Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2012, Side 13
Erlent 13Mánudagur 13. febrúar 2012 65 aftökur á 40 dögum Milljarða eyðslufyllerí n Dæmd í fangelsi fyrir ótrúleg fjársvik R ick Santorum, sem sækist eft­ ir útnefningu Repúblikana­ flokksins fyrir forsetakosn­ ingarnar í Bandaríkjunum síðar á árinu, er á hvín­ andi siglingu þessa dagana. Santor­ um, sem hefur staðið í skugganum af mótframbjóðendum sínum, Mitt Romney og Newt Gingrich, til þessa sigraði í forkosningum flokksins í þremur ríkjum í síðustu viku; Minne­ sota, Missouri og Colorado. Í skoðanakönnun sem fram­ kvæmd var meðal kosningabærra repúblikana í Pennsylvaníu fyr­ ir sex vikum naut Santorum fjór­ tán prósenta stuðnings. En í könn­ un sem framkvæmd var dagana 2. til 6. febrúar, eða nokkrum dögum fyrir forkosningarnar í síðustu viku, naut hann þrjátíu prósent stuðnings. Á sama tíma jókst fylgi Romneys en fylgi Gingrich snarminnkaði. Á móti hjónabandi samkyn- hneigðra Rick Santorum er 53 ára og er stjórn­ mála­ og lögfræðimenntaður. San­ torum er mjög íhaldssamur og hefur hann sjálfur lýst því yfir að mótfram­ bjóðendur hans, Mitt Romney og Newt Gingrich, séu ekki sannir íhaldsmenn. Helstu stuðningsmenn hans eru einmitt mjög íhaldssamir repúblikanar. Hann hefur látið ýmis ummæli falla sem ekki hafa fallið í kramið hjá öllum. Hann er á móti hjónabandi samkynhneigðra en sjö ríki Bandaríkjanna leyfa hjónaband samkynhneigðra. Washington var síðasta ríkið til þess en ríkisstjórinn, Christine Gregoire, tilkynnti á föstu­ dag að hún muni undirrita lög þess efnis á næstunni. Santorum sagði til að mynda í viðtali við Fox­sjónvarps­ stöðina í október síðastliðnum að samkynhneigðir hermenn væru til vandræða fyrir aðra hermenn. Það sé bæði erfitt að búa með þeim og aug­ ljóslega vandræðalegt að fara með þeim í sturtu. Þá hefur Santorum lýst því yfir að fjölskyldan sé mikilvæg og lög ættu að vera í gildi sem gera framhjáhald refsivert. Á móti fóstureyðingum Afstaða Santorum til hjónabands samkynhneigðra er ekki eina um­ deilda skoðun hans. Hann er einn­ ig á móti fóstureyðingum og sagði í sjónvarpsviðtali í janúar að Barack Obama, núverandi forseti Bandaríkj­ anna, ætti einnig að vera á móti þeim – af því að hann er svartur á hörund. Þá hefur hann látið þau orð falla að læknar sem framkvæma fóstureyðing­ ar ættu að eiga refsingu yfir höfði sér og getnaðarvarnir séu af hinu slæma. Þá vill Santorum að yfirvöld fækki matarmiðum sem dreift er til almenn­ ings, en talið er að fimmtán prósent Bandaríkjamanna reiði sig á matar­ miða til að eiga til hnífs og skeiðar. Ástæðan fyrir því að Santorum vill útrýma matarmiðunum er sú að of stórt hlutfall Bandaríkjamanna glímir við offitu. Santorum hefur einnig lýst því yfir að trúin skipti miklu máli fyrir bandarísku þjóðina en sjálfur er hann strangtrúaður kaþólikki. Sankar að sér fé Velgengni Santorum í síðustu þrem­ ur forkosningum hefur gert það að verkum að miklir peningar hafa safnast í kosningasjóð hans á und­ anförnum dögum. Styrktaraðilar virðast hafa trú á að velgengni hans haldi áfram en hann safnaði 2,2 milljónum dala, eða 268 milljónum króna, á aðeins tveimur dögum í síð­ ustu viku. Þetta er hærri upphæð en safnaðist í kosningasjóð hans allt árið 2011. Mitt Romney er enn með feitasta sjóðinn af þeim frambjóð­ endum repúblikana sem enn eru í baráttunni. Romney hefur sömu­ leiðis unnið langflesta kjörmenn, eða 106. Newt Gingrich hefur unn­ ið 35 og Santorum 34. Til að öðlast útnefningu flokksins þarf að vinna 1.144 kjörmenn. Næstu forkosning­ ar Repúblikanaflokksins fara fram í Arizona og Michigan þann 28. febrúar næstkomandi. 29 kjörmenn eru í boði í Arizona og 30 í Michigan. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Það sé bæði erfitt að búa með þeim og augljóslega vand- ræðalegt að fara með þeim í sturtu. Skólavörðustíg 2 • Sími 552 5445 Íslenskt skart á Valentínusardaginn H in 43 ára gamla Rajina Subram­ anian, sem búsett er í Ástral­ íu, hefur verið dæmd fyrir að stela hvorki meira né minna en 5,8 milljörðum króna af fjármálafyrir­ tækinu ING Holdings sem hún starf­ aði hjá. Um er að ræða stærsta fjár­ svikamál einstaklings í sögu Ástralíu en dómur í málinu, sem hefur verið til meðferðar hjá dómstólum í Nýja Suð­ ur­Wales, var kveðinn upp á föstudag. Var Subramanian dæmd í fimmtán ára fangelsi en hún þarf að afplána að minnsta kosti sjö ár. Samkvæmt því sem kom fram við meðferð málsins fyrir dómstólum fór Subramanian, sem var bókari hjá fyr­ irtækinu, á gríðarlegt eyðslufyllerí þar sem hún eyddi hundruðum milljóna króna í hús, föt og rándýra skartgripi. Þá gaf hún þjónum á veitingahúsum sem hún snæddi á ansi ríflegt þjórfé, í sumum tilfellum mörg hundruð þús­ und krónur. Breska blaðið Daily Mail greinir frá því að hún hafi til að mynda keypt 200 Chanel­ilmvatnsflöskur og rándýran fatnað frá tískufyrirtækjum á borð við Armani og Hugo Boss. Þá keypti hún að minnsta kosti sex hundruð skart­ gripi fyrir fleiri tugi milljóna króna og nokkur hús nærri Bondi Beach fyrir samtals 2,3 milljarða króna. Þegar upp komst um málið gerði lögregla húsleit á vinnustað henn­ ar. Undir skrifborði hennar fundust yfir tuttugu kassar sem voru fullir af skartgripum og dýru Dom Perignon­ kampavíni. Við meðferð málsins fyrir dómstól­ um kom einnig fram að Subramanian hefði haldið við yfirmann sinn með vitneskju eiginmanns síns. Stórtæk Rajina Subramanian stal ótrúlegum upphæðum af fyrirtækinu sem hún starfaði hjá. Peningana notaði hún í að kaupa alls konar lúxusvarning. Umdeildur en á mikilli siglingu n Rick Santorum unnið þrjár forkosningar í röð n Á móti hjónaböndum samkynhneigðra Meðbyr Rick Santor- um er á mikilli siglingu þessa dagana. Hann er umdeildur og til að mynda á móti hjónabandi samkyn- hneigðra og telur að getnaðarvarnir séu af hinu slæma. MynD ReuteRS Sextíu og fimm írakskir fangar voru teknir af lífi á fyrstu fjörutíu dögum ársins. Þar af voru þrjá­ tíu og fjórir teknir af lífi sama daginn, þann 19. janúar síðast­ liðinn. Tvær konur voru í þeim hópi. Þetta kemur fram í yfirlýs­ ingu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem lýsa miklum áhyggjum af þróun mála í landinu. Samtökin hafa kallað eftir því að íröksk yfirvöld afnemi dauðarefsingar og endurskoði réttarkerfi landsins. „Íröksk yfirvöld virðast hafa gefið dómstólum grænt ljós á að dæma fólk til dauða að vild,“ segir Joe Stork, deildarstjóri Human Rights Watch í Mið­Austurlönd­ um, í samtali við CNN. Stork gagnrýnir harðlega hversu ógagnsætt réttarkerfi landsins er. Þannig sé ómögu­ legt að fá upplýsingar um hversu margir fangar séu á dauðadeild og hvers vegna þeir hlutu dauðadóm. Talið er að tólf hundruð manns hafi verið dæmdir til dauða í Írak frá árinu 2004 en óvíst er hversu margir hafa verið teknir af lífi nú þegar. Afbrotamenn þurfa í raun ekki að fremja mjög alvarlega glæpi til að eiga yfir höfði sér dauðadóm. Þannig gera lög lands­ ins ráð fyrir að þeir sem dæmdir eru fyrir skemmdarverk á eigum yfirvalda geti átt von á því að fá dauðadóm samkvæmt frétt CNN. Dómsmálaráðuneyti Íraks gaf frá sér yfirlýsingu vegna málsins fyrr í þessum mánuði. Þar kom fram að íröksk yfirvöld stæðu frammi fyrir harðri baráttu við hópa hryðjuverkamanna sem hefðu gerst sekir um alvarlega glæpi, meðal annars morð á óbreyttum borgurum. Ekkert sé við dómskerfi landsins að athuga. n Frægðarsól Whitney Houston reis hratt n Sökk niður í óreglu og neyslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.