að síga á ógæfuhliðina hjá henni. Hún sökk ofan í óreglulíferni og neyslu fíkni- efna. Í kjölfarið gjörbreyttist hegðun hennar. Hún varð oft sein í viðtöl og myndatökur. Þá fór hún einnig að af- lýsa tónleikum, aðdáendum sínum til bæði mikillar reiði og vonbrigða. Sló í gegn í The Bodyguard Árið 1992 lék Houston í kvikmynd- inni The Bodyguard ásamt Kevin Costner. Myndin fékk mjög mis- jafna dóma en það skipti aðdáendur hennar engu máli. Myndin sló í gegn og komst á lista yfir hundrað tekju- hæstu myndir sögunnar á þeim tíma. Hún hefur reyndar fallið af þeim lista í dag vegna hækkunar á miðaverði í kvikmyndahúsum. Það er óhætt að segja að Houston hafi gert gamla Dolly Parton-lagið, I Will Always Love You, ódauðlegt í The Bodyguard. En fáar söngkonur geta náð þeim háu tónum sem hún fer upp á í laginu. Lagið hefur með tímanum orðið einkennislag söng- konunnar. Houston lék einnig í kvikmynd- unum Waiting to Exhale og The Preacher‘s Wife, en platan með tón- listinni úr þeirri mynd varð mest selda gospelplata í heimi. Eftir hafa eytt mestöllum kröftum sínum í kvikmyndaleik og tónlist í kvikmyndum, í upphafi tíunda ára- tugarins, kom Houston aftur sterk inn á tónlistarmarkaðinn með plöt- una My Love Is Your Love árið 1998. Houston gaf út sína síðustu plötu, I Look To You, árið 2009. Hún náði fyrsta sæti Billboard-listans og var jafnframt mest selda plata söngkon- unnar á fyrstu viku í sölu, frá upphafi. Stormasamt hjónaband og fíkniefni Fljótlega eftir að Houston og Brown fóru að vera saman spurðust út sögur af eiturlyfjanotkun hennar. Orðróm- urinn fékk byr undir báða vængi og fékkst staðfestur árið 2000 þegar hún var handtekin ásamt eiginmanni sín- um á flugvellinum á Hawaii fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum. Houston viðurkenndi þó ekki eit- urlyfjafíkn sína opinberlega fyrr en í viðtali hjá Diane Sawyer árið 2002. Þar viðurkenndi hún að hafa mis- notað áfengi og lyfseðlisskyld lyf, reykt maríjúana og notað kókaín. Hún þvertók þó fyrir að hafa notað krakk enda væri það ódýrt fíkniefni. „Ég þéna of mikið til að reykja krakk,“ sagði hún. Það var þó ekki fyrr en árið 2004 að talsmenn hennar tilkynntu í fyrsta skipti opinberlega að hún hefði farið í meðferð. En hún náði þó ekki tök- um á vandanum og fór reglulega í meðferðir. Hún fór síðast í meðferð í maí í fyrra. Houston gerði upp samband sitt við Brown í viðtali hjá Opruh Win- frey árið 2009, eftir útgáfu plötunn- ar I Look To You. Í viðtalinu sagði hún fyrrverandi eiginmann sinn ekki hafa borið neina virðingu fyrir sér, en fullyrti þó að hann hefði ekki beitt hana líkamlegu ofbeldi. Houston viðurkenndi þó að Brown hefði einu sinni slegið hana utan undir en hún hefði launað honum það með því að slá hann með síma í höfðuð á móti. Andlega ofbeldið var meira. „Hann hrækti á mig. Hann hrækti í alvöru á mig. Og dóttir mín varð vitni að því.“ Í viðtalinu hjá Opruh viðurkenndi hún einnig að hafa verið í daglegri neyslu á meðan hún var með Brown og hafi ekki verið hamingjusöm. Skemmti sér kvöldið fyrir andlátið Houston hefur verið á tónleikaferða- lagi undanfarið og töldu margir að hún væri að komast á beinu braut- ina. Hún mun þó hafa skemmt sér ærlega í Los Angeles dagana fyrir andlát sitt. Kvöldið áður en hún lést var hún meðal annars að skemmta sér á Kelly Price and Friends, óraf- mögnuðum tónleikum, þar sem hún tók meðal annars lagið Yes, Jesus Lo- ves Me, og mun það vera síðasta lag- ið sem hún söng. Sjónvarvottar segja að Houston hafi sleppt fram af sér beislinu þetta kvöld, en hún hafi þó eingöngu sést með áfengi í hönd. Dánarorsök söngkonunnar er enn ókunn en fram kemur í Banda- rískum fjölmiðlum að hún hafi drukknað í baðkari á hótelinu. Engin ólögleg fíkniefni munu hafa fundist á hótelherberginu en þó töluvert af lyf- seðilsskyldum lyfjum. n Lífvörðurinn kom að henni 12 Erlent 13. febrúar 2012 Mánudagur n Frægðarsól Whitney Houston reis hratt n Sökk niður í óreglu og neyslu Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Minnst með mínútuþögn Ljóst var að voveiflegt fráfall Houston myndi varpa skugga á Grammy-hátíðina, en Clive Davis, plötuútgefandi og lærifaðir Houston sagði í ræðu í fyrirpartíi á laugardags- kvöld að hún sjálf hefði „viljað að tónlistin héldi áfram að óma.“ Davis bað gesti þó að sameinast í mínútuþögn áður en hann hélt tilfinningaþrungna ræðu um söngkonuna. „Ég er eyðilagður yfir fráfalli manneskju sem var mér mjög kær. Hún var full af lífi og hlakkaði til kvöldsins í kvöld. Hún elskaði tónlist og hún elskaði þetta kvöld þar sem tónlistarmenn eru heiðraðir.“ Einhverjir tónlistarmenn voru þó ekki sammála Davis um að halda partíinu gangandi þetta kvöld. „Ég ætla ekki í nein fyrirpartí fyrir Grammy-hátíðina, mér finnst það ekki viðeigandi,“ skrifaði Kelly Osbourne til að mynda á Twitter-síðu sína. Miley Cyrus var á svipuðum nótum: „Ég ætla bara að vera heima og hlusta á plöturnar hennar.“ Margar stjörnur hafa látið minningarorð falla um Houston á Twitter-síðum sínum. Leikkonan Eva Longoria sagði hjarta sitt hafa brostið þegar hún fékk fréttirnar. Kardashian-systur vottuðu Houston einnig virðingu sína og sendu dóttur hennar samúðarkveðjur. „Ég er gjörsamlega miður mín,“ sagði Simon Cowell, en Houston hafði nokkrum sinnum aðstoðað hann bæði í American Idol og X-Factor. „Hjartasorg og endalaus tár eftir að ég frétti af skyndilegu fráfalli elsku vinkonu minnar, Whitney Houston,“ skrifaði söngkonan Mariah Carey. Bobby Brown mun vera óhuggandi eftir að hann frétti af andláti fyrrverandi eiginkonu sinnar. Á tónleikum á laugardagskvöld mun hann hafa hegðað sér mjög óeðlilega og var augljóslega mjög sorgmæddur. Á miðjum tónleikum hætti hann að syngja og kallaði „Whitney“ út í salinn. Síðasta kvöldið Houston kom fram í galaveislu fyrir Grammy- verðlaunahátíðina í ár. Fyrrverandi eiginmaður Söngkonan með Bobby Brown og dóttur þeirra árið 1998. Með dóttur sinni Houston með Bobbi Kristinu árið 2009 í þættinum Good Morning America. Grammy-hátíðin 1988 Houston vann til sex Grammy-verðlauna á ferlinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.